Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
777 varnar Jóni Baldvin
í síðustu viku gerðist það hvort tveggja að Jón Bald-
vin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Al-
þýðuflokksins, var útnefndur óvinsælasti stjórnmála-
maðurinn í skoðanakönnun DV og svo hitt að Guðmund-
ur G. Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar-
flokksins, skrifaði lofsamlega grein um Jón Baldvin.
Þá skal þess getið að enn ein skoðanakönnunin sýndi
hörmulega stöðu Alþýðuflokksins undir stjóm þessa
sama Jóns. Fréttir herma að innanbúðar í Alþýðuflokkn-
um sé nú rætt um að skipta þurfi um „karlinn í brúnni“.
Allt þetta sýnir að Jón Baldvin Hannibalsson er um-
deildur stjórnmálamaður. Óvinsældakannanir eru að
vísu þeim annmarka háðar að þar em andstæðingar við-
komandi stjómmálamanna settir í dómarasæti og því
smærri sem flokkurinn er því fleiri verða atkvæðin frá
þeim sem hafa ímugust á foringja litla flokksins. Sjálf-
sagt er þó að horfast í augu við þá staðreynd að Jón
Baldvin hefur ekki hænt að sér kjósendur í stórum stíl
og virðist á sama tíma hafa lag á því að egna aðra upp
á móti sér. Úthlaup Jóhönnu Sigurðardóttur og fylgis-
leysi Alþýðuflokksins verður auðvitað að skrifa að ein-
hverju leyti á reikning formannsins.
Grein Guðmundar G. Þórarinssonar segir um leið að
þeir eru til sem kunna að meta Jón Baldvin sem stjórn-
málamann og fullyrða má að núverandi ríkisstjóm væri
ekki svipur hjá sjón án hans þátttöku. Hvað sem líður
óvinsældunum hefur Jón Baldvin verið aðsópsmikill og
afkastamikiU ráðhema og formaður í sínum flokki.
Hér í leiðara á mánudaginn var fjallað um breytta
ímynd Davíðs Oddssonar og stjórnunaraðferða hans. Þar
er sett fram sú skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hægi
stöðugt á ferðinni og Davíð formaður líti fyrst og fremst
á sig sem sáttasemjara til málamiðlana.
Ef þessi kenning er rétt þá má jafnframt fullyrða að
Alþýðuflokkurinn og Jón Baldvin hafi tekið að sér það
hlutverk sem ætti öðmm fremur að vera Sjálfstæðis-
flokksins. Þá er átt við ákafa og áhuga varðandi frjálsræð-
isbreytingar í peningamálum, verslun og viðskiptum,
landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum. í öllum þess-
um málum hefur það komið í hlut Alþýðuflokksins að
knýja á um breytingar í anda þeirrar sjálfstæðisstefnu
sem lengi var ær og kýr Sjálfstæðisflokksins.
Án atbeina Jóns Baldvins við samkomulag um hið
evrópska efnahagssvæði væri það mál ekki orðið að veru-
leika í algjörri samstöðu allra flokka. Frammistaða hans
í utanríkismálum hefur verið til sóma.
Jón Baldvin hefur haft hátt og farið geyst - stundum
farið offari. Stíll hans er beinskeyttur og ögrandi. Hann
er vígamaður af guðs náð.
Vill íslenska þjóðin ekki slíka menn? Vill hún meðal-
menn og miðjumoð? Vilja íslendingar aftur kalla yfir sig
hægfara hagsmunagæslustjóm framsóknarmanna allra
flokka? Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sitja áfram í ríkis-
stjóm en hann þdrf hafa með sér menn og flokka sem
vilja annað og meira en „status quo“. Sérstaklega ef Sjálf-
stæðisflokkurinn heldur áfram að vera íhaldssamur og
landsfóðurlegur.
Hér er ekki verið að hvetja fólk til að kjósa Alþýðu-
flokkinn. En hér er verið að taka upp hanskann fyrir
stjómmálamann sem nýtur ekki sannmæhs. Persóna
Jóns er of fyrirferðarmikil til að verkin fái að tala. Það
er hans Akkilesarhæll. En það er líka hans styrkur að
því leyti að það verður enginn stór eða umdeildur í póli-
tík nema það sópi að persónu hans.
Ellert B. Schram
„Lagt er í óhagkvæmar fjárfestingar á tiltölulega fáum útsölustöðum“, segir m.a. í grein Vilhjálms. - Fra
útsölu ÁTVR í miðborg Reykjavíkur.
Áfengisviðskipti
út úr forneskju
Þessa dagana berast fréttir af
þróun mála í viðskiptaháttum með
áfengi frá þeim nágrannalöndum
okkar sem hafa reynt að halda úti
svipaðri forneskju á því sviði og
við höfum gert. í Finnlandi og Sví-
þjóð er einkasalan á hröðu undan-
haldi og nú standa Norðmenn and-
spænis úrskurði Eftirlitsstofnunar
EFTA og verða að koma á frjáls-
ræði í innflutningi, útflutningi,
framleiöslu og heilsöludreifmgu á
áfengi.
Fjármálaráðherra hefur - lagt
fram frumvarp til laga um breyt-
ingu á ÁTVR í hátt við það sem
krafist er af Eftirlitsstofnun EFTA
og sömuleiðis þarf að breyta áfeng-
islöggjöfmni. Með þessum breyt-
ingum eru boðaðir nýir og heil-
brigðari viðskiptahættir með
áfengi. Sú litla umræða sem málið
hefur ennþá fengið í þinginu bend-
ir hins vegar til þess að breyting-
arnar fái nokkra andstöðu en ekki
er þó ljóst á þessu stigi hversu al-
varleg hún verður og hvort hún
verður nægileg til þess að stöðva
málið.
Óheilbrigðir viðskiptahættir
Hið forneskjulega fyrirkomulag
áfengisviðskipta hér á landi hefur
haft í för með sér óheilbrigða við-
skiptahætti og tvöfalt siðgæði með-
al þjóðarinnar í áfengismálum. í
lögum um ÁTVR er tekið fram að
markmið fyrirtækisins sé að græða
peninga fyrir ríkissjóð, hinn sam-
eiginlega sjóð landsmanna. Það er '
gert með því að halda verði á áfengi
afar háu.
Reksturinn á ÁTVR er hins vegar
ekki til fyrirmyndar og væri auð-
veldlega hægt að gera betur á því
sviði. Tilhneiging hefur verið til að
hrúga inn starfsfólki og það er allt
of margt miðað við umfang starf-
seminnar. Lagt er í óhagkvæmar
fjárfestingar á tiltölulega fáum út-
sölustöðum. Fyrirtækiö virðist síð-
ast af öllu reyna að uppfylla óskir
neytenda með fleiri útsölum, af-
greiðslutíma, eða greiðsluháttum.
KjaUarinn
Vilhjálmur Egilsson
alþm., framkvæmdastjóri
Verslunarráðs íslands
Það var t.d. ekki fyrr en á síðasta
ári að opiö var á Þorláksmessu í
útsölum ÁTVR eins og í öðrum
verslunum.
Sölustarfsemi mikil
Umboðsmenn og framleiðendur
áfengis mega ekki auglýsa vöru
sína. Samt reyna þeir með margvís-
legum ráðum að koma vöru sinni
á framfæri og vörumerkin blasa
hvarvetna við auk þess sem kynn-
ingar og bein og óbein umfjöllun í
blöðum eru úthugsaðar leiðir til
þess að koma vörunni á framfæri
við neytendur. Þessir aðilar veita
líka yfirleitt góða þjónustu eftir því
sem hægt er miðað við aöstæður.
ÁTVR tekur þátt í þessum leik með
því að selja án milligöngu umboðs-
manna ákveðnar tegundir af er-
lendu áfengi. Þessar tegundir fá
ákveðið forskot í útstillingum í út-
sölum ÁTVR og gengur fyrirtækið
þannig erinda tiltekinna erlendra
framleiðenda.
Sumir erlendir framleiðendur
veita fjármagn til góðra málefna
hér á landi og hafa sérstaklega ein-
beitt sér að sviðum sem alþjóð veit
að eru á sérstöku áhugasviði for-
stjóra ÁTVR. Fræg er veisla sem
einn ákveðinn umboðsaðih bauð
starfsfólki ÁTVR til í Viðey þannig
aö ýmislegt er á sig lagt til þess að
koma vörunum út. - Þá eru ótaldar
vínsmökkunarferðir til útlanda.
Nútímavæðingin
nauðsynleg
Hið tvöfalda siðgæði þjóðarinnar
í áfengismálum kemur fram í því
að hin opinbera umræða snýst oft
um nauðsyn þess að takmarka
neyslu á áfengi og hlutverk ÁTVR
og áfengislöggjafarinnar í því sam-
bandi.
Hinn venjulegi íslendingur slær
hins vegar hvorki hendinni á móti
landa né smyglaðri vöru og fer í
ríkið eða pantar í gegnum póstinn
þegar honum hentar. Póstverslun-
in með áfengi er reyndar sérís-
lenskur skattur á landsbyggðina.
Hér ber því allt að sama brunni.
Nauðsynlegt er að nútíminn fái að
halda innreið sína í áfengisvið-
skiptum.
Vilhjálmur Egilsson
„Hið tvöfalda siðgæði þjóðarinnar í
áfengismálum kemur fram 1 því að hin
opinbera umræða snýst oft um nauð-
syn þess að takmarka neyslu á áfengi
og hlutverk ÁTVR og áfengislöggjafar-
innar í því sambandi.“
Skoðaiúr annarra
Kosningum flýtt?
„Alhr eru sammála um að einhver kauphækkun
veröi, en þó þannig að hún brenni ekki upp í nýrri
verðbólgu heldur sé kaupmáttur launa varinn af
raunsæi, en ekki með blekkingum. Það gengi með
öðrum orðum þvert á baráttuna fyrir hagvexti og
tilurð nýrra starfa í þjóðfélaginu. Þróist máhn á hinn
versta veg eíga stjómarflokkarnir ahs ekki að úti-
loka þann kost að flýta kosningum."
Úr forystugrein Mbl. 10. jan.
Svipan á loft
„Umræður um GATT-samninginnn bendir ekki til
mikils skilnings á því hversu djúpstæður vandi ís-
lensks landbúnaðar er.... Af misskihnni flokksholl-
ustu hefur Morgunblaðið ekki stutt við bakið á við-
leitni Alþýðuflokksins til skynsamlegra breytinga.
Það er ekki heiðarlegur málflutningur að gagnrýna
kerfið án þess a gagnrýna þá sem á því bera ábyrgð.
Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á kerfinu og hjá
því verður ekki komist að Alþýðuflokkurinn láti
svipuna dynja á frambjóðendum íhaldsins í Reykja-
vík í komandi kosningabaráttu. Mun Morgublaðið
þá verja flokkinn, en gagnrýna kerfið?"
Birgir Hermannsson, aðstoðarmaður umhverfisráð-
herra, í Alþbl. 10. jan.
Kosningar - ráðaleysi
„Auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að efna til
kosninga fyrr en 8. apríl. Það er hins vegar fyrst og
fremst vitnisburður um ráðaleysi ríkisstjórnar Dav-
íðs Oddssonar ef svo verður gert. Það er merki um
að hún treystir sér ekki til þess að takast á við þau
verkefni sem við blasa, er búin að gefast upp og
kasta þeim til næstu ríkisstjómar, hver sem hún
verður." Úrforystugrein Tímans 10. jan.