Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995
Fréttir
Sölukerfið í fíkmefnaheiminum orðið mun skipulagðara:
Fíkniefnasalan komin
inn í grunnskólana
- segir Ólafur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá forvamadeild lögreglunnar
Ólafur Guömundsson hjá forvarnadeild lögreglunnar segir að sú staðreynd aö grunnskólanemar séu einn af
markhópum landasaia hafi leitt til þess að fikniefni séu boðin samhliða landanum til kaups í grunnskólanum. Hér
er Ólafur með hluta þeirra tækja og tóla til fíkniefnaneyslu sem lögreglan hefur lagt hald á. DV-mynd GVA
„Til þessa hefur sölukerfi fikni-
efnasala ekki verið vel skipulagt. Það
hefur hins vegar verið að breytast á
síðustu mánuðum og vikum. Eins og
fram hefur komið er dreifing á landa
mjög skipulögð og til að drýgja tekj-
umar eru sumir landasalamir famir
að selja fikniefni og þetta nær til
grunnskólanna," segir Ólafur Guð-
mundsson, rannsóknarlögreglumað-
ur hjá forvamadeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Ólafur segist hafa miklar áhyggjur
af þessari þróun. Bæði vegna þess
að landinn er mjög ódýr og aukin
neysla á honum verði til þess að fleiri
unglingar byrji að drekka. Hann seg-
ir það leiða til þess að ákveðinn hluti
þeirra fari út í neyslu á öðmm vímu-
efnum.
Öll efni í sókn
„Miðaö viö haldlögð efni virðast
allar tegundir fíkniefna vera í sókn,“
segir Ólafur. „Ef viö skoöum sveifl-
umar á haldlögðum efnum í Evrópu
þá er kúrfan nákvæmlega eins hjá
okkur til langs tíma litið. Það eru
svona á milli 400 og 500 manns sem
lögreglan handtekur árlega fyrir ein-
hvers konar fíkniefnamisferli og við
höfum áreiðanlega ekki afskipti af
nema htlum hluta þeirra sem em í
þessu. Tæplega helmingur þessa
hóps er að koma við sögu í fyrsta
skiptiog því má segja að það sé nýhð-
unin í hópnum."
Mikið til sama fólkið
Ólafur segir jafnframt að þetta sé
mikið til sama fólkið sem sé í þessu.
Þessu til staðfestingar bendir hann á
að það hafi verið árið 1977 sem lög-
reglan hafi byijað aö ljósmynda þá
sem komu th yfirheyrslu vegna að-
ildar að fíkniefnamálum. Á síðustu 5
til 6 árum sé búið að endurnýja 18
af 20 fyrstu myndunum í safni lög-
reglunnar.
Hann segir aö til þessa hafi þaö
verið þröngur hópur sem hafi fengist
við sölu á fíkniefnum og þá á ákveðn-
um stöðum. Til skamms tíma hafi til
dæmis aðeins verið hægt að fá keypt
efni í gegnum kunningsskap en þetta
sé að breytast, eins og fyrr sagði.
„Smásalan sjálf hefur þar th nýlega
ekki verið mjög vel skipulögð. Inn-
flutningurinn hefur aftur á móti ver-
ið þrælskipulagður innan ákveðinna
hópa en ekki á mihi hópa. Þess vegna
verður oft mikhl skortur, sérstaklega
á hassi, eins og er í dag. Eftir viku
getur síðan allt veriö orðið yfirfullt
aftur og þá kemur upp sérstakt
ástand."
Fáirverða ríkir
Ástandinu lýsir Ólafur þannig aö
þegar markaðurinn yfirfylhst séu
menn reiðubúnir að lána efni, gefa
það og jafnvel grafa það í jörðu af
ótta við að fikniefnalögreglan láti th
skarar skríða gegn þeim. Jafnvel séu
þess dæmi að fíkniefnasalar steh efni
hver frá öðrum. Þannig tapist mikið
efni og margar sögur eru til af fíkni-
efnasölum sem hafa leitað efnis sem
þeir grófu í jörðu og aldrei fundið
aftur. Af þessum sökum fari hluti
þeirra fíkniefna sem flutt eru til
landsins th spilhs eða er neytt án
þess að greitt sé fyrir þau.
„Menn verða nú ekki ríkir af þessu
því það er lifað hátt á meðan verið
er að koma efnunum í verð. Tauga-
spennan verður th þess að innflytj-
endumir drekka mikið áfengi, neyta
efnanna, fara út að borða og lifa dýrt
af ótta við að fíkniefnalögreglan láti
th skarar skríða heima hjá þeim á
hverri mínútu. Yfirleitt endar þetta
með því að þegar efnið er búið þá eru
peningarnir búnir. Ég held að þaö sé
sama við hvem þú talar, hvort sem
það er hjá lögreglunni eða einhver í
fíkniefnaheiminum, þetta er stað-
reynd. Menn kannast við fáa sem
virkhega hafa efnast á fíkniefna-
sölu.“
Neyslan mun aukast
„Það má segja að það sé nær und-
antekningarlaust þannig að þeir sem
eru í innflutningi era jafnframt í
neyslu. Það er nefnilega ákveðið sið-
ferði í gangi. Ef sá sem flytur inn
efnið eða sér um sölu þess getur ekki
sest niður með þeim sem ætlar að
kaupa eitthvert magn að ráði og not-
að efniö með honum þá treystir hann
ekki efninu. Hann telur efnið annað
hvort lélegt, blandað mörgum auka-
efnum eða hættulegt."
Ólafur segir að neysla efnanna
komi til með að aukast í framtiðinni
hægt og rólega og fólk verði meira
vart við þau, bæði í eigin íjölskyldum
og nánasta umhverfi. Þess sjást þeg-
ar merki í fjölgun innbrota og rána
sem fjallað er um í fjölmiðlum dag-
lega.
-PP
í dag mælir Dagfari
Hver borgar brúsann?
Það vom aldeihs fagnaðarlæti í
landinu eftir að skrifaö var undir
samninga. Það var bara næstum
því eins og heima hjá mér þegar
Islendingar sigra í handboltalands-
leik. Húrrahrópin kváðu við og aht
ætlaði vitlaust að verða. Ríkis-
stjómin hoppaði hæð sína af kæti,
vinnuveitendur, Þjóðhagsstofnun,
svo ekki sé talað um verkalýðsfor-
ingjana, sem létu í ljós mikla
ánægju meö þá samninga sem þeir
hefðu skrifað undir.
Allir þessir aðhar hafa sameinast
um að bera lof á þá samninga sem
þeir hafa sjáfir gert og segja að
þeir feh í sér kjarajöfnun, stöðug-
leika, aukinn kaupmátt, hækkuð
skattleysismörk, öryggi th tveggja
ára. í raun og vem getur Dagfari
ekki séð að hægt sé að gera betri
kjarasamninga í framtíðinni ef
marka má ummæh þeirra forystu-
manna sem standa að samningun-
um. Þess vegna geta þessir kjara-
samningar staðið um aldur og ævi
því það er ekki hægt að gera betur.
Þetta eru fullkomnir samningar.
Þetta em tímamótasamningar, seg-
ir Jón Baldvin. Þetta em afar góðir
samningar, segir Davíð Oddsson.
Þetta em kaupmáttarsamningar,
segir Þjóðhagsstofnun. Lengra var
ekki hægt að komast, segja verka-
lýðsforingjar.
Eina hjáróma röddin í þessum
kór kemur frá formanni Álþýðu-
bandaiagsins, Ólafi Ragnari Gríms-
syni. Ólafur talar ekkert um samn-
ingana eða innihald þeirra en fer
allt í einu aö tala um hvað þessir
samningar kostí! Eins og það skiptí
máh!
Ólafur Ragnar segir að samning-
amir kosti ríkissjóð fjóra milljarða
króna og segir að láglaunafólk
borgi þann reikning. Er þá eftir aö
reikna út hvað samningamir kosti
vinnuveitendur og það á eftír að
taka með í dæmið hvað það kostar
þegar búið er að semja við opinbera
starfsmenn, hvaö þá kennara, ef á
annað borð verður samið við þá.
Þá má væntanlega gera ráð fyrir
að þessir samningar leiði af sér
kostnað upp á tíu th fjórtán miRj-
arða, eöa hvað? Og hvað með það?
Nú má í sjálfu sér endalaust
reikna það út hvað það kostar að
gera samninga. En hingað th hefur
ekki verið spurt um það f kjara-
samningum og launafólk gerir sér
auðvitað grein fyrir því að ef samið
er um hærri laun eða lægri skatta
eða einhveija fyrirgreiðslu úr rík-
issjóði eða úr vasa atvinnurekenda,
þá kemur að sjálfsögöu að því að
launafólk borgar þann brúsa.
Verkalýðsforingjamir vita þaö fyr-
irfram að alhr samningar sem þeir
gera kosta peninga og enginn getur
borgað þá peninga nema launafólk-
ið sem borgar þá aftur þegar þar
að kemur og búið er aö undirskrifa
samninga.
Þetta vita allir og láta sér í léttu
rúmi hggja því samningar em
samningar og það er stórkostlegur
sigur fyrir þjóðarbúið og fyrir
launafólkið að ná samningum, þótt
þeir þurfi einhvem tímann í fram-
tíðinni að borga þessa samninga
aftur. Einhver verður að borga.
Það er hins vegar ósmekklegt og
ekki við hæfi að fara að nefna það
hver borgi reikninginn af samning-
unum þegar menn em rétt að fagna
því að hafa skrifað undir. Forsætís-
ráðherra hefur einmitt bent á það
að með kjarasamningunum batnar
hagur launafólks og þjóðarbúsins
og þá hafa launamenn efni á því
að borga meira th þjóðarbússins,
sem aftur hefur þá efni á aö borga
fyrir kjarasamningana og þessa
vegna græða allir á því að gera kja-
rasamninga um betri kjör, sem ger-
ir þeim kleift aðborga fyrir þá kja-
rasamninga sem þeir hafa skrifað
undir.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
þar afleiðandi algerlega misskihð
þesa kjarasamninga þegar hann er
að fjalla um þaö hver eigi að borga
brúsann. Kjarasamningar snúast
ekki um það. Kjarasamningar snú-
ast um þaö að fá launafólk th að
skrifa undir og sætta sig við kjara-
samninga, sem það sjálft hefur efni
á að borga, þegar þar að kemur.
Vinnuveitendur borga ekki, ríkis-
sjóður borgar ekki. Launafólkið
borgar og það vita ahir og á ekki
að vera að nefna frekar en maður
segir frá því hvað gjöfin kostar þeg-
ar maður gefur gjöf. Menn verða
aö kunna sig á hátíðarstundum.
Það er á hinn bóginn mikið fagn-
aðarefni að launafólk skuh hafa
haft efni á því að gera þessa samn-
inga. Það sýna samningarnir.
Dagfari