Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Síða 7
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 7 Fréttir Ahrif kjarasamninga á þjóðarbúið: Tveggja ára friður kostar 25 milHarða - skuldir ríkissjóðs lækka og tekjumar aukast Friöur á vinnumarkaöi gæti kostað vinnuveitendur og hiö opinbera tæp- lega 9 milljaröa króna á árinu veröi samið viö opinbera starfsmenn á svipuðum nótum og gert hefur veriö á almenna vinnumarkaðinum. Á næsta ári félli til viöbóta kostnaður upp á minnst 16 milljarða. Sam- kvæmt þessu má verðleggja friðinn upp á 25 milljarða. Að stærstum hluta fellur kostnað- urinn á vinnuveitendur á almenna markaðinum. Samkvæmt upplýsing- um frá VSÍ er gert ráð fyrir aö launa- útgjöld vinnuveitenda aukist um 3,9 prósent á árinu, eða um 5 milljarða. Á næsta ári er gert ráð fyrir að út- gjöldin aukist um 6,9 prósent, eða 10 milljarða. Samtals munu launaút- gjöldin á almenna markaðinum því aukast um 15 milljarða á samnings- tímanum. Aukin útgjöid ríkisins Yfirlýsing ríkisstjómarinnar í tengslum við kjarasamningana í vik- unni kalla á nokkur útgjöld hins op- inbera. Að hluta til er gert ráö fyrir þessum útgjöldum í fjárlögum árs- ins, til dæmis að laun hækki um allt að 3 prósent. Verði samið við opin- bera starfsmenn á þeim nótum mun þaö auka launaútgjöld hins opinbera um rífiega milljarð í ár og tæplega 3 milljarða á því næsta, eða samtals um 4 milljarða á til ársloka 1996. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir aö 1. apríl í ár verði heimilt að draga helming af iðgjaldi launþega í lífeyrissjóði frá tekjum við álagningu skatta. Vegna þes^a verða ríki og sveitarfélög fyrir 800 milljóna króna tekjusamdrætti í ár. Þann 1. júlí á næsta ári veröur heimilt aö draga 3/4 af iðgjaldinu frá tekjum en það mun valda 1,4 milljarða tekju- samdrætti hjá hinu opinbera. Sam- tals kostar þetta loforð ríkisstjórnar- innar því um 2,2 milijarða. Samkvæmt yfirlýsingunni á enn fremur að setja um 1,1 milljarð í ein- greiðslur í almannatryggingakerf- inu, húsnæðismál og fleiri aögerðir, bæði í ár og á því næsta. Samtals mun þetta auka útgjöld rikissjóðs um 2,2 milljarða. Auk þessa hefur í lllkið itefei saMUíjpnh? 1995 - allar upphæöir í milljónum króna - n Hiö opinbera : Almenni vinnumarkaöurinn 1996 Frádr. lífeyrissjóðs- iögjalds frát Eingreiöslur í almannatr., hús—, næðism. o.fl. L Réttindi kennara — Launahækk. opinb. starfsm. Hugsanleg veltuáhrif á ríkissjóö Lækkun skulda v/breytingaá J lánskjaravísit. Frádr. lífeyrissjóös- iðgjalds "I frá tekjum L ' Eingreiðslur í almannatr., hús- _ næöism. o.fl. Launahækk. _ opinb. starfsm. Réttindi kennara - Hugsanleg veltuáhrif - á ríkissjóð Lækkun skulda v/breytinga á ] lánskjaravísit. L IrvingOiI: Ekkiaðstofna fjölmiðlafyrirtæki Sterkur orðrómur hefur verið uppi um að kanadíska olíufélagiö Irving Oil hefði í hyggju að stofna fjölmiðlafyrirtæki á íslandi í tengslum við fyrirhugaða starf- semi hér á landi. Othar Öm Pet- erson hæstaréttarlögmaöur, um- boðsmaöur Irving Oil á íslandi, sagði aðspuröur við DV að slíkar fregnir væru „gjörsamlega úr lausu lofti gripnar". Hefði félagið slik áform uppi ætti hann að vita allt um það. Othar sagðist halda að oröróm- urinn tengdist því að hann hefði á sínum tíma aöstoðað einn skjól- stæðing sinn við að fjármagna útgáfu Morgunpóstsins. ★ ★ ★ ★ Yfir 80 gtrðir af kommóðum til afgreiðslu strax ★ ★ ★ Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFPA 20 • 1X2 REYKJAVtK . 8tMI 887119» tengslum viö kjarasamningaviöræð- ur við kennara verið rætt um að bæta þeim skert réttindi. Talað hefur verið um 700 milljónir á ári í þessu sambandi, eða samtals um 1,4 millj- arða á næstu tveimur ámm. Skuldir ríkisins lækka En kjarasamningarnir kalla ekki einungis á útgjöld. Gera má ráð fyrir að breytingin á lánskjaravísitölunni muni leiða til þess að verðtryggðar skuldir hins opinbera muni lækka um 500 milljónir í ár og 200 milljónir á næsta ári, eða samtals um 700 millj- ónir. Þá má gera ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs aukist um allt að 2,6 milljarða í ár vegna aukinnar veltu í þjóðfélag- inu. Á næsta ári gæti veltuaukningin aukið tekjurnar um allt að 4,6 millj- arða. Er þá tekið mið af því aö hin síðari ár hefur ríkið tekið til sín um þriðjung þjóðarkökunnar. -kaa Glæsilegt þorrablót eldri borgara Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Mjög góð þátttaka var á þorra- blóti eldri borgara á Hótel Selfossi og skemmti fólk sér hið besta. Hall- dóra Ármannsdóttir bauð gesti vel- komna en Böðvar Stefánsson, fyrr- verandi skólastjóri, stjórnaði blót- inu með miklum sóma. Aðalræðumaður kvöldsins var Þór Vigfússon. Hjörtur Þórarins- son og Hafsteinn Stefánsson kváð- ust á. Söngkór eldri borgara undir stjórn Sigurveigar Hjaltested söng. Hjalti Þórðarson, fyrrum verk- stjóri, stjórnaði fjöldasöng. Utsölulok í skómarkaði RR Verð niður úr öllu valdi Leðurkuldaskór frá kr. 990 Opið 12-18 SKÓMARKAÐUR Rr|| I Skemmuvegi 32 L, Kópavogi, s. 75777 EURO SKO ir fullsteiktur. Með .d. kartöflugratín. náttúrulcgagott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.