Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Blaðsíða 10
10 'FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 Utlönd Iþróttafólk vantar talsmann á Alþingi I! Arnor ■ Cu&johnsen, atvinnuma&ur í knattspyrnu | Ema Amþmður Karlsdóttír skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavik Sigur&ardottir, frjalsíþróttakona Arni Fri&leifsson, handknattleiks- ma&ur Bryndís Dlafsdóttir, Islandsmeistari i sundi IEinar Þorvarðarson, aðst. landsliðsþjálfari karla Linda Stefánsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik g Stefán R. Pálsson, Islandsmeistari i tennis Arnþrúður Karlsdóttir styður okkur- Við styðjum hana Verö 39,90 mín. Nell-leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess^kost aö vinna skemmtilega vinninga frá Úrvalsbókum og Háskólabíó. Þaö eina sem þú þarft að gera er aö hringja í síma 99-1750 og svara þrem laufléttum spurningum um kvikmyndir. Svörin finnur þú í blaðauka DV um dagskrá, kvikmyndir og myndbönd á fimmtudögum. Kúrdískir flóttamenn brenna tyrkneska fánann fyrir utan sendiráð Tyrklands i Aþenu til að mótmæla mannskæðum átökum í Istanbul en fjórir létust i átökum þar í gær. Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, fullyrðir að rekja megi rætur átakanna í landinu undanfarna daga til erlendra öfgaafla. Forsætisráðherrann hefur verið gangrýndur fyrir að bregðast of seint við og viðurkenna ekki trúarlegar og þjóðfélagslegar forsendur átakanna. Símamynd Reuter Oleg Zverev, forstjóri fyrirtækis og foringi sérstakrar rannsóknar- nefndar sem rannsakar morðið á rússneska sjónvarpsmanninum Vladislav Listiev, fannst myrtur í stigagangi fyrir utan íbúð sína í miðborg Moskvu í gær. Talið er að rússneska mafían hafí verið þar að verki því að henni sé umhugað um að hylja öll spor sem geti tengt hana viö morðið á sjónvarpsmann- inum. Að frumkvæði Zverevs höfðu nokkur fyrirtæki samvinnu um rannsókn á raorði sjónvarps- raannsins Listíevs. Morðið vakti almennan óhug en Listiev var vin- sælasti sjónvarpsraaður Rúss- lands. Jeltsín forseti hafði lýst því yfir aö allt yrði gert tíl aö finna morðingjana en mikil vantrú er í Rússlandi á getu lögreglunnar til aö upplýsa morðið. Reuter < 4 4 30 heppnir þátttakendur dregnir úf vikulega 30 þátttakendur fá aö launum nýútgefna bók um Nell frá Úrvalsbókum og bíómiða fyrir tvo á kvikmyndina Nell sem veriö er að sýna í Háskólabíói um þessar mundir. Allir sem svara öllum þrem spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku. Jodie Foster er tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þessari frábæru mynd. "'i HASKOLABIO HHBÆKUR Verjandi O. J. Simpsons með nýja kenningu um blóðuga hanskann: Lögreglan faldi hanskann í sokk - og flutti hann yfir á lóð Simpsons Verjandi ruðningskappans O.J. Simpsons, F. Lee Bailey, hefur kynnt nýja kenningu um þátt lögreglunnar í rannsókn vegna morðsins á eigin- konu hans og elskhuga hennar. Verj- andinn segir hanska, sem fannst á lóð Simpsons og útataður var blóði fórnarlambanna, hafa fundist þar fyrir tilstílli lögreglunnar. Fullyrðir hann að rannsóknarlögreglumaður, Mark Fuhrman, hafi fundið hansk- ann á morðstaðnum, sett hann í plastpoka og falið hann í öðrum sokk sínum. Hann hafi síðan farið yfír að húsi Simpsons og látið hanskann detta á gangstétt þar sem hann fannst síðar. Verjandinn segir máh sínu til stuðnings að Fuhrman sé þekktur fyrir kynþáttafordóma og hefur eftir þriðja manni að Fuhrman hafi kallað Verjandi O.J. Simpsons hampar kenningu sinni. Simpson „niggara". Hann þoli ekki blökkumenn og enn síður að þeir eigi samneyti við hvítar konur. Eins og kunnugt er er Simpson blökku- maður en fyrrum kona hans og elsk- hugi hennar hvít. Veijandinn sagði að með því að fela hanskann og flytja hann yfir á lóð Simpsons hafi Fu- hrman tryggt áframhaldandi þátt- töku sína í rannsókn málsins og þannig tryggt að blökkumanni yrði refsað fyrir rómantískt samband sitt við hvíta konu. Saksóknarinn, Marcia Clark, brást hinn verstí við og sagði það lygi að Fuhrman hefði kallaö Simpson „niggara“. Dómarinn sagði kenningu verjandans ekki byggða á neinum sönnunum og hún kæmi af stað hatrömmum deilum sem mundu villa um fyrir kviðdómendum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.