Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Blaðsíða 22
34
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995
v*arV°J
HEILDSÖLULAGER
Bildshöfða 18
Bíldshöfði
NÆG BÍLASTÆÐl
Vesturlandsvcgur
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
Fréttir
TapreksturRÚV:
„Hér á Islandi er lögþvinguð
áskrift að Ríkisútvarpinu og fólk
neytt íil að borga. Meðan þéttá
óréttlæti er enn við lýði er lág-
markskrafa að ríkið sé þá ekki
að seilast ofan í hinn vasa fólks
og taka úr honum líka til að
greiöa niður hallann á rekstri
fyrirtækisins,“ segír Jafet Ölafs-
son, útvarpsstjóri íslenska út-
varpsfélagsins, sem rekur Stöö 2
og Byigjuna, um hallarokstur
Ríkisútvarpsins á síðasta ári en
99 milljóna króna tap varð á
rekstrinum. Tekiö verður lán til
að rétta af hallareksturinn.
„Það er auövitað ágætt að hafa
opið tékkhefti á ríkissjóö, Það er
hins vegar grafalvarlegt mál að
þetta er þriðja árið í röð sem Rik-
isútvarpið er rekið með tapi,“
segir Jafet.
Hann segir ríkissjóö engar arð-
semiskröfur gera til RÚV. Á sama
tíma sé Pósti og síma gert að skila
tæpum niu hundruö milljónum í
ríkissjóð eða um 10% af veltu á
ári. Ef sama regla gilti um RÚV
heíði stofnunin þurft að skila 230
miUjónum í ríkissjóð sem hefðu
þá bæstviötap upp á 99milljónir.
„Ríkisvaldið hefur leyft þessu
fyrirtæki að vaða áfram án þess
að nokkrum böndum sé komið á
þaö,“segir Jafet. -Ari
I náð og ónáð á Kjarvalsstöðum
„EinkavBnimir“
■. .
Kristinn
Hrafnsson
Þór
Vigfússon
Birgir Ivar
Andrésson Valgarösson
Svaia
Sigurleifsd.
Hulda
Hákon
Kristján Siguröur Svava Brynhildur
Guömundss. Guömundss. Björnsdóttir Þorgeirsd.
Úti í kuldanum
Kjartan JónAxel Bragi Einar Sveinn Hafsteinn
Guöjónsson Björnsson Ásgeiisson Hákonarson Björnsson Austmann
Baltasar
Sverrir
Ólafsson
Tolli
Valgaröur Sigurður
Gunnarsson Örlygsson
,[¥X»Jb
ínáðogónáðá
Kjarvalsstöðum
„Mér blöskrar fyrst og fremst þessi
Ustræna einstefna og hagsmunapot
fyrir opinbert fé. Ég er persona non
grata á Kjarvalsstöðum því að ég hef
eaenrvnt ótæpilega hvemig þar hef-
ur veriö staðið að málum. Gunnar
Kvaran hefur sýnt að hann getur
fryst menn úti þannig að þeir komast
hvergi á blað. Ég hef ekki verið val-
inn á eina einustu sýningu erlendis
HEILDSOLULAGER
SALA
Bíldshöfða 18
Kuldagallar barna frá kr
Skíðahanskar barna kr. _
III
Skíöahanskar fullorðins kr
úlpur - peysur frá kr___
Buxur - jakkar - pils o.fl frá kr.
Hvítir stuttermabolir kr.----
Skór á alla fjölskylduna 5 verðflokkar frá kr.
alla virka aaga og 12:00 - 17:00 á laugardögum
síðustu 20 árin af mínum löndum,“
segir Einar Hákonarson myndlistar-
maður.
Óánægja með listræna einstefnu
hefur blossað upp að nýju eftir að
Gunnar Kvaran var endurráðinn
forstöðumaður á Kjarvalsstöðum.
Margir listamenn telja að Gunnar
hampi vinum sínum og noti opinbera
fjármuni í hagsmunapot fyrir þá. DV
hefur tekiö saman lista yfir þá sem
geta talist í náð eða ónáð hjá Gunn-
ari á Kjarvalsstöðum. Rétt er að taka
fram að listarnir eru ekki tæmandi.
Þeir eru byggðir á óformlegum at-
hugunum blaðsins, meðal annars
samtölum viö fjölmarga listamenn.
Flestir þeirra neituöu aö tjá sig und-
ir nafni.
Meðal þeirra sem teljast vera í ónáö
á Kjarvalsstöðum era þekktir hsta-
menn eins og Bragi Ásgeirsson, Ein-
ar Hákonarson, Baltasar, Valgarð
Gunnarsson, Tolli og fleiri. Þessir
listamenn hafa sjaldan eða aldrei
fengið boð um að sýna á Kjarvals-
stöðum eða erlendis og þannig verið
lokaðir úti í kuldanum. „Landsliðið“
svokallaða, eða „einkavinafélag" for-
stöðumannsins á Kjarvalsstöðum,
fer hins vegar reglulega utan, sýnir
og situr í nefndum. Til einkavina telj-
ast dæmis Kristinn Hrafnsson, Þór
Vigfússon, Rúrí og Hulda Hákon svo
nokkrir séu nefndir.
„Þetta er rangt," sagði Gunnar B.
Kvaran, forstöðumaður á Kjarvals-
stöðum, þegar DV bar greinina undir
hann og sagöist undirbúa og senda
gögn um þetta mál.
99 milljóna taprekstur Ríkisútvarpsins:
Verður mætt
með lántöku
- og minni fjárfestingum
„Þessari umframeyöslu veröur
mætt með lántöku og einnig verður
dregið úr fjárfestingum," segir Her-
bert Baldursson, hagfræðingur Rík-
isútvarpsins. Eins og DV greindi frá
í gær varð 99 milljóna króna tap á
rekstri Ríkisútvarpsins á síðasta ári.
Nokkrar deildir fóru fram úr fjár-
hagsáætlun, þó mest innlend dag-
skrárdeild, eða um 37 milljónir.
Að sögn Herberts verður tekið lán
fyrir um sjötíu milljónir króna til að
mæta tapinu.
Nokkurniðurskurður var gerður í
rekstri RÚV fyrir þetta ár og áætlan-
ir gera ráð fyrir hallalausum rekstri.
Samdrátturinn milli ára nemur þó
ekki nema um þremur prósentum
þegar litið er á stofnunina í heild, að
sögn Herberts. Fjárveitingar til
hinna ýmsu deilda lækka almennt
en hækka þó til sumra vegna sér-
stakra verkefna. Fjárveiting til inn-
lendrar dagskrárdeildar lækkar um
10% eða um tuttugu milljónir.
Þessa dagana er verið aö vinna að
fjárhagstillögum fyrir næsta ár og
eiga þær að verða tilbúnar um mán-
aðalok. Búist er við að útgjöldin á
næsta ári veröi svipuð og á þessu.
Rekstrargjöld á þessu ári verða um
2150 milljónir.
Herbert segir að auglýsingatekjur
RÚV hafi nokkuð veriö að glæðast á
þessu ári og betri útkoma sé á fyrstu
mánuðum þessa árs heldur en í
fyrra.
-Ari
Hundaræktarfélagið:
Guðrún hættirformennsku
„Ég gef ekki kost á mér til áfram-
haldandi formennsku. Ég er búin að
gegna formennsku í 13 ár og það er
kominn tími til að aðrir taki við,“
segir Guðrún Guðjohnsen, formaður
Hundaræktarfélags íslands, sem
ákveðið hefur að draga sig í hlé frá
formennsku í félaginu á aöalfundi
félagsins sem haldinn verður í apríl
eða maí.
Tveir hafa gefið kost á sér til for-
manns; Bjöm Antonsson og Kristín
Sveinbjörnsdóttir, sem bæöi eiga
sæti í stjórn félagsins, gefa kost á sér.