Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Blaðsíða 36
562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, nrmgdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAOAAFGREIÐSLA 06 ÁSKRIFT ER OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGAftDAGS- OG MANUDAGSMOBGNA Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995. Kanadamálið: Það þurfti enga nefndarfundi - segir Jón Baldvin L „ Það barst munnleg fyrirspurn frá utanríkisráðherra Kanada, sem hann beindi til sendiherra okkar í Washington, þar sem hann óskaði eftir stuðningi okkar við aðgerðir Kanadastjómar; ólöglega töku skipa. Það þurfti enga nefndarfundi um það mál. Við styðjum ekki lögbrot," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra vegna yfirlýsinga Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um að þegar Jón Baldvin hafni stuðningi við Kanadamenn í grálúðustríðinu þá tah hann í eigin nafni en ekki sem utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir þetta fráleitt hjá Þorsteini og hann gerði betur í að Uta í eigin barm. - „FuUtrúi Þorsteins Pálssonar í NAFO-nefndinni tók afstöðu um að styðja Kanadamenn við kvótaúthlut- un og Þorsteinn hafði ekki samráð við neinn um það; hvorki ríkisstjórn, úthafsveiðinefnd né utanríkisráðu- neytið. -rt Hagkaup með bensín tíl Akureyrar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Hagkaup hefur ákveðið að setja upp bensíndælur á verslunarlóð sinni við Hjalteyrargötu á Akureyri og hefla þar sölu á bensíni áður en langt um Uður. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, hefur átt viðræður við bæjar- yfirvöld á Akureyri og segir þær hafa verið mjög jákvæðar. „Það er ekkert til fyrirstöðu að við fórum að selja Akureyringum ódýrara bensín en aðrir og við munum ekki draga það lengi að byija, en það verður þó j^kki á þessu kjörtímabiU," sagði Ósk- ar. Kennaratilboði hafnað „Þetta oUi mér vonbrigðum, ég átti von á öðru frá kennurum í gagntíl- boðinu,“ sagöi Friðrik Sophusson fiármálaráðherra í gær eftir aö hann hafði hafnað gagntUboði þvi sem kennarar lögðu fram í gær. Hann sagði að gagntUboðiö þýddi 45 prósent hækkun launa og 10 pró- sent hækkun á heUdarlaunakostnaði ríksins. Ekki kæmi tU greina að ræða —"'slíka kröfu. LOKI Þar lá karlremban í því! r*-t +11 t *j * / Kennarar taka vinnulausu fólki „Það svíður mjög mörgum að horfa upp á kennara í verkfaJU, sem bimar á heimUum, og sjá þá síðan fara inn á vinnumarkaðinn og taka frá fólki störf sem þeir hafa ekki viljað vinna undir eðlUegum kringumstæðum. Á sama tíma birt- ast kennararnir brosandi að taka á móti peningum erlendis fra \egna herkostnaðar við verkfalUð. Ungl- ingar, sem fara verst út úr verkfaU- inu. og fleiri fá ekki þessa sömu vinnu. Ég skU mæta vel gremju þessa fólks,“ sagði Hrafhkell A. Jónsson hjá Verkalýðsfélaginu Ár- vakri á Eskifirði. Mikill hiti er í félögum í verka- lýðsfélaginu sem eru á atvinnu- leysisskrá vegna þess að Hrað- frystihús Eskifiarðar hefur ráöið í vinnu nolíkra kennara sem eru í verkfalU. Sex kvartanir hafa borist tU Hrafnkels, m.a. frá nemendum. Kvartanirnar ganga út á það að óþolandi sé að kennarar í verkfalli, sem þiggja verkfallsbætur frá sínu stéttarfélagi, séu úti á almennum ; vinnumarkaði í samkeppni viö ófaglært fólk um takmarkaða vinnu. Kennararnir vinna m.a. við uppskipun á loðnuvertíð. „Það er ekki á mínu valdi að reka þessa menn heimsagði Hrafn- kell. „Ég hef engin ráð tU að breyta þessu. Það er erfitt að gera kröfu til þess að þeir víki. Þeir sem hafa kvartað eru allt konur og skólafólk, stúlkui- sem ekki hafa fengið vinnu. Það er ekki stætt á því að þær fari inn í þessi hefðbundnu karlastörf," sagði Hrafnkell. Hrafnkell sagði að í raun væri ekkert sem bannaði kennurum að vinna störfin - þeir væru með fé- lagsaðild að verkalýðsfélaginu og borguðu lágmarksfélagsaðild enda væru þeir gjarnan við önnur störf sem tU féllu þegar þeir væru ekki við kennslu. Vegna þessa væri hann ekki tUbúinn að beita for- gangsréttarákvæöi - sem í raun væri „steinaldai*fyrirbrigði“. „Ég tel að vinnuveitanda sé stætt á þessu á meðan hann getur ekki útvegað fólk meö þrek og þjáifun í þau störf sem um er að ræða,“ sagði Hrafnkell. -Ott Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur i mörgu að snúast þessa dagana enda stutt í kosningar. í gærdag heimsótti hann starfsfólk málningarverksmiöjunnar Hörpu í Fteykjavík og kynnti því helstu stefnuatriði flokksins. Starfsfólkið sýndi Halldóri framleiðsluvörur fyrirtækisins. Margt fróðlegt bar fyrir augu Halldórs og víst er að það er ekki á hverjum degi sem hann sér hvernig græni liturinn verður til. DV-mynd BG Veðriðámorgun: Kólnandi veður Á morgun verður norðanátt, víða hvassviðri eða stormur. Snjókoma um landið norðanvert en farið að létta til sunnanlands. Kólnandi veöur eða frost á bilinu 1-7 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 „Karlmannsstorr: Forkastanlegt i - segir Ragna Bergmann „Nú líst mér á það. Það kemur ekki málinu við að þetta séu karlmanns- verk. Mér finnst þetta forkastanlegt. Ef þessir menn eru í launabaráttu þá fara þeir ekki í aðra vinnu á með- an. Geri þeir það eru þeir hættir að vera í kjarabaráttu. Það er ekki mál- ið hvort það eru karlmenn eða kven- fólk. Þegar fólk er á atvinnuleysis- skrá koma ekki menn í verkfalli og taka vinnuna frá því. í kennaraverk- fallinu fá börnin ekki einu sinni að fara inn í íþróttasalina þar sem starfsmenn eru á launum. Ég er hrædd um að við myndum hta illa á þetta í Reykjavík," sagði Ragna Berg- mann, formaður Verkalýðsfélagsins Framsóknar, um afstöðu Árvakurs á Eskifirði til þess að ekki sé stætt að reka kennara í verkfalli úr vinnu á loðnuvertíð á meðan konur ganga atvinnulausar þar sem um sé að ræða karlmannsverk en sex félagar í verkalýðsfélaginu, allt konur, hafa lagt fram kvartanir vegna málsins. Ragna sagði að hún teldi að kenn- arafélögin ættu að aðhafast í málinu á Eskifirði þar sem verkalýðsfélag kvennanna á Eskifirði geri það ekki. „Þeir eiga að stoppa þetta. Ég er hrædd um að við litum illa á þetta í Reykjavík," sagði Ragna Bergmann. -Ótt Spumingakeppmn: tekinn af FG „Við töpuðum vegna mistaka dóm- arans,“ segir Össsur Brynjólfsson, hðssfióri keppnisliðs Fjölbrautaskól- ans í Garöabæ í spurningakeppni framhaldsskólanna í Sjónvarpinu. Síðastliðið fóstudagskvöld kepptu nemendur FG og Flensborgarskóla í átta liða úrshtum. Flensborg fór með sigur af hólmi, fékk tveimur stigum meira en FG. í spurningu þar sem benda átti á þrjár staðreyndavillur um mannslíkamann var svar Garðbæinga dæmt rangt og Flens- borg fékk svarréttinn og fékk þrjú stig. Össur segir að síðar hafi komið í ljós að Garðbæingar höfðu rétt fyr- ir sér, læknar og líffræðingar hafi meðal annars hringt og bent á það, og því hafi verið tekin af þeim þrjú stig sem hefðu dugað til sigurs. Var þá haft samband við dómara keppn- innar, Ólaf B. Guðnason, og honum bent á þetta. Hann hefur að sögn Össurar viðurkennt mistök og hyggst leiðrétta þau í þætti í kvöld þar sem Flensborg keppir við Versl- unarskóla íslands í fiögurra hða úr- shtum. Því verður hins vegar ekki breytt að Flensborg heldur áfram í keppninni. LBroök I (rompton RAFMOTORAR W*oulsen SuAuriandsbraut 10. 8. 686489. i f f \i \i 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.