Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
Fréttir
Tugmilljónatjón er snjóflóð féll á heilsugæslustöð Ólafsvíkur:
Eins og sprengju hefði
verið varpað inn í húsið
segir Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Ólafsvík
„Það er mál manna að húsið sjálft
hafi ekki skemmst mikið en innan-
stokksmunir og tæki eru stór-
skemmd. Aðkoman var ömurleg. Það
er eins og varpað hafi verið sprengju
inn í húsið. Allir gluggar, sem snúa
að fjallinu, eru brotnir og átti snjór-
inn greiða leið þar inn. Allir milli-
veggir eru ónýtir og tól og tæki út
um allt,“ segir Stefán Garðarsson,
bæjarstjóri í Ólafsvík, um aökomuna
að Heilsugæslustööinni í Ólafsvík
eftir að snjóflóð féll á efri hæð henn-
ar laust eftir miðnætti í fyrrinótt.
Unnið var að hreinsunarstarfl
fram á kvöld í gær til að varna frek-
ara tjóni en asahláku gerði í gær-
kvöld. Stefán ætlar að tjónið nemi
allt að 20 til 30 milljónum króna en
tannlæknastofa, sjúkraþjálfunarher-
bergi, lager og skrifstofa fram-
kvæmdastjóra voru meðal annars í
þeim hluta hússins sem varð fyrir
flóðinu.
Snjóflóðamannvirki, svokallaöar
girðingar, voru í íjallinu fyrir ofan
heilsugæslustöðina, en flóðið, sem
var um 50 metra breitt og allt að 4
metra þykkt, féll fyrir neðan þær.
Segir Stefán það verða tekið til vand-
legrar íhugunar hvort ekki verði
bætt við snjóflóðamannvirkjum til
að fyrirbyggja að atvik sem þetta
endurtaki sig.
Þijú fjölbýlishús voru rýmd í ná-
grenni heilsugæslustöövarinnar í
kjölfar flóðsins og voru því 28 manns
frá heimilum sínum í nótt. Ennfrem-
ur voru ellefu hús til viðbótar rýmd
í fyrrinótt.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flóð
fellur úr brattri hlíðinni fyrir ofan
heilsugæslustöðina. Árið 1984 féll
flóð á sama stað, þegar framkvæmdir
við heilsugæslustöðina stóðu yfir, en
olli engum skemmdum á mannvirkj-
um.
Ljóst er aö heilsugæslustöðin í Ól-
afsvík verður ekki starfrækt á næst-
unni. Sagði Stefán að næstu daga
yrðu Ólafsvíkingar að leita heilsu-
gæslu til Hellissands en heilsugæslu-
læknir mun einnig vitja sjúklinga
sinna heim. -pp
Skotmaðurinn á Eskifirði lét höglin dynja á þessum bíl og sést mikið á honum að framan.
DV-mynd Emil
Lögreglan rannsákar skotárásarmálið á Eskifírði um helgina:
Nær þrjátíu skothylki
- maðurinn sem varð fyrir skoti fluttur á sjúkrahús í Reykjavík
Stefán Einarsson frá Eskifirði, sem
fékk hagl í sig þegar skothríð ölvaðs
manns um borð í togaranum Hólma-
tindi stóð yfir aðfaranótt laugardags-
ins, var fluttur á sjúkrahús í Reykja-
vík í gærkvöldi. Við myndatöku á
Reyðarfirði i gær kom í ljós að hagl
stóið fast í fingri Stefáns og var því
ákveðiö aö reyna að fjarlægja það
„Við teljum að bömin hafi ekki náð
að einbeita sér við námið eftir slysið.
Á þeim forsendum sóttum við um
undanþágu til kennslu svo þau
misstu ekki meira úr. Einnig til að
koma lífi þeirra í einhverjar skoröur.
Þáð myndi létta þeim lífið og tilver-
una ef skólinn færi í gang. Og börnin
spyija mikið um það hvenær farið
verði að kenna aftur. Ég vona bara
að lausn finnist á þeirri deilu sem
með aðgerð á sjúkrahúsi.
Samkvæmt upplýsingum DV hafa
nú samtals hátt í þrjátíu skothylki
fundist um borð í Hólmatindi og á
bryggjunni á Eskifirði eftir hagla-
byssuna sem ölvaði maðurinn skaut
úr. Á annan tug hylkja fannst um
borð í togaranum, flest í brúnni en
einnig fundust hylki á gangi skips-
uppi er um hvemig eigi áð greiða
kennurum á undanþágu," sagði
Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri gunn-
skólans í Súðavík. Kennarasamtökin
hafa ekki viljaö veita skólanum und-
anþágu til kennslu.
„Það er öll undanþágubeiðni í
frystingu núna. Ástæðan er ágrein-
ingur um hvemig eigi að greiða fyrir
störf sem unnin eru á undanþágu.
Ríkið gaf út þann úrskurð í síðustu
ins. Talsverður fjöldi hylkja fannst
síðan á bryggjunni. Byssumaðurinn
var með níu skota haglabyssu sem
hann átti sjálfur.
Nokkrir menn sem stóðu með
Stefáni við eða í gættinni á frystihús-
inu, þar sem verið var að vinna um
nóttina, gegnt togaranum þaðan sem
skothríöin kom, hafa haldiö því fram
viku að fyrir þessi störf yrði einung-
is greitt samkvæmt stundakennslu-
taxta í tímavinnu. Það viljum við
ekki fallast á. Bæði er um dreifðan
tíma að ræða hjá kennurum í undan-
þáguvinnu og auk þess eru allir þeir
sem em í varanlegri vinnu á uridan-
þág, eru ekki að vinna nein venjuleg
störf. Fólk er þar að vinna störf við
óeðlilegar aðstæður," sagði Gunn-
laugur Ástgeirsson hjá verkfalls-
við rannsókn málsins að byssumað-
urinn hafi virst ætla að skjóta á þá.
Verkstjórinn hefur jafnframt haldið
því fram að ungi maðurinn með byss-
una hafi miðaö henni að sér þegar
félagi byssumannsins náði að koma
honum að óvömm á bryggjunni og
stökkva á hann til að koma í veg fyr-
iraðverrfæri. -Ött
stjóm kennarafélaganna við DV.
Hann sagði að veitt hefði verið
undanþága í upphafi verkfalls fyrir
á milli 20 og 30 kennara sem kenna
mikið fötluðum bömum.
„Við höfúm enn ekki afturkallað
þá undanþágu en erum farin að velta
því alvarlega fyrir okkur aö gera þaö
ef ekki fæst skynsamleg niðurstaða
í greiðslur til þeirra sem starfa á
undanþágu," sagði Gunnlaugur.
Stuttar fréttir
IrvingOilstórhuga
Irving Oil ætlar aö byggja 12 til
13 bensínstöðvar fyrsta starfsár-
iö. Félagiö er ákveðið í að hasla
sér völl hér á landi. Sjónvarpiö
greindi frá þessu.
ESB-merking á skepnur
Nýafstaðið Búnaðarþing fól
stjóm Bændasamtaka íslands að
meta möguleika á að merkja allar
skepnur samkvæmt stöðlum ESB
til að takmarka heimaslátrun.
RÚV greindi frá þessu.
Versló yfirbýður rikið
Verslunarskólinn býður kenn-
urum skólans 1,5 prósent kaup-
hækkun umfram tílboð ríkisins.
Sjónvarpið greindi frá.
Ábatasömviðskipti
Tæplega 62 milljóna króna
hagnaöur varð af rekstri Hluta-
bréfasjóðsins hf. á síöasta ári.
RÚV greindi frá þessu.
Flugfreyjuriverkfall
Flugfreyjufélag íslands hefur
boðaö verkfall hjá Flugleiðum
dagana 28. til 30 mars.
Hagnaður hjá Granda
Hagnaður varð á rekstri
Granda hf. á síöasta ári upp á
tæpar 153 milljónir króna. Arið
1993 varð hagnaðurinn 108 millj-
ónir. RÚV greindi frá þessu.
Alþýðuflokkurinn íhugar mál-
sókn gegn Sjónvarpinu þar sem
stofriunin lét eyðileggja auglýs-
ingar flokksins á gólfi Valsheim-
ilisins fyrir úrslitakeppnina í
handbolta fyrir helgina. Alþýðu-
blaðið greindi frá þessu.
Pólltiskurárekstur
Frambjóðendur Framsóknar-
fiokks og Sjálfstæðisflokks á
Vestfjörðum keyrðu saman í
snjógöngum milli Tálknaijarðar
og Patreksfjarðar á sunnudaginn
var. Skv. Tímanum uröu lítil
meiðsl á fólki en annar billinn
skemmdist talsvert.
Meðalíbúð hækkaði um 90 til
100 þúsund krónur vegna 1,5 pró-
sent hækkun byggingavísi-
tölunnar um síðustu mánaðamót.
Samkvæmt Tímanum má rekja
hækkunlna að stærstum hluta til
nýgerðra kjarasamninga á al-
menna vinnumarkaðinum.
-kaa
Kennarar neita grunnskólanum í Súðavík um undanþágu:
Skólinn gæti létt börnunum lífið
- segir Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri grunnskólans