Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
Fréttir
Greiðslur til presta fyrirjarðarfór hafa hækkað um 4.200 krónur á 18 mánuðum:
Þrír prestar með
þriðjung útfaranna
„Eg get ekkert um þetta sagt. Eg
held enga skrá yfir þær útfarir sem
ég annast. Ég bara sinni mínum
skyldum," sagði séra Pálmi Matthí-
asson, sóknarprestur í Bústaðasókn,
þegar hann var spurður um þá stað-
reynd að hann og tveir aðrir prestar
önnuðust þriöjung allra útfara í
Reykjavíkurprófastsdæmum á síð-
asta ári.
Þessir vinsælu prestar eru séra
Pálmi Matthíasson í Bústaðasókn,
og bræðurnir séra Karl Sigurbjörns-
son í Hallgrímssókn og Árni Bergur
Sigurbjömsson, í Ássókn. Þremenn-
ingarnir önnuðust þriðjung allra út-
fara í Reykjavík á síðasta ári.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts-
dæma voru 890 útfarir í Reykjavík á
síðasta ári. Hjá skrifstofu Kirkju-
garðanna var ekki hægt að fá tölur
um hve margar útfarir hver prestur
annaðist. En samkvæmt tölum sem
DV fékk annars staðar og em réttar
önnuðust þessir þrír prestar samtals
299 útfarir.
Séra Pálmi er greinilega þeirra vin-
sælastur til slíkra athafna því hann
annaðist 118 útfarir. Séra Árni Berg-
ur annaðist 92 og séra Karl 89 útfarir.
Það sýnir yfirburða vinsældir þess-
ara presta að í Reykjavík eru 19
prestaköll. Það þýðir 19 sóknar-
presta, auk þess sem nokkrir hafa
aðstoðarpresta. Þar ofan á bætist að
prestar sem látið hafa af þjónustu
við sóknir halda margir áfram að
sinna svona aukaverkefnum.
Sjúkrahúsa- og elliheimilaprestar
mega jarðsyngja og gera það. Sömu-
leiðis má kalla til presta utan af landi
til kirkjulegra athafna. Loks annast
forstöðumenn safnaða utan þjóð-
kirkjunnar útfarir. AUur þessi hópur
skipti á milli sín 591 útfor í Reykja-
víkurprófastsdæmum í fyrra.
Fyrir um einu og hálfu ári var
greiðslum til presta fyrir útfarir
breytt. Áður voru það aðstandendur
sem greiddu presti fyrir útfor og þá
var greiðslan 8.000 kr. Nú era það
kirkjugarðar á hverjum stað sem
annast greiðsluna til prestanna. Þeg-
ar breytingin átti sér stað var greiðsl-
an hækkuð í 12.200 krónur.
Loðnuhrogn
á innlendan
markað
Ómar Garöarason, ÐV, Vestmannaeyium:
Vinnslustöðin í Eyjum hefur
gert samning við fyrirtækiö
Bakkavör í Kópavogi um sölu á
250 tonnum af loðnuhrognum.
Bakkavör fullvinnur loðnu-
hrognin og segir Úlfar Steindórs-
son i Vinnslustöðinni að viðskipt-
in hafi byrjað á síðustu vertíð.
„Þá keyptu þeir nokkurt magn
af okkur og líkaöi vel. Það er
ástæöan fyrir því aö þeir vilja
kaupa af okkur 250 tonn í ár,“
sagði Úlfar.
Vinnsla á loðnuhrognun á vert-
íðinni gekk vel og heildarvinnsl-
an hér í Eyjum varð 2000 tonn.
Tæplega 800 tonn vora fryst hjá
Ísfélagínu og á annað þúsund
tonn í Vinnslustööinní. Loðnu-
veiðin hefur gengiö vel og er enn
veriö að landa í Eyjum. Stóru
sölusamtökin ákváðu rétt fyrir
helgi aö hætta hrognafrystingu.
Leiklistarnemar, sem áttu að þreyta inntökupróf í Leiklistarskóla íslands í gær en fengu ekki, afhenda hér Gunn-
laugi Ástgeirssyni, formanni verkfallsnefndar kennara, mótmæli vegna þess að kennarar stöðvuðu inntökuprófin
í gær. Skólinn ákvað að hætta við prófin „í Ijósi hótana verkfallsstjórnar kennara," eins og segir í yfirlýsingu frá
skólanum. DV-mynd ÞÖK
„Við hittum félagsmálaráð-
herra að máli þar sem við fórum
yflr stöðu mála,“ segir Jón Guð-
mundsson, formaður bæjarráðs
Vesturbyggöar, um fund sem
hann og Gísli Ólafsson, bæjar-
stjóri Vesturbyggðar, áttu með
Rannveigu Guðmundsdóttur fé-
lagsmálaráðherra í síðustu viku
vegna kröfu 117 Bílddælinga um
sameiningarslit Bíldudals og
Vesturbyggðar.
„Við höfum ekkert heyrt frá
félagsmálaráöherra. Svona lagaö
er alltaf hundsað enda erum við
í bananalýöveldi en ekki í réttar-
ríki,“ segir Sigurður Guðmunds-
son sem er talsmaður Bíldæhng-
anna 117 sem mótmæltu til fé-
lagsmálaráöherra.
Ekki tókst að fá samband við
félagsmálaráðherra. -rt
Reyöarfiörður:
Félagsmálaráðuneytið hefur
veitt sveitarstjóranum á Reyðar-
firði áminningu fyrir að hafa
fengið ráðgjafarfyrirtæki á höf-
uðborgarsvæðinu til að gera til-
lögu um hagræðingu án þess að
hafa fyrst fengið lögmæta sam-
þykkt hreppsnefndar fyrir út-
gjöldunum.
Ráðuneytiö telur að málsmeö-
ferðin hafi ekki verið í samræmi
við sveitarstjómarlög og aö eðli-
legt hefði verið aö leggja málið
fyrir hreppsnefndarfund eftir að
ágreiningur kom upp í hrepps-
ráði.
„Ég vU ekki tjá núg neitt um
þetta. Mér íhmst nóg aö félags-
málaráöuneytið kveði upp þenn-
an úrskurð. Við höfðum athuga-
semdir við þessa málsmeðferð og
það er koraið fram sem við töld-
ura. Ég vænti þess að málið yerði
nú látið niöur falla,“ segir Óttar
Guðmundsson, íbúi á Reyöar-
firði.
í dag mælir Dagfari
Brot á samkeppni
Ekki eru öll kurl til grafar komin
í kaupum Esso á Ohs. Svo segir
viðskiptaráðherra og svo segir for-
stjóri Samkeppnisstofnunar. Þeir
ætla að láta rannsaka málið.
Ráðherrann og forstjórinn segj-
ast ekki hafa vitað af kaupum Esso
á Ohs fyrr en þeir lásu um þau í
blöðunum. Þetta er vítaverð van-
ræksla því ráðamenn vfija fá að
fylgjast meö því þegar hlutabréf
eru seld í fyrirtækjum og þaö varð-
ar við lög ef menn selja og kaupa
án þess að láta ráðamenn vita.
Ekki er heldur annaö að skUja af
viðtölum við ráðherrann og for-
stjórann heldur en að kaupin hefðu
verið í góðu lagi ef þeir hefðu vitað
um þau fyrirfram og verður þá
ekki annað séð en það sé lögbrot í
viðskiptum ef ráðamenn eru ekki
fyrst látnir vita.
Annars er það dálítið merkilegt
ef kaup Esso á Ohs era brot á sam-
keppnislögum. Esso var nefrúlega
að kaupa og Ohs að selja til að
styrkja stöðu þessara fyrirtækja í
samkeppninni. Þau vora að búa sig
undir harðnandi samkeppni frá
útlöndum og frá nýju fyrirtæki
Skeljungs og Bónuss og Hagkaups
og vfija sameina og hagræða til að
geta lækkað vöruverðið.
Nú hefðu menn haldiö aö sam-
keppnislög væru til að tryggja sam-
keppni en ekki til að koma í veg
fyrir hana. Samkvæmt viöbrögð-
um ráðamanna er hins vegar allt
eins líklegt að lögin um samkeppni
séu til þess að koma í veg fyrir sam-
keppni og verja þá hagsmuni sem
era í því fólgnir að samkeppni sé
sem minnst.
Að minnsta kosti verður sú álykt-
un dregin ef kaup Esso á Ohs og
sameiginlegt dreifingarfyrirtæki
þeirra verða tíl þess aö Samkeppn-
isstofnun dæmi þessa sameiningu
ólöglega. Þá er samkeppnin orðin
hættideg samkeppninni.
Þetta er út af fyrir sig sjónarmið.
Samkeppni er samkeppni háskaleg
ef samkeppnin leiöir til þess að
samkeppni verður meiri. Þá mun
sú samkeppni sem fyrir er líða fyr-
ir þá samkeppni sem kemur til við-
bótar og sameiginlega mun sam-
keppnin verða harðari og Ulskeytt-
ari og þeir sem taka þátt í sam-
keppninni munu alhr tapa á sam-
keppninni. Og til hvers er þá sú
samkeppni?
Þá má hka segja að samkeppni
sem stofnaö er til svo stöðva megi
aðra samkeppni sé af hinu vonda
og verði aldrei nein samkeppni ef
samkeppninni er afstýrt. Þegar
Esso kaupir í Olís er það tU að koma
í veg fyrir samkeppni við Irving
OU og til að standa sig betur í sam-
keppni við Skeljung og það verður
til þess að Irving OU hættir við að
hefja viðskipti á íslandi og Skelj-
ungi gengur verr í samkeppninni.
Með þeim hætti er auðvitað verið
aö draga úr samkeppni sem hefði
orðið ef samkeppnin hefði ekki
aukist.
Þetta hafa bæði ráðherrann og
forstjóri Samkeppnisstofnunar
komið auga á og það er þess vegna
sem þeir vUja rannsaka þessa sam-
keppni og átta sig á hvort hún sé
ekki ólögleg. Það er fullkomlega
réttlætanlegt að banna samkeppni
sem er gegn samkeppni sem er yfir-
vofandi en er ekki orðin að veru-
leika, ef sú samkeppni sem er stefnt
gegn samkeppni veldur því að sam-
keppni verði minni en áður.
Samkeppnin í ohuviðskiptunum
hér á landi hefur lengst af verið
samkvæmt fóstum reglum. Hún
hefur verið háð skUvísri og heiðar-
legri yfirstjórn og samráði milli
olíufélaganna og þau hafa getað
fylgst nákvæmlega meö hverju
skrefi hvers annars og samkeppnin
hefur verið örugg og fumlaus. Allir
hafa vitað hvað hinir vora að gera
og ekkert hefur komið á óvart og
menn hafa mátt treysta því að eng-
inn gerði annað í samkeppninni
heldur en hinir gátu gert líka.
Nú er búið að eyðUeggja þessa
festu í samkeppninni með ótíma-
bærri samkeppni og yfirvöld líta
þaö mjög alvarlegum augum. Þeim
ber að rannsaka þessa samkeppni
til hhtar og bregðast viö samkvæmt
lögum og góðum viðskiptavenjum
og ógUda kaup Esso á Ohs ef þau
skerða þær almennu samkeppnis-
reglur sem hingaö til hafa gilt og
alhr hafa farið eftir.
Það duga engin vettlingatök.
Samkeppnin má aldrei verða þann-
ig að keppinautarnir viti ekki hvað
hinir era að gera.
' Dagfari