Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
5
Fréttir
Sjómannasamtökin undirbúa verkfallsaðgerðir:
Ræða aðgerðir gegn
einstökum fyrirtækjum
Farmanna- og fiskimannasamband
íslands, Sjómannasamband íslands
og Vélstjórafélag íslands hafa rætt
þann möguleika aö boöað verði verk-
fall í einstökum fyrirtækjum og ein-
stökum veiöigreinum.
Hugmyndin gerir ráö fyrir aö að-
gerðum verði beint gegn nokkrum
þeirra fyrirtækja sem eru með útgerð
og vinnslu á sömu hendi og greiða
lágt fiskverð til sjómanna í krafti
þess. Þar eru nefnd fyrirtæki á borð
við Granda hf. og Útgerðarfélag Ak-
ureyringa auk fjölmargra fleiri. Þá
er hugmyndin sú að boða verkfall í
einstökum veiðigreinum þar sem
ekki hefur samist um kaup og kjör í
mörg ár. Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags íslands, staðfesti í
samtali við DV að þessar hugmyndir
væru uppi á borðinu. Hann segir for-
ystumenn sjómanna hafa rætt þetta
mál sín í milli og leitað hafi verið
áhts lögmanna á slíkum aðgerðum
„Við höfum farið yfir möguleika
þess að boðaðar verði aðgerðir á
hendur einstökum fyrirtækjum og
veiðigreinum. Við vorum sammáia
um aö næsta skref væri það að menn
skoðuðu sitt bakland. Menn sjá það
að ef viö gerum ekkert og látum reka
á reiðanum verður þetta sífellt erfið-
ara. Við höfum leitað álits lögfræð-
inga á möguleikum þess að útfæra
verkfall með þessum hætti og þeirra
mat er það að ekkert sé því til fyrir-
stöðu sé boðun aðgerðanna lögleg,"
segir Helgi.
Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur
Sjómannasambandsins, staðfest að
þessi útfærsla hefði verið rædd.
Hann segir þó engar ákvarðanir enn
hafa verið teknar.
„Þetta hefur verið rætt og lagt fyrir
lögfræðinga. Máhð er þó aðeins á
umræðustigi þar sem fyrst þarf að
taka ákvörðun um það hvort farið
verður út í aðgerðir. Það verður rætt
á formannafundi hjá okkur í vik-
unni,“ segir Hólmgeir.
Samningar sjómanna og útgerðar-
manna eru í hnút, eins og fram kom
í DV í síðustu viku. Allir forystu-
menn sjómanna eru sammála um að
grípa verði til verkfaUs og það sé ein-
Fáskrúðsí] örður:
Skóla-
gjöld
hækka
Stjórn Búðahrepps hefur
ákveðið að hækka fastagjöld í
leikskóla Búðahrepps um tíu pró-
sent, úr 5.600 krónum í 6.200, og
skólagjöld í tónUstarskólanum á
Fáskrúðsfirði um 30 prósent, úr
6.500 í 8.500 krónur. Hækkunin í
leikskólanum tekur gUdi 1. maí
og hækkunin í tónhstarskólanum
á haustönn.
„Skólagjöldin hafa staðið í stað
undanfarin ár miðaö við skóla-
gjöld í hreppunum héma í kring-
um okkur. Það var ákveðið að
hækka þessi gjöld í og með tíl aö
sveitarfélagið bæri ekki eins mik-
inn kostnað af þessum rekstri,"
segir Steinþór Pétursson, sveitar-
stjóri í Búðahreppi.
ungis spurning um timasetningu.
Rúmt ár er síðan sjómenn vom í
verkfalU og þá var það leyst með
lagasetningu. Þar var m.a. gert ráð
fyrir að Samráðsnefnd útgerðar-
manna og sjómanna leysti úr ágrein-
ingsmálum varðandi fiskverð. Eins
og fram hefur komið er það mat sjó-
manna að nefndin hafi brugðist og
að verðlagning á fiski upp úr sjó sé
ennímiklumhnút. -rt
OG ENN KEMUR
TWINGO Á ÓVART,
ÞEIR HENTU KÚPLINGUNNI ÚTI!
Nýjasta útspil Renault Twingo er kúplingslaus beinskipting.
Tímamótahugmynd sem á eflaust eftir að verða alsráðandi í framtíðinni.
Alan Prost, heimsmeistari i
FORMULA 1 KAPPAKSTRI, OG RÁÐGIAFI
HJÁ Renault ER STÓRHRIFINN:
„Sú staðreynd að kúplingunni hefúr
verið hent út er til mikilla bóta. Áfram
er notast við hefðbundna gírstöng
þannig að aksturslagið er hið sama.
Það eina sem er breytt er að maður
þarf ekki lengur að vera á fleygiferð
með vinstri fótinn. Afleiðingin er sú
að maður er mUdu afslappaðri í
umferðinni og þar af Ieiðandi
ánægðari og öruggari ökumaður.”
NH l N