Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
7
Fréttir
I vetur hafa 18 snjóflóð kostað 16 mannslíf, valdið ótöldum slysum og eyðilagt fjölda mannvirkja:
Eignatjón 500 milljónir?
Þaö sem af er þessum vetri hafa fall-
iö 18 snjóflóö sem valdið hafa mann-
og eignatjóni. Langflest flóðin féllu á
Vestfjörðum í janúar.
Veturinn hefur verið óvenju snjó-
þungur og hafa hundruö manna
þurft að yfirgefa heimili sín í lengri
eða skemmri tíma. Ef fjöldi þeirra
er margfaldaður með þeim fjölda
sólahringa sem fólk hefur þurft að
yfirgefa heimili sín, á svipaðan hátt
og fjöldi gistanátta er fundinn út í
ferðaþjónustunni, má reikna með að
íbúar á snjóflóðasvæðum hafi þurft
að yfirgefa heimili sín í á sjötta þús-
und sólarhringa. Er hér einungis
reiknað með þeim skiptum þegar
formlegu hættuástandi er lýst yfir
en á sumum stöðum til viðbótar hef-
ur fólk ekki þorað að eyða nótt heima
hjá sér af ótta við að snjóflóö falli.
Þá eru þess dæmi að fólk hafi yfirgef-
ið heimili sín endanlega og flust bú-
ferlum.
Hafa kostað 16 mannslíf
Alls hafa flóðin kostað 16 mannslíf
Fréttaljós
Pétur Pétursson
í vetur, auk þess sem fjöldi fólks hef-
ur slasast.
Eignatjón er gríðarlegt. Áætlar
Freyr Jóhannesson, matsmaður hjá
Viðlagatryggingu, að bótaskyld tjón
Viðlagatryggingar nemi 200 til 300
milljónum króna það sem af er þessu
ári. Telur hann aðspurður ekki ólík-
legt að heildartjón af völdum snjó-
flóða, sem þegar hafa fallið á mann-
virki, nemi allt að hálfum milljarði.
Þá eru ekki metnar til fjár þær
vinnustundir sem kostað hefur verið
til af völdum snjóflóða.
Breytt hættumat
Undanfarið hefur verið unniö að
breyttum reglum við hættumat
vegna snjóflóða. Byrjað var á því
áður en snjóflóðið féll á Súðavík en
meiri kraftur hefur verið settur í þá
vinnu í kjölfar tíðra flóða í vetur.
Þá hefur ofanflóðasjóði verið tryggt
aukið fjármagn til næstu 5 ára. Ofan-
flóðasjóði er ætlað að standa undir
kostnaði vegna framkvæmda við
snjóflóðavamir á móti sveitarfélög-
unum og jafnframt kostnaði við snjó-
flóðamat. Tekjur sjóðsins voru nær
Áhrif verkfallsins á Stýrimannaskólann 1 Eyjum:
Nemendur um allan sjó
- hér er allt lamað og dautt, segir skólastjórinn
Ómar Garðaisson, DV, Vestmarmaeyjum:
„Það tekur viku aö ná hópnum
saman eftir að verkfallið leysist,"
segir Friðrik Ásmundsson, skóla-
stjóri Stýrimannaskólans hér í
Vestmannaeyjum, í samtali við DV.
Nemendur skólans, sem eru flest-
ir ofan af landi, ertT á skipum vítt
og breitt um landið og Friðrik segir
að erfitt verði að bjarga önninni ef
kennaradeilan leysist ekki á næstu
dögum - núna í vikunni.
Ef verkfallið leysist nú telur Frið-
rik að ljúka megi skólanum í maí
með því að kenna á laugardögum
og sleppa páskafríi - annars verði
að kenna fram í júní. Hann segist
óttast afleiðingarnar ef verkfallið
dragist enn frekar.
„Það kom fram hjá forsætiráð-
herra að ef verkfallið leysist ekki á
næstunni geti það komið til kasta
næstu ríkisstjórnar sem verður
ekki mynduð fyrr en í vor í fyrsta
lagi. Ég hef alla samúð meö nem-
endum sem eru þolendur í verkfall-
inu. Hér er allt lamað og dautt,“
sagði Friðrik skólastjóri.
þrefaldaðar frá því sem áður var með
lagabreytingu við þinglok.
Enn lifa nokkrir mánuðir af vetri
og víða er snjóþungt í fjöllum. Á
mörgum stöðum er því enn viðvar-
andi snjóflóðahætta. í morgun var
fjöldi íbúa í Ólafsvík og nokkrir á
Seyðisfirði frá heimilum sínum
vegna snjóflóðahættu og sama gildir
um þá á Vestfjörðum sem þegar hafa
yfirgefiðhússínfyrirfulltogallt. -pp
Matseöill
Súpa: Koníakstónuö humarsúpa
með rjómatoppi
Aöalréttur: Lambapiparsteik meö
gljáöu grænmeti, kryddsteiktum
jaröeplum og rjómapiparsósu
Eftirréttur: Grand Marnier istoppur
meö hnetum og súkkuölaöi,
karamellusósu og ávöxtum
Verð kr. 4.600 - Sýningarv. kr. 2.000
^^^^^^AjDansleikur kr. 800
Sértilbod á hótelgistingu
sími 688999
Borðapantanlr
i sima 687111
Hótel Island kynnir skemmtidagskrána
BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTONLEIKAR
BJÖRÍiVIN HAIJiDÓKSSON lítur yfir dagsvcrkið soni dægurlagasöngvari á
hljóinplölum í aldarljóróung, og vió lieyruni iia>r 60 lög i'rá
glæ.stum lcrli - l'rá 1969 lil okkar daga
vd Næstu sýningar:
(jcstusöngvári:
SKiRÍDllR BKINTKINSDO'
Leikinynd ojí lciksl,j(>rn:
B.IÖRN (i. IU()R.\SS(),\
IU,joms\(*ilarsljt>rn:
(il WAR KORDARSON
ásanil 10 manna lUjomsvrii
kynnir:
J(j\ AXKL OLAFSSON
Dansliöfundur:
IIKLKNA .lÓNSDOTTIR
Dansarar úr HA'T’TI llokknum