Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
15
Öf lugt markaðsstarf
í stóriðjumálum
Nýlega er komin út á vegum Afl-
vaka Reykjavíkur hf. skýrsla um
orkufrek iðnferli. Skýrslan er unn-
in af Þóroddi Th. Sigurðssyni verk-
fræðingi en hann hefur góða yfir-
sýn yfir orkufrekan iðnað. Þórodd-
ur var um tíma í viðræðunefnd um
orkufrekan iðnað. Ein athyglis-
verðasta niðurstaða Þórodds er að
stórauka þurfi markaðsleit á þessu
sviði.
Þegar allt kemur til alls er ástæða
til þess að ræða þessa niðurstöðu,
svo mikið er í húfi. Jakob Bjöms-
son flutti athygjisvert erindi á ráð-
stefnu verkfræðinga og tæknifræð-
inga nú á dögunum. Þar sagði hann
að virkjun 20 ódýrustu teravatt-
stundanna og sala þeirra á kr. 1,45
kílóvattstundin mundi gefa íslend-
ingum 10.320 m. kr. árlega í hreinar
tekjur yfir allan endingartíma
virkjananna. Sá tími er þá talinn
80 ár og er síst oftalinn þegar um
vatnsaflsvirkjanir er að ræða.
Samkvæmt útreikningum orku-
málastjórans nema hreinar tekjur
þjóðarinnar af orkusölu þessara
virkjana í þessi 80 ár um 800 þús-
und milljónum króna. Dálagleg
summa það.
Umræðu virði
Nú þori ég hvorki að ábyrgjast
forsendur og útreikninga orku-
málastjórans né draga í efa. Á síð-
asta Orkuþingi nefndi Jakob þau
einfóldu sannindi að á íslandi væri
ekki skortur á orku, það væri
skortur á þörf fyrir orku. Einföld
yfirlýsing og rétt. Eitt er að geta
framleitt orkuna og annað að geta
selt hana. Þóroddur bendir á að í
20 ár hefur leit að nýjum iðnfyrir-
tækjum á sviði orkufreks iðnaðar
engan árangur borið. Járnblendi-
verksmiðjan tók til starfa fyrir
nærri tveimur áratugum.
Að vísu hefur mikið starf verið
unnið. Samningum var lokið um
kísilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði þegar markaðsmál málmsins
snerust svo að hætta varð við
áformin. Verulegar viðræður hafa
átt sér stað um aukna álframleiðslu
en verðfall á áh stöðvaði áform um
KjaUaiiim
Guðmundur G. Þórarinsson
verkfræðingur
verksmiðju á Keilisnesi á lokastigi
og umræður um stækkun álverk-
smiðjunnar í Straumsvík stöðvuð-
ust á sínrnn tíma.
Nú eru báðir þessir möguleikar í
umræðunni eftir stórhækkun ál-
verðs. Vandinn er þó meðal annars
sá að margar verksmiðjur vinna
ekki á fuUum afköstum svo verð-
hækkunin kann að vera að hluta
til óstöðug. Nú er og rætt um sink-
verksmiðju. Sannleikurinn er sá
að mikill efnahagssamdráttur í
heiminum hefur hægt á fjárfesting-
um í orkufrekum iðnaði á undan-
fömum árum. Ekki er rakið að
öflugra markaðsstarf hefði leitt til
betri árangurs þótt auðvitað sé ekki
hægt að fullyröa um það.
Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu-
neytis og Landsvirkjunar, sem
stofnsett var árið 1988, hefur árlegt
réðstöfunarfé um 30 m. kr. Það
þykir þeim Þóroddi og Ragnari
Kjartanssyni of lítið og Þóroddur
bendir á að skrifstofan þurfi 5-6
starfsmenn í stað þriggja. Á mark-
aðsskrifstofunni vinna ötulir og
hæfir menn og mér segir svo hugur
um að árangur þeirra væri þegar
orðinn mikiU ef efnahagsaðstæður
í heiminum hefðu verið aðrar. En
allt um það, ábending Þórodds er
umræðu virði.
Mikið í húfi
Af orðum orkumálastjórans er
auðvelt að sjá að mikið er í húfl.
Virkjun Jökulsár á Fjöllum einnar
mun leggja til um fimmtung af
ódýrustu 20 teravattstundunum en
um 25% af hreinum tekjum af sölu
þeirra. Árið 1986 var afkoma sjáv-
arútvegs tiltölulega góð. Vergar
tekjur fiskveiða og fiskvinnslu
voru þá á verðlagi 1993 71.866 m.
kr. og hreinar tekjur 1940 m. kr.
Hreinar tekjur af sölu orku Jökuls-
ár á Fjöllum árlega verða 2488 m
kr. ef kílóvattstundin er seld á kr.
1,45, segir orkumálastjóri. Hér er
ekki tekið tillit til margfóldunar-
áhrifa. En núllstefnan í sjávarút-
vegi skýrir tölur þess atvinnuveg-
ar. Það er vel þess virði að skoða
skýrslu Þórodds og erindi Jakobs
í samhengi.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Samkvæmt útreikningum orkumála
stjórans nema hreinar tekjur þjóðar-
innar af orkusölu þessara virkjana í
þessi 80 ár um 800 þúsund milljónum
króna. Dálagleg summa það.“
„Landsbýsidíótar“
Þegar þetta er skrifað hefur
kennaraverkfall staðið í nokkrar
vikur. Mér hefur fundist furðu
hljótt um þetta verkfall þegar haft
er í huga stórt hlutverk skólanna
í samfélagi sem þrátt fyrir aUt vill
kenna sig við menningu. Mér býð-
ur í grun að hærra heyrðist ef at-
vinnulífið ætti í hlut en orðið „at-
vinnulíf ‘ er helst notað um fyrir-
tæki framleiðslu og seldrar þjón-
ustu.
Menntakerfið er ekki „atvinnu-
líf‘. Og atvinnulífið hefur allan for-
gang fram yfir heimilislifið. Þess-
vegna hefur ekki verið stefna hér
í húsnæðismálum eða skóla- og
uppeldismálum. Þessi mál hefur
fólk átt að leysa sjálft einhvernveg-
inn. Slíkt stefnuleysi er helst prakt-
íserað af mönnum sem Danir
nefndu „landsbýsidíóta".
Afleiðingarnar
Afleiðingar þessa eru t.d. stöðug
húsnæðisvandræði, þrátt fyrir
mikla byggingastarfsemi, sundur-
slitinn skóladagur barna, þrátt fyr-
ir umhirðuleysi þeirra, skortur á
dagheimilum, þrátt fyrir vinnu for-
eldra, hæsta slysatíðni barna í okk-
Kjallaiirm
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
form. Leigjendasamtakanna
ar heimshluta, slæm lestrarkunn-
átta, svo rætt var fyrir nokkrum
árum um sérstaka smábarna-
kennslu 1 lestri við Háskóla ís-
lands, svo nemendur gætu lesið
kennslubækumar.
Og nú er svo komið að stofnuð
hafa verið sérstök samtök undir
ötuUi forystu Valdemars Jóhannes-
sonar, til að beijast gegn tóbaks-
notkun og brennivínsdrykkju í
barnaskólum.
Blindan enn við lýði?
HaUdór Laxness skrifaði merka
skáldsögu um íslenskan bama-
kennara. Sá hét Ólafur Kárason og
var brúkaður tíl að kenna bömum
því hann taldist ekki vinnufær í
atvinnulífinu. Þegar Ólafur gat
ekki kennt vegna kulda í skólahús-
inu, sneri hann sér tU form.
fræðslunefndar og bað um mó.
Form., sr. Brandur Jónsson prest-
ur og prófastur, svaraði: „mennt-
unin er peningamál, góður“ og Ól-
afur fékk engan mó og varð að loka
skólanu. Þegar kennarinn var svo
skammaður fyrir lokunina og sagð-
ur óvinur barnafræðslunnar svar-
aði hann m.a. „Kannski er enginn
óvinur nema okkar eigin bhnda.“
KennaradeUan nú snýst vissu-
lega um kaup og kjör, en hún snýst
einnig um framkvæmd nýrrar lög-
gjafar sem „landshýsídíótarnir"
hafa neyðst til að samþykkja. Þótt
skólahús séu nú betri og hlýrri en
var, er ástæða tíl að spyrja: Er ekki
enn við lýði eitthvað af þeirri
bhndu sem Ólafur Kárason taldi
helsta óvin hamafræðslunnar?
„Menntun er peningamál, góður“
enn í dag.
Jón Kjartansson
„Menntakerfið er ekki „atvinnulíf‘. Og
atvinnulífið hefur allan forgang fram
yfir heimilislífið. Þess vegna hefur ekki
verið stefna hér í húsnæðismálum eða
skóla- og uppeldismálum.“
Nýjar samninganefndir
í kennaradeilunni?
Nauðsynlegt
„Það má
segja að þaö
sé skemmst
til oröa Elnu
K. Jónsdóttur
að vitna í
þcssu sam-
bandi. Hún
talar um að
samninga-
nefnd rikisins Jón HJarlarson
sé komin í fikóla">eiaian
skotgrafirnar. Þessi orð hennar
varpa ef til vUl betri birtu á hina
raunverulegu stöðu mála heldur
en nokkurn tímann þaö sem ég
segi. Þar með tel ég aö staðan sé
framkölluö. Mín thlaga er því sú
að skipta um báðar sainninga-
nefndimar til þess að koma
hreyfmgu á málin. Það virðist
þurfa meiri háttar jarðskjálfta til
þess að hreyfa við samningavið-
ræðunum eins og þær standa nú.
Mér viröíst þessi deUa vera heU-
agt stríð hjá kennurum og þeir
sjáist ekki fyrir í hita bardagans.
Hér á ég við það að málstaður
kennara er það góður og þeir
hafa svo mikið th síns máls. En
megin sjónarmið mitt er bara að
aðferðafræðUega sé rétt að vekja
nú upp nýjar samninganefndir tU
þess að freista þess að leysa mál-
ið áður en skólaáriö veröur end-
anlega eyðUagt. Núverandi
samninganefndir og forystu-
inenn geta hins vegar veriö í bak-
nefndum. Ég tel aö staðan sé
þannig á þessari stundu að verði
ekki samið strax sé skólaárið
eyðilagt, Églagði ekki fram þessa
tillögu mína um að skipta um
samninganefndir fyrr en ég taldi
að allur sá tími sem var til þess
aö ná samningum væri útruim-
inn.“
„Þcgar til
verklalla
kemur er það
venjan að
menn fara í
ákveönar
skotgrafir og
halda fast við
sínar kröfur.
Þá er algengt
að það taki
nokkum tíma lol'maður Ki
aö koma hreyfingu á málin. Ég
held að þeir sem telja að eitthvaö
faist út úr því að skipta um samn-
inganefndir geri þaö vegna eigin
reynsluleysis í svona málum.
Samningar: eins og við; höfum
verið að ræða um núna, þar sem
bæði er veriö að fjalla um launa-
breytingar og skipulagsbreyting-
ar, em mjög tímafrekir. Ef þaö
ætti að skipta reglulega um þá
hópa sem annast samningamáiin
yrði það eingöngu til þess að tefja
tímann. Viö kennarar teljum
okkur hafa reynt að leggja fram
ýmsar hugmyndir tU lausnar
deUuimi. Viö teijum að við höfum
verið að gera þaö eftir samþykkt-
um sem viö höfum á bak við okk-
ur frá félögunum. Ég sé ekki að
það yrði málstaðnum til fram-
dráttar þótt aðrir einstaklingar
kæmu að samningunum ef menn
ætla að vera trúir sínum umbjóð-
endum og fylgja fram þeirri
stefnu sem þeir hafa verið kjömir
til að íylgja fram. Ef Jón Hjai-tar-
son er aö meina að það eigi að
skipta um samninganefndir og
menn eigi um leið að láta af
stefnuskrá félaganna þá eru
menn komnir út á allt aðrar
brautir. Þá eru menn komnir út
í það að einstakhngar leiki em-
hvem einleik. Það er ekki hug-
mynd sem ég styö.“