Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 Afmæli Jón Hannesson Jón Hannesson húsasmíðameistari, Haukshólum 3, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Jón fæddist í Brekkukoti í Reyk- holtsdal í Borgarfirði og ólst upp í Reykholtsdalnum. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 1951, öðlað- ist meistararéttindi í húsasmíði 1954 og hefur starfað við þá iðngrein síð- an. Jón hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Meistarafélag húsa- smiða, setið mörg iðnþing, verið formaður fræðslunefndar og for- maður prófanefndar í húsasmíði fyrir Reykjavík 1984-90 og skipaöur af menntamálaráðherra sem form- aður prófanefndar fyrir landið allt frá 1990 en því starfi gegnir hann enn. Þá er Jón félagi í Oddfellow- stúkunni nr. 11 Þorgeiri og einn af stofnendum Rotaryklúbbsins Reykjavík Breiðholt. Fjölskylda Jón kvæntist 17.9.1948 Elísu G. Jónsdóttur, f. 17.9.1925, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Einarssonar, húsasmiðs í Vestmanneyjum, og Ólafar Friðfinnsdóttur húsmóður. Dóttir Jóns og Elísu eru Guðrún Iðunn, f. 24.7.1953, fyrrv. deildar- stjóri hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn, nú húsmóðir, gift Sveini Kr. Péturs- syni, forstöðumanni innflutnings- deildar Eimskips, og er sonur henn- ar Hannes Jón Lárusson. Stjúpdætur Jóns eru Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir, f. 16.9.1944, skrif- stofustjóri hjá Nýheija, gift Jóni Sig- urðssyni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú böm, Ólaf Jón, Asgeir og Elísu Guðlaugu; Ruth Halla Sigur- geirsdóttir, f. 29.1.1946, skrifstofu- stjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðn- um, gift Ólafi Axelssyni húsasmíða- meistara og eru synir þeirra Jón Axel, Ólafur Ragnar og Jóhann Garðar. Systkini Jóns: Guðsteinn Elías, f. 15.6.1918, d. 19.2.1975, ljósmyndari í Reykjavík; Helga Laufey, f. 29.1. 1920, d. 22.10.1988, húsfreyja í Brekkukoti; Sveinn Þórir, f. 17.11. 1927, d. 14.2.1988, b. í Ásgarði í Reyk- holtsdal; Ingveldur Guðrún, f. 13.12. 1932, verslunarmaður og húsmóðir íReykjavík. Foreldrar Jóns voru Hannes Jóns- son, f. 31.10.1887, d. 5.3.1959, b. í Brekkukoti, ogólöf Sveinsdóttir, f. 7.5.1892, d. 17.7.1965, húsfreyja. Jón Hannesson. Jón tekur á móti gestum í Akóges- salnum, Sigtúni, milli kl. 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Elín Konráösdóttír Elín Konráðsdóttir húsmóðir, Öldu- granda 9, Reykjavík, er áttræð í dag. Starfsferill Elín fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Ungl- ingaskóla ísafjarðar. Elín var húsmóðir á ísafirði til 1963 er hún og fjölskylda hennar fluttu til Reykjavíkur. Þar starfaði hún við mötuneyti Útvegsbankans ítuttuguogtvöár. Fjölskylda Elín giftist 3.5.1941 Garibalda Ein- arssyni, f. 13.1.1919, d. 9.12.1969, sjómanni. Hann var sonur Einars Garibaldasonar, sjómanns á ísafirði, og Margrétar Einarsdóttur húsmóður. Böm Elínar og Garibalda em Konný, f. 23.6.1944, húsmóðir í Reykjavík, gift Eiríki Friðbjamar- syni og eiga þau tvo syni; Áslaug, f. 17.7.1943, húsmóðir á Akureyri, gift Stefáni Benediktssyni og eiga þauþijú böm; Gunnlaug, f. 17.7. 1943, húsmóðir í Svíþjóö, gift Sveini Jónssyni og eiga þau fjögur böm; Jenný, f. 17.9.1944, húsmóðirí Nor- egi, gift Nils Skogen og eiga þau tvö börn; Einar, f. 14.8.1946, iðnverka- maður í Svíþjóð, og á hann tvö böm; Þorbjörn, f. 16.7.1948, þjónn í Reykjavík; Sigríður Karvelsdóttir (ættleidd), f. 6.12.1949, húsmóðir á Seltjarnamesi. Systkini Elínar; Þórir, f. 10.7.1916, d. 20.3.1995, bakarameistari á ísafirði; Jens, f. 29.9.1917, d. 11.1. 1944, sjómaður í Reykjavík; Ólöf, f. 23.7.1919, húsmóðir í Reylyavík; Magnús, f. 23.3.1921, d. 18.5.1983, húsvörður við Landsbanka íslands; Rannveig, f. 29.1.1923, d. 3.1.1994, húsmóðir í Reykjavík; Unnur, f. 21.2. 1930, húsmóðir í Reykjavík; Edda, f. 9.8.1933, húsmóðir á Flórída. Foreldrar Elínar voru Konráð Jensson, f. 12.11.1890, d. 11.4.1964, veitingamaður á ísafirði, og Þor- björg Sveinbjömsdóttir, f. 24.7.1891, Elin Konráðsdóttir. d. 24.11.1958, húsmóðir. Elín tekur á móti gestum í Hraun- holti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, í dagkl. 16.00-19.00. Bima Hjaltested Bima Hjaltested húsmóðir, Ljós- heimum 8, Reykjavik, er níræð í dag. Starfsferill Bima fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hjaltestedshúsi að Suður- götu 7 sem nú er í Árbæjarsafni. Hún fór nítján ára til Danmerkur lauk námi við hússtjómarskóla í Sora og var þar fimm ár við ýmis störfogpíanónám. Bima kom heim 1929 og sgilaði undir við danskennslu hjá Ástu NormannogSigurðiGuðmunds- ' syni. Þá starfaði hún í hljóðfæra- verslun, m. a. hjá Helga Hallgríms- syni, frú Önnu Friðriksson í Banka- stræti og loks hjá frú Katrínu Við- ar. Birna flutti með manni sínum til Svíþjóðar 1945 þar sem þau bjuggu vegna starfs hans í níu og hálftár. Fjölskylda Bima giftist á hvítasunnudag 1937 Geir Stefánssyni, f. 22.6.1912, lög- fræðingi. Haim er sonur Stefáns Magnússonar, sjómanns á Vopna- firði, og Þómnnar Gísladóttur hús- móður. Dætur Bimu og Geirs em Sigríður Geirsdóttir, f. 29.5.1930, gift Stefáni Bjarnasyni tæknifræðingi; Anna Þórunn Geirsdóttir, f. 3.9.1942, og eignaðist hún tvær dætur, Sigríði Hjaltested, f. 27.7.1969, og Önnu Maríu de Jesus, f. 25.2.1980; Birna Geirsdóttir, f. 11.10.1944, húsmóðir, gift Garðari HaUdórssyni, húsa- meistara ríkisins, og em dætur þeirra Margrét Birna Garðarsdóttir, f. 30.7.1972, og Helga María Garöars- dóttir.f. 25.12.1975. Systkini Bimu: Erlingur Iflalte- sted, nú látiim, bankastarfsmaður í Reykjavík; ÁsaHjaltested; Guöjón Hjaltested; Anna Lísa Hjaltested. Foreldrar Bimu vom Bjami Hjaltested, f. 10.6.1868, d. 17.7.1946, aðstoðarprestur við Dómkirkjuna og kennari í Reykjavík, og k.h., Stef- Birna Hjaltested. anie Anna Bentzen, f. 12.6.1876, d. 5.9.1961, húsmóðir. Birna er að heiman á afmælisdag- inn. 85 ára Margrét Júlíusdóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. Ingi Haraldur Kröyer, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 80 ára Árný Snæbjörnsdóttir, Seljalandi 5, Reykjavík. Itósamunda Jóhannsdóttir, Byggðavegi 92, Akureyri. 70 ára Eva Gerður Steindórsdóttir, Eyrarlandsvegi 29, Akureyri. Steinar Axeisson, Sléttuvegi 11, Reykjavik. Þorbergúr Kristjánsson, Reynihvammi 39, Kópavogi. Guðríður Pálsdóttir, Hamrahlíð 37, Reykjavík. Þóra Haraldsdóttir, Heiðarvegi 54, Vestmannaeyjum. 60 ára Gunnhildur Bjarnadóttir, Strembugötu 14, Vestmannaeyjum. Gerður Hallgrimsdóttir, Melabraut 3, Blönduósi. Kristinn K. Johnson, Flókagötu 61, Reykjavík. Hreiðar Arnar Jónsson, Stóragerði 12, Reykjavík. ÞórhUdur Halldórsdóttir, Klapparstíg 18, Reykjavik. 50 ára Jóhann Sigurður Hallgrúnsson, Ásgarði 7, Keflavík. Fjóla Aðalsteinsdóttir, Hafiiarstræti 45, Flateyri. Edda Axelsdóttir, Hraunbæ 136, Reykjavík. Kristrún Magnúsdóttir, Þrándarseli 2, Reykjavík. Njörður Sæberg Jóhannsson, Eyrargötu 22, Siglufirði. Anna Árnadóttir, Ásabyggð 18, Akureyri. Þóra Björgvinsdóttir, Sæunnargötu 2, Borgarbyggö, Eiginmaður hennar er Jón Har- aldsson. Þautakaámóti gestumlaugar- daginn8.aprílí Félagsmiðstóð- inni(sam- komuhús), Gunnlaugsgötu 8bfrákl. 17-20. Stefán Halldórsson, Brú 2, Jökuldalshreppi. 40ára Margrét Björg Júlíusdóttir, Hlíðargerði 20, Reykjavík. Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Rauðahjalia 1, Kópavogi. Ragnar Rágnarsson, Æsufelli 6, Reykjavík. MagnúsÖrn Haraidsson bifreiðastjóri, Unufelli29, Reykjavik. Eiginkonahans erDagbjörtEi- riksdóttir hús- móðir. GuðbrandurBjörgvinsson, Ægisgötu8, Stykkishólmsbæ. Sigurgeir Oddigeirsson, Grýtubakka 28, Reykjavik. Sigurlaug Árnadóttir, Bálkastöðum 1, Staöarhreppi. Hrönn Pálsdóttir, Ástúnil4,Kópavogi. Anna Guðfmna Ingólfsdóttir, Miðtúni6, Keflavík. Maiken Hammer, Hrísateigi 20, Reykjavik. Björn Ágúst Sigurðsson, Háagerði 5, Húsavík. Emilía Kolbrún Sverrisdóttir, Kambagerði 7, Akureyri. Friðrik Guðmundsson, Hjarðarhaga 11, Reykjavik. Dagþór Már Nikulásson, Víðiteigi lOe, Mosfellsbæ. Bjarni Hjörtur Bragason, Kársnesbraut 80, Kópavogi. Anna Ólavía Þorgilsdóttir Anna Ólavía Þorgilsdóttir, starfs- stúlka viö Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri, Fjólugötu 7, Akureyri, er fimmtugídag. Starfsferill Anna fæddist í Tumabrekku í Ós- landshlíð í Skagafirði en ólst upp á Eyrarlandi í Deildardal í Skagafirði. Hún var búsett í Bolungarvík um skeið og var starfsstúlka við sjúkra- húsið á ísafirði. Anna flutti til Aku- eyrar 1974 og stundaði um hríð fisk- verkun hjá UA en starfar nú við Dvalarheimilið Hlíð. Fjölskylda Anna giftist 1%7 Kjartani Halldóri Kjartanssyni frá Bolungarvík en hann fórst í sjóslysi 1968. Sambýlismaður Önnu frá 1972-83 var Jóhann Steingrímsson. Sambýlismaður Önnu frá 1989 er Jónas Hallgrímsson, f. 19.1.1947, bakarameistari. Hann er sonur Hallgríms Vilhjálmssonar húsvarð- ar og Herdísar Jónasdóttur hús- móður. Dætur Önnu og Kjartans eru Gunnlaug Sigríöur, f. 26.1.1967, hús- móðir á Blönduósi, en sambýlis- maður hennar er Hans Vilberg Guð- mundsson og eiga þau fjögur böm; Halldóra Katrín, f. 6.2.1968, hús- móðir á Akureyri, og á hún tvö böm. Dóttir Önnu og Jóhanns er Kristín Pálína, f. 26.1.1973, hárgreiðslunemi í Reykjavík, en unnusti hennar er Ómar Daníel Kristjánsson. Systkini Önnu: Guðbjörg Ragn- heiður, f. 5.1.1939, húsmóðir á Akur- eyri; PáU Óli, f. 26.7.1940, b. á Eyrar- landi í Deildardal; Haukur Hlíðar, búsettur að Vallá á Rjalamesi; Hreinn Dalmann, f. 21.3.1944, b. að Grindum í Deildardal; Guðmundur, f. 1.10.1946; smiður áÁkureyri; Guðfinna Ásta, f. 15.10.1947, hús- móðir í Bolungarvík. Hálfbróðir Önnu, sammæðra, var Sigurður Helgi sem lést 1993 en hann var búsettur í Reykjavík. Foreldrar Önnu vom Þorgils Páls- son, f. 25.10.1901, d. 7.9.1984, b. á Eyrarlandi, og k.h., Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 21.12.1905, d. 13.2.1983, húsfreyja. Anna Olavfa Þorgilsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.