Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995
31
Afmæli
Atli Ágústsson
Atli Ágústsson, vélfræðingur hjá
Landsvirkjun, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Atli fæddist í Hveragerði en ólst
upp í Danmörku til fiórtán ára ald-
urs. Hann lauk prófi frá Vélskóla
ísiands 1974 og sveinsprófi í vél-
virkjun hjá Birni og Halldóri 1982.
Ath var vélstjór á fiskibátum og
togurum á árunum 1970-75, kennari
við Iðnskólann á ísafirði 1975-78,
vélfræöingur á skipum Eimskipafé-
lagsins 1978-88, yfirvélfræðingur
hjá Nesskipum á ms. Selnesi 1988-90
en hefur verið vélfræðingur í gasafl-
stöð Landsvirkjunarfrá 1991. Hann
er aðaltrúnaðarmaður vélfræðinga
Landsvirkjunar.
Fjölskylda
Atli kvæntist Helgu E. Kristins-
dóttur, fulltrúa í Iðnþróunarsjóði.
Hún er dóttir Kristins Kristvarðs-
sonar, fyrrv. kaupmanns í Reykja-
vík, og Valdísar Meyvatnsdóttur.
Börn Atla eru Ágústa, f. 29.4.1962,
bankastarfsmaður, en maður henn-
ar er Heiðar Sigtryggsson deildar-
stjóri og eru dætur þeirra Linda, f.
6.10.1982, Harpa, f. 12.2.1989 og
óskírð, f. 31.3.1995; Bjarki Þór, f.
10.8.1967, smiður; Ágúst Guðmund-
ur, f. 17.3.1972; Atli Geir, f. 20.9.1975.
Böm Helgu eru Kristinn Valur
Wiium, f. 10.2.1969, húsasmiður, en
kona hans er Ásta Kristný Ámadótt-
ir og er dóttir þeirra Arnrún, f. 1994;
Gunnar Dan Wiium, f. 1.7.1976,
nemi; Helga Dögg Wiium, f. 9.12.1980.
Systkini Atla eru Einar Ágústs-
son, f. 23.9.1922, d. 12.4.1986, ráð-
herra og síðar sendiherra; Ásgeir
Einarsson, f. 21.1.1935, skólastjóri í
Danmörku; Edda Helga Launders,
atvinnurekandi í Englandi.
Foreldrar Atla: Ágúst Einarsson,
f. 13.8.1898, d. 1988, fyrrv. kaupfé-
lagsstjóri, og Edel Einarsson, f. 13.6.
1907, hjúkrunarfræðingur, búsett í
Skælsbor í Danmörku.
Atli og Helga eru erlendis á afmæl-
isdaginn.
Atli Ágústsson.
Guðni Hannesson
Guöni Hannesson, hagfræðingur
og stórkaupmaður, Álfheimum 18,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Guðni fæddist í Hlíðarhúsum við
Vesturgötu í Reykjavík og ólst upp
í vesturbænum. Hann lauk verslun-
arprófi frá VÍ1944, stúdentsprófi frá
sama skóla 1946, MA-prófi í hag-
fræði frá St. Andrew’s háskólanum
í Skotlandi 1951 og er löggiltur
skjalaþýðandi í ensku frá 1962.
Guðni var fulltrúi hjá Olíufélag-
inu hf. 1951-71 en stofnsetti þá eigin
umboðs- og heildverslun sem hann
hefur starfrækt síðan.
Fjölskylda
Guðni kvæntist 1.10.1949 Önnu
Ragnheiði Ingyarsdóttur, f. 28.11.1926,
húsmóður. Hún er dóttir Ingvars Sig-
urðssonar cand. phil. og Mörtu Ein-
arsdóttur, kaupkonu í Reykjavík.
Böm Guðna og Önnu Ragnheiðar
eru Ingvar Gunnar, f. 6.3.1951, sál-
fræðingur á Sauðárkróki, búsettur
í Skagafirði, kvæntur Bryndísi Guð-
mundsdóttur og á Ingvar eina dótt-
ur, Ölmu Ragnheiði, f. 19.6.1970;
Rósa Marta, f. 1.12.1955, kennari í
Reykholti í Borgarfirði, og á hún tvo
syni, Magnús Kára, f. 11.5.1975 og
Arnar Guðna, f. 3.5.1989.
Systkini Guðna eru Einar, f. 13.2.
1928, fulltrúi í Reykjavík, kvæntur
Katrínu Pétursdóttur; Guöný, f.
12.3.1930, húsmóðir í Reykjavík og
ekkja eftir Jón Axelsson.
Foreldrar Guðna voru Hannes
Einarsson, f. 11.3.1896, d. 4.8.1970,
sjómaður og fiskmatsmaður, og
Rósa Steinunn Guðnadóttir, f. 17.5.
1899, d. 15.9.1993, húsmóðir.
Guðni verður með gestamóttöku í
Ársal Hótel Sögu, inngangur um
norðurdyr, í dag kl. 18.00-20.00.
Guðni Hannesson.
Hildur Eiðsdóttir
Hildur Eiðsdóttir húsmóðir, Ár-
teigi, Ljósavatnshreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu, er sjötug í dag.
Fjölskylda
Hildur er fædd á Þóroddsstaö i
Ljósavatnshreppi og ólst upp i
Köldukinn. Hún stundaði nám í Al-
þýðuskólanum á Laugum í Reykja-
dal og síðar í Húsmæðraskólanum
á Laugum. Hildur gegndi starfi rit-
ara og síðar formanns í Kvenfélagi
Þóroddstaðarsóknar.
Maður Hildar er Jón Sigurgeirs-
son, f. 13.11.1921, vélsmiður. For-
eldrar hans: Sigurgeir Pálsson og
Kristín Jónsdóttir. Þau bjuggu á
Granastöðum.
Börn Hildar og Jóns: Kristín kenn-
ari, maki Ögmundur Guðmundsson
loftskeytamaður, þau eru búsett í
Reykjavík og eiga þrjú böm, Guð-
mund, Jón og Unni; Kristbjörg
sjúkraliði, maki Haukur Þórðarson
rafvirki, þau era búsett á Akureyri
og eiga tvö börn, Hildi og Val; Sigur-
geir bóndi, búsettur í Árteigi; Eiður
rafvirki, maki Anna Harðardóttir
kennari, þau era búsett í Árteigi og
eiga tvö börn, Andreu og Arnór;
Arngrímur vélvirki, maki Svanhild-
ur Kristjánsdóttir, þau eru búsett á
Granastöðum og eiga tvö börn, Irisi
og Óðin; Karitas, maki Erlingur
Kristjánsson íþróttakennari, þau
eru búsett á Akureyri og eiga eitt
barn, Örnu Valgerði.
Systkini Hildar: Friðgeir, f. 27.8.
1919; Amgrímur, f. 23.4.1922; Þór-
oddur, f. 13.4.1927; Helga, f. 27.9.
1935. Þau eru öllu búsett á Akureyri.
Foreldrar Hildar: Eiður Arn-
grímsson, f. 25.2.1886, bóndi, og
Karitas Friðgeirsdóttir, f. 14.4.1890,
húsmóðir. Þau bjuggu á Þórodds-
stað.
Hildur Eiðsdóttir.
Leiðrétting
Myndaruglingur var með mynd-
listargagnrýni í blaöinu í gær. Mynd-
in hér aö ofan er eftir Sveinbjörgu
Hallgrímsdóttur og átti að fylgja
umfiöllun um sýningu hennar í
Stöðlakoti. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
WÆJJMÆÆÆÆJÆJJJJMÆUi
ATH.! Smáauglýsing
í helgarblaö DV veröur
aö berast okkur fyrir
kl. 17 á föstudag.
Þ DV 4
verholti 11-105 Reykjaví Sími 563 2700 Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272
JRMESON
REYKSKYNJARI
GETUR VERIÐ
LÍFGJAFI
Margar gerðir fyrir
mismunandi
staðsetningar. Minni um
sig en aðrar gerðir.
Allar gerðir
eldvarnartækja. Þjónustum
slökkvitæki.
HAGSTÆTT VERÐ.
LEITIÐ UPPLÝSINGA.
□ FlDVARNAMIflSTSfllN Hf
ÓLAFUR GÍSLASON & CO. HF.
SUNDABORG 22 SÍMI 91-684800
EVROPUVIKA ALÞYÐUFLOKKSINS
Alþýðuflokkurinn vill vekja athygli á að eftirfarandi
fyrirtæki bjóða evrópuverð á sínum vörum út þessa viku.
Verðlækkunin er áþreifanleg.
OKKUR
ER ALVARA!
BORGARLJOS
ucinazizs
HEIMILISTÆKI
á evrópuverði
Allt að 25%
verðlækkun
REYKJAVÍK
AKRANESI
KEFLAVÍK
HAFNARFIRÐI
AKUREYRI
ÍSAFIRÐI
EGILS-
STÖÐUM
HÖFN
SELFOSSI
3.-7. apríl
- vestur í bæ
KJÚKLINGUR
á evrópuverði
6. apríl
Sími 564 3535
16" PIZZUR
á 900 króitur
3.-7. apríl
l/AFFI ,
RE Y IvJ AVIK
HÁDEGIS-
VERÐUR
490
krónur
3.-7. apríl
Hagfræðistofnun Háskóla fslands
telur í skýrslu sinni til ríkisstjómar-
innar að við aðild íslands að Evrópu-
sambandinu myndi verð landbúnaðarafurða
hérlendis lækka um 35-45%. Það munar um minna
fyrir íslenskar fjölskyldur.
Alþýðuflokkurinn vill hefja aðildarviðræður við ESB til þess að
fá úr því skorið hvað íslendingum stendur til boða.
/UANÞ f/fa/tW.
/