Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Örlagavaldur lífskjara Samkvæmt rannsókn Neytendasamtakanna er verö landbúnaðarafurða mun lægra í Danmörku en hér á landi. Þetta er í fullu samræmi við aðrar athuganir á liðn- um árum og stingur í stúf við fullyrðingar hagsmuna- gæzluráðherra landbúnaðarins að undanfómu. Enn meiri munur kemur í ljós, þegar íslenzkt matar- verð er borið saman við þróuð landbúnaðarríki, sem standa utan Evrópusambandsins og Evrópska efnahags- svæðisins og vemda ekki landbúnaðinn í jafnmiklum mæh. Bandarískt verð er bara brot af hinu íslenzka. Vegna nálægðar og samskipta hefur mótazt sú venja, að bera íslenzkt búvöm- og matarverð saman við danskt. Sá samanburður segir ekki alla söguna um, hvað inn- flutt búvara mundi kosta hér á landi, því að vafalaust yrði mikið flutt inn frá ódýrari landbúnaðarlöndum. í rannsókn Neytendasamtakanna kemur líka fram, hvað danskar afurðir mundu kosta hér á landi, ef þær væm fluttar inn. Samkvæmt þeim tölum mundu þær kosta frá fjórðungi og upp í helming af verði innlendra afurða, ef þær væm ekki tollaðar sérstaklega. Að svo miklu leyti sem erlendar búvörar eru toflaðar við komuna til landsins, græðir ríkissjóður þá peninga fyrir hönd skattgreiðenda, en afganginn græða neytend- ur. Með fyrirhuguðum ofurtollum á innfluttan mat ætlar ríkið að ná öHum gróðanum til sín og rúmlega það. í rúmlega tvo áratugi hefur verið margsagt hér í blað- inu, að það jafngflti lífskjarabyltingu í landinu að heim- Ha tollfrjálsan innflutning búvöm og greiða innlendum bændum fyrir að bregða búi í ósamkeppnishæfum grein- um. Þessi kenning er í fuUu gfldi enn þann dag í dag. Á þessum rúmlega tveimur áratugum hefur þjóðfélag- ið fómað samtals um 400 miUjörðum króna á altari hins hefðbundna landbúnaðar. Sú tala jafngildir tvöfaldri hefldarskuld þjóðarinnar við útlönd. Hún jafngfldir flár- lögum ríkisins í tvö ár. Hún er stjamfræðUeg. Búvömstefna stjómvalda er ein sér nægileg skýring á því, hvers vegna kaupmáttur tímakaups er miklu lægri á íslandi en í nágrannalöndunum beggja vegna Atlants- hafsins. Hún er um leið nægfleg skýring á því, hvers vegna íslenzkt atvHmulíf er ekki samkeppnishæft. Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið póhtískur vflji til að skera meinsemdina. Meirihluti kjósenda hefur stutt og styður enn þá ófamaðarstefnu, sem fylgt hefur verið. í könnunum hefur hún haft um 60% fylgi. Fólkið í landinu ber því fúfla ábyrgð á afleiðingum stefnunnar. Sama er að segja um stjómmálaflokkana. í reynd styðja þeir allir helstefnu landbúnaðarráðuneytisins. Sumir styðja hana ekki í orði, en hafa ævinlega reynzt gera það á borði, þegar þeir hafa haft tækifæri tfl. Alþýðu- flokkurinn er þar engan veginn undanskflinn. Það sker í augu, að í kosningunum um helgina eiga neytendur engan málsvara. Þeir em ekki taldir nógu merkur þrýstihópur í samanburði við aðra hagsmuni í þjóðfélaginu. Það segir aHt, sem segja þarf um möguleika okkar á að ná vestrænum lífskjörum fyrir dagvinnu. Neytendasamtökin hafa samt braggast töluvert á allra síðustu árum. Þau hafa lagt niður fyrri bannhelgi á málum landbúnaðarins og beita nú vaxandi þrýstingi gegn helstefnunni. Rannsókn þeirra á verði danskra landbúnaðarafurða er dæmi um þá stefhubreytingu. Stóra máHð er þó, að fyrir kosningar er orðið ljóst, að á næsta kjörtímabiH mun áfram verða brennt 20 mflljörð- um króna á ári á altari hins hefðbundna landbúnaðar. Jónas Kristjánsson „Útflutningur fái forgang í efnahagslifinu með ákveðnum breytingum á skattakerfi, sjóðum og bankastofnun- um,“ segir m.a. í grein Sigríðar. Breytt atvinnustef na Eitt versta og erfiðasta vandamál- ið sem við blasir á íslandi í dag og ný ríkisstjóm verður að takast á við er atvinnuleysið sem hefur þrefald- ast í tíð núverandi stjórnar. Hvem hefði órað fyrir því þegar þessi stjóm tók við að á aðeins fjórum áram væri atvinnulífið oröið svo veikburða aö hér gengju aö jafnaði 6 til 7 þúsund manns atvinnulaus með allri þeirri niðurlægingu og vonleysi sem slíku fylgir. Vonlausar aðstæður Þótt lífskjör almennra launþega í þessu séu svo slæm að þjóðar- skömm er að þá er þó skerfur at- vinnuleysingjanna hálfu ömur- legri. Oft er það svo að þeir sem missa vinnuna hafa áður en að því kom haft stopula atvinnu sem leið- ir svo aftur til þess að þeir fá ekki fullar atvinnuleysisbætur. Ég þekki mörg dæmi þess að fólk í shkri stöðu býr við mjög þröngan kost og þótt það veiti sér ekki ann- að en brýnustu nauðsynjar og tæp- lega það þá hrannast upp skuldir. Aðstæður fólks sem þannig er ástatt um verða vonlausari með hveijum degi. í ljósi þess að fjölmargir launþeg- ar eru ekki matvinnungar þrátt fyrir fullan vinnudag er skýring forsætisráðherra á því að þriðjung- ur húsbréfa var í vanskilum sú að umræður á Alþingi um skuldasöfn- un heimilanna hefðu orðið fólki hvatning til þess að hætta að standa í skilum. Það er stundum eins og talsmenn Sjálfstæðisflokks- ins tilheyri einhverju allt öðm samfélagi heldur en við hin. Útflutningsleiðin Alþýðubandalagið hefur sett KjáUarinn Sigríður Jóhannesdóttir kennari, skipar annað sæti á lista Alþýðubandalagsins og óháðra á Reykjanesi fram rökstudda og ítarlega stefnu um það hvernig uppræta má at- vinnuleysið og snúa vöm í sókn í lífskjarabaráttunni á íslandi. Þessi stefna hefur hlotið nafnið Útflutningsleiðin því samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að út- flutningur fái forgang í efnahagslíf- inu með ákveðnum breytingum á skattakerfi, sjóðum og bankastofn- unum. Þar em á ferðinni hundruð nýrra hugmynda um breytingar á efnahagslífi og atvinnuþróun en meö þeim er stefnan sett á fögurra prósenta hagvöxt. Útflutningsleið Alþýöubandalagsins myndi skila þjóöarbúinu, samkvæmt útreikn- ingi Seðlabanka og Þjóðhagsstofn- unar, ríflega 76 milljörðum króna á næstu fjórum árum. Slíkur vöxt- ur þjóðartekna hefði í för með sér minnkandi halla ríkissjóös og at- vinnuleysi hyrfi. Til þess að geta framfylgt þessari stefnu þarf Alþýðubandalagið að fá gott kjörfylgi í komandi kosning- um. Kosningarnar munu snúast um atvinnu fyrir alla og vöxt þjóð- artekna. Einungis breytt atvinnu- stefna getur bjargað þjóðinni frá stöðnun síðustu ára og einungis öflugt fylgi Alþýðubandalagsins megnar að skapa hér vinstra vor eftir þann afturhaldsvetur sem hér hefur ríkt undanfarin fjögur ár. Sigríður Jóhannesdóttir „Utflutningsleið Alþýðubandalagsins myndi skila þjóðarbúinu, samkvæmt útreikningi Seðlabanka og Þjóðhags- stofnunar, ríflega 76 milljörðum króna á næstu fjórum árum. Slíkur vöxtur þjóðartekna hefði í för með sér minnk- andi halla ríkissjóðs og atvinnuleysi hyrfi.“ Skoðanir aimarra Eigin viðskiptahindranir „Eftir afnám gjalds á innfluttan bjór verður enn á ferðinni mismunun erlendum framleiðendum í hag. Þetta eiga starfsmenn ESA (og margir fleiri) erfitt með aö skilja enda almennt ekki gert ráð fyrir að stjórnvöld mismuni eigin framleiðendum í óhag. Þetta einkennilega bjórmál er því miður ekkert eins- dæmi í samskiptum stjómvalda og atvinnulífsins. ... Iðnaðarráðherra hefur sagt að íslendingar séu eina þjóðin sem beitir sjálfa sig viðskiptahindrunum. Hann hefur því miður rétt fyrir sér.“ Sveinn Hannesson í ritstjórnargr. 3. tbl. Islensks iðnaðar. Sama stjórn áfram „Mað sama hætti og samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks reyndist farsælt fyrir þjóðina á ámn- um 1959 til 1971 hefur það einnig skilaða miklum árangri á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Þess- ir tveir flokkar hafa lokið sumum verkefnum og em komnir vel á veg með önnur. Em betri kostir í boði í þeim kosningum, sem fram fara eftir viku?“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 2. april. Kysst á lífeyrisvöndinn „Mismununin og ómerkilegheitin í lífeyrissjóða- kerfunum gengur því aðeins að þeir, sem best era settir, vilja óbreytt ástand og komast upp með þaö vegna hnku og ókunnugleika þeirra, sem verst eru hiunnfamir. Það er til að mynda ekki andskotalaust að það láglauna- og meöaltekjufólk, sem búið er að greiða 10 af hundraði tekna sinna í eftirlaunasjóði, skuli bera það sama úr býtum og þeir, sem verða að láta tekjutrygginguna duga. Fyrir hvað er verið að láta þennan stóra hóp borga tíund aha ævina?“ Oddur Ólafsson í Timanum 1. aprfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.