Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 13 Fréttir Verðhækkun á nautakjöti: Vegna þving- unaraðgerða kúabænda - segir formaður Neytendasamtakanna „Þetta minnkandi framboð eru þvingunaraðgerðir sem Landssam- band kúabænda greip til til að ná upp verði á nautakjöti. Framleiðendur voru í raun knúnir til að draga úr framboði sínu. Þeir hafa veriö að flytja út besta kjötið á sama tíma og kjötskortur er hér. Það er eðlileg krafa neytenda á Landssamband kúabænda að það upplýsi hvaða verð það fær fyrir þetta í Bandaríkjunum. Það sé þá á hreinu að þessi hækkun sé ekki til að dekka þennan útílutn- ing,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, vegna verðhækkunar á nautakjöti. Nautakjöt hækkaði í verði um 10 prósent til framleiðenda í gær. Þetta þýðir verðhækkun á bilinu 5 til 7 prósent til neytenda. í tilkynningu frá framleiðendum segir að hækkun- in sé m.a. til komin vegna minnkandi framboös og vaxandi eftirspurnar. Nýlega voru seld 10 tonn af nauta- kjöti til Bandaríkjanna og þá var haft eftir kjötframleiðendum að það hefði engin áhrif á framboð á nauta- kjöti hérlendis. Guðbjörn Ámason, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, segir að þau 10 tonn af nautakjöti sem flutt voru til Bandaríkjanna hafi engin áhrif á innanlandsmarkaðinn eins og sjá megi af því að seld séu innanlands 350 tonn á ári. Hann seg- ir ekkert óeðlilegt vera við hækkun- ina núna, þetta sé hluti af markaðs- kerfinu. „Þetta er sveigjanlegur markaðúr sem fylgir framboði og eftirspurn. Þetta kemur til með að lækka aftur. Það er fullt af kálfum í uppeldi og þegar framboðið eykst aftur mun verð lækka. Þetta er einfaldlega eðli markaðarins," segir Guðbjörn. -rt Stúlkurnar hjá Trausta hf. notuðu verkfall kennara til að taka til hendinni við saltfiskverkunina. DV-mynd gk Aflahrota í Eyjafirði: Skólakrakkar tóku til hendinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það kom sér vel að geta haft krakkana í vinnu þessa daga sem aflahrotan stóð yfir, þetta eru krakk- ar sem hafa unnið hjá mér í mörg ár og kunna vel til verka,“ segir Hilmir Sigurðsson, fiskverkandi á Hauganesi í Eyjafirði og eigandi Trausta hf. Mikil aflahota var hjá netabátum í Eyjafirði fyrir nokkrum dögum og voru dæmi þess að netabátar væru að koma með 15-16 tonn eftir daginn. Veiðin var í mynni Eyjafjarðar og þar fyrir utan, en hins vegar var afli lítill hjá krókabátum á þessum tíma. viristri barátta Sjálfstæðarkonurv\\]a að litið sé á konur sem frjálsa einstaklinga, hvorki betri né verri en karlmenn - og gera kröfu um jöfn tækifæri kynjanna. Við viljurn ... að konur fái sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf. ... efla fjölskylduna með því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. ... viðurkenna að innan hvors kynjahóps er jafnmikil breidd í hæfileikum og getu. ... að karlar fái sama rétt til fæðingarorlofs og konur. ... ná varanlegum lausnum á grundvelli sjálfstæöisstefnunnar, sem byggir á frelsi einstaklingsins. Til að jafha launamismun kynjanna þarf almenna viðhorfsbreytingu. Metum konur og karla jafnt - sem sjálfstæða einstaklinga. Kvennapólitík til hægri snýst um frelsi til að velja. BETRA ÍSLAND SJ ÁLFSTÆÐAR KONUR MATUR & KÖKUR r mr jm mj æj æ* jm jm æw jm jm æj jm jm jm mr mm mm ~ mm ^m ^m ^m ^m ^m ^m ^ ^ ^ ^ _ 16 síðna aukablað um mat og kökur fyrir páskana fylgir DV á morgun. Fjallað verður um matartilbúning fyrir fermingarnar, nýjar kökuuppskriftir, upp- skriftasamkeppni um nýstárlega eftirrétti og margt fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.