Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 15 Menntun undir- staða velferðar Stjómmálamenn hafa lengi talað um gildi menntunar á hátíðar- stundum. Eina ferðina enn endur- taka gömlu flokkamir slagorðin frá kosningabaráttu fyrri ára og leggja áherslu á mikilvægi menntunar fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar. Við höfum heyrt þetta allt áður. En hveijar em efndimar? Stöðvum niðurskurðinn Menntamálaráðherrar síðustu ríkisstjóma hafa sofið á verðinum gagnvart skólakerfinu okkar. Þeir hafa látið það viðgangast að sífellt skuh skorið niður fjármagn til skólanna. í tíð núverandi ríkis- stjórnar hefur verið khpið af kennslustundafjölda nemenda í grunn- og framhaldsskólum. Á íjórum árum hefur fjárframlag til námsefnisgerðar verið skert um 144 milljónir króna. Metnaðarleysi ríkisstj ómarinnar kemur skýrast fram í kennara- verkfallinu. Hún vill knýja fram skipulagsbreytingar á skólastarf- inu, sem flestir em sammála um að löngu hefðu átt að vera komnar til framkvæmda, á kostnað kenn- ara. Vegna skorts á framtíðarsýn í menntamálum hefur ekki verið gert ráð fyrir þessum breytingum á íjárlögum. Meðan á þessu samn- ingsþófi stendur er gengið á ský- lausan rétt barna okkar. Ríkis- stjórnin virðist ekki vera málsvari þeirra. Opnum dyr Víst er að ætlum við íslendingar KjaUaiinn Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari, skipar annað sæti á framboðslista Þjóvaka á Reykjanesi aö taka virkan þátt í heimi alþjóða viðskipta, menningar og tækni- framfara verðum við að fjárfesta í menntun. Við þörfnumst fólks sem sýnir frumkvæði og býr yfir skap- andi hugsun til að geta hleypt nýju lífi í atvinnuvegi okkar. Vaxandi alþjóðahyggja og samstarf á sviði skólamála, menningarmála og vís- inda gera enn meiri kröfur til menntakerfisins. Þjóðvaki vill auka framlög til mennta- og menningarmála um milljarð á ári næstu átta ár og standa þannig jafnfætis grannlönd- unum. Við viljum leggja áherslu á „Þjóövaki vtQ auka framlög til mennta- og menningarmála um milljarð á ári næstu átta ár og standa þannig jafnfæt- is grannlöndunum.“ MAURÆKT* VINNUBOK AGNASTOFNUN: Qúómimdur Q. KtWnuewwy Bósa UjixK : tvyaKrí-xHdóWr mauubkt* Guðmurður I). Kiiatiixífwtosor HóSa Bjðfk fwbiamaidóWi Þóiu Kibuoatíómi MÁLMKT GumvjixJu! HösaRiöi Pöra MAi a« SÍN ÖC VEFIK! STAFSETNiMC RtTRíGtUHOU itTlMliM*. „A fjórum árum hefur fjárframlag til námsefnisgeröar verið skert um 144 milljónir króna,“ segir Lilja m.a. i greininni. starfs- og verkmenntun, fullorðins- fræðslu og endurmenntun og laga menntakerfið að hröðum framför- um í upplýsingatækni. Þessu markmiði viljum við ná með því að halda stöðugleikanum í þjóðfélaginu og beita aðhaldi í rík- isfjármálum. Við viljum gera áætl- un um rammafjárlög til fjögurra ára og skilgreina forgangsröðun útgjalda með menntamál, for- vamaaðgerðir og bætta skulda- stöðu heimilanna í fyrirrúmi. Lilja Á. Guðmundsdóttir Auðtindin á milli eymanna Við atvinnuuppbyggingu á Is- landi hefur um of verið einblínt á náttúrulegar auðhndir landsins. Vissulega eru þær gmndvöhur lífs- afkomu þjóðarinnar enn sem kom- ið er en atvinnu framtíðarinnar þarf einnig að reisa á öðmm grunni. Auðhndin á mihi eyrnanna hefur verið vannýtt við nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Það verður nefnilega engin atvinnusköpun án menntunar. Vísindi vísindanna vegna Ríkissfjórn Davíðs Oddssonar hefur gengiö hart fram í að skerða framlög til menntamála. Með þeim niðurskurði er í raun grafið undan lífvænlegri framtíð á Islandi: Þjóð sem fjárfestir ekki í gmnnrann- sóknum og menntun, vísindum vís- indanna vegna, er iha stödd. Ef fram heldur sem horfir mun bresta á atgervisflótti héðan. Áður gátum við stært okkur af því að sú verkkunnátta og þekking sem íslenskir námsmenn sóttu í erlenda skóla skilaöi sér ahtaf heim að lokum. Nú veigrar fólk sér við að snúa aftur th síns heima að loknu námi erlendis. Hingað er htiö að sækja. Engin ný störf að fá. Kvenna- hstinn hefur ávaht bent á að ný- sköpun atvinnu fælist í hinu smáa, KjaUarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skipar 3. sætið á framboðslista Kvennalistans í Reykjavík í frumkvæði hvers einstaklings. Vaxtarbroddur atvinnulífsins felst í uppbyggingu og rekstri smá- fyrirtækja. 80% allra nýrra starfa sem verða til innan Evrópusam- bandsins verða til í smáum eða meðalstómm fyrirtækjum í upp- lýsinga- og þjónustugreinum. Er- lendar rannsóknir sýna að oftar en ekki reka konur slík fyrirtæki. Af sjálfu leiðir að styrkja ber fmm- kvæði og atvinnusköpun kvenna sérstaklega. Þær hafa í gegnum tíð- ina ekki haft sama aðgang og karl- ar að sjóðum atvinnulífsins. Þær hafa jafnvel verið sakaðar um að hugsa ekki nógu stórt! Tryggjum konum áhættufé Lánatryggingasjóður kvenna, sem tæki veð í góðum hugmyndum en ekki steinsteypu, væri stórt skref fram á við fyrir íslenskt at- yinnulíf. Slikur sjóður væri í takt við nútímaleg virmubrög við ný- sköpun og þróun atvinnulífsins. Gleymum því ekki að atvinnu- leysi er mun meira á meðal kvenna en karla. Á síðasta ári var atvinnu- leysi hjá 6,1% kvenna en 3,7% karla. Þrátt fyrir það hafa aðgerðir til þess að fækka atvinnulausum nær eingöngu miðað að því að skapa skammtímaverkefni handa körlum. Órækur vitnisburður þess er skipting núlljarðsins góða á mihi karla og kvenna. 940 mhljónir fóru th verkefna sem veita körlum at- vinnu og 60 mihjónir th kvenna. Þessar staðreyndir segja meira en þúsund orð um stöðu kvenna á ís- lenskum vinnumarkaði og viðhorf stjórnvalda th atvinnuþátttöku þeirra. íslenskur vinnumarkaður er gegnsýrður af gamaldags hugsun- arhætti í garð kvenna. Þórunn Sveinbjarnardóttir „Aður gátum við stært okkur af því að sú verkkunnátta og þekking sem ís- lenskir námsmenn sóttu í erlenda skóla skilaði sér alltaf heim að lokum. Nu veigrar fólk sér við að snúa aftur til síns heima að loknu námi erlendis.“ Meðog Aukakennsla fyrir 1. tíl ð. bekkinga grunnskólanna mótsviðeðli- ■ ■ „Mín skoð- un er sú að kenna eigi fyrsta th níunda bekk mánudag, þriðjudag og miðvikudag i dymbhviku og þriðjudag eftir paska, samanber W1 samþykkt skólastjóra í grunn- skólum og sérskólum í Reykjavík síöastliðinn miðvikudag. Með því móti er komið th móts við þá eðlhegu kröfu að þessum nemendum verði hka, að ein- hverju leyti, bætt um það sex vikna kennslutap, þótt í htum mæli sé. Ef ekki, þykir mér lítið gert úr því starfi sem fram fer á þessu skólastigi. Það má líka orða það svo að það yröi lítið úr frek- ari skólagöngu nemenda ef ekki kæmi til sá grunnur sem lagður er í grunnskólanum. Rætt hefur verið um, af hálfu yfirvalda, aö á næsta skólaári verði th ráðstöfunar viðbótar- tímamagn fyrir þessa árganga. Reynslan hefur hins vegar kennt mér aö vera tortryggnari en svo að ég treysti þeim orðum þótt þau standi á blaöi. Þótt af því yrði á að nýta þessa áðurnefndu daga. Með þvi móti verður lika sæmheg samfella í námi barnanna þar sem annars kæmi 10 daga hlé rúmri viku eftir að kennsla hófst að afloknu sex vikna verkfalli. Þegar fullyrt er að börnin læri lítið á þessum dögum ber á það að hta að við höfum mjög fáa daga til vors og þá skiptir hver dagur tíl viöbótar miklu máh.“ Fráleit hug- „Rikissjóð- ur á ekki fyrir kostnaðinum sem hlytist af aukakennslu fyrir fyrstu th níundu bekki grunnskól- anna því nú þegar stefnir í fimmtán Haraur Bergmann, fyrr- mhljarða veran<Jlnémst)6H. háha á rekstri hans í ár. Þar að auki er hæpið að álykta sem svo að börnin myndu iæra eitthvað sem máh skiptir. Það er jú erfitt að læra í skóla, eins og árangur á grunnskólaprófum og reynsla margra foreldra ber vitni um. Enda er vhutuskipan í grunn- skólum að mörgu leyti úrelt. Skipt er urn viðfangsefni á fjörú- tlu mínútna frestl og reynt að miðla nokkurn veginn sömu verkefnum th hóps með afar mis- munandi áhugamál og hæfheika. Einbeitingin verður líka erfiðari hjá börnum eftir þvi sem sólin hækkar á lofti. Þau læra mikið hvert af öðru utandyra og læra líka af mörgu sem þau mæta í umhverfi sínu. Þaö ríkir oftrú á skólanámi Ailt of fáir hafa i huga hve mikh sóun á tíma og kröftum nemenda og kennara fer fram í hefðbundnu skólahaldi." pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.