Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995
5
Alsírskur rafeindaverkfræðlngur sem vinnur á pitsustað 1 Reykjavík:
Fréttir
Handreiknar f lóknustu
formúlur á mettíma
- ekki á færi neins á íslandi eða víðar, segir reiknifræðingur í Háskólanum
Sven Þ. Sigurðsson, dósent og reiknifræðingur við Háskólann, og Kamel
Foughali komu saman á ritstjórn DV þar sem Sven var fullvissaður um
einstaka getu Kamels á sviði stærðfræðinnar. DV-mynd JAK
„Ég get ekki séð að hér sé fölsun
af neinu tagi á ferðinni. Með sinni
aðferð litur hann á tölur með allt
öðriim hætti en gerist og gengur inn-
an stærðfræðinnar. Ég er þess full-
viss að enginn á íslandi eða víðar býr
yfir kunnáttu sem þessari. Mér
finnst þetta mjög merkilegt," sagöi
Sven Þ. Sigurðsson, dósent og reikni-
fræðingur viö Háskóla íslands, við
DV um Kamel Foughah, 31 árs raf-
eindaverkfræðing frá Alsír, sem hef-
ur verið búsettur á íslandi síðan í
nóvember og starfar nú á pitsustað
í Reykjavík, Devito’s Pizza. DV kom
á fundi með Kamel og Sven þar sem
sá fyrrnefndi sagðist búa yfir ein-
stakri kunnáttu í stærðfræöi. í ljós
kom að Kamel hafði rétt fyrir sér,
Sven staöfesti það eftir að hafa séð
Kamel reikna út í höndunum á met-
tíma lógaritma, kósínus, sínus,
þriðju rót og margt fleira af handa-
hófsvöldum tölum sem Sven skrifaði
á blað fyrir hann. Sérfræðisvið Svens
er töluleg greining og það er einmitt
það sem Kamel hefur kynnt sér í frí-
stundum sínum.
Sven sagði að hér áður fyrr, áður
en. reiknivélar komu til sögunnar
sem auðvelduðu mönnum útreikn-
inga á flóknustu reikniformúlum,
heföu menn þurft að reikna í hönd-
um á töluvert lengri tíma en Kamel
getur. En Kamel beitti allt öðrum
aðferðum. Með sumar tölur var Ka-
mel innan við mínútu að fmna rétta
svarið. Sagðist þó ekki vera í sínu
besta formi, var þreyttur eftir erfiða
vakt á pitsustaðnum.
Vissi í upphafi ekki
hvað lógaritmi var
Kamel sagðist hafa fengiö áhuga á
stærðfræði 14 ára og vildi komast að
niöurstöðu í fleiru en honum var
kennt í skóla. Á þessum tíma vissi
Kamel t.d. ekki hvað lógaritmi var!
Hann horfði á reiknivélina sína og
fann fljótlega út ákveðið mynstur
sem kom fram í niðurstöðum reikni-
vélarinnar. Hann þróaði sinar eigin
aðferðir til að reikna án þess að nota
vélina. Hann segist geta, meö góðum
undirbúningi, slegið heimsmet til
skráningar í heimsmetabók Guin-
ness í útreikningi sem þessum.
Kamel útskrifaðist sem rafeinda-
verkfræðingur frá háskólanum í Al-
geirsborg árið 1989. Þar gerði hann
sér lítiö fyrir og tók fornfræga form-
úlu eftir þekktan franskan stærð-
fræðing, Fermat, sem nýlega hefur
verið sönnuð, og bjó til almenna stað-
hæfingu út frá henni sem bíður þess
að verða sönnuð. Kamel sýndi Sven
þessa staðhæfingu sem fannst mikið
tii koma og ætlaði að kanna hana
nánar ásamt kollegum sínum í Há-
skólanum. Sven og Kamel ætla að
koma saman sem fyrst í Háskólanum
og fara nánar yfir stærðfræðikunn-
áttu þess síðarnefnda.
Kamel sagðist aö sjálfsögðu ekki
ætla að vinna á pitsustaðnum til
langframa, hans æðsti draumur væri
að komast í starf á íslandi sem hent-
aði menntun hans og stærðfræði-
þekkingu.
Kynntist íslenskri stúlku
á diskóteki á Spáni
Eftir að Kamel lauk háskólanámi
var hann atvinnulaus í 3 ár þar til
hann var kvaddur í alsírska herinn.
Þar var hann í 18 mánuði eða þar til
um áramótin 1993 og 1994. Þá fór
hann til Spánar og fékk starf sem
barþjónn á diskóteki. Síöasta haust
kynntist Kamel íslenskri stúlku sem
var gestur á diskótekinu og skömmu
síðar fluttist hann með henni til ís-
lands. Fljótlega eftir komuna hingað
fóru þau vestur til Súðavíkur í at-
vinnuleit og voru þar þegar snjóflóð-
ið féll 16. janúar sl. Þau sakaði ekki
en fluttu aftur suður til Reykjavíkur
fyrir ijórum mánuðum.
-bjb
fyrir fjölskylduna