Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 15. JÚLl 1995
15
íslendingar eru gjarnan fljótir að
tileinka sér alls konar tækninýj-
ungar. Flest er nú gert í tölvum,
hvort sem það er á vinnustaðnum
eða heima. Það er varla það bam
sem ekki hefur aðgang að slíku
apparati og ungviðið er yfirleitt
komið langt fram úr eldri kynslóð-
um. Þetta endar auðvitað með því
að menn þurfa ekki að fara í vinn-
una en ganga þess í stað frá verkum
sínum heima. Þá hverfa menn í
raun aftur til fortíðarinnar þegar
vinna fór fram á heimilunum.
Þeir forframaðri þeysa um víðar
lendur Internetsins, skrifast á og
skoða endalausar upplýsingar. Þar
þekkjast engin landamæri og sam-
skipti milli landa eru miklu ódýr-
ari en áður hefur þekkst. Bráðum
fáum við beina línu í bíóin og þurf-
um ekki að ómaka okkur við að
skreppa í bíó.
Með farsímann
á eyranu
Fáir nota síma meira en íslend-
ingar. Þeir bíta á jaxhnn og hringja
út og suður þótt erfitt sé að leita í
nýju tvöfóldu símaskránni. Símar
eru fjölmargir á heimilunum, jafnt
í barnaherbergjum sem annars
staðar og helst þarf síminn að vera
þráðlaus svo hægt sé að spranga
með hann um slotið. Farsímanum
tók landinn fagnandi og hringdi
hvað ákafast úr bílum um allar
koppagrundir. Segja má, sem
dæmi, að farsíminn sé gróinn við
frægasta sjónvarpsfréttamann
landsins, Ómar Ragnarsson. Hann
er eins konar framlenging líkam-
ans.
Annað símafyrirbrigði ýtir þó
verulega á gamla farsímann. Það
eru GSM-símar, smásímar sem
fram skrítnar uppákomur. Þannig
var nýlega um miðjan dag í vinn-
unni. Þá þurfti ég að pissa, sem
raunar er ekki í frásögur færandi.
Nema hvað. Ég hneppti frá minni
buxnaklauf og var svo sem ekki
með hugann við neitt sérstakt.
Svona rétt eins og þegar maöur
pissar hvunndags. Hringir þá ekki
bölvaður þráðlausi síminn í
brjóstvasanum. Hvað var nú til
bragðs að taka? Símhringing er
mjög pirrandi fyrirbrigði og manni
flnnst maður verða að svara. Þetta
gat verið eitthvað mjög mikilvægt.
Var á það hættandi að láta símann
hringja út? Hvað ef Hekla væri far-
in að gjósa? Var ríkisstjórnin farin
frá eða miðbærinn að brenna? Þaö
er á mína ábyrgð að koma mönnum
á vettvang og segja frá. Það væri
saga til næsta bæjar ef blaöið mitt
sæti eftir bara af því að fréttastjór-
inn var að pissa.
Skyldan kallar
Á hinn bóginn hugsaði ég, meðan
síminn ólmaðist í brjóstvasanum,
að einhvers staðar væru mörkin.
Það eru takmörk fyrir öllu, hka því
að svara í síma. Er hvergi griða-
staður? Það er viðurkennt að
fréttastjórar þurfa að pissa eins og
aðrir menn þótt það sé ekki beinlín-
is tekið fram í kjarasamningum.
Nú er of langt gengið, hugsaði ég
með mér. Ég læt djöful hringja út.
Síminn hélt áfram aö hringja og
ég var kominn á fremsta hlunn með
að svara. Þá kom það í hug mér að
varla gæti ég farið að tala í símann
inni á saleminu. Pisseríin eru hhð
við hlið og það hti út eins og við-
komandi starfskraftur væri geng-
inn af göfhmum þar sem hann tal-
aði við sjálfan sig á klósettinu. Allt
mælti gegn því að ég svaraði.
Tólið ræður ferðinni
hægt er að hafa í vasa, í bílnum,
heima eða hvar sem er. Þessi app-
aröt ná mihi landa, ef því er að
skipta, og sem dæmi um vinsældir
þeirra má nefna að GSM-símar eru
nú vinsælastir meðal þijóta sem
stela öhu steini léttara til þess að
fármagna fíkniefnakaup. Þar hefur
farsíminn tekið við af tölvunni.
Þessum tækjum er sem sagt auð-
velt að koma í verð.
Það þykir enn nokkuð fínt að
sjást tala í síma í bh og sérstaklega
er þetta áberandi hjá jeppaeigend-
um. Það er varla að maður sjái
mann í jeppa á rauðu ljósi öðruvísi
en talandi í síma. Það er naumast
að mönnunum liggur mikið á
hjarta. Þeir virðast ekki geta beðið
eftir því að komast á áfangastað.
Sumir brosa þó að þessari sýndar-
mennsku og hætt er við að þetta
þyki ekki eins eftirsóknarvert eftir
því sem símum fjölgar í bílum. Það
hiýtur til dæmis að vera áfah fyrir
manninn í dýra jeppanum að rek-
ast á annan á götuhorni, talandi í
síma í smápútu. Þá fer nú mesti
glansinn af.
Titrandi boð
Enn eitt tóhð er að verða ómiss-
andi. Það er símboði. Þeir sem eitt-
hvað mega sín eru með símboða í
beltisstað. Það þykir enn nokkur
sjarmi yfir þvi að fá píp th sín ef
menn eru staddir á fundi. Pípi boði
á fundi grípa margir um sig miðja
til þess að slökkva á boðanum. Þeir
sem ekki grípa um kviðinn telja sig
útundan og annars flokks. Hægt er
að fá píparana meö titrara. Titring-
urinn er htið notaður enda vita
aðrir þá ekki af mikilvægi þess er
boðann ber.
Þeir sem lengst eru komnir í fjar-
skiptunum eru með hefðbundinn
síma, farsíma með gamla laginu,
GSM-síma, símboða og símsvara.
Ef svo ólíklega vill th að ekki næst
í þá í síma eða boða þá er alltaf
hægt að skhja eftir boð á símsvar-
anum. Símafíklarnir hringja svo
reglulega í símsvarann sinn til þess
að gá að boðum á honum. Það skal
svo ósagt látið hvort þeir hringja
til baka. Eflaust fer það eftir erind-
inu.
Hvergi óhultir
Á öllu þessu græðir Póstur og
sími. Það risafyrirtæki fitnar sem
aldrei fyrr. Það getur því leyft sér
að gefa út símaskrá í tveimur bók-
um. Ekki er vitað th þess að neinn
hafí beðið um tvöfaida símaskrá
og ekki verður það séð að þetta
dvergríki okkar kahi á þvhíka
framleiðslu. En með tvöfaldri skrá
nást meiri peningar af kúnnum
símafélagsins og símaforstjóramir
geta státað af tvöfaldri bók eins og
aðrir símaforstjórar á alþjóðlegum
símaráðstefnum.
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
Símavæðingin er góð svo langt
sem hún nær. Það hlýtur þó að
vera skelfhegt fyrir þá sem lengst
eru komnir í væðingunni að vera
hvergi óhultir. Það er varla að þeir
taki af sér boðann meðan þeir sofa
og trúlega er hann á brúninni rétt
á meðan þeir baða sig. Bara að þeir
grípi ekki í sturtuhausinn og tah í
hann í ógáti.
Maður með loftnet
Pisthskrifari notar símann mikið
og skal það viðurkennt. Hann er
nauðsynlegt vinnutæki og raunar
algerlega ómissandi. Ég hef þó ekki
ánetjast símanum eins og sumir
gera. Þeir geta varla sest niður án
þess að hringja, bara hringingar-
innar vegna. Ég er til dæmis ekki
með síma í bhnum og ekki þráð-
lausan síma heima. Þá hef ég reynt
að þrauka án símboða. í vinnunni
er ég hins vegar gjarnan með þráð-
lausa símann í brjóstvasanum. Því
er ekki að neita að bungan á
bijóstvasanum og loftnetið upp úr
sýna mikhvægi starfsmannsins.
Þar gengur um sali maður sem
mikið á undir sér.
Óheppileg
símhringing
Það að vera með símann í vasan-
um er þæghegt. En þaö getur kahað
Þessar hugsanir flugu hratt gegn-
um huga mér enda er maður ekki
svo lengi að pissa við normal að-
stæður. Niöurstaöan varð samt sú
að ég fann mig knúinn til þess að
svara í símann rétt á meðan á þess-
ari stuttu athöfn stóð. Skyldan og
ábyrgðartilfmningin varð öðru yf-
irsterkari. Ég ætlaði ekki að missa
af fréttinni þótt svona stæði á. Ég
greip því símann úr brjóstvasan-
um, með annarri skiljanlega.
Punktar ekki skráðir
I símanum var ómþýð kven-
mannsrödd. Ég svaraði eins ljúf-
mannlega og mér var unnt miðað
við aðstæður. Ég þakkaði mínum
sæla að ekki var um sjónvarpssíma
að ræða. Konan sagði erindi sitt,
sem hvorki var eldgos né stór-
bruni, en ég náði ekki að skrifa hjá
mér punkta. Hendumar voru upp-
teknar. Ég gat að vísu ekki nefnt
það við viðmælanda minn. Konan
var kurteis og gerði enga athuga-
semd við það þótt hún heyrði sturt-
að niður úr klósetti rétt áður en
samtahnu lauk.
Eftir þetta atvik gæti ég mín á því
að skiija þann þráðlausa eftir þegar
mikið hggur við. Það má segja að
ég þvoi hendur mínar af honum
rétt á meðan.