Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 18. JULÍ 1995
Fréttir r»v
Hestur stökk af stað með 9 ára bam inn í 64ra hesta stóð á harðahlaupum:
Bamið féll af baki
inni í miðju stóðinu
- ömurlegt að horfa á eftir dóttur minni inn í miðjan hópinn, segir faðirinn
íris er gjarnan sögð líkjast Línu langsokk i útliti. Hún segist ekki horfa oft
á hana í sjónvarpi en finnst þó dálítið gaman að líkjast henni. „Ég er sögð
lík henni af því að ég er rauðhærð með freknur eins og Lína,“ sagði íris
í samtali við DV. DV-mynd Jón Benediktsson
Sprenging á kóramóti í Ríga í Lettlandi:
Kammerkór Langholtskirkju
rétt farinn af sprengjustað
„Við voram með 84 hesta á næsts-
íðustu dagleiðinni við Faxa fram í
Hungurfit. Ég setti níu ára dóttur
mína á hest sem hafði alltaf verið
rólegur. Þá stökk bikkjan bara með
hana inn í 64ra hesta stóð. Hrossið
varð kolvitlaust. Barnið fékk auðvit-
að hálfgert taugaáfall. Þegar hrossið
fór með hana inn í stóðið fór það allt
á fulla ferð. Það var ömurlegt og
óhuggulegt að sjá dóttur mína þama
inni í miðjum hópnum," sagði Láras
Bragason, hrossabóndi og hrepp-
stjóri í Miðhúsum við Hvolsvöll, í
samtali við DV.
Mikil mildi er að íris, dóttir Láras-
ar, sem var á ferð með fóður sínum
og 15 erlendum ferðamönnum um
helgina, stórslasaöist ekki þegar
hestur, sem hún var á, fór á stökk
og á eftir stóra stóöi sem var í rekstri
nokkur hundrað metra á undan
ferðafólkinu.
íris, sem að sögn föður hennar er
alvön hestakona þótt ung sé, sagði í
samtali við DV í gærkvöldi aö hún
heföi orðið skelfilega hrædd:
Stuttar fréttir
Nýrpokasjóður
Nýr pokasjóður undir merkjum
verslunarinnar verður stofnaður
á næstu dögum. Landvernd út-
hlutar ekki úr pokasjóði í ár og
lögfræðingur samtakanna inn-
heimtir nú ógreitt pokafé kaup-
manna. RÚV greindi frá þessu.
Nýr yfirtryggingalæknnr
Heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra hefur skipaö Sigurð
Thorlacius lækni í stööu yfir-
tryggingalæknis hjá Trygginga-
stofnun ríkisins. Alls sóttu 12
læknar um stöðuna.
Willy Ciaes kemur ekki
Opinberri heimsókn Willy Cla-
es, aðalframkvæmdastjóra
NATO, til íslands, sem fyrirhug-
uð var í vikunni, hefur veriö af-
Iýst vegna ástandsins í Bosníu.
Fyrrislættilokið
Fyrri slætti hjá mörgum bænd-
um á Suöurlandi er að veröa lok-
iö. Skv. Tímanum er heyfengur
heldur minni en í fyrra.
Bryndis styðtar Margrét!
Bryndís Hlöðversdóttir, sem
orðuð hefur verið viö varafor-
mennsku í Alþýðubandalaginu,
gefur ekki kost á sér. Skv. RÚV
styöur hún Margréti Frímanns-
dóttur til formanns.
„Ég fór með útlendingunum að
kofa þarna. Hestareksturinn var á
undan okkur og hesturinn minn var
á tölti. Síðan stökk hann skyndilega
af stað í áttina að stóðinu. Hann jók
hraðann meira og meira. Mér leið
hrikalega. Ég var viss um að ég
myndi detta af baki. Ég var farin úr
báðum ístöðunum og hnakkurinn
orðinn laus. Ég var allan tímann að
reyna að halda mér á baki á meðan
hesturinn stökk með mig áfram.
Þegar hesturinn náði stóðinu og fór
með mig inn í það varð ég mjög
hrædd. Það voru svo margir hestar
þama. Um leið og hesturinn minn
náði stóðinu fóru allir hinir hestarn-
ir á stökk líka. Ég var ein á hesti inni
í miðjum hópnum, fimmtíu eða sex-
tíu hestum. Hann hélt áfram með
mig en svo datt ég af baki. Ég lenti
rétt hjá stórum steini en slapp þó við
hann. Ég reyndi aö skríða í burtu og
var hrædd um að hestarnir, sem
komu á eftir, færa yfir mig en þeir
fóru framhjá mér,“ sagði íris.
„Stóðiö klofnaði einhvern veginn
„Það er engin ástæða til að ætla ann-
að en að Bandaríkjamenn hafi staöið
við vamarsamninginn. Samkvæmt
honum verða engin vopn flutt til
landsins án samþykkis íslenskra
stjórnvalda, þar með talin kjarna-
vopn. Rannsóknir sem ég gerði fyrir
nokkram árum fyrir Öryggismála-
nefnd renna stoðum undir þetta,“
segir Albert Jónsson, deildarstjóri
alþjóðadeildar forsætisráðuneytis-
ins.
Upplýsingar um að Bandaríkja-
menn hafi geymt kjarnavopn á
Grænlandi hafa vakiö upp spuming-
ar um hvort slíkt hið sama hafi átt
við-«um ísland. Til þessa hefur hins
vegar ekkert komið fram sem bendir
til að kjarnorkuvopn hafi verið
geymd á íslandi.
Miklar umræður urðu hér á landi
þar sem íris fór af baki. Þegar ég kom
aö henni var hún öll blóðug í framan
og í algjöru sjokki,“ sagði Láras.
Eftir að Lárus kom að stúlkunni
tók hluti af hrossunum á rás inn á
Sultarfitjar og hljóp síðan alla leið
upp á Tindafjallajökul. Þegar Láras
fór síðar á eftir stóðinu var hestur
hans orðinn uppgefmn. Lárus skildi
hann þá eftir og gekk alla leið upp á
Tindaíjallajökul í 1.000 metra hæð.
„Ég sá þá að ég gat ekki komið
þeim einn niður og fór til baka eftir
aöstoð. Það er lyginni líkast að hross-
unum skyldi detta í hug að fara
þetta."
Lárasi og fleirum hefiu- nú tekist
að finna og ná í öll hrossin sem
struku úr rekstrinum um helgina.
íris, sem er að ná sér af meiðslunum,
var komin aftur á hestbak í gær. Hún
sagðist alveg hlessa á uppátæki
hestsins, sem hún var á, því hann
hafi verið tahnn rólegur og jafnvel
latur til þessa.
-Ótt
um þessi mál á síðasta áratug í kjöl-
far þess að bandarískur sérfræðing-
ur, að nafni William Arkin, afhenti
íslenskum ráðamönnum afrit af
bandarískum skjölum sem sýndu að
heimild hefði verið veitt fyrir flutn-
ingi á 48 kjarnorkudjúpsprengjum til
íslands kæmi til ófriðar. Heimildin
átti við um fjárlagaáriö 1975 og að
mati Arkins sýndu gögnin að Banda-
ríkjamenn þyrftu ekki að leita sam-
þykkis íslenskra stjómvalda fyrir
framkvæmd heimildarinnar.
Að sögn Alberts hefur ekkert kom-
ið fram í umræðunni eöa í opinber-
um skjölum sem bendir til þess að
Bandaríkjamenn hafi brotið vamar-
samninginn. Sjálfur geröi Albert ít-
arlega rannsókn á þessu og gerði
grein fyrir niðurstöðunum í bókinni
Island, Atlantshafsbandalagið og
Keflavíkurstöðin sem Öryggismála-
nefnd gaf út árið 1989. Þá starfaði
Albert sem framkvæmdastjóri
nefndarinnar.
í bók Alberts kemur meðal annars
fram að sú fullyrðing Williams Ark-
ins að kjamorkuvopn yrðu flutt til
íslands án heimildar stjórnvalda hafi
verið dregin til baka af Arkin sjálf-
um. Síöar hafi hann jafnframt viður-
kennt að bandarísk stjómvöld gerðu
ráð fyrir í áætlunum sínum að kjarn-
orkuvopn yrðu ekki flutt til landsins
án leyfis. Þá hafi Arkin einnig dregið
til baka fullyrðingar frá árinu 1980
um að kjamavopn væru á íslandi.
-kaa
„Þetta var rosalegur dúndurhvell-
ur og hefði ’getað farið enn verr,“
sagði Jón Stefánsson, stjórnandi
Kammerkórs Langholtskirkju, í
samtali við DV en kórinn tók þátt í
alþjóðlegu kóramóti í Ríga í Lettlandi
um helgina. Skömmu fyrir lokatón-
leikana á laugardag, rétt eftir að kór-
inn var búinn á æfingu, sprakk
sprengja í öðrum stigagangi upp á
sviðið sem kóramótiö fór fram á. Að
sögn Jóns slösuðust fjórir Lettar þeg-
ar þeir fengu glerbrotahríð yfir sig.
Þrátt fyrir sprenginguna fóru loka-
tónleikarnir fram eins og ekkert
hefði ískorist. Sex þúsund kórfélagar
frá Norðurlöndum og Eystrasalts-
ríkjunum tóku þátt í mótinu.
Kóramótið fór fram á stóru útileik-
sviði. Tveir stigagangar á fjórum
hæðum eru upp á leiksviöið og
sprakk sprengjan í öðram þeirra.
Félagar í Kammerkórnum voru rétt
búnir að fara niður um þennan stiga-
gang og komnir út í skúr við bíla-
stæði til að skipta um fót þegar dundi
við mikill hvellur.
„Við vorum komin svona tvo kíló-
metra í burtu. Ég hélt að hvellurinn
hefði verið frá tívohbombum og hluti
af hátíðinni og sagði í gríni: „Jæja,
krakkar. Við þurfum ekkert að fara
á tónleikana, það er búið að sprengja
sviðið í loft upp,“ sagði Jón.
Lettnesk stjórrtvöld hafa ekki gefið
skýringu á sprengingunni en tahð
að rússneski minnihlutinn hafi verið
þarna á ferðinni. -bj b
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já 0l!
r ð d d
“Ai 904-1600
A að leyfa heræfingar
á íslandi?
AlHr I ittlrtw fctrWmt «t« nHt rtr klH Wwirtii,
Ekkert bendir til aö kjamavopn hafi verið geymd á íslandi:
Rannsóknir
mínar
renna stoðum
undirþetta
- segir Albert Jónsson sem skrifaöi skýrslu um málið 1989