Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
Meiming
SýnivtgíHeklii"
miðstöðinni
Heklumiðstöðin 1 Brúarlandi í
Landsveit tók nýlega til starfa en
þar verða í boði sýningar á fjöl-
breyttu efni sem tengist eldfjall-
inu Heklu. Um síðustu helgi var
opnuð málverkasýning á broti af
þvi besta frá Svcrri Haraldssyni,
bónda og listmálara í Selssundi á
Rangárvöllum. Á sýningunni eru
sex málverk, unnin í olíu á striga
hin síðari ár.
TU glöggvunar skal þess getið
að Heklumiðstöðin er við Lánd-
veg, á leiðinni í Galtalækjarskóg,
u.þ.b 20 kílómetra frá Landvega-
mótum við þjóðveg númer eítt.
Marta María
og Sigrún í
Humarhúsinu
Á veitingastaðnum Humarhús-
inu viö Lækjargötu stendur yfir
listkynning á verkum Mörtu
Maríu Hálfdánardóttur glerlista-
konu og Sigrúnar Gunnarsdóttur
leirlistakonu. Kynningin, sem
jafnframt er sölusýning, stendur
yfir fram á haust.
Marta María hefur starfað að
glerlist til rnargra ára í vinnu-
stofu sinni við Markarflöt í
Garðabæ. Sigrún hefur rekið
ART-HÖN að Stangarhyl í
Reykjavík ásamt fiórum öðrum
listakonum. Báðar hafa þær tekið
þátt í sýningum hér heima og
erlendis. .
Leirlistaverk eftir Sigrúnu.
Hvaðdreymdi
þig, Valentína?
Leikfélag Reykjavikur hefur
hafið æflngar á leikritinu Hvaö
dreymdi þig, Valentína? eftir
Ljúdmílu Razumovkaja en leikrit
hennar, Kæra Jelena, var sýnt x
Þjóðleikhúsinu viö miklar vin-
sældir fyrir nokkrum árum.
Frumsýning er áætluð í septemb-
er á Litla sviöi Borgarleikhúss-
ins.
Leikritið segir frá þremur
mæögum sem búa saman við
mikil þrengsli i Leníngrad í
kringum 1980. Það gerist á sautj-
án ára afmælisdegi Ljúbu. Móðir
hennar, Valentína, og amma,
Nína, eru í miðjum klíðum aö
undirbúa afmælisveisluna þegar
óvænt uppákoma setur strik í
reikninginn.
íslenska þýðingu gerði Ámi
Bergmann og leikkonurnar þrjár
sem fara með hlutverkin eru þær
Guðrún Ásmundsdóttír, Sigrún
Edda Bjömsdóttir og Ása Amar-
dóttir. Leikstjóri er Hlín Agnars-
dóttir, leikmynd gerir Steinþór
Sigurðsson og lýsingu annast Elf-
arBjamason.
þig, Valenl-
ina? í Borgarfeikhúslnu.
Fyrstabók
Steinssonar
Bókaútgáfan
Tunga hefur |
sent frá sér
bókina Undir
heggnum eftir
Ingólf Steins-
son, kennara og
íónlistarmann.
Þetta er fyrsta L
bók Ingólfs en auk kennslustarfa
hefur hann samið lög og texta um
árabii, m.a. með hljómsveitimú
Þokkabót.
Undir heggnum er þroskasaga
blómabarns sem elst upp austur
á landi upp úr miðri öldinni. Á
bókarkápu segir m.a,: „Hún lýsir
af næmni og einlægni hvernig
drenguriim upplifir veröld eftir-
stríðsáranna og tekst á viö hinar
stóru spurningar lífs og dauða
meðan heimur bernsku hans er
smátt og smátt að liðast í sund-
ur.“ Bókin er 246 bls. i kiljubroti
og fer í sölu í öllum helstu bóka-
búðum landsins.
mannsíbúð
Jónsforseta
ráðstafað
Sérstök úthlutunamefnd hefur
ráðstafað fræöimannsíbúð Húss
Jóns Sigurðssonar forseta í
Kaupmannahöfn frá september
1995 til loka ágúst 1996. Alls bár-
ust 36 umsóknír ogfengu 6 fræði-
menn afnot af ibúöinni. í úthlut-
unarnefnd sitja Ólafur G. Einars-
son, forseti Alþingis, Ólafur Eg-
ilsson sendiherra og dr. Jakob
Yngvason prófessor.
Dr. Már Jónsson sagnfræðing-
ur ætlar að kanna gögn um Árna
Magnússon prófessor og hand-
ritasafnara frá september til nóv-
ember á þessu ári. Hrafnhildur
Schram listfræðingur verður í
íbúðinni til ái-sloka við rannsókn-
ir á skandinavískum áhrifum á
fyrstu kynslóö íslenskra lista-
manna. Páll Bjarnason arkitekt
dvelst í janúarmánuði 1996 við
rannsóknir á þróun islenskrar
byggingarlistar. Sigfús Haukur
Andrésson sagnfræðingur tekur
við íbúðinni í febrúar og hyggst
rannsaka frekar verslunarsögu
íslands 1808-1855 fram í apríl. Þá
kemur Hjördis Hákonardóttir
lögfræðingur og dvelst í maí og
júní við samanburðarrannsóknir
á ritstil og orðafari danskra og
íslenskra lögfræðinga. Loks hef-
ur Jón G. Friöjónsson málfræð-
ingur fengið íbúðina í júlí og ág-
ústánæsta ári til að afla heimilda
í orðasöfnum Árnastofnunar urn
íslensk orðatiltæki úr biblíumáli.
MargrétJóns-
dóttirsýnirá
Akranesi
Um helgina
opnaði Margrét
Jónsdóttir sýn-
ingu á leirstytt-
uni og vösum í
Listahorni
Upplýsínga-
miðstöðvarinn-
ar á Akranesi.
Sýningin stendur yfir til 14. ág-
úst. Þetta er fimmta einkasýning
Margrétar en hún hefur tekið
þátt i nokkrum samsýningum á
Akranesi og viðar.
Margrét er fædd á Siglufirði en
uppalin í Fljótum og á Akranesi.
Húix hefur búiö á Akranesi síðan
1955. Margrét sótti námskeið í
leirmunagerö hjá Steinumú Mar-
teinsdóttur á Hulduhólum, auk
þess naut hún tilsagnar hjá Anne
Kamp leirlistakonu.
-bjb
Ljós úr norðri, sýning á norrænni aldamótalist:
Málverk metin á
hundruð milljóna
- sýnd 1 Listasafni íslands 11. ágúst til 24. september
Erik Vaarzon Morel.
Kristinn Árnason.
Örn Viðar Erlendsson.
Gítarhátíðin á Akur-
eyri hefst á morgun
Væntanleg eru til landsins málverk
eftir norræna snillinga sem voru
uppi í kringum síðustu aldamót.
Ljóst er að málverkin eru einhver
þau dýrmætustu sem sett hafa verið
upp á sýningu hérlendis, metin aUs
upp á hundruð milljóna króna. Sýn-
ingin verður sett upp í Listasafni ís-
lands og stendur yfir 11. ágúst til 24.
september og ^efnist Ljós úr norðri
- norræn aldamótalist. Sýningin
kemur frá Barcelona á Spáni og var
stærsti menningarviðburðurinn á
viðamikilli norrænni hátíð þar í vor.
Frá íslandi fer sýningin til Svíþjóöar
og víðar um Norðurlöndin.
Að sögn Rakelar Pétursdóttur hjá
Listasafni íslands er þetta í fyrsta
sinn sem jafn umfangsmikil sam-
norræn sýning á verkum aldamóta-
listamanna kemur hingað til lands.
„Hér gefst almenningi einstakt
tækifæri tíl að sjá verk þessara stór-
kostlegu málara því lítið er til af
málverkum frá hinum Norðurlanda-
þjóðunum á söfnum hér á landi,“
sagði Rakel.
Málverkin voru valin af safnstjór-
um allra þjóðlistasafnanna fimm í
samvinnu við safnstjóra þjóðlista-
safnsins Reina Sofia í Madrid.
Margir þekktir meistarar
Á sýningunni verða um 80 málverk
frá tímabilinu 1890-1910. Þar á meðal
eru mörg lykilverk eftir Edvard
Munch, Vilhelm Hammershoj, Peder
Severin Kroyer, Axel Gallén-Kallela,
Einhver dýrmætasta máiverkasýning sem haldin hefur verið á Islandi verð-
ur sett upp í Listasafni íslands í ágúst. Sýningin nefnist Ljós úr norðri.
Helenu Scherfbeck, Hugo Simberg,
Harald Scholberg, Cristian Krogh,
August Strindberg, Bruno Liljefors,
Anders Zorn, Þórarinn B. Þorláksson
og Ásgrím Jónsson.
í tengslum við sýninguna mun dr.
Kasper Monrad, safnvörður við Rík-
islistasafnið í Kaupmannahöfn,
halda fyrirlestur í Listasafni íslands
laugardaginn 12. ágúst. Fyrirlestur-
inn ber yfirskriftina Lyset fra Nord-
en, Nordiske malere omkring ár-
hundredskiftet.
Sýningin verður opnuð fyrir boðs-
gesti af forseta íslands, frú Vigdísi
Finnbogadóttur, að kvöldi fimmtu-
dagsins 10. ágúst að viðstöddum
fjölda erlendra gesta en Vigdís opn-
aði einmitt sýninguna í Barcelona í
vor. Ljós úr norðri fékk metaðsókn
og frábæra dóma, bæöi í Barcelona
og Madrid.
-bjb
Mikið verður um dýrðir á Akur-
eyri næstu daga. Þar verður sett í
Akureyrarkirkju annað kvöld Gítar-
hátíðin á Akureyri 1995. Þetta er í
íjórða sinn sem hátíðin er haldin og
stendur hún yfir fram á sunnudag.
Tónlistarskólinn á Akureyri stendur
fyrir hátíðinni að frumkvæði Arnar
Viöars Erlendssonar, forstöðumanns
gítardeildar skólans, sem jafnframt
er framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
Stærsti viðburðurinn á hátíðinni eru
tónleikar hins heimsþekkta gítar-
leikara Timo Korhunen frá Finn-
landi. Hátíðin verður einmitt sett
með tónleikum Timos.
Timo er talinn einn bestí gítarleik-
arinn af yngri kynslóðinni í dag.
Hann hefur hiotið fjölda viðurkenn-
inga og geisladiskar hans hafa vakið
heimsathygli. Líkt og áður verða
haldin gítamámskeið í tengslum við
hátíðina og mun Timo verða aðal-
leiðbeinandi fyrir lengra komna gít-
Sverrir Guöjónsson og Einar Krist-
ján Einarsson.
arnemendur og einleikara.
Annar þekktur gestur á hátíðinni
verður hollenski sígauninn Erik Va-
arzon Morel sem heldur tónleika í
Deiglunni nk. sunnudagskvöld
ásamt því aö taka við nemendum í
einkatíma á meðan á hátíðinni stend-
ur.
Af fleiri tónleikum á hátíðinni er
að segja að nk. fimmtudagskvöld
leikur Einar Kristján Einarsson gít-
arleikari nokkur verk ásamt Sverri
Guðjónssyni kontratenór. Meðal
verka er frumflutningur eftir
Hróðmar Inga Sigurbjörnsson við
ljóö ísaks Harðarsonar. Þá mun
Kristinn Ámason koma fram á ein-
leikstónleikum í Akureyrarkirkju á
fóstudagskvöld. Kristinn, sem m.a.
lék með stórsveitinni Júpiters, mun
flytja spænska gítartónlist og Chac-
ona eftir Johann Sebastian Bach.
Á laugardagskvöldið munu efnileg-
ustu gítamemendur Tónlistarskól-
ans standa fyrir fjölbreyttri dagskrá
í Deiglunni á Akureyri. Hátíðinni
verður síöan slitið með tónleikum
sígaunans Morels.
-bjb
Timo Korhunen.