Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖL.MIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk.
Láglaunafólkið svikið
Enn einu sinni hefur láglaunafólkiö verið svikiö af
þeim forystumönnum hagsmunaaðila vinnumarkaöarins
sem semja um kaup og kjör í landinu.
Þetta kom skýrt fram í úttekt sem birtist í DV fyrir
helgina. Þar voru gefin nokkur dæmi um hvað kjara-
samningar ársins hafa fært hinum ýmsum starfsstéttum
í þjóðfélaginu í hækkuðum launum á mánuði.
Láglaunafólk, sem tekur laun samkvæmt kjarasamn-
ingum Alþýðusambands íslands (ASÍ) og Vinnuveitenda-
sambands íslands (VSÍ), ber langminnst úr býtum. Mán-
aðarlaun þeirra hækkuðu einungis um fimm þúsund og
fjögur hundruð krónur vegna nýju kjarasamninganna.
Nokkur lítil stéttarfélög afrituðu nánast samning ASÍ
og VSÍ og búa því félagsmönnum sínum sömu kjör. Hins
vegar nýttu aðrir hópar samningsstöðu sína til hins ýt-
rasta og treystu um leið á undanlátssemi vinnuveitenda
sem ljóslega töldu sig ekki bundna af ASÍ-samkomulag-
inu. Þannig fékk yfirstýrimaður nær tíu þúsund króna
hækkun á mánuði, grunnskólakennari tæp tólf þúsund,
bifreiðarstjóri í Sleipni um þrettán þúsund og fimm
hundruð, starfsfólk íslenska álfélagsins í Straumsvík frá
tæpum ellefu þúsundum upp í um tuttugu þúsund og
flugmenn minnst tæp fimmtán þúsund og mest um þrjá-
tíu þúsund krónur í launahækkun á mánuði.
í þessum samanburði er miðað við grunntaxta samn-
inganna en öllum aukagreiðslum, hvaða nafni sem nefn-
ast, er sleppt. Ýmsir hafa vafalaust náð fram enn frekari
kjarabótum vegna samkomulags um sérmál - það er að
segja aðrir en láglaunafólkið.
Tölumar undirstrika þá dapurlegu staðreynd að ferli
kjarasamninga hefur verið nákvæmlega hið sama nú og
svo oft áður. Fyrst er samið við láglaunafólkið um litlar
launahækkanir, yfirleitt í krónutölu, með tilvísun til
þess að þjóðarbúið þoli ekki miklar almennar hækkanir.
Síðan koma hinir betur settu og knýja fram miklu meiri
launahækkanir og það oftast í prósentum þannig að þeir
sem fyrir hafa hæstu launin fá flestar krónur í sinn hlut.
Þá fer gjaman lítið fyrir áhyggjum samningamanna af
því hvað þjóðarbúið þoh.
Þessi reglubundni harmleikur kjarasamninga er
glöggt merki um að núverandi skipulag samningamála
kemur láglaunafólkinu í landinu að engum notum. Þvert
á móti virðist það í reynd gegna því hlutverki að halda
kjörum hinna lægstiaunuðu niðri miðað við aðra. Er
reyndar með ólíkingum hversu lengi sá fjölmenni hópur
launafólks hefur sætt sig við slíkt vinnulag.
Færa má sterk rök fyrir því að kjör láglaunafólksins
muni ekki batna fyrr en skipulagi vinnumarkaðarins
verði gjörbreytt og vinnustaðurinn gerður að grunnein-
ingu við gerð kjarasamninga. Þá yrði gengið frá kaupi
og kjörum allra sem starfa hjá sama fyrirtæki í einum
og sama samningnum.
Slíkar skipulagsbreytingar hafa af og til komið til
umræðu innan sem utan verkalýðsfélaganna. Fram til
þessa hefur hins vegar skort þrek og þor forystumanna
til að taka á málinu. Á meðan hefur launabilið í landinu
aukist og hinn almenni félagsmaður í stéttarfélögunum
í reynd misst allan áhuga á félagsskapnum.
Að öllu óbreyttu mun forysta samtaka launafólks og
vinnuveitenda halda áfram að semja um minnstar kjara-
bætur til þeirra sem lægst hafa launin en umbuna þeim
hópum sem neita að axla þjóðfélagslega ábyrgð og beita
hnefaréttinum til að knýja fram mun meiri hækkanir.
Elías Snæland Jónsson
Fjöldi
einstaklinga
4000
3500
3000
2500
2000
1500
1000
500
tn
FJöldi starfandi i Staksverkefnum borgarinnar ®
Skráðir atvinnulausir síöasta dag mánaöar Q
in
i
DV
„Á þessum sama tíma i fyrra náðu átaksverkefni Reykjavíkurborgar að draga úr atvinnuleysinu um 15%. Nú
er hlutur átaksverkefna óverulegur."
Atvinnuleysi í Reykjavík
30% meira en í fyira
Atvinnuleysi í Reykjavík hefur
aukist um 30% frá lokum júnímán-
aðar í ár borið saman við sama
tíma í fyrra. Samkvæmt skrá
Vinnumiðlunar Reykjavíkur voru
skráðir atvinnulausir alls 3.104
þann 30. júní sl. en voru 2.374 á
sama tíma í fyrra. Þessar stað-
reyndir virðast koma núverandi
valdhöfum í Reykjavík, R-Ustan-
um, verulega á óvart. Sá Usti lofaði
að kippa atvinnumálunum í Uðinn
á örskammri stundu. Líklega hélt
hann þó að hann þyrfti ekkert að
gera því ljós efhahagslífsins hefur
tekið að skína skærar undir ríkis-
stjóm Davíös Oddssonar. Vandinn
er sá að enn skín ljósið ekki á 570
atvinnulausa verkamenn eða aðra
atvinnulausa Reykvíkinga. Það
skín á aðgerðaleysi R-Ustans.
Skattar hækkaðir
R-Ustinn ætlaði að leysa atvinnu-
vandann með skjótvirkum hætti. í
stað þess hefur R-Ustinn aukið á
atvinnuleysið í Reykjavík. Það er
vegna þess að undir forystu R-Ust-
ans hafa skattar á fyrirtækin í
borginni verið hækkaðir ekki síður
en á borgarbúa. 550 miUjóna króna
holræsagjald var sett á fasteignir
og nýtt heilbrigðiseftirlitsaald
nemur 30 núlljónum á ári. Áfram
er sérstakur skattur á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði. Slík gjöld
gera fyrirtækin tregari til fjárfest-
inga og nýrra verkefna.
Átaksverkefnin
Við sjálfstæðismenn töldum
brýnt að horfa til tvíþættra aðgerða
gegn atvinnuástandinu. Til
skammtímaaðgerða töldust m.a.
„átaksverkefni", þar sem fjöldi
fólks fékk vinnu tengda gmnnskól-
um borgarinnar og ýmsum um-
hverfisverkefnum. Þannig hélt
Reykjavíkurborg uppi fram-
kvæmdum 1992-1994, umfram ár-
KjaUarinn
Árni Sigfússon
oddviti sjálfstæðismanna
í borgarstjórn
lega getu borgarsjóös. Markmiðið
var að mæta tímabundnum sam-
drætti í framkvæmdum fyrirtækj-
anna. Þegar fyrirtækin næðu sér
að nýju bæri borginni að draga
saman og greiða skuldirnar. Þann-
ig var taUð mögulegt að draga úr
þunga atvinnuleysisins og alvar-
legum afleiðingum þess. Þessar
aðgerðir byggðu á að atvinnuleysið
yrði ekki viðvarandi. Á árunum
1993 og 1994 veitti Reykjavíkurborg
yfir 1 milljarð króna í slík verk-
efni. Á þessum sama tíma í fyrra
náðu átaksverkefni Reykjavíkur-
borgar að draga úr atvinnuleysinu
um 15%. Nú er hlutur átaksverk-
efna óverulegur.
Lægri skatta
Til skjótvirkra aðgerða töldust
einnig hugmyndir okkar um að-
gerðir á þessu ári sem gætu hraöað
uppbyggingu fyrirtækja og hvatt
þau áfram. Þær tengdust breyttum
fimingarreglum varðandi fjárfest-
ingar fyrirtækja og lægri skatt-
heimtu á skrifstofu- og verslunar-
húsnæði. Lægri skattbyrði á fyrir-
tækin er ekki aöeins skjótvirk
lausn. Hún er forsenda þess að fyr-
irtækjunum sé skapað lífvænlegt
umhverfi til framtíðar. Slíkt um-
hverfi er forsenda fleiri vel laun-
aðra starfa. Þessu svaraði R-listinn
meö því að hækka skatta .
Undanfarin ár hafði Reykjavík-
urborg náð að draga úr atvinnu-
leysinu án meiri skattheimtu. Nú
eru lausnarorðin samdráttur í
átaksverkefnum og meiri skatt-
heimta. Þessi leiö R-listans er ekki
leiðin út úr ógöngunum. Sú leið er
vandrötuð. Hún er fólgin í hóflegri
skattlagningu og endurskoöun á
hlutverki Reykjavíkurborgar í
margvíslegum rekstrarverkefnum
sem hún hefur tekið að sér.
Árni Sigfússon
„R-listinn ætlaði að leysa atvinnuvand-
ann með skjótvirkum hætti. I stað þess
hefur R-listinn aukið á atvinnuleysið í
Reykjavík. Það er vegna þess að undir
forystu R-listans hafa skattar á fyrir-
tækin í borginni verið hækkaðir ekki
síður en á borgarbúa.“
Skoðanir aimarra
Stjórnkerfi og neysluvenjur
„Röksemdirnar, sem lengi hafa verið hafðar uppi
í íslenskri stjórnmálaumræðu, að sjálfsagt sé og rétt-
lætanlegt að önnur lögmál gildi um verslun, við-
skipti og þjónustu á íslandi en annars staðar, eru á
hröðu undanhaldi.Ýmis dæmi eru um að neyslu-
og lífshættir þorra almennings í landingu eru í raun
komnir mörgum skrefum á undan ákvörðunum
stjórnvalda. Eitt af nærtækari dæmunum um þetta
er hvemig breytingar á neyslumynstri almennings
þrýsta á um breytingar á landbúnaöarkerfmu.“
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 16. júlí.
Starfsgreinasamningar
„V.R. hefur á undanfomum áram barist fyrir því
að færa samningagerðina til starfsgreinanna og fá
samtök vinnuveitenda til að gera kjarasamninga á
starfsgrundvelli. Hefur skipulagi félagsins veriö
breytt í þeim tilgangi. Þetta samningsform myndi
leiða til þess að starfsfólkið myndi verða í meiri
snertingu við samningagerðina.Enginn vafi er á
því, að slíkt samningsform myndi auka skilnig beggja
aðila, launþega og vinnuveitenda á högum hvors
annars. Það er líklegt til að auka traust milli aðila
og stuðla að auknum vinnufriði í landinu."
M.L.S. í forystugrein 7. tbl. VR-blaðsins.
Samráð um varnarmá!
„Ég tel ekki ástæður til að hafa neinar áhyggjur
af þessari æfmgu vegna þess að okkar stefna er mjög
skýr gagnvart kjamorkuvopnum. Það er stefna ís-
lenskra stjórnvalda að þetta sé kjarnorkulaust svæði,
bæði landið, landhelgin og lofthelgin. Þetta vita aör-
ar þjóðir og Bandaríkjamenn þar á meðal....Sam-
kvæmt okkar varnarsamningum við Bandaríkja-
menn á aö hafa samráð um búnað og fjölda her-
manna og annað slíkt. Það samráð hefur verið virt.“
Siv Friðleifsdóttir í Tímanum 15. júlí.