Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 15 „Einnig verða íslenskir ökumenn að sýna þeim fjölmörgu hjólreiðamönn- um, sem hér eru á ferð, meiri tillitssemi," segir Ólafur Teitur Guðnason. Það eru ekki mörg ár síðan þeir útlendingar sem kusu aö eyða sum- arfríi sínu á íslandi þóttu með frumlegri mönnum. Þetta er nú óðum að breytast. Straumur er- lendra ferðamanna hefur aukist jafnt og þétt og nú koma vel á ann- að hundrað þúsund manns til landsins á ári hverju. HVers kyns ferðamannaþjónusta hefur stór- aukist í kíölfarið og skapað kær- komin atvinnutækifæri sem felast m.a. í gistiþjónustu, skipulagningu ferða og minjagripasölu. Ferða- mannaþjónustan er nú einn helsti vaxtarbroddur íslensks atvinnu- lífs, ekki hvað síst úti á landsbyggð- inni, og lítur út fyrir að íslensk náttúra sé að verða ein helsta auð- lind okkar. Hvernig græðum við? Erlendir ferðamenn hafa einnig orðið íslendingum til blessunar á annan hátt en þann að veita at- vinnu því sú þjónusta, sem komið hefur verið á fyrir þá, stendur aö sjálfsögðu líka okkur til boða. Þannig hafa .ferðamöguleikar ís- lendinga innannlands aukist til muna, auk þess sem hin mikla umræða um ferðaþjónustu hefur eflaust orðið til að kveikja áhuga margra á eigin landi. Ein merkasta nýjungin í ferðamannaþjónustu er net upplýsingamiðstöðva sem kom- ið hefur verið á fót. Þær eru nú 42 talsins og eru víðsvegar um land. Hlutverk þeirra er að gefa stað- bundnar upplýsingar um allt sem ferðamenn kunna að forvitnast um, auk þess sem nokkrar hinna KjáUaiinn Ólafur Teitur Guðnason starfsmaður upplýsingamið- stöðvar í Staðarskála stærri gefa upplýsingar á lands- vísu. Sveitarfélögin koma víðast hvar aö rekstrinum ásamt ferða- málaféiögum viðkomandi svæðis sem fá tii þess styrk frá Byggða- stofnun. Með tilkomu upplýs- ingamiðstöðva hefur þjónusta við ferðamenn stórbatnaö og er von- andi að uppbygging þeirra haldi markvisst áfram. Mér finnst ástæða til að hvetja íslendinga að nýta sér þessa þjónustu, annað- hvort með því að hafa samband við upplýsingamiðstöð í nágrenninu eða á áfangastað áöur en lagt er af stað í frí. Upplýsingar um ástand vega, vegalengdir, gistimöguleika, veiðileyfi, áætlunarferðir og margt fleira eru þar á reiðum höndum. Með þessu móti er tvímælalaust stuðlað að því að gera sumarfríið enn ánægjiilegra. Hvernig græðum við landið? Þótt þjónusta við ferðamenn hafi farið vaxandi er enn margt sem betur má fara. Enn er víða ábóta- vant að staðir séu skilmerkilega merktir og einnig verða íslenskir ökumenn að sýna þeim íjölmörgu hjólreiðamönnum, sem hér eru á ferð, meiri tillitssemi, ekki hvað síst á ómalbikuðum sveita- og há- lendisvegum. Umfangsmesta verk- efnið, og það sem mestu máli skipt- ir, er þó aö halda ástandi landsins jafn góðu þrátt fyrir þennan mikla gestagang. Vandamálið er nefni- lega það, líkt og fiskimiðin voru áður, að nú er landið og náttúran orðin að auðlind sem enginn á en allir vilja nýta. Afleiðingar ofnýt- ingar fiskistofna þekkja allir og klaufalegt væri að lát það sama henda íslenska náttúru. í þessu sambandi finnst mér mjög mikil- vægt að sú hugmynd að láta ferða- menn borga aðgangseyri að náttúr- undrum á hveijum stað til að standa straum af kostnaði viðhalds og framkvæmda nái ekki fram að ganga.'Ég veit af samtölum mínum við erlenda ferðamenn hér að þaö myndi skaða ímynd landsins veru- lega. Að sjálfsögðu á ferðamaður- inn að borga en það verður aö ger- ast þannig að honum finnist ekki að verið sé að plokka af honum fé hvert sem hann snýr sér. Hvort sem sérstakur skattur verður lagð- ur á alla sem koma til landsins (likt og flugvallarskattur), fyrirtæki, sem byggja á ferðaþjónustu, skatt- lögð (auðlindaskattur?) eða hvert sveitarfélag um sig látið borga, verður ferðalangurinn að geta ferð- ast um landið eins og hann lystir án þess að þurfa að láta einkennis- klædda hhðverði rífa hjá sér snepla. Þótt við reynum vissulega að hafa tekjur af ferðamönnum verður gestrisni og þjónustulund að vera það andlit sem við sýnum þeim. Nauðsynlegt er að íslending- ar haldi áfram að byggja upp þjón- ustu við ferðamenn og séu vakandi fyrir því sem betur má fara. Þannig munu þeir áfram verða okkur til blessunar. Ólafur Teitur Guðnason „Ein merkasta nýjungin í ferðamanna- þjónustu er net upplýsingamiðstöðva sem komið hefur verið á fót. Þær eru nú 42 talsins og eru víðsvegar um land.“ Félagslegt uppgjör Uppgjörsreglur félagslega hús- næðislánakerfisins eru orðnar svo flóknar að venjulegt fólk skilur þær ekki. Á uppgjörsblöðum eru ekki tæmandi lýsingar á mikilvægustu þáttum og þaö vefst fyrir mönnum að rökstyöja fjárhæðir. Ekki er heldur að finna tæmandi lýsingar á hinum metnu íbúðum og upp- reikningur fjárhæða og afskriftir illa útskýrðar. Uppgjörið býður heim tortryggni og misskilningi. Strangar og flóknar uppgjörsreglur Vaxandi efasemda gætir með fé- lagslega íbúðakerfið. Margir halda því fram að það nái ekki lengur því markmiði að lækka húsnæðiskotn- að láglaunafólks. Húsnæðiskostn- aður í kerfinu er í flestum lands- hlutum orðinn hærri en gerist á almennum fasteignamarkaði. Ein ástæða vaxandi kostnaðar er stangar reglu um uppgjör við end- urkaup sem ganga mjög á hlut selj- enda. Með árunum hafa uppgjörs: reglurnar orðið svo flóknar að venjulegt fólk áttar sig ekki lengur á þeim. Reglur inn uppgjör eiga að sjálfsögðu að vera eins einfaldar og auðið er. Engin þörf er að þær séu flóknari en gerist við sölu íbúða á almennum markaði. Nú er út- reikningurinn svo margbrotinn að nánast þarf sérþekkingu á kerfinu til að skilja hann. Þegar reglumar eru bornar saman við það sem ger- ist almennt í fasteignaviðskiptum kemur í ljós aö í uppgjörinu fer Kjállaiiim Stefán Ingólfsson verkfræðingur fram dulin eignaupptaka. Þá er ónefnt að viðmót kerfisins sjálfs gagnvart seljendum er alls ekki vinsamlegt. í félagslega húsnæðis- kerfinu er augljóslega ekki htið á uppgjörið sem viðskipti tveggja sjálfstæðra aðila. Samskipti eig- enda og kerfisins líkjast helst því sem menn þekkja úr miðstýrðum skömmtunarkerfum þegar fólk verður að sætta sig við það sem að því er rétt. Matsmenn, sem meta eignarhlut seljenda, eru til dæmis í raun starfsmenn kerfisins þó þeir séu að nafninu til dómkvaddir. Það veldur óhjákvæmhega tortryggni, ekki síst þegar uppgjörsgögn eru auk þess mjög ófullkomin. Við sölu íbúða inn í félagslega kerfið er hlutur seljenda oftast minni en þegar þeir keyptu. Fólk er eðhlega vonsvikið og leitar skýr- inga. Það vefst hins vegar fyrir mönnum að útskýra skammlaust hvað er gert og rökstyðja uppgjör- ið. Venjulegt fólk á vitaskuld að geta af uppgjörsblöðum og mats- gögnum lesið hvemig endursölu- verð eigna þeirra er reiknað, hvaöa reglur stuðst er við og hvers vegna. Við útreikning söluverðs er upp- haflegt kaupverð framreiknað, frá því dregnar afskriftir, áætlaður kostnaður við viðgerðir dreginn frá og verðmæti endurbóta, sem selj- andi hefur gert, bætt við. Að lokum eru eftirstöðvar lána dregnar frá. Hvemig þetta er reiknað á auðvitað að standa á skýran hátt á uppgjörs- blööum. Uppgjörið stenst þó ekki faglegar kröfur og framkvæmdin býður heim óánægju og misskhn- ingi. Á blöðunum er th dæmis ekki að finna tæmandi lýsingar á hinum metnu íbúðum, uppreikningur söluverðs er hla skýrður og af- skriftir án útskýringa. Mat á kostn- aði við viðgerðir og endurbætur er almennt ekki sundurhðað hvaö þá að seljendur sjái hvernig það er reiknað. Verðskrár, sem notaðar eru við matsreikninga, virðist htið á sem einkamál kerfisins þó vita- skuld eigi að nota viðurkenndar skrár. Reglur, sem matsmenn eiga að fylgja við útreikning matsíjár- hæða, eru ekki th afhendingar. Matsmönnum almennt ber að rökstyðja niðurstöður sínar sé þess krafist. Fólk í félagslega kerfinu kvartar undan því að fátt sé um svör þegar leitaö er eftir skýringum á fjárhæðum. Eigendur félagslegra íbúða eiga rétt á faglegum vinnu- brögðum við mat á eignarhlut sín- um við sölu. Annað er tímaskekkja í nútíma þjóðfélagi. Stefán Ingólfsson „Húsnæðiskostnaöur í kerfinu er í flestum landshlutum orðinn hærri en gerist á almennum fasteignamarkaði. Ein ástæða vaxandi kostnaðar er strangar reglur um uppgjör við endur- kaup sem ganga mjög á hlut seljenda.“ Meðog Kraftavericalækningar Kristin þjónusta „Krafta- verkalækn- ingar eru Gunnar Þorateinsson, Krosslnum. hluti af krist- inni þjónustu. hver einasti lifandi söfn- uður þarf að ástunda fyrir- bænir meö kraftaverka- lækningar sem markmið. Þetta er samkvæmt skýru boði drott- ins. Þetta eru lækningar sem hann iðkaði sjálfur. Postular hans iðkuðu hið sama og þáð hefur kristin kirkja gert allar götur síðan. Ég hef séð kraftaverk gerast fyrir mina þjónustu og þann tíma sem ég hef gengið með guði hef ég séð mörg kraftaverk í lífi fólks í kringum mig. En auðvitað þarf þetta aö vera í réttu samhengi þannig að tákn og undur fylgi þeim sem trúa en ekki að þeir sem trúa fylgi táknum og undrum. Kráftaverkaþjónusta er bibhu- leg í hæsta máta. Bæði Gamla testamentið og Nýja testamentið flytja okkur fjölmörg dæmi um kraftaverk, tákn og undur sem eðlhegan hluta af lífi hins trúaða manns. Þeir sém andmæla slíku eru mjög hjáróma í ljósi þeirrar gnægðar af skjalfestum krafta- verkum sem til er. Þá er ég að tala um það sem hefur gerst í samtímanum og í sögu kristinnar kirkju sem er saga kraftaverka, undra og tákna. Þær kirkjur sem hafna þessu hafa dæmt sig úr leik.“ Patentlausn eða veruleiki? Magnús Skúlason geó- lœknír. „Trúmál eru viðkvæmt umræðuefni. Trúarafstaða hvers manns er einkamál sem endur- speglar djúp- stæða innri þörf, sem ræða ber um og umgangast af hljóölátri viröingu og nær- fæmi. Það gildir hka þegar svo- kallaöir kristnir kraftaverka- læknar eru til umfjöllunar. Að- ferðir þeirra bera keim af snögg- soðinni seijun auk þess sem þær lykta af markaðshyggju sem tæp- lega er í anda kristninnar. „Maö- ur veit samt aldrei, er ekki sama hvaðan gott kemur?“ Ætið hafa memhrnir þráö „magískar" pat- entlausmr á vanda sínum, skjót- fenginn bata og létti andspænis hörmungum. Nútíminn meö allt sitt rótleysi og los er hér engin undantekning. Út á það má gera, nota sér veikleika fólks í anda „nýaldartískubylgjunnar*'. En sagði Jesús nokkum tíma: „Einn og einn ykkar mun ég gera aö töfralækni, og þið skuluö flykkj- ast til hans og borga honum vel fyrir“? Stærsta kraftaverkiö er lífið sjálft, í senn gjöf, byrði og ráð- gáta. Trú er í senn leit, von og afstaöa andspænis þeirri óvissu. Varla var það ætlun skaparans að trúin á liann yrði undanþágu- vottorö frá þjáningum. Kristin trú einkennist af viðleitni til auð- mýktar og viðurkenningar á smæð mannsins og vanmætti gagnvart því sem hann fær engu um ráðið og er honum æðra. Há- vær leikpredikari uppi á sviði kemur því máli htið við.“ -GJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.