Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Síða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
Iþróttir unglinga
GuU- og silfurmóti Breiðabliks í Kópavogi lauk á sunnudag:
Glæsilegasta mótið til þessa
- var samdóma álit þátttakenda sem voru um 1000 talsins, fleiri en í fyrra
Ellefta Gull- og silfurmót Breiðabliks
hófst 13. júlí með stórfenglegri skrúð-
göngu frá Digraneskirkju að hinu
nýja og glæsilega íþróttahúsi. Veður
var alveg frábært alla dagana og
spillti það ekki fyrir hinni glæsilegu
umgjörð. Um 700 keppendur mættu
til leiks að þessu sinni og er það fjölg-
un frá því í fyrra. í aUs er áætlað að
séu þjálfarar og aðrir aðstandendur
liðanna teknir inn í dæmið hafi verið
Umsjón
Halldór Halldórsson
um 1000 þátttakendur að þessu sinni.
AUs voru spilaðir 180 leikir á 10
keppnisvöllum.
A fóstudag var haldin kvöldvaka
sem stóð til kl. 22.00. Allir keppendur
fengu boh og húfur og frítt í sundlaug
Kópavogs, sem er stærsta sundlaug
landsins. Og að lokum var öllum
boðið í risagrillveislu á sunnudaginn
eftir verðlaunaafhendingu en um
þann þátt sá Bjarni Felixson.
Breiðablik og Týr unnu
ítveim flokkum
í 2. og 3. flokki sigraði Breiðablik. í
4. flokki (A) vann Valur. í 4. flokki (B)
sigraði Stjaman. í 5. flokki (A) sigraði
Týr, Vestmannaeyjum (á hlutkesti
gegn KR). Leiknum lauk 0-0. í 5. flokki
(B) vann Stjaman og í 6. flokki sigraði
Týr, Vestmannaeyjum.
Blómvöndur frá Dalvíkingum
Formaður knattspymudeildar Breiða-
bliks, Sveinn Ingvason, kvað þátttak-
endur hafa verið mjög ánægða með
alla framkvæmd mótsins.
„Þetta gekk eins og vel smurð vél,“
sagði Sveinn.
Til marks um það er ekki úr vegi
að minnast þess aö við verðlaunaf-
hendinguna barst Breiðabliki blóm-
vöndur frá þátttakendum Dalvíkur og
hamingjuóskir í tilefni af góðri fram-
kvæmd mótsins.
Frábær aðstaða
Aðstaðan 1 Kópavogi til mótshédds af
þessu tagi er alveg einstök og hvergi
betri á öllu landinu. Hér eru knatt-
spyrnuvellir úti um allt, nýtt og ömgg-
lega fullkomnasta íþróttahús landsins,
skóláhús á næsta leiti og örstutt í
stærstu sundlaug landsins. Breiða-
bliksfólk og aðrir Kópavogsbúar geta
svo sannarlega verið stoltir af þessum
stórglæsilegu mannvirkjum.
Háttvísiverðlaun VISA og KSl
Háttvísi- og prúðmennskuverðlaun VISA og KSÍ voru
veítt fyrír skemmtilegustu og prúðmamrlegustu fram-
komu innan vallar sem utan en þau féllu þannig: 2.
flokkur: Dalvík. 3. flokkur: Keflavík. 4. flokkur(A):
Haukar. 4. flokkur(B): 'l’indastóll. 5. flokkur(A): KA.
5. flokkur(B): BreiðablikU). 6. flokkur: Ix>r, V.,lið 1 og2.
Mikil stemning var á hinu vel heppnaða Gull- og silfurmóti Breiðabliks sem lauk síðastliðinn sunnudag. Frábært veður var alla daga mótsins. Hér sést
yfir hluta áhorfenda. Inni i myndinni eru stelpurnar i A-liði 5. flokks Aftureldingar, sem urðu í 9. sæti, sem er góður árangur. DV-myndir Hson
Hinir frábæru markverðir KR og Týs eftir úrslitaleik A-liða 5. flokks, til
vinstri er Anna Úrsula Guðmundsdóttir, KR, og Andrea Gísladóttir, Tý,
Vestmannaeyjum.
Þaö var meiri háttar stemning í
úrslitaleiknum í 5. Gokki A-liða,
milli Týs og KR, en honum lauk
með jafntefli, 0-0. í framlengingu
var ekkert mark skoraö og þurfti
því dómarinn, Sigurður Þorsteins-
son, að varpa hlutkesti og hlaut Týr
sigurinn.
I samtali við markveröi liðanna
eftir þetta allt saman voru þeir
sammála um að þaö ætti að klára
leikinn með vítakeppni en ekki
lúutkesti.
„Það ætti að banna aö varpa hlut-
kesti. Kf við fáum að reyna allt til
þess að sigra þá er þaö langréttlát-
ast," sögðu stelpurnar.
Til vinstri er hin flinka Margrét Lára Viðarsdóttir, 8 ára, fyrirliði 6. flokks
Týs, og til hægri er hin stórgóða Rakel Ásgeirsdóttir, 10 ára, fyrirliði
6. flokks Breiðabllks.
Týr, Vestmannaeyjum, varö meistarl í 6. flokki. Liðið er þannig skipað: Sæunn, Svala, Hafdís,
Guörún Lena, María, Margrét Lára, Karítas, Berglind, Arna og Anna Fríða. - Þjálfari stelpn-
anna er Ema Þorleifsdóttir.
Týr, Vestmannaeyjum, sigraði í 5. flokki eftir mjög spennandi úrslitaleik gegn góðu KR-liði.
í fremri röð eru KR-ingar og í þeirri aftari Týrarar. Það varð að varpa hlutkesti um hvort liðið
yrði meistari.