Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
25
Fréttir
Leikhús
Víðidalsá í Húnavatnssýslu:
25 punda á fluguna
Þeir veröa líka nokkuð margir
stórlaxarnir, sem veiðast á þessu
sumri, en núna eru stærstu laxarnir
25 pund, 24 pund og tveir 22 punda.
Vænir fiskar hafa sést í veiðiá eins
og Mýrarkvíslinni en þeir fást ekki
til að taka agn veiðimanna ennþá.
Rífandi veiöi hefur verið í Víðidalsá
og eru komnir um 300 laxar á land.
- stærsti lax sumarsins
í Vatnsdalsá eru komnir 110 laxar
og í Miðfjarðará eru komnir 222 lax-
ar. í Laxá á Ásum hefur veiðst vel
og eru komnir 450-460 laxar á þurrt.
„Þetta var hörkubarátta við laxinn
og æth baráttan hafl ekki staðiö yfir
í 45 mínútur," sagði Jóhann Rafns-
son, leiösögumaður við Víðidalsá, í
gærkveldi en erlendur veiöimaður
veiddi fiskinn væna sem var 25 pund.
„Fiskurinn tók svarta tommu fran-
ses og það var Harðeyrarstrengurinn
sem gaf þennan fisk. Það er hrikalega
kalt við Víðidalsá núna og hvasst en
það reytist inn af fiski,“ sagöi Jóhann
ennfremur.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stórasviðkl. 20.30.
Rokkóperan
Jesús Kristur
SUPERSTAR
eftir Tim Rice og Andrew
Loyd Webber
Miövikud. 19/7, örfá sæti laus, föstud. 21/7,
örfá sæti laus,
laugard. 22/7, flmmtud. 27/7, föstud. 28/7,
laugard. 29/7.
Miðasalan verður opin alla daga frá
kl. 15-20
og sýningardaga til kl. 20.30. Tekið
er á móti miðapöntunum i síma
568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga.
Greiöslukortaþjónusta.
Gjafakort - frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
Tilkyiuiingar
Kjartan Busk úr Hveragerði með 12 punda lax, veiddan á flugu i Rangánum, en baráttan var snörp og skemmti-
leg. Rangárnar eru komnar yfir 400 laxa. DV-mynd G. Bender
Útleiga á málmleitartækjum
Tjaldaleigan Skemmtilegt hf„ Bíldshöfða
8, hefur hafið útleigu á málmleitartækj-
um til leitar á sjó og vötnum. Ýmis sveit-
arfélög, fyrirtæki og einstaklingar hafa
notfært sér þessa þjónustu, meöal annars
hafa fundist bílar frá stríðsárunum.
Sögusagnir herma að setulið Breta hafi
misst niður tvo bíla við keyrslu á ísi lögðu
vatni í nágrenni Reykjavíkur á stríðsár-
unum. Fundist hafa tveir bílar og er nú
veriö að leita eftir fjárstuöningi við að
ná bílunum upp.
Yf ir 400 laxar úr Rangánum
„Veiöiskapurinn gengur mjög vel
hérna í Rangánum og eru komnir 400
laxar úr báðum ánum. Ytri-Rangá
hefur gefið 300 laxa og Eystri-Rangá
100,“ sagði Þröstur Elliðason í gær-
kvöldi.
„Við vorum að veiða fjögurhundr-
asta laxinn rétt áðan og þetta eru 20
laxar á land úr báðum ánum á hverj-
um degi. Rangárflúðimar gefa lang-
Veiðivon
Gunnar Bender
best þessa dagana og flugan er sterk
þar. Laxinn er farinn að dreifa sér
meira um ána en hann hefur gert.
Stærstu laxinn í Ytri-Rangá er 15
punda en einn 18 punda hefur veiðst
í Eystri-Rangá. Silungsveiðin er
sæmileg og veiðimaöur sem var uppi
við Galtalæk um daginn veiddi fjóra
á stuttum tíma. Þetta voru frá þriggja
upp í fimm punda fiskar," sagði
Þröstur í lokin.
Elliðavatn:
Fyrsti laxinn
tók f lugu
„Þetta ' var feiknalega
skemmtilegt en laxinn fékk ég
fyrir neðan Elliðavatnsbæinn í
gær á flugu sem faöir minn
hnýtti. Maður átti þetta svo
sannarlega skilið eftir frekar
rýra veiði í vatninu það sem af
er sumri,“ sagði Smári Magnús-
son í gærkveldi en hann á heið-
urinn af fyrsta laxinum í Elliða-
vatni á þessu sumri.
,-,Baráttan stóð yfir í 15-20
mínútur en ég þorði ekkert að
taka á fisknum því ég var með
mjög grannan taum. Eg sá fljót-
lega að þetta var lax,“ sagði
Smári í sjöunda himni í gær-
kveldi.
Smári Magnússon með fyrsta laxinn úr Ell-
iðavatni í gærkveidi, 4 punda fisk á flugu sem
faðir hans hnýtti. DV-mynd G.Bender
Leiðrétting-Jón
á heiðurinn!
í umsögn um rokkóperuna Su-
perstar í DV í gær kom fram sé leiði
misskilningur að orgelleikur í verk-
inu væri að hluta til gamlar upptök-
ur frá uppsetningu verksins í Aust-
urbæjarbíói 1972. Hið rétta er aö
undirleikur sinfóníuhljómsveitar er
ættaður úr verkinu frá 1972 en Jón
Ólafsson tónlistarstjóri á hins vegar
allan heiöur af glæstum leik á
Hammond-orgelið í sýningunni. Er
hann beðinn velvirðingar á þessum
mistökum.
-SÞS-
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem
hér segir:
Arnarklettur 1, Borgarnesi, þingl. eig. Ólafur Þór Jónsson, gerðarbeiðendur
Húsnæðisstofnun ríkisins, Remaco hf., Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Sýslu-
maðurinn í Borgarnesi, 20. júlí 1995 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn í Borgamesi
17. júli 1995.
Stefán Skarphéðinsson
Félag austfirskra kvenna
færði björgunarsveitum Slysavamafé-
lags íslands á Austurlandi 500 þúsund
krónur að gjöf 1. júh sl. Björgunarsveitir
félagsins eru 13 talsins á Austurlandi, frá
Djúpavogi til Bakkafjarðar. Gjöfln er
ætluð til kaupa á snjóflóðaýlum fyrir
sveitimar en slík tæki geta skipt sköpum
í snjóflóðaleit, fjallaferðum og ef fólk
grefst undir fargi.
Sportveiðiblaðið
1. tbl., 14 árg. 1995 er komið út. Meðal
efnis er viðtal við Sigga Sigurjóns, vor-
hugleiðing frá Veiðimálastofnun, fjallað
um Hítará og Hofsá, rætt við meistara
fluguveiðinnar, Kolbein Grímsson, sagt
frá dagsstund í lúxussmiðju Browning,
hreindýraveiðum og veiðiástríðu, viðtal
er við Ragnar Bjömsson og margt fleira.
Styrkir úr Menningarsjóði
vestfirskrar æsku
Eins og undanfarin ár verða styrkir veitt-
ir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku
til framhaldsnáms sem vestfirsk ung-
menni geta ekki stundað í heimabyggð
sinni. Að öðm jöfnu njóta eftirtaldir for-
gangs um styrk úr sjóðnum: 1. Ungmenni
sem misst hafa fyrirvinnu, fóður eða
móður og einstæðar mæður. 2. Konur,
meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun.
3. Ef engar umsóknir em frá Vestfjörðum
koma umsóknir vestfirskra búsettra ann-
ars staðar til álita. Félagssvæði Vestfirö-
ingafélagsins er ísafjarðarsýslur, ísa-
fjörður, Stranda- og Barðastrandarsýsl-
ur. Umsóknir skal senda fyrir lok júlí til
Menningarsjóðs vestfirskrar æsku c/o
Sigríður Valdimarsdóttir, Birkimel 8b,
107 Reykjavík, og skulu meðmæli fylgja
frá skólastjóra eða öðrum sem þekkja
viðkomandi nemanda hans, efni og að-
stæður.
Sýningar
Listasetrið Kirkjuhvoli
á Akranesi
Fjórtán hstamenn frá Akranesi em með
samsýninguna „Skagarek" í Listasetrinu
Kirkjuhvoli á Akranesi. Opiö daglega kl.
14-16.30 til 20. ágúst.
Sagegraphite II (álhulstur) kr. 16.900
Neoprenevöðlur (filtsólar) - 13.500
Stangahaldarar (sogskálar) - 4.990
jgi
Silungaflugur
Straumflugur
- 200/240
- 80/100
- 120/160
Armót sf. Flókagötu 62, s. 552 5352
Sérverslun fyrir fluguveiðimenn
AIIIXK
DV
904-1700
Verö aöeins 39,90 mín
Fótbolti
2 1 Handbolti
[3 [ Körfubolti
4 [ Enski boltinn
_5| ítalski boltinn
61 Þýski boltinn
7 [ Önnur úrslit
8 j NBA-deildin
JL| Vikutilboð
stórmarkaöanna
2 j Uppskriftir
1[ Læknavaktin
2 [ Apótek
3 1 Gengi
1 [ Dagskrá Sjónvarps
2J Dagskrá Stöðvar 2
3 [ Dagskrá rásar 1
4J Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
5 [ Myndbandagagnrýni
61 ísl. listinn
-topp 40
71- Tónlistargagnrýni
8 Nýjustu myndböndin
9 [ Gervihnattardagskrá
Smrnrriúyrnm
1 Krár
2 [ Dansstaðir
3 1 Leikhús
4j Leikhúsgagnrýni
_5j Bíó
6j Kvikmyndagagnrýni
nningsnumer
11 Lottó
2 j Víkingalottó
3 [ Getraunir
AIRIH
904-1700
Verö aöeins 39,90 mín.