Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Blaðsíða 8
22 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 Ferðir Náttúrufegurð á Nesj avallaleið - fáfarin leið í nágrenni höfuðborgarinnar Ekki hyggja allir á langferðir um verslunarmannahelgina, sumir eru að vinna og aðrir eru ekki mikið fyr- ir langar setur í bíl. Fyrir þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þannig er ástatt um, sem og alla aðra að sjálf- sögðu, er möguleiki að fara skemmti- lega leið í nágrenni þéttbýlisins á suðvesturhominu. Þetta er Nesja- vallaleiðin sem bggur frá Reykjavík austur að Nesjavöllum. Beygt er til vinstri við Geitháls, þar sem farið er upp að Hafravatni, en leiðin er ekk- ert merkt þar. Vegurinn skiptist síð- an og vegurinnn beint áfram er merktur Nesjavelhr en sá til vinstri sveigir niður að Hafravatni. Það kemur á óvart hvað þessi leiö er falleg, sérstaklega þegar komið er upp á Dyraíjöll á Hengilssvæðinu. Þar eru skemmtilegar hraunmynd- anir og tilvahð að stansa og borða nestið sitt í einhverri lautinni ef vel viðrar. Einnig er athugandi að bregöa sér í gönguferðir á þessu svæði. Litadýrðin í landslaginu er fjölbreytt og útsýnið er frábært yfir Þingvallavatn og Nesjavehi. Umferð er ekki mikil aö jafnaöi á þessari leiö, vegurinn steyptur og auðfarinn. Síðan er hægt að fara hvort heldur sem er Grafninginn vestan við Þing- vallavatn eða áfram niður hjá Ljósa- fossi. Nesjavallaleiðin er ótrúlega skemmtileg leið að aka og litbrigðin margvís- leg. Mynd Finnbogi Jónsson Vopnafjarðardagar '95 - tíu daga fjölskylduhátíð Burstafell í Vopnafirði. Bærinn verður opinn og þar verða meðal annars bakaðar lummur á hlóðum. DV-mynd Ari Hallgrímsson Tíu daga íjölskylduhátíð verður á Vopnafirði dagana 29. júh til 7. ág- úst. Laugardaginn 27. júh verður opnuð sýning á verkum Sigfúsar Hahdórssonar. Listmálarinn og tón- skáldið sýnir 25 vatnshtamyndir og leikur á píanó. Söngur og ljóðalestur verður við opnunina. Á sunnudaginn verður fjölskyldu- hátíð í fjörunum innan við kauptún- ið. Um kvöldið verða sagnameistarar í Miklagarði á ferð og segja sögur af mikihi stíilld. Frá mánudegi til fóstudags verða gönguferðir undir leiðsögn kunn- ugra, hestaleiga, ferð á söguslóðir Vopnfirðingasögu, bátsferðir um fiörðinn, sjóstangaveiði, ferðir um hákarlaslóðir og sitthvað fleira. Burstafells- bærinn opinn Hagyrðingamót verður á fimmtu- daginn, þar lofa 8 kunnir hagyrðing: ar fólki að heyra hvernig íslenskan getur hljómað í fógrum vísum. Fjöl- skylduhátíð verður á Hafnarbyggð á fóstudaginn, þar verða leiktæki, götuleikhús, grihaðstaða, andhts- málun, dansleikir og útimarkaðir. Burstafellsbærinn verður opinn og í miifiasafninu er gamh tíminn sýnd- ur á lifandi hátt, heyannir, lummu- bakstur á hlóðum og öll venjubundin störf unnin eins og gert var fyrr á öldum. Á laugardagskvöldið verður útihátíð í Syðrivík sem er landnáms- jörð. Poppmessa verður á sunnudag- inn, strandblak og opið sjóstanga- veiðimót. Hátíðinni lýkur með varð- eldi og flugeldasýningu í fiörunum innan við kauptúnið á sunnudag. Siglufirði Síldarævintýrið á Siglufirði hefur átt síauknum vinsældum að fagna undanfarin ár og er búist við miklum fiölda fólks th bæjarins um verslun- armannahelgina. Þar upplifir fólk stemningu gömlu síldaráranna og er óhætt að segja að hún hafi mikið aðdráttarafl. Þetta er fimmta áriö í röð sem Siglfirðingar bjóða gestum að endurlifa gömlu síldarárin með sér. Dagskráin verður fiölbreytt og ættu ahir, ungir sem aldnir, að finna eitthvað viö sitt hæfi. Eiginlegir mótsdagar eru frá fimmtudeginum 3. ágúst th sunnudagsins 6. ágúst. Setning mótsins verður klukkan 17.30 á fimmtudaginn og verður síðan stanslaus dagskrá sem lýkur með þremur dansleikjum á sunnudags- kvöld, á Torginu, Hótel Læk og í Bíó- salnum. Dansleikir öll kvöld Meðal þess sem nefna má af dag- skrárliðum er síldarsöltun að sjálf- sögðu, gönguferð upp í Hvanneyrar- skál og guðsþjónusta þar, kórsöngur og upplestur úr bókum um síldar- söltun fyrri ára. Tívolí verður á íþróttavehinum alla helgina, spurn- ingakeppni í léttum dúr fer fram á Torginu. Einnig verður sjóstanga- veiði og dorgkeppni, skemmtisighng með Ámesi, danssýning frá Heiðari Ástvaldssyni, karaokekeppni, hesta- leiga, varðeldur, barnaböh, hinir spaugsömu Fhapenslar skemmta og auðvitað verða dansleikir öll kvöld. Hjómsveitirnar Gautar, Miðalda- menn, M’be be og Harmoníkusveit Siglufiarðar leika fyrir dansi. Mótsdagarnir heita alhr sínu nafni, fimmtudagurinn er kahaður upphit- unardagur, fóstudagurinn landlegu- dagur, laugardagurinn síldardagur og sunnudagurinn lokadagur. Aðstaða fyrir ferðamenn er mjög góð á Siglufirði, tvö tjaldsvæði em rétt utan við bæinn og síðan er tjald- að á öllum grænum svæðum í bæn- um þessa daga. Rúmgóð snyrtiað- staða er í húsakynnum frystihúss Þormóðs ramma. Ekki er um eigin- legan aðgangseyri að ræða á Síldar- ævintýrið en merki hátíðarinnar er selt á 1500 krónur. Síldarsöltunin hefur mikið aðdráttarafl. DV-mynd Óttar Sveinsson Ekið fyrir Mel- rakkasléttu - eða yflr Öxarfjarðarheiði Á Norðausturlandi eru margir áhugaverðir staðir en þetta lands- horn virðist einhverra hluta vegna oft verða útundan hjá ferðamönnum. Margir fara yfir Möðradalsöræfi á leið sinni hringinn og kannski niður að Dettifossi og að Ásbyrgi en þar fyrir austan, frá Jökulsárbrú og fyrir Melrakkasléttu og austur í Þisth- fiörð, er ekki eins fiölfariö. Þessi leiö er mjög sérstök og falleg og kemur á óvart. Austan við brúna á Jökulsá á Fjöllum er Öxarfiörður. Hann er einstaklega fahegur, mikið kjarri vaxinn, og fiahasýn á hægri hönd. Öxarfjarðarheiði Þegar komið er að bænum Sand- fehshaga er hægt að velja um tvær leiðir, yfir Öxarfiarðarheiði eða fyrir Melrakkasléttu. Ef ætlunin er að fara í Þistilfiörð eða til Þórshafnar er styttra að fara yfir heiðina. Sú leið er aðeins fær á sumrin og er vegur- inn niðurgrafinn og ótrúlega krók- óttur en ágætlega fær öllum bhum. Heiðin er ekki há og skemmthegt er að fara hana, sérstaklega í góðu veðri. Ef veður er bjart sést norður Seljaheiði sem er grösug og fremur slétt. Sæluhús er við veginn á Öxar- fiarðarheiðinni, þar er gestabók sem ferðamenn skrifa gjaman nöfn sín í. Þegar komið er austarlega á heið- ina er farið yfir Fjallgarðinn svo- nefnda, um Einarsskarð. Útsýni af Fjahgarðinum er gott. Til austurs sést yfir hluta Þistilfiarðar og Langa- nesið blasir við ef skyggni er gott. Til vesturs sjást Leirhafnarfiöh. Þeg- ar komið er niður austan megin er hægt að velja um leiðina austur í Þistilfiörð eða th Raufarhafnar. Melrakkaslétta Ef valin er leiðin fýrir Sléttu hjá Sandfehshaga er ekið um Kópasker og norður, fram hjá Leirhöfn og út fyrir Melrakkasléttu. Mörg eyðibýh era á þessari leið. Heldur er hijóstr- ugt en mjög sérkennilegt og fallegt. Ekið er sums staðar rétt við fiöruna og úthafið blasir við. Nyrsti tangi landsins, Hraunhafn- artangi, er ekki langt frá veginum og gaman að koma þangað. Austan á Melrakkasléttunni norðanverðri er Raufarhöfn, nýorðin 50 ára, og er Höfðinn aðalprýði staöarins. Myndarlegir Stakkar Skammt austan við Raufarhöfn er. laxveiðiáin Ormarsá. Þegar komið er yfir hana er farið yfir Fjallgarð- inn, þann sama og á Öxarfiarðar- heiðinni. Tekur þá við Ytriháls, óbyggt svæði með þremur vötnum, Deildarvatni, Hvilftarvatni og Þernuvatni. Þegar komið er yfir hálsinn að Kohavík blasir við Kollavíkurvatn, stórt vatn með sérkennhegum mal- arkambi mhli vatnsins og sjávar, og Rauðanesið með þremur myndarleg- um dröngum fyrir framan. Nefnast tveir þeir sem fiær nesinu standa Stakkar. Sá þriðji og sá sem er þeirra digrastur var tengdur Rauðanesinu að ofanverðu og var sérkennilegt gat í gegn en haftið hrundi sumarið 1974. Síðan er Rauðanesið ekki eins til- komumikið. Langanesið sést einnig vel með Heiðarfiahi og Gunnólfsvík- urfialli. Sunnan við Kohavík tekur við Fremriháls með Viðarfiah á vinstri hönd og á hálsinum eru Stóra- og Litla-Viðarvatn. Á Fremrihálsi mæt- ir þessi leið Öxarfiarðarheiðarvegin- um. Leiðin hggur síöan austur Þisth- fiörð en hann er mjög grösugur með lágum ásum og eru þar góðar lax- veiðiár; Svalbarðsá, Sandá, Hölkná og Hafralónsá. Frá Þórshöfn er ekið yfir Brekknaheiði th Bakkafiarðar og þaðan til Vopnafiarðar. Rekaviður á Melrakkasléttu. Norðausturland: DV-mynd PK í síldina á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.