Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Blaðsíða 10
24
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995
Ferðir
Göngu- og viölegubúnaður
Einhverjir kunna að hugsa sér vegnarigningarinnar margfræguá er til svefns eftir erflðan dag er hjá að minnsta kosti einhverju af arinnar, varöandi búnað til göngu-
gönguferð eítthvað sem sé þrselerf- íslandi, Skórnir blautir og ógeðs- svefnpokinn ískaidur, tjaldið lekt þessu? ferða og útilegu.
itt, að bakpokinn sé þungur, raaður legir.engirþurrirsokkarogmaður og fósturjörðin hörð að liggja á. DV leitaði til Halldórs Hreinsson-
sé rennblautur af svita, nú eða þá kominn með hælsæri. Þegar lagst Skyldi ekki vera hægt að komast ar, framkvæmdastjóra Skátabúð-
yegna rigningarinnar margfrægu á
ísiandi. Skórnir blautir og ógeðs
legir, engir þurrir sokkar og maður
komínn með hælsæri. Þegar lagst
er til svefns eífir erfiðan dag er
: svefhþpkinn iskaldúr, tjáldið lekt
og fósturjörðin hörð að liggja á.
Skyldi ekki vera hægt að komast
hjá að minnsia kosti einhverju af
tósu?
DV leitaði til Halldórs Hreinsson-
ar, framkvæmdastjóra Skátabúð-
arinnar, varðandi búnað til göngu-
ferða og útilegu.
Búnaður til
lengri gönguferða
Bakpoki, 60-80 lítra
Fyrirferðarlítill svefnpoki
Létt göngutjald
Dýna
Gönguskór
Legghlífar
Göngustafir
Fyrirferðarlítið eldunartæki
Pottasett, eldsneyti, eldspýtur
Hitabrúsi, hnífapör, diskur
Matur, t.d. þurrmatur eða annað sem
hentar
Orkufæði eins og t.d. þurrkaðir
ávextir, súkkulaði, hnetur og rúsín-
ur
Höfuðljós
Áttaviti og göngukort
Sólaráburður, plástur, sárabindi,
vasahnífur
Tannbursti, tannkrem, sápa, sjampó
og klósettpappír
Heppilegur
klæðnaóur
Fleece eða ullarpeysa
Fleece buxur eða hnébuxur
Mjúkir ullarsokkar
Gore-tex stakkur eða eitthvað sam-
bærilegt
Gore-tex hlífðarbuxur eða eitthvað
sambærilegt
Húfa og vettlingar
Aukafatnaður
Nærfatnaður
Buxur og peysa
Sokkar
Stuttbuxur, sundfatnaður, hand-
klæði
Heilræði:
Við val á gönguskóm
Þegar gönguskór eru keyptir er
nauðsynlegt að hugleiða hvar og
hvernig þeir verða notaðir. Megin-
reglan er sú að í styttri ferðum eru
léttir og mjúkir skór hentugastir en
í lengri ferðum, þar sem allar vistir
og búnaður er borinn á bakinu, eru
vatnsheldir skór með góðum stuðn-
ingi við ökkla nauðsynlegir.
Þegar skór eru mátaðir er gott að
vera í sömu sokkum og notaðir eru
á göngu.
Hafa þarf hugfast að skómir gang-
ast til og víkka með tímanum þannig
að sokkarnir mega ekki vera of þykk-
ir.
Þegar búið er að reima skóna er
um að gera að ganga rösklega um
gólf til að finna hvernig þeir passa,
ganga upp og niður tröppur þar sem
það er hægt og aðgæta að skórnir
sitji vel á fætinum og nuddi hvergi.
Nauðsynlegt er að taka sér góðan
'tíma til að máta, bera saman mis-
munandi gerðir til að finna hvað
hentar best og láta engan reka á eftir
sér. Ekki á að hika við að spyrja um
aðra gerð eða annað númer ef maður
er ekki viss.
Frumskilyrði Jjess að njóta
útivistar er rettur klæðnaður.
dfKl
Margur vanbúinn ferðalangur
hefur orðið fyrir barðinu á snöggum
og óvæntum veðrabrigðum.
SIX-TEX sportfatnaður er 100% vind- og vatnsþéttur
en hleypir samt útgufun líkamans að miklu leyti í gegn
og hentar því vel í hvaða veðri sem er.
EÐALFLÍS er unnin úr gæöaefninu Polartec. Efnið er
þykkt og létt með tvíhliða flosáferö og hefur hátt
einangrunargildi. Það er laust við skrjáf og hnökrar
ekki. EÐALFLÍS heldur líkamshitanum vel inni og er
því kjörin bæði sem innri- og ytriflík. EÐALFLÍS er
einnig framleitt í barnastærðum.
Veljum íslenskt!
SKÚLAGÖTU 51, SÍMI 551 1520,
FAXAFENI 12, SÍMI588 6600
ÚTILÍF
ÁLFHEIMUM 74, SÍMI 581 2922
Flestum finnst gaman að sofa í tjaldi, sérstaklega í góðu veðri
Tjaldið
- val og umhirða
Þegar keypt er nýtt tjald þarf aö
huga aö mörgu. Ef ætlunin er aö
ganga með tjaldið þarf það aö vera
létt og auðvelt í uppsetningu en jafn-
framt nógu sterkt til aö standast rysj-
ótt, íslenskt veðurfar. Það þarf aö
rúma þá sem eiga aö gista í því og
allan farangur þeirra. Huga þarf aö
öllum frágangi og saumaskap á tjald-
inu. Vönduöustu tjöldin eru meö
hitasoðnum saumum og úr vatns-
heldum dúk. Það er hægt að fá saum-
þétti á þau tjöld sem eru ekki með
hitasoðnum saumum.
Súlur úr treíjaplasti eru ekki eins
sterkar og álsúlur, þaö er hægt að
kaupa álsúlur í flest tjöld. Þegar rign-
ir eru tjöld þar sem himinninn er
spenntur upp fyrst sérlega'hentug.
Þá helst innra tjaldið þurrt meðan
verið er að tjalda og vistin í tjaldinu
verður notalegri.
Fjölskyldu- og hústjöld eru þyngri
og fyrirferðarmeiri en göngutjöldin
enda er plássið og þægindin talsvert
meiri í hústjöldunum. Það er mikil-
vægt að hælar og stög séu traust og
í góðu lagi því stór tjöld taka á sig
meiri vind en lítil tjöld. Á tjaldhimn-
inum er gott að hafa vindskarir sem
hægt er að hæla eða fergja niður. Það
kemur í veg fyrir að vindur nái und-
ir himininn.
Bómull er vinsælust í hústjöld enda
heyrist vindhljóð minna í þeim en
nælontjöldum og þau eru notalegri.
Bómullartiöld eru nokkuð vel vatns-
varin frá verksmiöju en með tíð og
tíma þarf að endurnýja vatnsvöm-
ina.
Nauðsynlegt er að þurrka tjöldin
vel þegar heim er komið úr útilegu,
jafnvel þó ekki hafi rignt. Alltaf situr
einhver raki eftir í tjalddúknum og
hann verður að þurrka, annars er
hætt við að tjaldið mygli.
Frá höfninni á Akranesi. Fjölskylduhátiðin Sumar og sandur verður haldin
á Akranesi 12. ágúst.
Akranes:
Fjölskylduhátíðin
Sumar og sandur
Átak Akranes stendur fyrir fjöl-
skylduhátíð á hafnarsvæðinu og
Akraborgarplaninu á Akranesi laug-
ardaginn 12. ágúst. Þar verður margt
að gerast og allir aldurshópar geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Sem
dæmi um dagskráriiði má nefna tí-
volí og gestir geta farið stuttar
skemmtisiglingar. Smábátafélagið
Snarfari verður með sjósport út frá
Langasandi. Á staðnum veröur
flugmódelsýning, Fomhílaklúbbur-
inn kemur í heimsókn og gestum
gefst kostur á gönguferðum undir
leiðsögn um Akranesbæ. Þá geta
gestir fylgst með flökunarkeppni og
farið í útsýnisflug með þyrlu.
Listasetrið Kirkjuhvoll verður opið
og listamaður myndskreytir einn
hluta af sementsveggnum svokail-
aða. KafEsala verður á svæðinu og
settir veröa upp sölubásar. Ekkert
mun kosta inn á svæðið og frítt verð-
ur í sundlaugina á Jaðarsbökkum en
horga þarf t.d. í tívolíið og útsýnis-
flugið.