Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 33 Ferðir > > > Btlaleigan Avis Island hf., útibúiö á Akureyri, er flutt í nýtt og betra hús- næöi að Strandgötu 25. Bílaleigan er méð 3-400 bíla í gangi. Á mynd- inni er Laufey Svavarsdóttir, af- greiðslustúlka á bílaleigunni, fyrir utan nýja húsnæðið. DV-mynd gk vantar þig w o fæst Skeljungsb Reykjavík sími 560 3878 'Akureyri sín Keflavík sími 4213322 • Vestm.eyjum í Útileikhús í Selskógi Útileikhúsið í Selskógi við Eg- ilsstaði verður öpið á miðviku- dagskvöldum klukkan 20.30 til 16. ágúst. Leikhúsið er í fallegum skógarlundi. Á sýningunni er boðið upp á rímnakveðskap, þjóð- dans, tónlist og leikþætti. Tónlistarviðburðir, Skógartón- ; ar, verða í Selskógi á sunnudags- k völdum klukkan 20 tii 13. águst. Þjóðgarður- inni Skaftafelli Skipulagðar veröa gönguferðir með leiðsögn um Þjóögaröinn í Skaftafeili til 15. ágúst. Ðaglegar ferðir verða og hafa verið í sum- ar. Um heigar verða fieiri en ein gönguferð á dag og þá verða einn- ig barnastundir. Sæludagar í Vatnaskógi -fjölskylduhátíð umverslunarmannahelgina Sæludagar verða haldnir í Vatna- skógi um verslunarmannahelgina, 4.-7. ágúst. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og ef vel viðrar í Borgarfirðinum eiga aðstandendur von á að slá fyrri met hvað fjölda varðar. Á Sæludögum verður margt á döf- inni fyrir alla aldurshópa; kvöldvök- ur, varðeldur, kappróður á vind- sængum, koddaslagur úti á vatni, sjóskíði, kappróður, trönuborgir, lé-akkaklúbbar, þrautakeppni, fræðslustundir, fótbolti, gönguferðir, ratleikur og margt fleira. Vatnaskógur er einstakur staður fyrir hátíð sem þessa. Skógurinn, vatnið og aðstaðan almennt skapa eftirsóknarvert umhverfi þar sem alhr njóta sín. Sú aðstaða, sem byggð hefur verið upp fyrir drengjastarfið í gegnum árin, kemur að góðum not- um. Þannig verða til dæmis kvöld- vökur hafðar innan dyra í íþrótta- húsinu á staðnum og kaftlhús í ein- um skálanum. Árabátar og kanóar eru vinsælir hjá bömunum, íþrótta- svæöið nýtist undir leiki og ýmsa dagskrá og salemisaðstaða er til fyr- irmyndar. Mjög vinsælt er að róa út á vatnið, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Mynd Magnús Fjalar Landsmót hv íta s unn umanna í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð Hvítasunnumenn halda sitt árlega landsmót um verslunarmannahelg- ina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíö. Mótið verður sett fimmtudagskvöld- ið 3. ágúst og því lýkur að morgni mánudagsins 7. ágúst. Dagskrá móts- ins verður fjölbreytt aö vanda og við allra hæfi. Mikill og líflegur söngur einkennir samvemstundirnar ásamt með góðri fræðslu og fyrirbænaþjón- ustu. Kvöldvökur verða haldnar fyr- ir yngri kynslóðina, kveiktur varð- eldur auk fjölda annarra atriða. Aðalræðumaður mótsins verður Mike Fitzgerald, útvarpsstjóri Lind- arinnar FM 102,9. Samhhða mótinu verður sérstakt mót fyrir bömin og er þetta þriðja árið sem þessi háttur er hafður á. Þar verður boðið upp á leiki og fóndurfræðslu auk brúðu- leikhúss. Á bamamótinu verður dag- skrá fyrir börnin allan daginn og gæsla fyrir yngstu bömin á meðan á samkomunum stendur. Gistipláss fyrir á annað hundrað manns í Kirkjulækjarkoti reka hvíta- Aöstaðan á landsmóti hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti ertil fyrirmyndar. sunnumenn safnaðarmiðstöð og þar er góö aðstaöa til samkomuhalds. Skálinn rúmar á annað hundrað marms í gistingu og þar er einnig hægt að kaupa mat á vægu verði. Næg fjaldstæði em á svæðinu og aðstaða fyrir tjaldvagna og húsbíla. Samkomumar verða haldnar í tveimur stórum, upphituðum sam- komutjöldum sem rúma alls um 800 manns í sæti. Á landsmótið eru allir velkomnir og þangað getur öll fjölskyldan kom- ið og notið helgarinnar í fallegu um- hverfi og góðum félagsskap. Mótsgjaldið er 200 krónur og fdtt fyrir 11 ára og yngri, 12-16 ára borga 150 krónur. Tjaidstæðið kostar 300 krónur. Nóttin í skála kostar 650 krónur. Hátíð fyrir alla Aðstandendur hátíðarinnar horfa á hana sem framlag út á við og er dagskráin skipulögð í samræmi við það. Undanfarin ár hefur meiri hliiti gesta tilheyrt þeim hópi sem telur sig ekki vera mjög kirkju- eða trúræk- inn. Sæludagamir hafa náð sérstaklega vel til fjölskyldufólks. Það er í sjálfu sér eðlilegt þar sem staðurinn er sér- staklega vinveittur bömum. Aðgangseyrir er 2700 kr. Böm yngri en 13 ára fá ókeypis svo og 67 ára og eldri. Boðið er upp á fjöl- skyldupakka, þannig að foreldrar með imghnga yngri en 16 ára greiða aðeins 6000 kr. fyrir alla. í'- Það eru heimamenn í Vatnaskógi, Skógarmenn KFUM, sem fara fyrir hátíðinni og njóta góðrar samvinnu við einstaklinga og hópa innan kirkj- unnar. Sæludagar eru að sjálfsögðu áfengislaus hátíð og áfengisbanniö er virt. slenskar aístæflur nnustofanhf, Sklpholtl 553 055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.