Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995
Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Heimsmarkaðsverð er rétt
Nýsjálendingar flytja út mikiö af landbúnaðarvöram
og veröa í útflutningi aö sæta heimsmarkaðsveröi. Þeir
keppa til dæmis viö íslendinga um sölu lambakjöts og
ráöa miklu um, að verðið er svo lágt, að það dugir varla
fyrir slátur- og flutningskostnaði hér heima.
Samt styðja Nýsjálendingar ekki sauðijárrækt eins og
við gerum. Meðan markaðsstuðningur við landbúnað hér
á landi er 73% samkvæmt tölum frá efnahags- og fram-
farastofnuninni OECD, nemur stuðningurinn þar ekki
nema 3% og er á allt öðrum sviðum en í sauðfjárrækt.
Talsmenn íslenzks landbúnaðar fara með rangt mál,
þegar þeir halda fram, að heimsmarkaðsverð á landbún-
aðarvörum sé tilbúið verð, sem skiii bændum ekki því
verði, er þeir verði að fá til að hafa upp í kostnað og
vinnu. Dæmið um Nýja-Sjáland sýnir þetta greinilega.
Ástralir eru önnur landbúnaðarþjóð, sem hefur út-
flutning búvöru að einum homsteini efnahagslífsins og
verður líka að sæta heimsmarkaðsverði á fjölbreyttum
afurðum sínum. Samt er markaðsstuðningur við land-
búnað þar í landi aðeins 10%, það er nánast enginn.
Nýsjálendingar og Ástralir em í hópi auðþjóða heims-
ins og gera því töluverðar kröfur um lífsþægindi. Þjóðir
þriðja heimsins gera minni kröfur af því tagi. Þær flytja
út mikið af búvöm án þess að styðja landbúnaðinn neitt
og selja auðvitað á heimsmarkaðsverði eins og aðrir.
Bandaríkjamenn em í senn ein mesta auðþjóð heims-
ins og ein mesta útflutningsþjóð búvöm. Framleiðslan
er fjölbreytt og rekstur bandarískra bænda er markviss.
Markaðsstuðningurinn þar er aðeins 21% og er nánast
allur á afmörkuðum sviðum, svo sem í hveitirækt.
Þegar hagsmunaðilar hér á landi og raunar líka á
meginlandi Evrópu fárast út af því, að heimsmarkaðs-
verð sé marklaust, em þeir bara að segja, að þeir geti
ekki keppt við þetta verð, þótt bændur í öðrum heimsálf-
um geti notað það og hafi það sumir bara nokkuð gott.
Heimsmarkaðsverð ræðst af hagkvæmni í sérhæfðum
rekstri, sem býr við ákjósanleg náttúruskilyrði. í mörg-
um tilvikum, svo sem í Bandaríkjunum, Ástralíu og
Nýja-Sjálandi em það engir kotkarlar, heldur vel stæðir
bændur, sem standa fyrir þessu verði og selja á því.
Af því að heimsmarkaðsverð er raunhæft verð er eðh-
legt að miða við það, þegar reiknaður er út markaðs-
stuðningur við landbúnað. Það hefur OECD gert í skýrsl-
um sínum um landbúnað þátttökuríkjanna. Þar kemur
fram, að íslenzki markaðsstuðningurinn er 73%.
Auðvitað er þetta aht of hátt. Það veldur of háu verði
á búvöm á íslandi, of háum sköttum og of htlu fjár-
magni til annarra félagslegra þarfa, svo sem til heilsu-
gæzlu og skóla. Það er of dýrt fyrir okkur að halda uppi
of miklum landbúnaði á jaðri freðmýrabeltisins.
Ríkinu ber í áfóngum að hætta markaðsstuðningi við
landbúnað, afnema hvers kongar innflutningshöft og
vemdartoha, niðurgreiðslur og styrki. Þannig ber ríkinu
að afnema ahan stuðning við landbúnað, sem er umfram
eðhlega fyrirgreiðslu við atvinnuvegi yfirleitt.
Th að byrja með má nota töluverðan hluta af hagnaði
ríkisins af slíkum aðgerðum th að borga bændum fyrir
að bregða búi. Hvatt hefur verið til þess hér í blaðinu í
aldarQórðung við litlar vinsældir, en fyrstu skrefin th
aðgerða hafa þó verið stigin á ahra síðustu árum.
Heimsmarkaðsverð á búvöm er raunhæft verð. Ef við
vhjum, getum við fengið búvöm á því verði og stigið
stærsta skref th efnahagsframfara í sögu okkar.
Jónas Kristjánsson
Upplýsingabyltingin, sem nú geng-
ur yfir heiminn, hefur haft í fór
með sér að símafyrirtæki, sem áður
störfuðu í vernduðu umhverfi, eru
nú sem óðast að lenda í mikilli og
harðri samkeppni. Svar stjórn-
valda í flestum þeim ríkjum þar
sem símafyrirtækin hafa verið í
ríkiseign hefur verið að breyta
þéssum fyrirtækjum í hlutafélög
og setja þau á almennan hluta-
bréfamarkað. Ýmist hefur lítið sem
ekkert verið selt af hlutabréfum
eða að fyrirtækin hafa verið meira
eða minna einkavædd.
Innan Evrópusambandsins er
verið að innleiða opinn markað á
sviði fjarskiptaþjónustu og þær
reglur munu taka til alls Evrópska
efnahagssvæðisins. Tækniframfar-
ir gera það líka að verkum að sam-
keppni á sviði fjarskiptaþjónustu
verður auðveldari. Við höfum t.d.
tekið eftir því hvernig erlend síma-
fyrirtæki markaðssetja þjónustu
sína hér á landi í samtölum milli
„Simanum á að skipta frá póstinum og afnema einkarétt smám saman,
þ.m.t. á talsímaþjónustu," segir Vilhjálmur m.a. í greininni.
Póstur og sími og
upplýsingabyltingin
landa. Póstur og sími hefur líka
tekið upp ferðasímakort þannig aö
haggt er að skrifa símtöl sem hringd
eru erlendis frá á íslenskan síma-
reikning.
Innan fárra ára verður líklega
unnt að reikningsfæra símtal hér
innanlands hjá nokkrum aðilum,
innlendum sem erlendum, vegna
þess að nokkrar símstöðvar (sem
eru ekkert annað en háþróuð
tölvukerfi) verða í samkeppni um
viðskiptin. Við þessari þróun dett-
ur engum í hug að sporna og ekki
er ólíklegt að hún hafi í fór með sér
að landið allt verði smám saman
eitt gjaldsvæði.
Skipulagslegur forngripur
Póstur og sími er nú óðum aö
verða sem forngripur skipulags-
lega séö þegar horft er til keppi-
nautanna. Ég hygg að fáir sem hafa
eitthvert inngrip í rekstur ímyndi
sér að íslenskt ríkisfyrirtæki hafi
mikið í skæða samkeppni að gera
þegar starfsumlíverfið er ekki
lengur verndað.
Þess vegna hlýtur það að vera
kappsmál aö gera fyrirtækiö þann-
ig úr garði að það geti keppt og þaö
er Uka eðlileg og sanngjörn krafa
þeirra innlendu aöila sem hafa ver-
ið að hasla sér völl í fjarskiptaþjón-
ustu og sölu notendabúnaðar á
undanfornum árum að samkeppn-
in á þessum markaði sé á jafnréttis-
grundvelli. Shk samkeppni ætti að
vera sérstaklega æskileg til þess að
búa íslensku fyrirtækin betur und-
ir samkeppni erlendis frá en því
miður hefur of oft skort á nægilega
framsýni hvað þetta varðar.
Engum er greiði gerður með því
að hér á landi starfi eitt ósam-
keppnisfært ríkisfyrirtæki og veik-
burða lítil fyrirtæki til hliðar á
markaðnum þegar hann opnast að
fullu fyrir erlendri samkeppni.
KjaUarinn
Vilhjálmur Egilsson
alþm. - framkvæmdastjóri
Verslunarráðs íslands
Ekki eru mörg ár síðan Póstur og
sími var ekki bara fyrirtæki heldur
líka stofnun með stjórnsýslulegt
hlutverk, s.s. íjarskiptaeftirlit.
Ennþá er staöa mála sú að fag-
þekking á fjarskiptum og stjóm-
sýslulegum þáttum þar að lútandi
er mun breiðari og meiri hjá Pósti
og síma en hjá ráðuneytinu. Fyrir-
tækið hefur þvi ennþá of mikið
stofnanalegt yfirbragð og þaö heitir
reyndar Póst- og símamálastofnun-
in. Breyting á Pósti og síma í hluta-
félag og einkavæðing í framlialdinu
eru því rökrétt framfaraskref.
Leikreglur í samkeppni
Setja þarf markmið um breyting-
ar í samræmi við alþjóðlega þróun
þessara mála. Símanum á að skipta
frá póstinum og afnema einkarétt
smám saman, þ.m.t. á talsímaþjón-
ustu. Símann (fjarskiptaþjónustu)
á ekki að skattleggja umfram það
sem almennt gildir um fyrirtæki
og gjaldskrá verður að endurspegla
kostnaö. Tryggja verður að leigu-
hnur séu til staðar á kostnaðar-
grundvelli th endurleigu í sam-
keppni.
A grundvelli samkeppnislaga
þarf að sjá til þess aö aðgangur á
jafnræðisgrundvelli sé að hverjum
einstökum þjónustuhluta, að skil-
málar vegna samtenginga keppi-
nauta séu byggðir á jafnræði, gagn-
sæi og raunkostnaði, að jafnræði
ghdi um tilkynningar um tæknileg-
ar breytingar og að jafnræði verði
í aðgangi aö upplýsingum um við-
skiptavini.
Samkeppnisþjónustu á ekki að
niðurgreiða með tekjum af vernd-
aöri starfsemi. Meö breytingum í
þessa átt er staöa íslenskra aðila
best styrkt í fyrirsjáanlega stór-
aukinni samkeppni við erlenda að-
ha í fjarskiptaþjónustu.
Vilhjálmur Egilsson
„Engum er greiði gerður með því að
hér á landi starfi eitt ósamkeppnisfært
ríkisfyrirtæki og veikburða lítil fyrir-
tæki til hliðar á markaðnum þegar
hann opnast að fullu fyrir erlendri
samkeppni.“
Skoðanir annarra
Mannréttindadómar
„Þótt lögfesting Mannréttindasáttmálans hér á
landi hafi verið löngu tímabær, hefur hún ekki breytt
þeirri staðreynd, sem ráðin verður af dómum Mann-
réttindadómstólsins, að ekki er alltaf ástæða til að
láta staðar numið við úrskurð innlendra dómstóla í
málum, er varða grundvallar mannréttindi, svo sem
th tjáningarfrelsis, til friðhelgi einkalífs, th réttlátrar
málsmeðferðar eöa th að njóta eigna sinna í friði.
Telji menn sig ekki hafa náð rétti sínum er hugsan-
lega hægt að ná honum í Strassborg."
Ágúst Sindri Karlsson lögm. i Mbl. 9. ágúst.
Samtrygging í hættu
„í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar frá því í vor
er þess getið að verulegar umbætur eigi aö fara fram
á lífeyrissjóðakerfinu. ... Vegna viðbragða ASÍ/VSÍ
læöist sá grunur, að hin raunverulega samtrygging
sem er í hættu sé samtrygging þeirra sjálfra. ...
Þessir forystumenn telja greinilega sína forsjá besta
fyrir lífeyri launþega í þessu landi. ... Hins vegar
vekur afstaða VSÍ nokkra furðu, er erlendis hafa
samtök atvinnurekenda oftast verið kyndilberar
frelsis og sjálfræðis einstaklinga. Samtök íslenskra
atvinnurekenda virðast stefna í öfuga átt.“
Úr 29. tbl. Vísbendingar.
Bann á bandarískar vörur?
...ef svo fer sem horfir mun verða bannað aö
flytja inn velflestar bandarískar vörur sem hér hafa
fengist hingað til þar sem þær uppfylla ekki ESB-
staðla um vörumerkingar. Ef þaö verður niðurstaðan
verður það íslenskum neytendum th mikhs ama því
hér ríkir löng og mikil hefð fyrir bandarískum
neysluvamingi og leyfi ég mér að fullyröa að fiöl-
breytni og framboð á bandarískum vörum er hvergi
meiri í Evrópu en hér.“
Friðrik Jónsson alþjóðafr. í Tímanum 9. ágúst.