Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Side 13
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 13 Hverju er um að kenna? Undanfarin ár hefur veriö dregið verulega úr þjónustu sjúkrastofn- ana á sumrin, deildum hefur veriö lokaö um lengri eöa skemmri tíma, deildir sameinaðar og dregiö hefur verið úr ráðningum afleysinga- fólks. Sjúklingar hafa veriö sendir heim fyrr en æskilegt hefur verið taliö, dregið hefur veriö úr lyfja- og rannsóknakostnaði og fleira mætti telja. Kröfur stjórnvalda um sparnað hafa oftar en ekki verið með þeim hætti aö farið hefur veriö fram á niðurskurð sem ganga á jafnt yfir alla án tilhts til hlutverks eða mik- ilvægis einstakra stofnana. Slíkur flatur niðurskurður skilar vissu- lega eínhverjum sparnaði eins og fram kom fyrstu árin sem honum var beitt. Þegar til lengri tíma er litiö hins vegar er niðurskurður án tillits til verkefna þeirrar stofnun- ar sem í hlut á dæmdur til að mis- takast. Undanfarnar vikur hefur tölu- verð umræða verið' um þær sparn- aðaraðgerðir sem stjórnendur rík- isspítala hafa verið neyddir til að ráðast í vegna þess halla sem blas- ir við í rekstri um áramót verði ekkert gert. Líklega verður dregiö úr rannsóknum, deiidum lokað og starfsfólki jafnvel sagt upp störf- um. KjaUaiinn Margrét Frímannsdóttir alþingismaður Lengra ekki gengið Er ástandið á spítölum nú afleið- ing af lélegri stjórn þeirra? Því fer fjarri. Afköstin hafa aldrei verið meiri, þökk sé m.a. nýrri tækni sem gerir spítulunum kleift að afgreiða fleiri sjúklinga á styttri tíma en áður. Ný tækni hefur í fór með sér aukinn kostnað fyrir spítalana en sparnað fyrir þjóðfélagiö. Sá halli sem við blasir á að hluta rætur að rekja til rekstrargjalda vegna nýrr- ar tækni sem tekin hefur verið í notkun á undanförnum árum. Og að hluta til aukins launakostnaðar „Nú á að skera niður vegna þess að halli blasir við þrátt fyrir aðhaldsað- gerðir. Hluti þess halla stafar af kjara- samningum sem gerðir hafa verið af ríkisvaldinu án þess að spítalarnir hafi fengið þann viðbótarkostnað bættan.“ II SSISlíSfilSPS^li^ i li!Illi:illS*ll!IE HSíSHÍHJIWHM árpLl'-1 i »£?? w !"i:: j •JS „Ríkisspitalarnir eru háskólasjúkrahús og þvi fylgja ákveðnar skyldur," segir m.a. í grein Margrétar. vegna nýlegra kjarasamninga og yfirvinnu. Stjórnendur og starfsfólk ríkis- spítalanna hafa á undanförnum árum hagrætt í rekstri og náð svo góðum árangri að fyrrverandi heil- brigðisráðherra sagði að lengra yrði ekki gengið. Raunin hefur orð- ið önnur. Ríkisspítalarnir eru há- skólasjúkrahús og því fylgja ákveðnar skyldur. Viö höfum verið stolt af því að starfsfólkið þar er í fremstu röð hvert á sínu sviði hér á landi og þótt víða væri leitað. Kröfur um niðurskurð nú geta leitt til þess að við fáum ekki að nýta hæfileika þessa fólks að fullu. Nú á að skera niður vegna þess að halli blasir við þrátt fyrir að- haldsaðgerðir. Hluti þess halla staf- ar af kjarasamningum sem gerðir hafa veriö af ríkisvaldinu án þess að spítalarnir hafi fengiö þann við- bótarkostnað bættan. Úr því kann þó að rætast. Það er nöturlegt ef sjálfsögð kjarabót starfshóps sem næst fram í samningum verður til þess að starfsfólki verði sagt upp störfum. Hvaðer tilráða? Það er ljóst að þær aðgerðir sem beitt hefur verið til að ná fram sparnaði í heilbrigðisstofnunum leiða til ófarnaðar þegar til lengri tíma er litið. Ásættanlegum árangri verður ekki náð fyrr en mótuð hef- ur verið heildstæð stefna í heil- brigðismálum þar sem hlutverk og verksvið hverrar stofnunar er skil- greint og íjárveitingar ákveðnar í samræmi við það. Margrét Frímannsdóttir Fullveldisfórnir til EB EB-umræðan hér á landi hefur furðulítið hirt um fullveldisfórnir sem fylgja aðild. Annars staðar í Evrópu ræða menn þetta opinskátt og viðurkenna að aðfldarríkin verði að afhenda bandalaginu full- veldið yfir nokkrum málaflokkum. Sjálfstæð athugun sýnir að EB- aðild myndi leiða til stjórnkerfis- breytinga. Okkar borgaralega lýð- ræði rýrnaði, fámennis- og mið- stjórnarvald frá Brussel ykist. Við höfum fengið nasasjón af fá- mennisstjórnvaldi EB með EES- samningnum. EB-rétturinn ríkir á samningssviðinu. Þess vegna hefur Alþingi orðið að samþykkja 50-60 lög að fyrirsögn herranna í Bruss- el. Laga- og reglugerðaflóðið þaðan heldur áfram á meðan EES-samn- ingurinn er í gildi. Þar má engu breyta, engu hafna. Á samnings- sviðinu er Alþingi orðið afgreiðslu- stofnun erlendra herra. Og ríkis- stjórnin hefur fengið ýmsar fram- kvæmdavalds-sendingar, þ.á m. varðandi ÁTVR, barnavinnu o.fl. Var nema von að grandvar gáfu- maöur eins og Davíð Oddsson var- aði við því í þjóðhátíðarræðu sinni að viö létum trúuðustu samruna- menn leiða okkur til þess enda- punkts „að staða hins íslenska Al- þingis yrði mjög áþekk því sem hún var á fyrstu dögum hins endur- KjáUaiinn Dr. Hannes Jónsson tyrrv. sendiherra reista þings, fyrir 150 árum,“ þ.e. valdalaust ráðgjafaþing? Valdakerfi ESB Evrópuþingið er valdalaus ráð- gjafa- og umsagnaraðili. Hinir raunverulegu valdhafar EB, ráð- herraráðið, eru ekki kjörnir lýð- ræðislegri kosningu heldur skipað- ir af ríkisstjómum sínum. Almenn- ingur hefur enga möguleika til að sækja þá til ábyrgöar. Ráöherra- þingið er löggjafl EB, kýs fram- kvæmdastjórnina til 4 ára, dómara Evrópudómstólsins til 6 ára og er æðsti ákvörðunaraöili í öllum mál- um. Gengju öll EFTA-ríkin í EB fengi ísland væntanlega eitt sæti í ráðherraráðinu og yrði atkvæða- vægi okkar örlítið brot við ákvarð- anatöku, rétt um 1% eða nákvæm- lega 1/96. I umboði ráðherraráðsins fer fá- menn framkvæmdastjórn með framkvæmdavald EB, sér um dag- legan rekstur, annast samninga við önnur ríki, hefur eftirht með að eftir sáttmálum og samningum bandalagsins sé farið, hefur bæði frumkvæði um ný verkefni og gerð tillagna um lög, reglugerðir og samninga. Hún hefur yfir 14.000 manna starfslið í 23 sérgreindum deildum. Ekki minnsti möguleiki er á að almenningur geti haft nokk- ur áhrif á störf hennar. Það er þetta fámennis- og skrif- ræðisvald sem í reynd ræður öllu í EB. Lýðræðisstjómskipun fyrir- finnst þar ekki en þetta fámennis- stjórnvald heggur æ meira í full- veldisrétt aðildarríkjanna. Varnaðarorð Að tala fyrir aðild að EB er í reynd að tala gegn okkar lýðræðis- hefðum. í merkri þjóðhátíðarræðu forsæt- isráðherra sagði hann að við mundum flest „kjósa að hin lýð- ræðislega stjórnun landsins fari fremur fram í íslensku stjómarráði og á íslensku þingi en á framandi kontórum manna sem enginn hef- ur kosið og enginn getur náð til.“ Hannes Jónsson „A samningssviöinu er Alþingi oröiö afgreiöslustofnun erlendra herra. Og ríkisstjórnin hefur fengiö ýmsar fram- kvæmdavalds-sendingar, þ.á m. varö- andi ÁTVR, barnavinnu o.fl.“ Meðog Kjamorkuvopn á Isíandi? Fullvíst „Mér fmnst sjálfsagtaðís- lensk stjórn- völd krefji Bandaríkja- menn svara um með hvaöa hætti : þeirhafi ferð- ast með og geymt kjarn- Bima ÞóriardóWr her- orkuvopn á stödvaandst»ömgur. íslandi á sama hátt og Danir gerðu varðandi herstöðina í Thuleá Grænlandi. Glámskyggni og undirlægjuháttur íslenskra stjómvalda hefur verið með ein- dæmum í þessu máli. Allan þann tíma sem banda- ríski herinn er búinn að vera hér á landi hefur sá möguleiki veriö fyrir hendi að hér væru kjarna- vopn. Ég tel alveg einsýnt að sá möguleiki hafi verið nýttur enda hafa Bandaríkjamenn veríð með öll sín fullkomnustu vopn hér á landi. Sem dæmi má nefna að frá 1951 hafa verið hér sprengiflug- vélar með möguleika til árása með kjarnavopnum. Árið 1959 breyttist hlutverk herstöðvarinn- ar og hún varð hlekkur í kjam- orkuneti Bandaríkjanna og 1961 þegar flotinn tók yfir herstöðina útvíkkaöist netið enn frekar með tilkomu kjarnorkukafbáta. Þá má benda á að vera AWACS-vélanna á árunum eftir 1978 var ekkert grín. Þetta voru fullkomnustu ratsjárflugvélar hersins. Síöast en ekki síst má minnast komu F-15 Eagel-orustu- flugvélanna árið 1985. Allt rennir þetta stoðum undir það að hér hafi verið kjarnorkuvopn um lengri eða skemmri tíma.“ Upplýst mál „Spuming- in um kjarn- prkuvopn á íslandi hefur oft komið til umræðu á undanfórnum árum og ára- tugum. Mér virðist eins og hver kynslóö íréttamanna þurfi að taka málið til umræðu og umfiöllunar en eini fasti punkturinn á undanfórnum árum heíúr verið Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Ég tel að eins og að þessum málum hefur veriö staðið hafi það verið upplýst að fullu hvaða ákvarðanir íslensk stjórnvöld hafa tekið. Það er Ijóst að þau mótuðu þá stefnu að kjarnorku- vopn yrðu ekki á íslandi nema með samþykki sínu og eínnig hefúr komið fram að Bandarikja- menn hafa aldrei farið þess á leit við islensk stjórnvöld að kjarn- orkuvopn yrðu flutt til landsins. Að þessu leyti tel ég að þetta mál sé að fullu upplýst, Fyrsta skrefið til að ræða það eim og aftur væri auðvitað aö taka saman greinar- geröir um umræður sem hafa far- iö fram á liðnum árum. Það gildir öðru máli um okkur en Dani því það liggur Ijóst fyrir að stjórnvöld í Danmörku gáfu að minnsta kosti þegjandi sam- þykki fyrir því að kjarnorkuvopn færu til Grænlands. Síðan má einnig geta þess í þessu samhengi að varnarstööin á Keflavíkur- flugvelli er allt annars eðlis held- ur en stöðin í Thule sem beinlhús var komið á laggirnar vegna kjarnorkuherafla Sovétrfkjanna og var hluti af kjarnorkuvopna- kerfi Bandaríkjanna. Það sama verðurekkisagtumísland." -kaa Björn Bjarnason menntamálaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.