Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995
Fréttir
Játaði hnífstunguárás en gengur samt laus:
Hríkalegt að dóms-
kerf ið bregðist svona
segir Guðlaug Pétursdóttir, móðir þess sem var stunginn
„Það sem mér finnst sorglegast í
þessu og í raun alveg óþolandi er að
dómskerfið skuli geta látið svona mál
fymast vegna þess að við því er ekki
hreyft. Pilturinn var handtekinn eft-
ir verknaðinn, hann játaði og var
sakfelldur fyrir brot sem varðar að
hámarki eins árs fangelsi en síðan
er ekki hreyft við málinu í tvö og
hálft ár og því fymist þaö og maður-
inn gengur laus. Mér fmnst fyllsta
ástæða til þess að upplýsa fólk um
hvemig kerfið getur brugðist," sagöi
Guðlaug Pétursdóttir, móðir Örvars
Sigfússonar, en á hann var ráðist í
janúar 1991 og hann stunginn með
hníf.
„Örvar býr í Svíþjóð en kom hingað
heim til þess að vera við dánarbeð
fóður síns sem lést svo úr krabba-
meini skömmu eftir að Örvar kom
heim. Það varð mér því mjög mikiö
áfah þegar lögreglan hringdi hingað
til þess að leita að Örvari um nótt-
ina. Hann hafði þá farið til bróöur
síns til þess að hlífa mér. Sárið var
ekki mjög mikið en aö sögn læknis
hefur það líklega verið buxnastreng-
urinn sem bjargaði Örvari. Pilturinn
kom hlaupandi að honum með hníf-
inn á lofti og hefði stungan komið
rétt ofan við strenginn er hætt viö
að hann hefði drepið Örvar,“ segir
Guðlaug. Hún missti skömmu síðar
einn sona sinna úr krabbameini og
um þetta sama leyti heilsuna. Hún
er öryrki í dag. Nú spyr hún hvemig
standi á því að menn sem fremja
glæpi og játi þá skuh ganga lausir,
hugsanlega enn við sama heygarðs-
hornið, og allt vegna þess að dóms-
kerfið tekur ekki á máhnu.
Málið týndist ofan í skúffu
„Ég hef reynt að reka á eftir málinu
eins og ég get. Ein skýringin á seina-
ganginum var sú að ekki næðist til
Örvars þar sem hann væri í Svíþjóð.
Hann væri eina vitnið sem ætti eftir
að gefa skýrslu. Ég gaf þeim þá upp
heimilisfangið hans og þeir lofuðu
að haft yrði samband við hann. Það
var aldrei gert. 'Ég fór síðan til út-
landa sl. haust og kom heim í vor.
Þegar ég fór síðan að leita eftir upp-
lýsingum um máhö frétti ég að búið
væri að dæma í málinu, það hefði
verið gert í nóvember 1994.“
Guðlaug segir helstu skýringuna á
því hvers vegna máhð fékk ekki eðh-
lega meðferð hljóta að hafa verið þá
að við aðskilnað dóms- og fram-
kvæmdavalds 1992 hafi þvi veriö
stungið ofan í skúffu og það hrein-
lega týnst þar. Fyrst hafi það verið
til meðferðar hjá Héraðsdómi
Reykjaness en verið flutt til Héraðs-
dóms Reykjavíkur.
í Héraðsdómi Reykjavíkur fengust
engin svör við því hvers vegna málið
hefði fyrnst en vísað var á Hjört
Aðalsteinsson héraðsdómara sem
kvað upp dóminn. Hann er í fríi og
ekki náðist í hann vegna málsins í
gær.
-sv
Isafjörður:
Veitirfjölskyldum
íHnífsdalafslátt
fasteignagjalda
Bæjarráð Ísaíjarðar hefur ákveðið
að veita 10-15 íjölskyldum, sem
þurftu að flytja um lengri eða
skemmri tíma út úr húsum sínum í
Hnífsdal í vetur, 15 prósenta afslátt
af fasteignagjöldum ársins 1995 eða
um 11-12 þúsund krónur á hús. Þess-
ar íjölskyldur þurftu að leigja sér
húsnæði í vetur vegna snjóflóða-
hættu og sumar þeirra sneru ekki
aftur í hús sín fyrr en í vor.
„Fólkið þurfti að flytja vegna snjó-
flóðahættu og gat ekki verið í húsum
sínum um nokkum tíma alltaf af og
til í allan vetur. Bæjarráð hét því
stuðningi því aö það þurfti að koma
sér annars staðar fyrir og það var
ákveðið að koma til móts við fólkið
með því að gefa afslátt af fasteigna-
gjöldum," segir Þórir Sveinsson, fjár-
málastjóri hjá ísafjarðarkaupstað.
-GHS
Samstarfshópur friðarhreyfinga á íslandi hefur áréttað kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim si. 10 ár með því
að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn. í gærkvöldi var þess einnig minnst að 50 ár eru liðin frá því að kjarnorku-
sprengjum var varpað á Hírósíma og Nagasaki i Japan. DV-mynd JAK
Tildrög slyssins í Kjósinni enn óljós:
Húsbíllmn var aðeins skráður fyrir þrjá
„Það er ekkert launungarmál að
samkvæmt bifreiðaskrá er húsbíll-
inn aðeins skráður fyrir tvo farþega
auk bílstjóra en þegar slysið varð
voru átta manns í honum. í bílnum
voru því fimm aukafarþegar, allir í
húsinu, og þar viröist ekki hafa veriö
neinn öryggisbúnaður, belti eða
slíkt. Fólk hugsar ekki nógu langt
áður en lagt er af stað og vitaskuld
reiknar enginn með því að svona lag-
aö komi fyrir. Ætli menn að flytja
farþega í svona bflum, umffam það
NIÐURSTAÐA
sem heimilt er, verða menn aö ganga
úr skugga um að alls öryggis sé
gætt,“ sagði Gylfi Jónsson hjá slysa-
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík við DV í gær þegar hann
var beðinn að staðfesta það að hús-
bíllinn, sem fór út af veginum í Kjós-
inni á fóstudagskvöld með þeim af-
leiðingum að lítil stúlka lést, hafi ein-
ungis verið skráður fyrir tvo farþega.
Drengurinn, sem höfuðkúpubrotn-
aði, er enn á barnadeild Borgarspít-
alans og að sögn lækna er hann á
Á rfklð að borga bændum
fyrir að hætta búskap?
Nei
góðum batavegi. Einn farþeginn
braut hálslið í slysinu en aðrir, sem
fluttir voru á slysadeild, sluppu bet-
ur.
Gylfi Jónsson sagöi að tildrög
slyssins væru enn ókunn en verið
væri að rannsaka ástand bílsins, ör-
yggisbúnað, bremsur, stýrisenda og
slíkt.
Aðspurður hvort ástand vegarins
hefði verið kannað sagöi Gylfi það
hafa verið gert en erfitt væri að full-
yrða um nokkuð þar að lútandi.
„Bílar sem fóru þarna um þetta
svæði daginn áður lentu í vandræð-
um vegna nýrrar klæðningar sem
verið var að leggja. Eittlivað hafði
víst rignt ofan í hana og tjara þvi
sest á dekkin. Ég veit að menn þurftu
aö koma við í Hvalfirði til þess að
hreinsa tjöruna af dekkjunum. Ég á
alveg eftir að fá það staöfest hvort
eitthvaö hefur verið athugavert
þama.“
Samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni var nýja klæðningin lögð á
kafla nokkuö fjarri slysstaðnum og
því væri ekki um það að ræða að þær
framkvæmdir kynnu að hafa haft
áhrifáakstúrskilyrðiástaðnum. -sv
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því að
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já Q
Ne i 3
-1600
A að hækka bílprófsaldur
upp i 18 ár?
Alllr 1 »tafr»na kerflnu weB tinv»l»slm» g«t« nýtt gtr þe«g« j>J6im«tu.
Örvar Sigfússon var stunginn með
hnifi og árásarmaðurinn játaði
verknaðinn en málið týndist i kerfinu
og fy rntist og gengur hann því laus.
Stuttar fréttir
Rannsóknáleka
Seðlabankinn hefur krafist
rannsóknar á meintum ieka í
Landsbankanum á upplýsingum
um Sambandið. Sjónvarpið
greindi frá þessu.
Nærekkiímanninn
Kona eins skipverjaí Smugunni
hefur í rúma viku reynt árang-
urslaust að ná sambandi við eig-
inmann sinn. Konan hefur kvart-
að við norska sendiráöið yfir
sinnuleysi íjarskiptastöðvarinn-
ar í Vardö þegar um íslensk skip
er að ræða. RÚV greindi frá.
Línustæði mótmætt
Landverðir í Herðubreiðarlind-
um munu í dag eftia til mótmæla
gegn fyrirhuguöu línustæði um
Ódáðahraun. Staurar verða reist-
ir til að sýna ferðamönnum það
sem koma skal.
Loðnanfinnstekki
Engin loðna hefur enn veiðst
fyrir norðan land og ætla loðnu-
veiðiskipin að halda austur á bóg-
inn í loðnuleit. Skv. RÚV tefur ís
á miðunum veiðamar.
Ráðherra stefnt?
Varnarfiðið neitar að greiða ís-
lenskum vélavinnumönnum
laun samkvæmt kjarasamningi
þeirra. Vegna þessa íhugar
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur að steíha utanríkis-
ráðherra. Sjónvarpiðgreindifrá.
Mæiarsettiríbrýr
Verkfræöistoftmn Háskólans
hefur sett upp jarðskjálftamæla í
brýr á Suðurlandi. Skv. Alþýðu-
blaðinu á með mælunum að safna
upplýsingum sem má nota við
ákvörðun á álagsforsendum fyrir
mannvirki.
-kaa