Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Qupperneq 6
22 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 Ér ^ ^XSngar Sýningar Á næstu grösum Laugavegi20b Þar stendur yfir myndlistarsýning Helgu Sig- urðardóttur. Sýningin stendur til 30. septemb- er og er opin á sama tíma og matstofan. Sýn- inguna kallar Helga Nýja sýn og er hún 12. einkasýning hennar. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina „Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar". Sýn- ingin er opin fram á haust, kl. 10-16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Kristján Davíðsson opnar málverkasýningu í dag kl. 18-20. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á undanförnum árum. Sýningin ersölu- sýning og er opin daglega kl. 16-20. Henni lýkur 1. október. Byggðasafn Hafnarfjarðar Strandgötu 50 Þar stendur yfir sýningin „Hafnarfjörður frá landnámi til hernáms". Sýningin er opin alla daga kl. 13-17 og stendur til 17. september. Café List v/Klapparstig Þar sýna Irsku myndlistarmennirnir Amanda Dunsmore, Dougal Mc. Kenzie og Aisling O'Beirn. Sýningin stendur út septembermán- uð. Djúpið v/Hafnarstrœti Á morgun opnar Þór Ludwig Stiefel málverka- sýningu. Sýningin samanstendur af ollumál- verkum sem öll eru unnin á þessu ári. Sýning- in er opin alla daga og stendur til 7. október. Gailerí Álafoss Á morgun opnar Hanna Bjartmars Arnardóttir málverkasýningu. Öll málverkin á sýningunni eru unnin á þessu ári. Þau einkennast af ein- földum formum og gríðarlegri litagleði. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvik Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axels- dóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Margrétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Birgir Andrésson Vesturgötu 20 irsku myndlistarmennirnir Vivien Burnside og Dougal McKenzie sýna verk sín. Sýningin stendur út september. Gallerí Fold Laugavegi 118 d Þar stendur yfir sýning á blek- og vatnslita- myndum eftir Lu Hong. í kynningarhorni gall- erísins eru sýndar myndir eftir Gunnar Á. Hjaltason. Sýningunum lýkur á sunnudaginn. Opið daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15, sími 21425 Galleríið er opiö virka daga kl. 10-18. Gallerí List Sklpholti 50b Galleríið er opiö alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hveiju kvöldi. Galleri Ríkey Hverfisgötu 59 Sýning á verkum Ríkeyjar. Opiö kl. 13-18 virka daga en laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Stöðlakot Bókhlöðustlg 6 Þar stendur yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Eirík Smith frá árunum 1963-1965 sem ekki hafa verið sýndar áður. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 til 25. september. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 i dag opnar Eygló Harðardóttir sýningu á inn- setningu. Sýningin er opin á verslunartíma kl. 10-18 virka daga. Gerðarsafn í Kópavogi Guðrún Kristjánsdóttir sýnir málverk. Verkin eru flest stór olíumálverk. Sýningin stendur til 17. september og er safniö opið daglega kl. 12-18 nema mánudaga. Gerðuberg Á morgun opnar Inga Ragnarsdóttir sýningu á skúlptúrum í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi og ber hún yfirskriftina „Hörgur". Hafnarborg Þar stendur yfir sýning á nýjum málverkum eftir listmálarann Eirík Smith. Á sýningunni er að finna bæði olíumálverk og vatnslita- myndir, allt verk sem Eiríkur hefur unnið á sl. tveimur árum. Sýningin stendur til 25. sept- ember og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga en auk þess til kl. 21 á fimmtudög- um. Kaffi Mílanó FaxafeniH Guöbjörg Hákonardóttir sýnir verk sín til 15. september. Kjarvalsstaðir Á morgun kl. 16 verða formlega opnaðar fjór- ar sýningar: Sýningin Kjarval - mótunarár 1885-1930, sýning á verkum Kristínar Gunn- laugsdóttur, sýningamar Forn leirlist frá Perú og konur og vídeó. Sýningin á verkum Kjarv- als verður opin fram I desember en sýningam- ar á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur og Leirlist frá Perú verða hins vegar opnar dag- lega til 15. október frá kl. 10-18. Kaffistofa og safnverslun veröa opnar á sama tíma. Listasafn Islands Stórsýning á Norrænni aldamótalist. Umrædd sýning var stærsti menningarviðburður í viöa- mikilli norrænni hátíö sem skipulögö var á Spáni nú I vor. Sýningin kemur hingað frá Barcelona og verður hór fram til 24. septemb- er. Á sýningunni eru 81 málverk, einkum frá tímabilinu 1890-1910. Hanna Bjartmars í Gallerí Álafoss: Einföld ÍFonn og gríöarleg litagleði Þetta er fyrsta alvöru einkasýningin mín, segir Hanna Bjartmars. DV-mynd ÞÖK Sex konur í Norræna húsinu Myndlistarmennirnir Anna Þóra Karlsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, ína Salóme og Ólöf Einars- dóttir opna sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu á morgun. Á sýn- ingunni verða nytjahlutir unnir í margvísleg efni og endurspegla verkin sýn myndlistamannsins á nytjahluti. Heiti sýningarinnar er „Þetta get ég nú gert“. Sjósetning eftir Kjarval. Máluð 1924. Fjórar sýn- ingar á Kjar- valsstöðiun Á morgun verða opnaðar íjórar sýningar á Kjarvalsstöðum. Sýning- in Kjarval - mótunarár 1895-1930 verður í austursal, Kristín Gunn- laugsdóttir verður með sýningu í miðsal, Leirlist frá Perú er heiti sýn- ingar í vestursal og í vesturforsal er sýningin Konur og video 1970-75. Sýningin á verkum Kjarvals verð- ur opin fram í desember en verk Kristínar og leirlistin frá Perú verða á Kjarvalsstöðum fram í miðjan okt- óber. Verkin frá Perú eru úrval fomra leirlistaverka frá Þjóðminja- safninu í Lima. Sýndir eru munir frá ýmsum menningarhópum sem voru uppi fyrir tima Inkanna, þar á meðal nokkrir munir frá 5. öld fyrir Krist. Verk Kjarvals í austursal eru frá Reykjavíkurárum hans, áður en hann hélt utan til náms, verk frá námsárum hans í London og Kaup- mannahöfn, svo og námsferð hans til Ítalíu. Einnig verða sýnd verk frá íslandsferðum hans meðan hann bjó erlendis auk verka frá íslandi og Frakklandi frá tímabiiinu 1922-30. A sýningunni verður leitast við að end- urspegla þá breidd í myndmáli, stíl- brigðum og verkefnavali sem ein- kenndi þetta mótunarskeið hsta- mannsins. Myndlist á AJkranesi Daiúel Ólafeson, DV, Akranesi: Hrönn Eggertsdóttir heldur mál- verkasýningu í listahomi upplýs- ingamiðstöövar ferðamála á Skóla- braut 31 á Akranesi og stendur sýn- ingin til 15. október. Hrönn, sem út- skrifaðist frá MHÍ 1974, sýnir röð 12 vatnslitamynda sem heita Á heið- inni. Hún hefur áður haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Þá hefur Bjami Þór Bjamason myndlistarmaður opnað gallerí aö Stillholti 23 á Akranesi. Auk þess að opna nýja vinnustofu mun hann bjóða upp á myndlistamámskeið. Fyrsta sýning Þorsteins Víkings Á Veitingastaönum 22 við Lauga- veg stendur nú yfir sýning á verkum Þorsteins Víkings en þetta er fyrsta málverkasýningin sem listamaður- inn hefur haldiö. Á 22 sýnir Þor- steinn Víkingur sjö olíumálverk og tvær vatnslitamyndir. „Þetta er mikið af sófum og lifandi púðum eða tröllum í sófunum, jafn- vel bara lausum eða sér. Þetta er eins og þegar maður var lítill en við höf- um öll upplifað það að þurfa að gista annars staðar en heima hjá okkur. Maður er kannski settur undir sæng inni í stofu eða á einhveiju hótelher- bergi. Ljósin eru slökkt og maður horfir í kringum sig og þegar augun fara að venjast myrkrinu þá sér maður púða og það em kannski hnappar í þeim og þetta verður allt svohtið lifandi," segir hstakonan Hanna Bjartmars Arnardóttir sem á morgun opnar málverkasýningu í Gallerí Álafoss í Mosfehsbæ. Hanna útskrifaðist úr kennara- dehd MHÍ1981 og stundaði grafíkn- ám við sama skóla 1981-83 og fram- haldsnám við Grafikskolan í Forum í Svíþjóð 1985-87. Þetta er fyrsta málverkasýning hennar en Hanna hefur á undanfömum árum aðallega unnið í grafík. „Á sýningunni em um 25 verk en þetta er fyrsta málverkasýningin mín. Áður hef ég verið með svona Utla skólasýningu. Á námsárunum sýndi ég t.d. í Jónshúsi. En þetta er fyrsta alvöru einkasýningin," segir Hanna en hún starfar sem aðstoðar- skólastjóri Gagifræðaskólans í Mos- fellsbæ. ÖU málverkin á sýningunni em unnin á þessu ári en þau einkennast af einfoldum formum og gríðarlegri Utagleði. Þórsteinn Víkingur, sem sækir fóng sín tíl Eddu Snorra Sturluson- ar, nam þrjá vetur á myndhstarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og nokkur ár við Myndhstaskólann í Reykjavík. Sýning Þorsteins Víkings á 22 stendur yfir fram í október. Skúlptúr í Gerðubergi Inga Ragnarsdóttir opnar í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun sýningu á skúlptúrum sem ber yfirskriftina „Hörgur". Að þessu sinni bregður hins vegar svo við að verkunum hefur verið komið fyrir í anddyri hússins í stað gangsins á jarðhæðinni eins og áður hefur tíðk- ast. Þetta er sjötta einkasýning Ingu en hún vinnur í anda hinnar klassísku skúlptúrhefðar þar sem efniskennd og skýr myndbygging er í fyrirrúmi. Sigríður Júlia stundaði framhalds- nám í San Francisco Art Institute. Renningarvið Hamarinn Á morgun opnar Sigríður Júha Bjamadóttir sýningu á verkum sín- um í sýningarsalnum Við Hamarinn að Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Sigríður Júha útskrifaðist úr Myndhsta- og liandíðaskóla fsiands 1988 og stundaði nám í San Francisco Art Institute 1989-90. Yfirskrift sýningarinnar er Renn- ingar en hún stendur til 1. október. Opið er alla daga frá kl. 14-18. Sýningar Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur er frá Freyjugötu. Listasafn Kópavogs Þar stendur yfir sýning á verkum írsku lista- mannanna, þeirra Aisling O'Beirn, Sean Tayl- or, Tony O'Gribin, Una Walker og Amanda Dunsmore. Sýningin stendur til 17. septemb- er. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga Sýningu á textílverkum norsku listakonunnar Greta Borgersrud lýkursunnudaginn 17. sept- ember. Safnið er opið laugardaga og sunnu- daga kl. 14-17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Listhús 39 Strandgötu 39, Hafnarfirði Þar stendur yfir sýning á verkum Sigurborgar Jóhannsdóttur. Verkin á sýningunni eru olíu- málverk unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 25. september og er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17, simi 680430 Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Sjofn Har. Sýningin ber yfirskriftina „ís- lensk náttúra, íslenskt landslag." Opið er virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. I Listacafé sýnir Eva Benjamínsdóttir ný mál- verk, unnin með olíu og striga á akrýl. Opið er mánudaga-laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Ljósmyndagalleríið Myndás Laugarásvegi1 Leifur Þorsteinsson Ijósmyndari sýnir svart/hvítar Ijósmyndir. Sýningin stendur til 6. október og er opin virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Á morgun opna fjórir ungir myndlistarmenn sýningu. Listamennirnireru Hekla Dögg, Hild- ur Jónsdóttir, Erling Klingenberg og Valborg Salóme Ingólfsdóttir (Valka) ásamt Erlu Franklíns. Þá sýna einnig fjórir Frakkar, þau Vydia Gastaloon, Michel Wicker, Christopher Terpent og Serge Comte (Philippe Dorían) verk sín. Sýningin stendur til 15. október. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Norræna húsið „Þetta get ég nú gert'' er heiti á myndlistarsýn- ingu sem 6 myndlistarmenn opna á morgun kl. 16. Myndlistarmennirnir eru Anna Þóra Karlsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Birna Kristjáns- dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, ina Salóme og Ólöf Einarsdóttir. Á sýningunni verða nytja- hlutir unnir í margvísleg efni og endurspegla verkin sýn myndlistarmannsins á nytjahluti. Sýningin stendur til 1. október og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-19. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Hulda Ágústs- dóttir og Andreas Karl Schulze opna sýningar í Nýlistasafninu á morgun kl. 16. Gestur safns- ins er Jón Laxdal Halldórsson. Sýningarnar standa til 24. september og eru opnar alla daga frá kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarf., sími 54321 Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. SPRON Álfabakka 14 Þar eru til sýnis verk Berglindar Ýrar Sigurðar- dóttur. Sýningin stendur til 29. september og er opin frá mánudegi til föstudags kl. 9.15-16. Við Hamarinn Strandgötu 50, Hafnarfirði Á morgun opnar Sigríður Júlía Bjarnadóttir sýningi á verkum sínum. Yfirskrift sýningarinn- ar er Renningar. Sýningin stendur til 1. októb- er og er opið alla daga kl. 14-18. Listasafnið á Akureyri Þrír listamenn sýna í Listasafninu. i austursal sýnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon málverk, máluð á léreft. i miðsal sýnir Jónína Guðna- dóttir myndverk unnin í leir, járn. blý, torf, silki og gler. I vestursal sýnir Sigtryggur Bjami Baldvinsson verk unnin með olíu á striga. Sýningarnar standa til 8. október. Myndlistarsýning á Akranesi Bjarni Þór Bjarnason heldur myndlistarsýn- ingu í Galleríinu Stillholti 23 á Akranesi. A sýningunni eru verk sem eru unnin i olíu á striga, vatnslitir og dúkþrykk. Sýningin ar opin alla daga kl. 13-18. Málverkasýning á Stokkseyri Sigurbjöm Eldon Logason sýnir málverk i kaffihúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri. Sýn- ingin er opin daglega kl. 13-23 til 23. sept- ember. Málverk og grafík á Akranesi Elías B. Halldórsson sýnir málverk og grafík i Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Sýningin stendur til 24. september og er opin virka daga kl. 16-18 og um helgar kl. 15-18. Málverkasýning á Akranesi Hrönn Eggertsdóttir myndlistarmaöur heldur málverkasýningu í listahorni upplýsingamið- stöðvar ferðamála á Skólabraut 31, Akranesi. Sýningin stendur til 15. október. Á sýning- unni er röö 12 vatnslitamynda sem heita á heiðinni. Tolli sýnir á Siglufirði Listamaðurinn Tolli sýnir í Ráðhúsinu á Siglu- firði. Tolli sýnir 30 ný olíumálverk auk nok- kurra steinþrykksmynda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.