Þjóðviljinn - 24.12.1936, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1936, Blaðsíða 4
4 •ÞJöÐVIIiJIN N íslenskar sögulieí|iii», sem þjóð vor a.lta.f gleymip Siðabótatímarnir um miðja 16. öld voru einhver stórfeldustu tímamót í sögu landsins. Það voru að vísu ekki trú- arskiftin, sem skiftu svo miklu máli, heldur breytingin á hinni pólitísku af- stöðu þjóðarinnar gagnvart erlendum valdhöfum. Eftir siðaskiftin tókst Danakonungi að hrifsa í sínar hendur síðustu leifarnar af sjálfstæði þjóðar- innar og hneppa hana í þá þrældóms- fjötra, sem nærri drápu allan þrótt hennar og strikuðu hana út úr tölu þjóð- anna. Með siðaskiftunum hefst hin mikla svartamessa erlendrar kúgunar. á íslandi, sem stóð óslitið í fullar þrjár^ aldir, þrátt fyrir viðleitni margra af bestu sonum þjóðarinnar. i Þó að íslendingar verðust hinum er-| lenda yfirgangi eftir megni, gátu þeir; þó ekki rönd við reist. 7. nóvember 1550^ var íslenskt sjálfstæði leitt á höggstokk-' inn í Skálholti af sendimönnum Krist-| jáns III. Danakonungs og hinum ís- lensku leppum hans. Með aftöku Jóns Arasonar var vörn íslensku þjóðarinn- ar brotin á bak aftur. Dómsorðin frægu „öxin og jörðin geyma þá best“, urðu að dómsorði yfir íslensku sjálfstæði og íslenskri menningu í margar aldir. Hinni skipulögðu vöm þjóðarinnar var hrundið, og eftir var aðeins sárs- aukinn og gremjan yfir falli foringj- ans. Enginn treysti sér til þess að halda í nokkru við gegn kúgunarvaldinu danska. Allir lutu höfði í auðmýkt, þeg- ar „hans föðurlega náð“ Kristján III. sendi herskipaflota sinn til Islands árið eftir til þess að kenna íslendingum lífs- reglumar með fallbyssukúlum, ef ekki væri hægt að kenna þeim að kyssa á vöndinn á annan hátt. En á meðan „hans hátign“ er að búa herskip sín til íslandsfarar vorið 1551, dregur til tíðinda á Islandi. 30 umkomu- lausir fiskimenn taka upp hanskann fyr- ir dómsmorðið á Jóni biskupi Arasyni. Þeir gera umboðsmanni konungs og ráðbana Jóns biskups aðför og drepa hann ásamt 14 fylgdarmönnum hans. Eins og kunnugt er þá er það vani norðlenskra fátæklinga að leita til Suð- urlands á vetrum til fiskiróðra. Svo var íslenska þjóðin man 3ón biskup Árason, en hún hefir gleymt peim 30 fótæku, norðlenzku vermönnum, sem hefndu hans og hlutu útlegð og ofsóknir fyrir. Þjóðviljinn vill nú rifja upp hetjudóð og örlög pessara ógætu drengja, sem Dana- konungur ofsótti eftir að peir höfðu flúið til Englands. það einnig á siðabótatímunum, veturinn 1551 eins og endranær. Fátækir voru þeir allir og umkomu- lausir þessir norðlensku vermenn, sem héldu suður yfir fjöll veturinn 1551. Um veturinn sækja þeir sjóróðra í ýms- um veiðistöðvum á Suðurnesjum. En þegar ekki gefur á sjó og landlegur eru, ráða þeir ráðum sínum um, hvernig þeir megi koma fram hefndum á morð- ingjum Jóns biskups Arasonar. Það var mikið færst í fang forustulausum sjó- mönnum, að ætla sér að bjóða hinu danska ofbeldi birginn og hefna fyrir réttindarán Dana á íslandi. Um vorið búast norðlensku sjómenn- irnir til heimferðar og enginn rennir grun í að þeir hafi stórvirki í huga. Jafnvel Kristján skrifara grunar ekk- ert. Honum hafa ekki þótt vermennirn- ir líklegir til stórræða. Kvöld eitt í maí er Kristján skrifari staddur á Kirkjubóli á Miðnesi og ugg- ir ekki að sér. Þá koma þar 30 norð- lenskir vermenn og krefjast þess af bóndanum, að hann hleypi þeim inn til fundar við Kristján skrifara og menn hans. Bóndi neitar því og vermennirn- ir neyddust þá til þess að rjúfa húsin. Slær þegar í bardaga milli þeirra og Kristjáns skrifara og fylgdarmanna hans. Gátu Danirnir engum verulegum vömum við komið og voru drepnir, 14 saman. Þannig hefndi norðlensk alþýða Jóns biskups Arasonar, síðasta fulltrúa ís- lenskrar frelsisbaráttu á miðöldunum. En vermannanna hugrökku biðu kjör útlagans. Ofsóttir og hundeltir af dönsku konungsvaldi flæktust þeir um landið. Konungur skorar á alþýðu manna, að vera sendimönnum sínum hjálplegir við að handtaka þá. En ís- lensk alþýða varð fálega við þeirri skip- un. Hvar, sem hún kom því við, skaut hún skjólshúsi yfir vegendurnar, uns mörgum þeirra heppnaðist að komást í ensk kaupför. Danska konungsvaldinu tókst ekki að hefna Kristjáns skrifara á vermönnunum, en til þess að hans skyldi ekki vera með öllu óhefnt lét hún taka bóndann á Kirkjubóli af lífi ásamt einum af landsetum hans. En reiði Danakonungs fylgdi norð- lensku vermönnunum út yfir polinn. Danakonungur fór fram á það við Eng- landskonung, að hann seldi þá undir öxi sína, því að í Englandi höfðu marg- ir þeirra leitað hælis. Konungur Eng- lands neitaði að verða við þessari ósk, þar sem vermennirnir höfðu flúið á náðir hans. Þannig lauk hefndinni fyrir morð Jóns biskups Arasonar. Vorið 1551 var Jón biskup og synir hans dæmdir landráðamenn á Oddeyri við Eyjafjörð. Á meðan dómurinn var kveðinn upp biðu herskip Danakonungs skamt frá, albúin að bæla niður hverja mótstöðu. Islendingar létu bugast fyrir ofbeldi útlends vopnavalds og íslenskur dómstóll dæmir landráðadóminn fyrir framan danska fallbyssukjafta. En ís- lensk þjóðarsál hefir kveðið upp sinn dóm í þessu máli. Hún hefir dæmt Jón biskup og v'rmennina sýkna saka, en Daða í Snóksdal og Kristján skrifara varga í véum sínum. Af nafni Jóns Arasonar stafar birta á sögu þjóðar- innar, og hún mun æ minnast hans, sem eins af sínum tryggustu sonum og hins djarfasta bardagamanns fyrir rétti sín- um gegn órétti framandi ofbeldisvalds.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.