Þjóðviljinn - 24.12.1936, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.12.1936, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN Á jólunum 1936 c- , N ' , A ■ • (~ ' % UNGLIÐ, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja«. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Mun þar vera margt að sjá, mörgu hefirðu sagt mér frá þegar þú leiðst um loftin blá og leist til mín um rifinn skjá. Kondu litla Lipurtá! langi þig að heyra, hvað mig dreymdi, hvað ég sá, og kannske sitthvað fleira. Ljáðu mér eyra. Litla flónið, ljáðu mér snöggvast eyra: Þar er siglt á silfurbát með seglum þöndum, rauðagull í rá og böndum, rennir hann beint að ströndum, rennir hann beint að björtum sólarströndum. »Þar situr hún móðir mín* í möttlinum græna, hún er að spinna hýjalín í hempu fyrir börnin sín. »0g seinna þegar sólin skín- sendir hún þeim gullin fín, mánasilfur og messuvín mörgu er úr að velja. Hún á svo margt sem enginn kann að telja. »Þar sitja systur«. Sá, sem verður fyrstur að kyssa þeirra klæðafald og kveða um þeirra undravald honum gefa þær gullinn streng á gígjuna sína. Þula eftir Theodóru Thoroddsen. Hyndirnar eftir Guðm. Thorsteinsson. Hvorttveggja prentað í „Þulum*, Rvlc. 1916.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.