Þjóðviljinn - 24.12.1936, Blaðsíða 13
í J ó Ð V I I J I N N
1
Á JÖRÐU
er ósk alls hins vinnandi mannkyns, en samt eru
bestu fridarvinirnir nú píndir í fangelsum fasismans.
Aldrei hefir mannkynið óskað eins
eftir friði og nú, — þegar vígbúnað-
urinn sligar þjóðirnar — þegar herdun-
urnar frá Abessiníu og Spáni yfirgnæfa
hróp hinna þjáðu, — þegar hugmynd-
irnar um tortímingu þá, er næsta stríð
myndi valda, vekja hrylling í huga
hvers manns, er ann mannlífi og menn-
ingu.
En aldrei hafa heldur f jendur mann-
kyns og menningar boðað hernaðaræði
af slíkum ákafa og ósvinnu og fasista-
ríkin gera nú. Drotnarar Þýskalands,
Italíu og Japan lýsa því yfir, að stríð
sé þeirra aðferð, til að vinna sér völd.
Mussolini hæðist að friðarhugsjónum
mannkynsins, kallar þær þvaður og
kerlingabækur. Hitler boðar styrjaldir
sem það eina, er karlmönnum hæfi.
Þýzku æskunni er innrætt, að mesti
heiður, er hlotnast geti, sé að deyja
á vígvellinum. Þýzk vísindi eru látin
gera það að takmarki sínu, að finna
upp eins hraðdrepandi eiturgas og unnt
sé og rækta kólerubakteríur sem best.
til dreifingar í öðrum löndum. Og
þýzka þjóðin er svelt, til að fita herguð
Görings því betur.
Allt, sem mannkyninu hefur verið
heilagast, treður fasisminn undir fót-
um: virðinguna fyrir mannslífinu, ást-
ina á friðnum, mannúð gagnvart börn-
um og bágstöddum.
Það er því ekki að undra, þótt fas-
isminn ofsæki sérstaklega alla þá, sem
frið boða, enda hefna hernaðarpostul-
arnir sín hvað grimmilegast á þeim, er
þeir lenda í klóm þeirra.
Um þessi jól, — sem eiga að vera
friðarhátíð —, hvarflar hugurinn því
ósjálfrátt til þeirra tuga þúsunda frið-
arvina, sósíalista og kommúnista, sem
nú eru pintaðir í fangelsum fasismans
víða í veröldinni, en þó sérstaklega í
Þýskalandi. Það verða þá sérstaklega
tveir menn, sem'verða fyrir okkur, full-
trúar hins líðandi og stríðandi fjölda,
þeir Ossietsky og Tháhnann.
Friðarvinurinn heimsfrægi, Carl von
Ossietsky, hefur í 3 ár verið hæddur,
smáður og pintaður af harðstjórum
Þýskalands, — en hver gleði greip ekki
alla sanna friðarvini, er sá boðskapur
var fluttur þeim, að Ossietsky hefði
hlotið friðarverðlaun Nobels, — hve
stoltir máttu ekki lýðræðissinnar heims-
ins vera yfir þessari andlegu dáð! Að-
eins vinir harðstjóranna hrópuðu upp
með orðið ,,landráðamaður“ — eins og
vissir menn, sem heldur kusu Barrabas
forðum daga.
Eins og mótmælastormur veraldar-
innar hreif Dimitroff úr fangelsum fas-
ismans fyrir 3 árum, eins er Ossietsky
frelsaður nú, — en Thálmann og þús-
undimar með honum bíða enn.
18
Thálmann, — foringinn, sem boðaði
frið milli Frakka og Þjóðverja í París
1932, — þegar þjóðhrokinn var að
gagntaka Þýskaland, — Thálmann,
maðurinn, sem 1 öllu stríðinu 1914—18
barðist gegn styrjaldarfárinu, — hann
hefur nú í næstum 4 ár verið fangi,
kvalinn og smáður af harðstjórunum og
hernaðarpostulunum, — en elskaður af
allri alþýðu, og sú ást hefur varnað
því, að Hitler hafi látið drepa hann. Svo
sterk áhrif hefur vilji fólksins, jafnvel
á fangelsismúra, — það sýna dæmin:
Dimitroff, Ossietsky, Thálmann.
Allur hinn mentaði heimur — alt það
mannkyn, sem þráir frið, — tekur undir
með Stalin og Dimitroff, um að hindra
ófriðarseggina í að tendra nýtt heims-
bál, fagnar lausn friðarvinarins Ossi-
etskys, — og heimtar lausn Thálmanns
og annara fanga fasismans og ófriðar-
seggjanna.
Alt það mannkyn, er þráir frið, ósk-
ar þess, að spánska þjóðin megni að
hrinda af sér hinni grimmilegu árás
fasista og friðarfjenda og skapa sér
frið í landi sínu, frið þar, sem alþýðan
sé fyrir fult og alt laus við yfirdrotn-
un spiltra herforingja og auðkýfinga.
íslenska smáþjóðin, sem á alt sitt
öryggi undir virðingu mannanna fyrir
rétti þjóðar og lífi manna, óskar þess
heitt, að þeim sterku öflum verklýðs-
hreyfingarinnar og lýðveldisins, með
Sovétríkin í broddi fylkingar, sem nú
reyna að bjarga heimsfriðnum, megi
auðnast að inna þetta verk, göfugasta
og heillaríkasta stórvirkið, sem alt
mannkyn — að nokkrum fasistafor-
ingjum undanteknum — nú þráir.
GLEÐILEG JÓL!
Bókaútgáfan Heimskringla.
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝJÁR! GLEÐILEG JÓL!
Þvottahúsið Drífa. Kjöl og Fiskur.