Þjóðviljinn - 24.12.1936, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1936, Blaðsíða 7
ÞJ6ÐVILJINN 7 Ríki fridarins Nú, þegar jólin, hátí,ð friðarins ganga í garð, heyrast þórdlnniur og vá- brestir fallbyssukúlnanna og þvinur eldsprengjanna þjóta yfir höfði einnar elstu menningarþjóðar Evrópu. 18 ár erui liðin, síðan hræðilegasta hildarleik mannkynsins lauk með hrannmorði 10 miljóna manna. Nú er hann hafinn á ný, eins og mannkynið hafi gl,eymt öll- um- hörmungum styrjaJdaráranna. Von- ir bestu manna 20. aldarinnar um var- anlegan frið eru hrundiar í rústir og yf- ir rústunum reikar fárvofa fasismans með blikandi brand, albúin að jafna alla menningarviðl,eittni við jörði^ Slíkur harmleikur blasir nú við aug- um alls mannkyns. Jafnvel, einlægir friðarvinir' eru að misSa móðinn. Þeir eru byrjaðir að hugsa með vaxandi efa umi gildi dýrmætustu hugsjóna, sinna og djörfustu framtíðarvona. En mitt í vígdununum kveður voldug röd]d sér hljóðs og hrópar: til aljra þeirra- sem unna friði, frelsi og framförum. Það er rödd hins unga verklýðsríkis, sem reis upp úr blóðbaði síðustu styrjaldar, rödd Sovétríkjanna. 1 19 ár hafa Sovétríkin boðið öllum ófriðarseggjum byrginn, og kæft eftir megni hið hjáræna hróp þeirra á aukin manndráp. I 19 ár hafa þau hvarvetna komið fram sem boðberi friðarins og vakið ógn og skelfingu í herbúðum her- valdsins. Röddl þeirra hefir verið það hróp á frið, sem engum böðlum hefir tekist að kæfa.i Fyrir 19 árium bjuggu, um 60 þjóðir á landssvæði því, sem Sovétríkin ná yfir. Allar þessar þjóðir voru, fátækar og kúgaðar og áttu í stöðugum iljyndum, hver við aðra. Nú eftir 19 ár búa þær allar í sátt og samlyndi sem traustasti vörður friðarins í heiminum. Zarstjórnin gamla var kúgunar- og ofbeldisstjórn, sem beitti hnefaréttinum ósp-art gegn öllum þeim þjóðum, er voru minni máttar. Hún var hötuð af þegn- um sínum, eins og fasistastjórnir nú- tímans og húni saí um hvert tældfæri sem g-afst tiil þess að fara með ófriði gegn öðrum þjóðum, Sovétstjórnin lét það vera sitt fyrsta verk að gefa öllum þessum undirokuðu þjóðum frelsi og jafnrétti í bræðralagi við rússnesku þjóðina. Alljr gamlir sérréttindasamn- ingar sem gáfu Zarstjórninm yfirráð yfir öðrum þjóðum, voru afnumdir. Vegna þess er Sovétstjórnin elskuð og virt af þegnum sínum og ýmsum ná- grönnum, og þeir standa, óskiptir með henni i baráttunni fyrir friðnum. Það var Litvinoff utanríkismálafull- trúi Sovétstjómarinnar, sem fyrstur bar upp fyrir fulltrúum Þjóðabandajagsins tillöguna um aJgerða afvopnun, tillögu, BorgaraJ,egum friðarvinum er að verða það æ ljósara, hve gífurlega mikið starf Sovétríkin hafa lagt til friðarmál- anna. Þeim er að verða það ljóst, að urn virkilega friðarstarfsemi er ekki að ræða nema í samvinnu við þau. En það verða ekki hinir borgiaralegu friðarvinir Vestur-Evrópu, sem leysa þennan hnút að fullui, heldur verkalýðs- hreyfingin. Á samstarfi hennar við Sov- étríkin, munu öldur fasismans og hern- aðarbrjálæðisins brotna, og upp af rúst- um fasismans rís ríki friðarins á grund- Frá Moskva, þar sem fólkið' nýtur frelsis og friðar. sem er einsdæmi í sögu sjjórnmájanna. En ófriðarseggirnir og hinir hálfvolgu borgarálegu friðarsinnar skeltu skolla- eyrunum við þessari tillögu, hinni einu, sem gat svo að segja í einu vetfangi bundið enda á styrjaldir og blóðsúthell- ingar, og afmáð að fullu svartasta blett- inn af sögu mannkynsins í framtíðinni. Eftir því senn hernaðarbrjálæði fas- ismans vex, verður friðarstarfsemi Sov- étríkjanna augljósari. Það er ekkert vafamál, að þau eru sá múr, sem allar hernaðaráætl,anir fasismans hafa, strand- að á til þessa. Greinilegast kemur þetta fram í ófriðnum á Spáni, Mótspyrna Sovétríkjanna hefir hindrað, að Spánn yrði erlendri villimensku. að bráð sem kúguð og arðrænd hjálenda þýska og ítalska fasismans. Hitl.er og japönsku fasistarnir væru fyri,r löngu búnir að hleypa öllum heim:n,um í bál, ef þeir óttuðust ekki refsivönd Sovétríkjanna. Þannig hefir friðarstarfsemi þeirra ver- ið á öllum sviðum síðustu 19 árin. velli bræðralags alls hins vinnandi mannkyns. Frá því að sögur hófust, hefir mann- kynið dreymt um ríki friðarins. Allir spámenn og postular hafa séð það fram- undan í fögrum hillingum. Um þúsundir ára hafa bestu menn mannkynsins reynt að byggja upp þetta ríki og hlot- ið að launum líflát og ofsóknir frá hendi tregðunnar. Skáld og listamenn, hafa dáð hugsjón þess í ljóðum og listaverkum og sungið hana inn. í vitund hinna þjáðu og kúguðu. Aljar umbótatilraunir undir- stéttanna á öllum öldum hafa miðað að þessu marki. Nú er {>essi ævaforna hugsjón mann- kynsins um ríki friðarins o-rðin veru- leiki í Sovétríkjununx — Það ríki, sem mönnum hefir uim þúsundir ára, verið boðað er rumnið unp. Ríki verkalýðsins, friðarins og freLsisins, þar sem fegurstu hugsjónir meistarans frá Nazairet rætast, »þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr«. á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.