Þjóðviljinn - 22.06.1944, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Síða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júní 1944» Landnám ,Dagsbrúnar‘ á Stóra-Fljóti Þar ð fyrsta orlofsheimlli fslenzhra vprkamanoa að standal* Eg hygg, að ekki sé ofmælt, þótt sagt sé að landkaup Dags- 1 brúnar á Stóra-Fljóti í Biskups- tungum séu meðal þeirra mála félagsins, sem mesta athygli hafa vakið og beztar undirtekt- ir hafa fengið meðal verka- manna. Er það líka að vonum. Með orlofslögunum hefur verka mönnum og öllum launþegum verið tryggður réttur til orlofs árlega. En þessum rétti fylgja í raun og veru nokkrar skyldur aðrar en þær, sem felast í sjálf- um orlofslögunum. Þessar skyld ur eru m. a. þær, að séð verði um, að alþýðan, sem orlofa nýt- ur samkvæmt lögum í fyrsta sinni í sögu landsins, gefist færi til þess að hagnýta sér þau á hollan og hagnýtan hátt. Al- menn orlof verkafólks er nýtt fyrirbæri í íslenzku þjóðlífi. Alt frá landnámstíð hefur vinn- andi fólk á íslandi verið bundið við störf sín, án þess að mega frá þeim víkja nokkurn dag. Af slíku ástandi leiðir það, að oss skortir í rauninni allt eða a. m. k. flest það, sem þarf til þess að hin f jölmenna laúnþega- stétt geti auðveldlega með þægi legum hætti notið orlofs síns að sumrinu. Við höfum litla æf- ingu í nútíma ferðalögum, eng- in sumarheimili og mjög tak- áMÍ uðum yfirgangi í hlé við lífs- stríð framleiðslustéttanna. í vitundinni um þetta festi verkamannafélagið Dagsbrún í vetur kaup á 30 ha. landsvæði á Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Með þessum landkaupum er stigið fyrsta sporið af hálfu ' verklýðssamtakanna til þess að greiða fyrir því, að verkamanna fjölskyldurnar í Reykjavík geti notið orlofa sinna að sumrinu í fögru umhverfi fjarri önnum hversdagslífsins heima fyrir. Þessi tilraun Dagsbrúnar til þess að fullnægja ríkri þörf verkamanna hefur mætt mikl- um velvilja Dagsbrúnarmanna og áhugi margra þeirra er vak- inn fyrir því, að á landi félags- ins megi hið fyrsta rísa upp myndarlegt sumardvalarheim- ili. En til þess að úr slíkum framkvæmdum geti orðið verða Dagsbrúnarmenn að leggja nokkuð að sér, þó ekki meira en svo að þeim ætti að vera það auðvelt, ef þeir legðust allir á eitt um það, eins og þeir hafa oft áður gert í öðrum málum, þegar sameiginlegir hagsmunjr þeirra hafa legið við. . Stuðningur Dagsbninarmanna við þetta fyrirtæki þeirra sjálfra er hugsaður m. a. og aðallega á tvennan hátt: f fyrra lagi með sjálfboðavinnu við'vega markaðan útbúnað til langferða | gerð að landinu, girðingu um eða langdvalar á fjarlægum ] landið, framræzlu og síðan fegr- '' ’ - un þess. í öðru lagi með fjár- stöðum. Okkur skortir kerfis- bundin vel skipulögð sumar- ferðalög, sem verkafólki gæfist færi á að notfæra sér á sem ódýrastan hátt. Nú kunna ýms- ir að segja, að ríki og bæjarfé- lögum beri nokkur skylda til þess að bæta úr öllu þessu og sjá svc fyrir þessum málum, að orlofslögin njóti sín að fullu í framkvæmd. Og vissulega ber þessum opinberu aðilum rík skylda til þess að greiða fyrir fólki í þessum efnum, m. a. með því að styrkja verkalýðsfélögin í viðleitni þeirra til þess að nema sér sumardvalarlönd í sveit og skipuleggja sumarferða lög samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, er svari sem bezt þörf- um og ástæðum launastéttanna. En þótt svo sé mega verklýðs- samtökin ekki sitja auðum höndum. Þau verða að treysta sjálfum sér fyrst og fremst til þess að koma viðeigandi skipan á þessi mál. Orlofslögin sjálf eins og öll önnur velferðarmál almennings hafa náðst fyrir langa og markvissa baráttu verkalýðssamtakanna. Vana- bundnu réttleysi verður ekki hrundið án baráttu né sigrar unnir án starfs og nokkurra fórna af hálfu þeirra, sem við órétt búa og skarðan hlut móts við þá, er borist hafa annað- hvort í skjóli auðs og erfða eða með meira og minna lögvernd- framlögum í sérstakan land- námssjóð félagsins. Þennan tví- þætta stuðning eru Dagsbrúnar- menn byrjaðir strax að veita. Tvær ferðir hafa þegar verið famar austur með sjálfboðalið til þess að vinna að undirbún- ingi hins raunverulega land- náms. í hvorri ferð hafa um 20 félagsmenn tekið þátt. Hafa þegar verið unnin um 50 dags- verk og er nær því lokið vega- gerð, sem nauðsynleg er til þess að koma flutningum með bif- reiðum að og frá landinu. Nær 30 Dagsbrúnarmenn hafa lagt fram tillag til Landnámssjóðs- ins, kr. 100,00 hver og nemur því fjárhæð sjóðsins nú þegar á þriðja þúsund krónur. Þetta er í raun og veru góð byrjun en betur má ef duga skal. Fram kvæmdir allar eru dýrar nú og mikið fé þarf til þess, sem gera þarf. I Dagsbrún eru nú um 3000 félagsmenn. Ef hver ein- stakur félagsmaður legði kr. j Þegar um sameiginlegt nauð- 1 synja- og menningarmál Dags brúnar er að ræða, eins og land- námsmálið er, þá verða allir Dagsbrúnarmenn að leggja sitt af mörkum, hver eftir getu sinni og ástæðum. Hver ein- stakur Dagsbrúnarmaður verð- ur jafnan að finna sjálfan sig ábyrgan fyrir öllu því, sem fé- lagsheildin sjálf af frjálsum og fúsum vilja tekur sér fyiir hendur. Við megum engir liggja á liði okkar, né hugsa sem svo, að aðrir geti verið þar á verði, sem við eigum sjáifir að standa í félagslífinu. Hin stærstu við- fangsefni geta orðið auðveld, ef samstillt og einhuga sveit stend ur að lausn þeirra. Hver getur t. d. sagt nú, að það sé ofvaxið nokkrum vinnufærum félags- manni í Dagsbrún að leggja fram kr. 100.00 til landnáms á Stóra-Fljóti og byggingar orlofs heimilis fyrir hann sjálfan og aðra Dagc-brúnarmenn. Og þó gæti það nægt, ef hver einstak- ur félagsmaður léti þetta til- tölulega litla framlag af hendi rakna. Þannig getur félagsskap- ur eins og Dagsbrún unnið stór- virki 1 þágu meðlima sinna og vandafólks þeirra, án þess að um tilfinnanlegar fórnir sé að ræða. Svo er það í hverju máli, að áhugi og einhugur félags- manna ræður jafnan góðum úr- r.litum, en sundrung og sér- hlífni þeirra teflir hinsvegar oft góðum málum í tvísýnu og verð ur öllum hlutaðeigendum dýr- ast að lokum. í þeirri trú, að Dagsbrúnarmenn skilji, að þetta er rétt ályktun,. dregin af marg endurtekinni reynzlu úr starfs- sögu Dagsbrúnar, þykist eg mega vænta þess, að hver og einn einasti Dagsbrúnarmaður, sem er fullhraustur og vinn- andi, leggi sitt af mörkum, svo að hann og við allir getum fljótlega séð rísa af grunni veg- legt sumardvalarheimili fyrir verkamenn á landi félagsins á Stóra Fljóti. Við vitúm allir, að „Dags- brún“ er fjölmennasta verka- lýðsfélag landsins vegna að- stöðu sinnar í höfuðstaðnum, þar sem f jölmenni er mest sam- ankomið á einum stað á Islandi. líka að Dagsbrún eigi þeirri sveit manndóms, samhugs og at orku jafnan á að skipa í hverju því máli, er hún helgar sér, að önnur félög fái ekki betur gert, 100,00 til Landnámssjóðsins yrði heldur geti þau sótt til hennar fjárhæð sjóðsins kr. 300.000.00 — þrjú hundruð þúsund krónur —. Þeir, sem þegar hafa lagt fram fé til sjóðsins hafa ekki einungis gefið hinum, sem eftir eru eftirbreytnisvert fordæmi, þeir hafa einnig í raun og veru skapað þeim skyldur, sem góðir félagar í Dagsbrún munu ekki víkja sér undan að fullnægja. uppörfun, styrk og fordæmi, er þeim ljggur mest á. Þetta er ekki sagt af yfirlæti. Dagsbrún er þannig í sveit sett, að hún á að geta verið öðrum verkalýðs félögum til nokkurs fordæmis um félagslegt íramtak, er bezt og auðveldast fær rutt nýjar leiðir að bættum lífsskilyrðum og lífskjörum vinnustéttanna. Notkun fánans t»að hefur jafnan þótt bera nokk- um vott um menningarástand hverr ar þjóðar, hvemig hún meðhöndlar fána sinn. Við íslendingar höfum nokkrum sinnum sætt ávítum fyrir skeytingarleysi um notkun þjóðfána vors. Þar með er ekki jsagt að ver misnotum hann að yfirlögðu ráði, heldur mun þar um að kenna kæru- leysi og skorti á nákvæmni 'og hirðu semi. Aldrei hefur íslenzki fáninn blakt að á jafnalmennan og viðhafnarmik- inn hátt yfir höfuðborg vorri og á hinni nýafstöðnu lýðveldishátíð. fs- lenzki fáninn er vort helgasta tákn um sjálfstæði þjóðarinnar og hverj- um góðum íslendingi ber skylda til að sýna honum fullkomna virðingu, sem og fánum annarra þjóða. Al- þingi hefur nú sett lög um notkun og gerð þjóðfánans og ættu allir að kynna sér þau itarlega. Eg veitti því eftirtekt, að nokkrir þeirra góðu rrjanna, sem hafa flaggstengur á húsum sínum eða við þau, drógu ekki niður fánann nóttina milli 17.— 18. júnj. Hvort þeir hafa gert þetta ai ásettu ráði og viljað þannig tengja saman þessa tvo hátíðisdaga, eða að hér er um gáleysi að ræða, er mér ekki kunnugt. En slíkt og þvílíkt má aldrei sjást, að fáninn blakti yfir borginni að næturlagi. Það er jafnóviðeigandi og að þeir, sem hafa fánastengur í umsjá sinni, láti þær standa naktar þegar al- mennt tilefni er til að draga fána. að hún. Við íslendingar erum svo hamingjusamir, að við þurfum eigi að berast á banaspjót og heyja blóðug: stríð við aðrar þjóðir. Lát- um því í lenzka fánann ,vera veg- legt merki þess sem hann er, sjálf- stæðismerki friðclskandi smáþjóðar. Og verum þakkiát fyrir að mega draga hann á stöng yfir fósturjörð- inni fagurri og ósnortinni, á meðan aðrar þjóðir fylkja gér nauðugar, viljugar undir fánum sínum, fram til þátttöku í hinum grimmasta hild arleik. Ó. Þ. Fáninn sem verzlunarvara Fáir eða engir munu horfa í þann skilding, sem þeir eyddu til kaupa á fánum og fánastöngum fyrir lýð- veldishátíðina. Þó hafa margir eytt talsverðu fé í slíkt. En svo er mál með vexti, þótt ljótt sé frá að segja, að bæði fánastengur til notkunar innan og utanhúss og efni í fána og tilbúnir fánar, var selt með ok- urverði, nær undantekningarlaust. Það er leiðinlegt og mjög óviðeig- andi. þar sem fáninn er alþjóðar- eign, að fáeinir menn skuli geta gert sér að féþúfu að verzla með hann. Eg vildi því eindregið beina þeirri ósk til þlutaðeigandi manna að hvorki efni í fána né tilbúnir fánar væru seldir í verzlunum held- ur tæki ríkið að sér útvegun á þeim til þeirra, sem með þyrftu, og seldu þá með kostnaðarverði. Sömuleiðis þyrfti að tryggja það að einstakl- ingar, sem ætla að fá sér flaggsteng- ur og ekki smíða þær sjálfir, eigi greiðan aðgang að þeim með sann- gjörnu verði og verði sú sala einnig á vegum ríkisins. Ó. Þ. Umgengnin um grasvellina Á undanförnum árum hefur bæj- arstjórn Reykjavíkur legið undir á- Bygging orlofsheimjlis verka- manna á Stóra-Fljóti er eðlileg og sjálfsögð afleiðing af þeim réttindum, er verkamenn öðl- Framhald á 5. síðu. mæli fyrir tómlæti sitt um fegrun' bæjarins — og ekki að ástæðulausu. Nokkuð hefur áunnizt í þessu efni — en eftir er hlutur almennings að' meta og vernda það, sem vel er gert. Umbætur á Arnarhóli og Austur- velli, og fjölgun og fegrun barna- leikvalla, sýnir vaxandi skilning bæjarstjórnarinnar á því, að höfuð- borgin má ekki líta út eins og fá- tækt og menningarsnautt fiskiþorp.. Umgengnin um Arnarhól og Aust- urvöll er ekki með endemum — eni mætti þó vera miklu betri. Þrátt fyrir gangstíga, sem hafa verið lagð- ir um Arnarhól, hafa menn þó ekki, hlífst við að ganga grasið og gera götur og troðninga í grænan gras- svörðinn. Tugir þúsunda króna haía verið lagðir í grasgeirana í Hring- braut. Settu þeir vinalegan svip á. þessa breiðu götu. En hvernig er . þar nú umhorfs? Segja má, að þar blasi hvarvetna við viðurstyggð eyði leggingarinnar. Meginið af græna grassverðinum er orðið að útspörk- uðu svörtu flagi. í Austurbænum bar fljótt ás skemmdum á grasgeirum Hring- brautarinnar, og var þá sá háttur upp tekinn að gera þá að bjlastæði. Vesturbæingar gengu í fyrstunni betur um blettina og fengu þeir að> gróa í friði. Mátti því vona, að þeir væru komnir yfir byrjunarörðug- leikana. En gangir þú lesari góður meðfram Hingbrautinni milli Ljós- vallagötu og Bræðraborgarstígs,. sérð þú hryllilega sjón, það, sem. ég nefndi áður viðurstyggð eyði- leggingarinnar. Bílar hafa farið yfir- grasgeirana, ýmist þvert yfir eða. í sömu áttu og gatan, og valdið djúpum skorningum. Ekki verður- séð hver nauðsyn bar til þessa, því nóg er gatan. Almenningur hefur- svo fullkomnað eyðileggingarstarfið> með því að traðka á grasinu og gera að flagi þar sem áður var gróim jörð. Það sem gera þarf Miklu fé þarf að verja til þess. að bæta um þessar skemmdir, en hjá því verður ekki komizt. Hugs- anlegt væri að duga mundi að valta þá og setja lága girðingu úr slétt- um vír meðan þeir væru að gróa upp. Annars þekja þá á ný, en það> kostar mikið fé. En svo um vörzlu blettanna, svo- allt færi ekki j sömu níðsluna. Reynandi væri að vekja áhuga þeirra mörgu heimila, sem liggja að Hringbraut fyrir verndun þessarar- götu, sem er hvað breidd og skipu- lag snertir glæsilegasta gata bæjar- ins. Þetta er íyrst og fremst þeirra gata og gott viðhald hennar yrði þeirra stolt og gleði. Einnig mætti fela lögregluþjóni,. sem hefði eftirlit í Suðurbænum, vörzlu blettanna, þyrfti hann að; hafa mótorhjól til umráða. Milli hans og heimilanna við Hringbraut,. þyrfti að vera góð samvinna. Beita þyrfti sektum við hvern þann, sem skemmdi blettina. Eg held að þetta. bæri nokkurn árangur. Kennarar við skólana hér í bæn- um myndu orka mikið á fegurðar skynjun nemenda sinna, ef þeir færu með þá á skemmtigöngur að vorinu, sýndu þeim muninn á góðri umgengni og vel hirtum blettum og hinum, sem illa eru hirtir og niður- níddir af hirðulausum almenningi. Það mundi vissulega vekja hjá þeim virðingu fyrir lífi og gróðri. Landgræðslan er fögur hugsjón og: mannbætandi. En hvað verður um framkvæmd hennar, ef rifið er nið- ur og eyðilagt það, sem aðrir byggja. upp? 10. júnf 1944. B. M.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.