Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 3
ZÞriðjudagur 21. nóvember 1944. ÞJÓÐVILJINN jy Saga Kommúnistaflokks Ráðstjórn arríkjanna" kemur út næstu daga fslenzka þýðingin gerð af Birni Franzsyni Einhvern nœstu daga kemur út á íslenzku eitt merkasta ritið í ¦sósíalistabókmenntum síðari ára, — Saffa Kommúnistajlokksins í Sovét- ¦ríkjunum, rituð að tilhlutun miðstjórnar flokksins. Margir beztu leiðtog- ¦ar Kommúnistaflokksins rússneska hafa tekið þátt í samningu bókar- innar, t. d. hefur Stalín ritað kaflann um heimspeki marxismans, díalek- iíska efnishyggju, og er sá Jcafli prýðisgóð greinargerð í stuttú máli fyrir miklu efni. Þjóðviljinn mun bráðlega birta ýtarlega greinargerð um þessa •merku bók. Iíér er birtur sem sýnishorn kaflinn úm byltinguna, hina heimssbgtdegu atburði 7. nóv. 1918. Bolsjevíkar bjuggust til upp- Teisnar áf fremsta megni. Lenín Lenti á það, að bolsjevíkar gætu tekið og hlytu að taka ríkisvald- ið í sínar hendur, er þeir hefðu nú •oðlazt meiri hluta í fulltrúaráð- um verkamanna og bænda í hin- nm tveini höfuðborgum ríkisins, Moskvu og Pétursgarði. í ályktun um af undangenginni þróun segir Lenín: „Meiri hluti þjóðarinnar er á okkar bandi". Lenín leggur fram ákveðna áætlun um framkvæmd uppreisnarinar í greinum sínum og bréfum til miðstjórnar og flokks- deildanna. útskýrir, hvernig beita skuli hernum, flotanum og rauða varnarliðinu, tiltekur helztu stöðv- ar þær í Pétursgarði, er nauðsyn- legt sé að hertaka til þess að tryggja fullan árangur uppreisnar- Innar, og svo framvegis. Hinn 7. október kemur Lenín til Pétursgarðs, en þangað hafði hann farið huldu höfði frá Finn- landi, og 10. október er hinn frægi miðstjórnarfundur haldinn, þar sem afráðið er að grípa til vopna og hefja uppreisn einhvern næstu daga. í hinni frægu fundarályktun miðstjórnar, sem samin er af Len- in, segir svo: „Það er ályktun miðstjórnarinn ar, að tímábært sé orðið að grípa til vopna og hefja uppreisnina, og veldur því bæði ástandið í alþjóða- málum, að því er rússnesku bylt- ínguna snertir (uppreisn innan þýzka flotans, sem er fyllsta tákn um það, að hin sósíalíska heims- bylting sé að nálgast öll lönd E\i- rópu, og hættan á því, að heims- valdasinnar geri frið með sér til þess að bæla niður byltinguna í Rússlandi), hernaðarafstaðan (tví- mælalaus fyrirætlun rússnesku bur geisastéttar, Kerenskís og slíkra um það að ofurselja Þjóðverjum Petursgarð) og nýfengið meiri- hlutavald verklýðsflokksins innan ráðanna, — enn fremur bænda- uppreisnin ásamt þeirri staðreynd, að flokkurinn hefur unnið sér traust fólksins (kosningarnar í Moskvu), og loks öllurri vitanleg- ur undirbúningur nýrrar Kornil- offsuppreisnar (brottflutningur her liðs frá Pétursgarði, útboð kós- akkahers í umhverfi borgarinnar, sát kósakkasveita um borgina Minsk /og svo framvegis). Þar sem nú miðstjórnin hefur gengið úr skugga um, að vopna- uppreisn sé óhjákvæmileg og skil- yrði hennar fullþróuð, skorar hún á allar flokksdeildir að hegða sér þar eftir og hafa þetta sjónarmið að leiðarvísi um meðferð og af- greiðslu allra dægurmála (svo sem þeirra, er varða þing ráðanna í nprðurhéruðunum, brottflutning herliðsins frá Pétursgarði, baráttu vorra manna í Moskvu og Minsk og svo framvegis)". (Lenín: Úr- valsrit, VI. bindi, 307. bls.) Tveir miðstjórnarmenn töluðu gegn þessari sögumerku samþykkt og greiddu atkvæði gegn henni. Það voru þeir Kamenjeff og Sínov jeff. Þeir vildu koma á borgara- legu lýðveldi með þingræðisskipu- lagi og létu sér sæma að óvirða verklýðsstéttina með því að stað- hæfa, að bún hefði hvorki styrk til að framkvæma sósíalíska bylt- ingu né þroska til að taka við ríkisvaldinu. Trótskí greiddi að vísu ekki beinlínis atkvæði gegn þessari sam þykkt miðstjórnar, en hann lagði fram breytingartillögu, sem var þess eðlis, að með samþykkt henn- ar hefði uppreisnin verið dæmd til ósigurs. Tillagan v'ar á þá leið, Vladimir Iljitsj Lenín. JLcnín og Stalín á fundi með hermönnum úr rauða hernum á dögum byltingarinnar. - að uppreisnin yrði ekki hafin, fyrr en búið væri að setja II. allsherj- arþing ráðanna, það er, — upp- reisnin skyldi dregin á langin'n, upphafsdagur hennar opinberaður og bráðabirgðastjórninni gert kunnugt um, hvað í vændum væri. Miðstjórn bolsjevíkaflokksins sendi erindreka til Donjetssvæðis og Úralhéraða, til Helsingfors, Krónstaðar, suðvesturvígstöðv- anna og víðar um til þess að undir- búa uppreisnina. Flokksfélögunum Vorosiloff, Molotoff, Dsersinskí, Ordsonikidse, Kiroff, Kaganovitsj, Kúbisjeff, Frúnse, Jaroslavskí og fleirum var falin stjórn uppreisn- arinnar á ýmsum stöðum í umboði flokksins. Sjdanoff starfaði meðal hersveitanna í Sjadrinsk, borg í Úralhéruðum, og á vígstöðvunum vestur í Hvíta-Rússlandi vann Jes joff að uppreisnarundirbúningi meðal hersveitanna. Erindrekar miðstjórnar kynntu forustumönn- um flokksdeildanna uppreisnará- ætlunina og bjuggu deildirnar und- ir að hefja baráttu til stuðnings við uppreisnina í Pétursgarði. Samkvæmt fyrirmælum mið- stjórnar var stofnuð hermálanefnd byltingarmanna innan fulltrúa- ráðsins í Pétursgarði, og varð hún hið lögmæta foringjaráð uppreisn- arinnar. a En andbyltingarliðið hraðar sér jafnframt að safna sínum mönn- umj til baráttunnar. Herforingja- stéttin sameinazt til dæmis í „liðs- foringjabandalagi" svonefndu. Andbyltingarmenn koma sér upp miklum fjölda miðstöðva, sem hafa það hlutverk að skipuleggja árásarsveitir þeirra. í lok októ- bermánaðar höfðu þeir 43 slíkar sveitir í þjónustu sinni. Sérstakar sveitir þessarar tegundar mynduðu liðsforingjar þeir, sem báru orðu sankti Georgs. Komið hafði til mála, að Ker- enskístjórnin tæki sig upp og flytt- ist frá Pétursgarði til Moskvu. Var af því ljóst, að hún hafði í byggju að selja höfuðborgina í hendur Þjóðverjum til þess að koma í veg fyrir uppreisn þar á staðnum. En mótmæli verka- manna og hermanna í Pétursgarði neyddu hana til að halda þar kyrru fyrir. Hinn 16. október var haldinn vikkaður miðstjórnarfundur. Þar voru kosnir menn til flokksmið- stöðvar þeirrar, sem stjórna skyldi uppreisninni, og var Stalín fyrir þeim. I flokksmiðstöð þessari var saman kominn forystukjarninn úr hermálanefnd byltingarmanna frá fulltrúaráðinu í Pétursgarði, og hafði hann á hencíi stjórn á allri framkvæmd uppreisnarinnar. A miðstjórnarfundinum voru þeir uppgjafarsinnarnir Kamenjeff og Sínovjeff og komu enn fram sem ákveðnir andstæðingar upp- reisnarinnar, svifust þess jafnvel c<kki, er tillögum þeirra var hafn- að, að fara mcð málið í blöðin og lýsa þar andstöðu sinni við upp- reisnina og' flokkinn. I yfirlýsingu frá þeim, er kom 18. október í mensjevíkablaðinu Novaja Sjisn, var því ljóstað upp, að bolsjevík- ar væru að búast til uppreisnar, en sjálfir kváðust þeir hins vegar telja slíka uppreisn háskalegt glæfratafl. Með þessu opinberuðu þeir fjandmönnunum ákvörðun miðstjórnar um uppreisnina og taf arlausan undirbúning hennar. þetta voru fjörráð við flokkinn. Lenín ritaði af því tilefni: „Kam- enjeff og Síonieff hafa gerzt vísvit- andi svikarar með því að ljósta upp við Rodsjanko og Kerenskí ákvörðun flokksstjórnar sinnar um uppreisnina". Lenín beindi því til miðstjómarinnar, hvort ekki mundi rétt að víkja þeim Kamen- jeff og Sínojeff úr flokknum. Andbyltingarliðið brá þegar við, er því hafði borizt þessi viðvör- un svikaranna. Uppreisninni skyldi hnekkt og gengið milli bols og höfuðs á forystuliði byltingar- innar, flokki bolsjevíka. Bráða- birgðastjórnin efndi til leynifund- ar, þar sem lögð voru á ráðin um það, hversu baráttunni gegn bolsje ^íkum skyldi hagað, og 19. októ- ber lét hún í skyndi kveðja her- sveitir heim frá vígstöðvunum til höfuðborgarinnar. Um strætin fóru vopnaðar varðsveitir og höfðu feng ið liðsauka. Einna fjölmennastir urðu andbyltingarmenn í Moskvu. Þessi var ráðagerð bráðabirgða- stjórnarinnar: Degi áður en II. allsherjarþing ráðanna kæmi sam- an, skyldi ráðast á og hernema Smolnystofnunina, þar sem mið- stjórn flokksins hafði aðsétur. A þennan hátt átti að tortíma stjórn- armiðstöð bolsjevíka, og í því skyni voru hersveitir, sem stjórn- in taldi sér óhætt að treysta, dregn ar.saman þar í höfuðborginni. En nú voru taldir dagar bráða- birgðastjórnarinnar og jafnvel stundir. Héðan af megnaði ekk- ert að stöðva sigurför hinnar sósí- alísku byltingar. Hinn 21. október sendu bolsje- víkar fulltrúa frá hermálanefnd byltingarmanna til allra þeirra her sveita, sem byltingunni voru hlynntar. Síðustu dagana fyrir upp reisnina var látlaust og kappsam- lega starfað innan hersins, í verk- smiðjum og á vinnustöðvum að undirbúningi baráttunnar. Þá voru og ákveðin verkefni falin her- skipunum, til dæmis bryndrekun- um Aurora og Sarja Svobody. Á fundi í fulltrúaráðinu í Pét- ursgarði kom raupsemin upp í Trotskí, svo að hann glopraði því út úr sér í eyru andstæðinganna, hvaða dag bolsjevíkar höfðu á- .kveðið, að uppreisn skyldi hefjastw Til þess nú, að Kerenskístjórninni gæfist ekki færi að hnekkja upp- reisninni, afréð miðstjórnin að hefja hana fyrr en til var ætlazt eða degi áður en II. allsherjar- þing ráðanna átti að koma sam- an. Snemma morguns hinn 24. októ- ber (6. nóvember) hefst Kerenskí handa, gefur út tilskipun um bann á aðalmálgagni bolsjevíkaflokks- ins, Rabotsji Pútj, og lætur bryn- reiðalið ta,ka sér stöðu umhverfis ritstjórnarskrifstofur blaðsins og prentsmiðju bolsjevíka. En um kl. 10 þá um morguninn verða bryn- Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.