Þjóðviljinn - 12.05.1945, Síða 2
ÞTÓÐVILJINN
Laugardagur 12. maí 1945.
ÍSLEND/NQAR! VERIÐ ÁVERÐl!
Vinir barnamorðingianna, aðdðendur
níðingsverkanna, eru strax byrjaðir
áróður sinn til hjálpar fasismanum
„Engar nazistaofsóknir“, hrópar Vísir. — Og Alþýðu-
blaðið er þegar byrjad að sverta danska födurlandsvini
íslendingar!
Styrjöldinni er lokið, en bar-
áttunni fyrir því að hindra að
fasisminn komist upp aftur,
heldur áfram.
Vér íslendingar höfum slopp-
ið við verstu hryðjuverk þessa
stríðs, en það er ekki sagt að
vér sleppum eins við hryðju-
verk næsta stríðs, ef fasisminn
fær aftur að festa rætur. Það
er því skylda vor gagnvart
sjálfum oss sem gagnvart
öllu mannkynjnu að hindra það
vægðarlaust að fasisminn fái
nokkursstaðar að festa rætur,
að nokkurs staðar fáist rekinn
undirróður fyrir hann, að hon-
um verði nokkur linkind sýnd.
Fasismjnn og illþýðið, sem hon-
um fylgir, hefur sett sig utan
við lög og.rétt, á ekki heima í
siðuðu þjóðfélagi frekar en
mannát eða brennsla lifandi
manna.
Þótt oss hafi verið hlíft við
verstu hörmungunum, þá verð-
um vér að gera oss Ijóst hvað
aðrar þjóðir hafa orðið að þola
— óg hvað nýr fasismi myndi
þýða.
fslendingar:
Viljum vér láta drepa böm
vor svo þúsundum skiptir, eftir
að þeim hafi verið misþyrmt í
fangabúðum?
Viljum vér láta reisa hér
manndrápaverksmiðjur, eins
og í Maidanek, þar sem kven-
fólk og karlmenn er afklætt og
staflað saman í klefa sem síld
1 tunnur og síðan brennt?
Viljum 'vér láta fylla gjámar
í hraunum íslands af líkum,
eins og gert var í Karkoff?
Viljum vér láta svelta þús-
undir íslendinga í fangabúðum
unz þorrinn deyr úr hungri en
þeir, sem eftir lifa, reyna að
draga fram lífið með því að
lifa á líkum hjnna, — eins og
gert var í Belsen?
★
Þetta eru atburðirnir, sem
hafa verið að gerast úti í
Evrópu. Þetta er fasisminn í
allri sinni ógn. Og þetta og
enn hryllilegri verður hann, ef
hann fær að komast upp aftur.
Ef vé.r látum vjðleitni til þess
að skapa þetta ástand á ný,
v iðgangast, — ef vér látum
nokkra linkind komast upp
gagnvart böðlunum þýzku og
hjálparkokkum þeirra, hvar
sem er, — þá er þetta stríð til
einskis háð, þá eru fómir þess
órangurslaust færðar, og þá
koma ógnir fasismans aftur yf-
ir þjóðimar.
ir
íslendingur!
Þú ,.lifir í lýðræðislandi. Þú
hefur málfrelsi og prentfrelsi.
Þú getur sjálfur ráðið hvernig
þjóð þinni er stjómað. Á þér
hvílir sú ábyrgð að láta þessa
ógn fasismans ekki koma niður
á bömum þínum, að láta nú
kné fylgja kviði, svo þessi ó-
freskja eigi aldrei aftuúkvæmt.
★
Líttu í kringum þig:
Fasistahyskið hér heima er
að byrja aftur sinn gamla á-
róður. Það vonast til þess að
sagan eigi að endurtaka sig, —
að Maidanek, Buchenwald, Bel-
sen og Dachau eigi eftir að
rísa upp á íslandi, — að fasism-
anum takist að lifna undir
grímu mannúðar og þjóðfrelsis,
unz hann er nógu sterkur til að
myrða aftur í grimmdaræði ein
staklinga og þjóðir.
★
„Vísir“ er búinn að búa til
nýtt orð: „nazistaofsóknir". Vís-
ir, eina blaðið á íslandi, ’sem
gerzt hefur málsvari Gyðinga
ofsókna, fer að vara menn við
„nazistaofsóknum". Því berst
'blaðið ekki á mótj rottuofsókn-
um, því bíður það ekki bama-
morðingjum grið?
Það er verið að þreifa fyrir
sér af hálfu fasistanna. Það er
þagað um öll hryðjuverk fas-
ismans. Og í skjóli vanþekk-
ingárinnar á síðan að biðjp
þeim miskunnar og ráðast L
þá, sem uppræta níðingana og
níðingsskapinn af jörðunni.
Tíminn og Alþýðublaðið, dag
blað Framsóknarfasistanna, eru
líka að' byrja að þreyfa. fyrir
sér um hve langt sé óhætt að
fara í áróðrinum fyrir fasism-
ann.
Menn muna feril þessara
blaða — hvemig þau í sífellu
hafa látið hatur sitt á sósíalism
anum og Sovétríkjunum verða
varaviðurkenningu sinni á lýð-
ræðinu yfirsterkari einnig á yf-
irborðinu.
Alþýðublaðið hefur hamazt,
ef erindrekar fasista og spell-
virkjar hafa verið hindraðir í
því að framkvæma fyrirskip-
anir Himlers í Sovétríkjunum
og það hefur gert slíka menn
að dýrlingum sínum.
Alþýðubiaðið svaraði sigri
fasismans á Spáni með því að
gera eina aðalkröfu fasista:
bann á Sósíalistaflökkum, að
kröfu sinni.
Alþýðublaðið tókst á loft af
fögnuði er það fékk von um að
Hitler gæti unnið Sovétríkin og
upprætt sósíalismann, en gerði
þó til vonar og vara þá kröfu
að Vesturveldin færu í stríð við
Sovétríkin og upprættu kom-
múnismann, ef Hitler tækist
það ekki.
Alþýðublaðið níddi hverja
frelsishreyfingu gegn fasisman-
um í Evrópu, ef það hélt a.ð
nokkuð væri róttækt við hana.
Það sverti Tito og de Gaulle, en
hampaði svikurum eins og
Mikhajlovitsj sem hetjum sín-
um.
Furðar þá nokkrun á því þó
Alþýðublaðið sé að þreifa fyrir
sér um hvort ekki sé líka hægt
að rægja danska föðurlands-
vini hér á íslandi?
Alþýðublaðið hefur sagt það
lýgi, sem önnur blöð hafa sagt
satt um hryðjuvérk nazista í
Kieff og Karkoff. En ef einn
nazisti er veginn einhversstaðar
erlendis þá býr þetta blað sig
undir það — og fær vafalaust
góða aðstoð í ekipulögðu slúðri
fasistavina, — að gera hann að
píslarvotti!
íslendingar!
Það er nauðsynlegt að vera
á verði. Það er ófyrirgefanlegt
af hvaða þjóð sem er að láta
fasismanum takast að reisa sig
við aftur í nokkurri mynd, eft-
ir þá glæpi sem hann hefur
framið, eftir þann ósigur, sem
hann hefur beðið og eftir þær
fórnir, sem færðar hafa verið
til að leggja hann loks að velli.
Næturlæknlr er í læknavarðstof-
unni í Austurbæjarskólanum.
Sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapóteki.
Næturakstur: Litla bílstöðin, sími
1380.
Ljósatími ökutækja er frá kl
21.45 til kl. 3.05.
Gjafir til Slysavarnafél. íslands:
Til Slysav. d. Ingólfur hafa eftir
farandi gjafir borizt: Frá' skipshöfn
inni á b. v. Hilmir kr. 1125, skips-
höfninni á Rifsnesi kr. 455, frá
skipshöfninni á Belgaum kr. 1600,
frá skipshöfninni á Þórólfi 1135,
frá ekkjunni I. E. kr. 10, frá skips-
höfninni á b. v. Sindra kr. 770, frá
skipshöfninni á b. v. Geir kr. 710,
frá skipshöfninni á Viðey 780, frá
skipshöfninni á Surprise til bjrög-
unarbáts 1450, frá söngvara kr. 500,
frá starfsmannafélagi og eigendum
h. f. Sögin og Ingólfi B. Guðmunds-
syni, starfslaun í einn dag kr. 1613,
frá útvrpsnotendum í Borgarfirði
eystra til minningar um Friðrik
Halldórsson, loftskeytamann kr. 500
— Samtals kr. 10.708.07.
Áheit til Slysavarnafélags íslands:
Frá N. N. kr. 100, G. Þ. 25, N. N
100, M. 50, G. H. E. 20, Dýrfinnu
Oddrifðsdóttur 20, B. B. 200, F. J.
30, Áslaugu 100, N. N. 200, G. H.
25, Hildi 40. — Samtals kr. 9.10.00.
íslendingar samfagna
Dönum og Norðmönnum
Eins og Þjóðviljinn hefur áður sagt frá söfnuðust Keykvík-
ingar heim til sendiherra Norðmanna og Dana, 8. þ. m. til að
samfagna endurheimtu frelsi þessara tveggja frændþjóða. Fer
hér á eftir ávarp það er formaður Norræna félagsins Stefán Jóh..
Stefánsson flutti við þetta tækifæri, svarræða Fonteney, sendi-
herra Dana og stuttur útdráttur úr ræðu Ryssts, sendiherra.
Norðmanna.
ÁVARP STEFÁNS JÓHANNS
STEFÁNSSONAR
Hæstvirti sendiherra!
í hugum Islendinga býr nú ó-
venjuleg gleði og fögnuður yfir
stríðslokunum hér í álfu. En alveg
sérstaklega verða 4. og 7. maí 1945
ógleymanlegir gleðidagar allra nor-
rænna manna, í mótsetningu við
9. apríl 1940, er var dagur harma
og sorgar í hugum sömu manna.
E'ftir fimm þung þrautaár fögnum
við af atóð og emlægum hug frelsi
bræðraþjóðanna á Norðurlöndum.
Norræna félagið á íslandi vildi
með heimsókn þessari til yðar
sýna lj'tinn vott gleði sinnar og
virðingar til þjóðar yðar. Og í
nafni Norræna félagsins og hins
mikla fjölda á íslandi. er af ein-
lægum hug fagnar fielsi þjóðar yð-
ar, ber óg fram hinar innilegustu
árnaðaróskir til þjóðar yðar, er
vaxið hefur að virðingu í ógnum
ófriðarins, með hugheilum óskurn
og vissu um gott gengi í framtíð-
inni, og í fullu trausti um náið og
vinsamlegt samstarf' á milli ís-
lenzku þjóðarinnar cg þjóðar yðar.
Ég bið þá, sem hér eru staddir,
að hrópa ferfalt húrra fyrir frænd-
þjóð vorri og hinu frjálsa fagra
landi hennar.
RÆ3DA SENDIHERRA DANA
Kæru íslenzkir vinir.
Þann 1. maí 1940, — fyrir 5
ánrni og einni viku síðan —
stóðu margir okkar einnig
héma augliti til auglitis.
Þá vottuðu íslendingar dönsku
þjóðinni samúð sína vegna her-
námsins.
Nú stöndum við aftur héma,
Ærbók Slysa-
rarnafélags
Islands
Árbók Slysavarnafélags íslands
fyrir 1944 er komin út. Bókin er
að þessu sinni tileinkuð 15 ára
starfsemi kvennadeildarinnar í
Reykjavík, og hefst á fróðlegum
greinum um stofnun og störf
kvennadei'Idanna í landinu. Þá eru
í árbókinni fróðlegar greinar um
skipbrotsmannaskýlin á eyðisönd-
um suðurstrandarinnar. Greinar
um 'hinar helztu gerðir björgunar-
báta, og slysfarir og skipatjón ár-
ið sem leið. Einnig eru í fcókinni
samlþykktir síðasta landsþings,
skýrslur tfélagsstjórnarinnar um
starfeemina á árinu reikningar fé-
lagsins og ótalmargt annað.
Bókin er prýdd mörgum mynd-
um og uppdrætti af landinu, þar
sem sýndar eru deildir félagsins og
björgunarstöðvar. Árbókin er
vandað og handihægt heimildarrit,
um hina stórfelldustu og fjölmenn-
ustu mannúðarstarfsemi á íslandi, i
slysavarnábaráttuna. ' |
en tilfinningamar eru andstæð-
ar því sem þær þá vom.
Þú drjúptum við Danir höfði
og létum ofviðrið geisa yfir.
En — eitt er að drúpa höfði
og láta ofviðrið geisa yfir, ann-
að er að brotna og láta kúga
sig.
Við stóðum fastir um menn-
ingu okkar strax frá byrjun og
varðveittum andleg verðmæti
okkar.
Norræn menning okkar sýkt-
ist ekki af kúgunar og þræi-
dóms anda frá suðri; þegar nor-
ræn réttarmeðvitund okkar og
grundvöllur sjálfstæðisins
komst í hættu, sögðum við all-
ir nei, konungur, þjóð og þing..
Við tókum hörmungar og þján-
ingar og fórum þyrnbraut heið-
ursins.
Þá vörðum við okkar eld-
gömlu norrænu menningu með
blóði .og mannslífum, og okkur
tókst að varðveita menningu
okkar óskerta.
Við emm nú stoltir af þvi
að hafa staðizt eldraunimar og
þess vegna getum yið með góðri
samvizku og fögnuði tekið 4
móti samgleði og fagnaðarósk-
um ykkar.
Það er mér meira gleðiefni
en ég get orðum að komið að
sjá ykkur fagna frelsi Dan-
merkur, og ég tek það sem
merki þess, að vinátta. samúð
og bróðurlegt samstarf megi
þroskast milli íslendinga og
Dana.
Eg er viss um, að þetta sam-
starf mun sí eflast, og bið ykk-
ur öll með mér að hrópa ferfalt
húrra fyrir vaxandi vináttu
milli þjóðanna.
Vinátta íslendinga og Dana
lengi Jifi!
IJTDRÁTTUR ÚR RÆBU
SENDIHERRA NORÐMANNA
Norski sendiherrann hóf mál sitt.
mcð því að þakka Reykvikingum
þá vináttu sem þei" sýndu norsku
þjóðinni með þessari heimsókn.
Þá .vók hann að þeirri miklu
, stund í lífi norsku þjóðarinnar er
hún hdfði nú endurtheimt frelsi
sitt. „Það er erfitt að túlka með
orðum tilfinningar okkar Norð-
manna á þessari stundu“, mæltí
hann, „en í kvæðinu okkar: „Gud
signe vort dyre Fædreland“ munu
þær einna bezt túlkaðar“. FlutJti
hann síðan nokkur erindi Jæssa,
kvæðis.
Að lokum lét hann í ljós þá ósk,
að sá náni samhugur og ágæta.
sannvinna íslendinga og Norð-
manna, sem hefðu tengst enn nán-
ari og trau'stari böndum á stríðs-
árunum en áður var, mætti halda
áfram að vaxa og styrkjast á kom-
,andi árum friðarins Kvað hann
Norðmenn aldrei myndu gleyma
vináttu íslendinga þessi síðustu
þjáningaár.