Þjóðviljinn - 13.06.1945, Síða 7
Miðvi&udagur 13. júní 1945.
ÞJOÐVILJINN
7
Selma Lagerlöf.
Lappi og Gráfeldur
Skógarvörðurinn dró kálfinn upp úr og bar hann yfir
mýrina. Lappi skildi þá, að kálfurinn var úr allri hættu
og varð glaður við. Hann hoppaði í kringum skógarvörð-
inn og sleikti hendur hans.
Skógarvörðurinn bar kálfinn heim og setti hann í kró
1 fjósinu. Síðan fékk hann mannhjálp til að draga kúna
upp úr. Og þegar því var lokið, mundi hann, að hann
hafði átt að skjóta hundinn. Lappi hafði stöðugt fylgt
honum. Nú náðr hann honum aftur og lagði af stað með
hann inn í skóginn.
Hann stefndi beina leið að hundagröfunum, en áður
en hann var kominn alla leið, datt honum dálítið í hug,
svo að hann sneri aftur heim að höfuðbólinu með hund-
ixm.
Lappi hafði verið rólegur, þangað til skógarvörðurinn
sneri við með hann heim. Skógarvörðurinn vissi auðvitað
að hann hafði orðið elgkúnni að bana og ætlaði að láta
berja hann, áður en hann yrði skotinn.
En það versta, sem Lappi vissi, var að láta berja sig
Hann missti alveg kjarkinn, hengdi höfuðið lúpulega
og lézt engan mann þekkja, þegar hann kom heim.
Húsbóndinn stóð í dyrunum þegar skógarvörðurinri
kom. „Hvaða hundur er þetta, sem þú kemur með“, sagði
hann, „þetta er þó ekki Lappi! Ég hélt, að hann væri
dauður“.
Skógarvörðurinn fór að segja honum frá elgjunum
og Lappi hnypraði sig vesældarlega saman við fætur
hans.
En skógarvörðurinn sagði ekki frá því, sem Lappi
hafði búizt við. Hann hrósaði Lappa og sagði, að hann
væri óvenjulega vitur, hann hefði fengið veður af því,
að elgimir væru í hættu og hlaupið af stað ,til að bjarga
þeim. „Þú ræður, hvað þú gerir, en ég skýt ekki þennan
hund“, sagði hann að lokum.
Hundurinn teygði úr sér og sperrti upp eyrun. Hanr.
gat varla áttað sig á þessu. Og hann fór að gjamma af
kæti, þó að hann vildi sem minnst láta á því bera, að
0$ ÞETTA
I Bandarikjunum hafa venC
fög sem banna að breyta ákvæð
um gjafa-sjóða. En það kemur
oft fyrir, að þeir glata með tírr.
anum hlutverki sínu. Borgar-
stjóri nokkur í St. Louis gaf
eignir sínar, eftir sinn dag, land
nemum, sem neyddust til að
snúa aftur vegna árása Indíána
og lögðu leið sína í gegnum St.
Lours á bakaleiðinní. En síðagti
frumbyggjavagninn sneri aftur
til St. Louis skömmu eftir lát
borgarstjórans. Og þar með var
tilutverk sjóðsins úr sögunni.
Árið 1930 reyndu ættingiar
borgarstjórans að fá ákvæðum
hans breytt, en dómstólarnir
neituðu. Sjóðurinn skiptir mil'j
ónum dollara.
★
Arið 1803 gaf Robert Ranal
jarðeign sína til ágóða fyrir
„gamla, fátæka og lasburða sjo-
menn af seglskipum“, og léc
reisa þeim hvíldarheimili, sem
hann nefndi „Friðarhöfn sjó-
mannsins". Nú eru seglskip orð ■
in svo sjaldgæf, að þessi auð-
æfi koma fáum að gagni.
★
Yfirmaður járnþrautanna i
Pennsylvaniu, Edgar Thomson,
gaf á sínum tíma allar eigmr
sínar til að reka heimili fyrir
dætur þeirra manna. sem deyja
af slysum við vinnu í þágu járn
brautanna. Þá voru þess konar
slys afar tíð, en eru nú að miklu
leyti úr sögunni.
★
Sagt er að um 400 xnilljóni;
dollara hafi „frasið inni“ í
gjafasjóðum í Bandaríkjunum.
r~' 1 '■ .- '"■"J ' "..- ' ~~ --—.
PEARL S. BUCK:
ÆTTJARÐARVINUR
1 «
„Heldiirðii að hjóhabfjndin séu
ákveðin frá fæðingu?“ spurði
í I-wan.
„Já“, svaraði Bunji blátt áfram.
,.Það segir móðir mín líka. Ekki
hvað ástinni viðvíkur, auðvitað.
Það er annað mál. En maður og
kona sem eru fædd undir sömu
stjörnu, eiga að verða hjón. Þá
verður hjónaband þeirra farsælt.
Þetta er nefnilega það, sem Aiko
hefur gert rangt. Hann hefur brot-
ið í bág við forlögin“.
„En vitið þið hver forlög hans
voru?“
. ,Já“, sagði Bunji. „Hann átti
I að eiga dóttur vinar föður okkar.
Hún er sögð góð og skyldurækin
stúlka. En Aiko bauð forlögunum
byrginn. Faðir minn segir, að
þetta leiði ógæfu yfir okkur öll.
Það var líka erfitt í byrjun. Sér-
staklega vegna þess, að Aiko er
svo góður. Faðir minn undraðist
mikið óhlýðni hans“.
Þeir gengu inn í húsið. Þar
var dauðahljótt. Þeir buðu hvor
öðrum lágt góða nótt og I-wan
fór inn í herbergi sitt. Allt í
einu fannst honum hann vera
fangi og ýtti draghurðini út að
garðinum til hliðar. Úti var
hvít þoka. Hún var líka eins og
múr, sem lokaði hann inni.
Hann vissi ekki sjálfur hvern-
ig nóttin hafði liðið, hvort harn
vakti eða svaf. En hann fékk
engan frið fyrir þeirri hugsun
1 að Táma og hann yrðu að híít-
I ast, áður en harm færi. Nokkrir
=■ óendanlegir klukkutímar liðu og
■ hann fann það betur og þetur,
f hve þetta vár allt fávíslegt.
Aiko var sá eini, sem hafði fullt
vit. Hann hafði ekki látið gam
almenni kúga sig.
„En hvers vegna fer ég ékki
beina leið og tala við hana9“
sagði hann við sjálfan sig. Því
ekki. Hann fór á fætur. Ef hann
fengi að sjá hana, yrði léttbær-
ara að fara.
Jafnskjótt og honum hafði
dottið þetta í hug, varð hann
eirðarlaus og gat ekki stillt ,
sig um að framkvæma það. --
Hann vissi, hvar herbergi henn
ar var, þó að hann hefði aldrei
komið þangað. Það var hinum
megin í húsinu við hliðina á
herbergi foreldra hennar. Hann
vissi að Murarki hafði aldrei
opið út í garðinn á nóttunni_
Einu sinni hafði hann sagt, að
náttkulið væri óholt, einkum
gömlu fólki. Þá hafði Tama
sagt. „Eg hef alltaf opið á
nóttunni.
Þá hafði móðir hennar sagt
lágt og þýðlega, eins og hún
var vön: „Uss, Tama. Það er
óviðeigandi, að þú talir um
nóttina“.
En einu sinni hafði Tama
sagt af hendingu: „Faðir minn
spurði mig síðasta afmælisdag
inn minn, hvers ég óskaði mer.
Og ég sagði að mig langaði
mest til að vera í herberginu.
áem snýr út að fossinum, svo
að ég fengi að vakna við nið-
inn á hverjum morgni".
Síðari hafði I-wan oft hugsað
um það, að nú væri hún vak-
andi og hlustaði á lindina. Ei
hann færi á fætur núna, gæti
hann gengið á hljóðið frá foss-
inum.
En hví ekki að framkvæma
það? Þannig hafði Aiok farið
sínár eigin leiðir.
Hann reis á fætur, klæddi sig
og gekk út í garðinn Grasíð
var mjúkt og vott. En hér
máttu ekki sjást spor. Renni-
hurðimar að herbergi hjónanna
voru lokaðar, eins og hann bjóst
við. Þó læddist hann gætilega
þar fram hjá. Svo var hann
kominn fyrir húshomið. Og þá
'heyrði hann lindamiðinn. Hann
þreifaði sig áfram í þokunni og
greip höndunum um trjágrein-
ar. Allt í einu fann harrn möl
undir fótunum. Þá var hann
kominn á stiginn, sem lá að
fossinum. Hann gekk á hljóðið,
þar til hann fann úðann hríslast
á hendur sér.
Þá sneri hann baki við fossin-
um og vissi, að nú stóð hann
andspænis herberginu, þar sem
Tama svaf_ Engin ljósbirta sási
þaðan. Væri hún 9ofandi, va;ð
hann að berja varlega á drag-
hurðina. En nú varð hann að
gæta þess að ganga alveg beint.
Það hefði verið lakara, að lenda
á herbergi Murakis gamla!
Hann taldi með sjáHum sé.r
„Einn, tveir, þrír“. Nú komu
heræfingarnar honum að gagn:
— hjálpuðu honum til að ganga
beint. Hann tók fætuma hátr,
upp við hvert skref og steig
gætilega til jarðar.
Hann hló með sjálfum sér.
Þetta var skoplegt — en dýr
skemmtun gat það orðið. En
enginn sá hann. Guði sé lof
fyrir þokuna_ Allt í einu rak
hann fótinn í eitthvað og þreif-
aði fyrir sér. Þetta var brúnín
framan við húsþilið. Rennihurð •
irnar voru dregnar frá eins og
hann hafði búist við.
Hann ætlaði að krafsa eins
og mús, til að gera vart við sig,
en þá hikaði hann og fullvissaði
sig enn einu sinni um, að hann
væri á réttri leið. Fossinn var
í beinni stefnu að baki honum.
Þetta hlaut að vera herbergið.
Hann krafsaði varlega í þilið.
Það var svo, hljótt, að hann
þorði ekki að hvísla eða hósta.
Hvað skyldi Tama segja? Þeg
ar hann loksins var kominn að
herbergisdyrum hennar, grem
hann ótti um, hvemig hún tæki
þessu. Ætlaði hún ef til vill að
hlýða föður sínum? Hún var
einkennileg samsetning aí
hlýðni og uppreisnarandá. Eng-
inn vissi, fyrr en til kastanna
kom, á hvaða sviðúm hún var
nútímakona og í hverju hún var
bundin gömlum erfðayenjurr
í fyrstu heyrði hann ekkert.
Og inn 1 herberginu var svo
hljótt, að hann varð engrar
hreyfingar var. En þá heyrði
hann einhvem' draga andann
djúpt og svo var eins og hönd
fálmaði í kringum sig í myrki-
inu. Svaf hún enn? Nei,. hann
heyrði að hún stundi lágt.
Hann hélt áfram að berja lág
og tíð högg með fingrunum —
hætti og byrjaði á ný. Þá sú
hann, að brugðið var upp ljósi
innan við tjaldið, þar sem hvíl-
an var. Og hann sá skuggá
hreyfast á tjaldinu. Tama reis
upp og hár hennar, sítt og
þykkt, féll um herðar hennar.
Ef til vill var hún hrædd.
„Tama“, hvíslaði hann. Og á
næsta augnabliki stóð hun
frammi fyrir honum Hún var
í siðum nóttkjóh
„I-wan“, hvíslaði hún hrædd.
„Tama — ég varð — ég verð
sendur til Yokohama á morgon
— á morgun, Tama. Eg veit
ekki, hvenær ég kem afíur.
Bunji sagði mér, að þér væruð
lokuð inni og að faðir yðar væri
reiður. Eg gat ekki farið á
þennan hátt“.
— faðir minn mundi
senda yður til Kína, ef hann
fyndi yður hér“.
„Hann finnur mig ekki hér.
— Tama —“ Þér verðið að
hjálpa mér“.
„Hjálpa yður?“
Litla krossgátan
LÁBÉTT :
2. beita — 4. eldstæði — 6 þjá’f-
að — 8. versna — 9. veiðifæri —
10. vökva — 12. reri ekki — 14.
starfa — 15. hræðslu — 17. draup
—- 19. op — 22. skordýr — 24. aub-
kenni — 25. ótta — 26. kveikur
27. faðm.
LÓÐRÉXT:
1. slóttug — 2. otað — 3. læra —
4. vend — 5. skítur — 7. gamall —
11. íóðra — 12. stóra stofu — l.-f.
nam — 14. hávaði — 16. feitmeti —
18. úrgangur ■— 20. álpast — 21.
verkur 22. óðagot — 23. hætta.
R Á Ð N IN G
SÍÐDSTO KROSSGÁTU
LÁRÉTT:
1. krossa — 7. ósmá — 8. ró —
10. to — 11. hár — 12. fá — 14.
krafa — 16. hraki — 18. au — )
rit — 20. fé — 22. ot — 23. ætla —
25. hristi.
L Ó Ð R É T T :
2. ró — 3. ost — 4. smokk — 5.
sá — 6. mórauð — 8. ráfa — 9.
( afhroð — 11. ha — 13. árit — 15.
rifti — 17. at — 21. éls — 23. ær
! — 24. at. • V