Þjóðviljinn - 28.06.1945, Page 4

Þjóðviljinn - 28.06.1945, Page 4
Útgefandi: Sameiningarflokkúr alþýðu -— Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og; ábyrgðarinaður: Sigurtlur Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfós' ‘Sigúrhjœrtarson. ' Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 13, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsi.ngar: Skólavörðustíg 10, sími 21S4. Askriftarverð: I Revkjavík og nágrenni: Kr. C.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðjur: Vilcingsprent h.f. og Prentsmiðja Þjóðviljans. Blekkingarpostular Framsólmaraft- urhaldsins fá ekki áheyrn Framsóknanmenn hafa undanfarnar vikur verið á þeytingi um allt land með fundahöld, og reynt að skýra það fyrir landslýðnum, hversvegna flokkur þeirra Hriflu Jónasar, Hermanns og Eysteins hagar sér sem gersam- lega ábyrgðarlaus afturhaldsflokkur. Þetta er ekki vandalaúst verk, og hafa þingmenn Fram- sóknar fengið að kenna á því, að ekki þýðir að bjóða bændum tóm slagorð og neikvæðan áróður gegn viðreisn- aráformum ríkisstjómarinnar. Stjórnarsinnar hafa yfirleitt ekki talið það ómaksvert að fylgja Framsóknarlegátun- um á fundi þessa, og hafa nú boðað til sameiginlegra stjórnmálafunda víðsvegar um land. Áróður Framsóknarflokksins ber öll einkenni þeirrar örvæntingar og vonleysis, sem í flokknum ríkir. Klofning- urinn milli Jónasarliðsins annarsvegar og Hermanns-Ey- steinsklíkunnar hinsvegar verður stöðugt meiri, og logar flokkurinn í innbyrðisóeirðum. „Uppgjör“ þeirra Jónasar og Eysteins á aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga gæti bent til þess, að Hriflu-Jónas sé að vinna á í flokkn- um, og væri það ekkf nema eðlilegt. Fyrst „framsókn“ þeirra Eysteins og Hermanns á eingöngu að verða fr-am- kvæmd á afturhaldsstefnu Jónasar, sem einkennist af naz- istaslagorðinu „barátta gegn kommúnistunum“, er það ekki nema eðlileg ályktun, að þeir sem slíkri stefnu fylgja, treysti höfuðpaurnum Jónasi betur til að fylgja henni eftir j framkvæmd en vesælum lærisveinum hans. • Þegar Framsóknarþingmennirnir koma út á land til kjósenda sinna, reyna þeir að hylja ábyrgðarleysi sitt, fiokksklofning og stefriuleysi með bofnlausu níði um rík- isstjómina, stefnu hennar og framkvæmdir. Boðskapurinn um yfirvofandi hrun er aðalatriðið í áróðri þeirra. Sem dæmi eru gjama valin einhver mál, sem reiknað er með að sem fæstir áheyrendanna þekki af eigin reynd, og þó er málflutningurinn þannig, að þessir Framsóknar- dátar virðast telia íslenzkt alþýðufólk upp til hópa ein- hverja blessaða einfeldninga. Einn þessara Framsóknarpostula, Bjarni Ásgeirsson, háttvirtur þingmaður Mýramanna, hefur að undanförnu boðað kjósendum sínum hrunið mikla og lýst fyrir þeim því ægilega ástandi, sem nú sé á landi hér vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Og auðvitað valdi þingmaðurinn dæmi úr sjávarútveginum tþegar hann talaði við bændur). Þar hefði ríkisstjórnin komið öllu í kaldakol, þar væri að hefjast ægilegt hrun. Til sönnunar sagði þingmaðurinn átakanlega dæmisögu: Einn af allrahæstu bátum Kefla- víkurflotans varð að hætta veiðum á miðri síðastliðinni vetrarvertíð vegna þess að útgerðin borgaði sig ekki. Þeg- ar skipverjar kvöddu skipstjórann á bátnum, var hann í káetunni og hágrét út af hinni hörmulegu afkomu. Svona er nú ástandið, bændur góðir! ® Þannig lauk sögu þingmannsins, og er hún sett hér sem einkennandi dæmi um þá tegund áróðurs, sem Fram- sóknarpostularnir reka nú. Mönnum getur virzt þetta broslegt, en í raun og vefu er þróun Framsóknarflokksins upp í þann ábyrgðarsnauða afturhaldsflokk, sem hann nú er orðinn, alls ekki broslegt þjóðfélagsfyrifbæri. Flokkur- inn finnur, að hans tími er liðinn, og virðist nú setja alla von sína á fasistiskar áróðursaðferðir, þar sem megináherzla er lögð á taumlausar blekkingar og ósannindi. En þessi áróður missir marks. Það eru ekki íslenzkir skipstjórar eða íslenzka þjóðín í heiíd sem nú „hágráta yfir hörmulegri afkomu,“ heldur hin gerspilita stjórn- málaklíka sem ekki blygðast sín fyrir að kalla sig Fram- sóknarflokk. Hugleiðmgar • • Orvarodds Þeir eru ekki af baki dottn- ir þessir • Rússar. Ef trúa má Alþýðublfiðinu láta þeir sér ekki nœgja að hernema mik- inn hluta Þýzkalands og ger- sigra herskara Hitlers, held- ur virðast þeir nú með ein- hverjum dularfullum hætti hafa hertekið hús hér í mið- bœnum, og það hvorki meira né minna en sjálfa útvarps- stöðina, og hafa þar í haldi Jónas Þorbergsson, útvarps- stjóra, Jón Magnússon frétta- stjóra og alla fréttamenn út- varpsins. Þessa hernaðarað- stöðu nota Rússarnir til að pumpa dœmalaust ósvífnum bolsévikaáróðri út yfir ís- lenzku þjóðina vamarlausa! Mjög nálœgt þessu yrði út- koman ef ékki alveg þessi, sem sá maður fengi er lœsi Alþýðublaðið síðustu dagana, og tœki mark á því, sem þar er skrifað. Dag eftir dag eru birtar hinar furðulegustu greinar um ríkisútvarpið og fréttaflutning þess. Ástœðan til þessara froðufellandi óláta Stefáns Péturssonar er sú, að nú eru sósialistar ekki útilok- aðir frá því að láta til sín heyra í útvarp eða starfa við það. Og svo hefur útvarpið leyft sér þá ósvífni að taka fréttir stöku sinnum eftir út- varpinu í Moskva (og Helsin- ki!) eins og það hefurfrá upp- hafi tekið fregnir frá útvarps- stöðvum í London, Berlín New York og fleiri borgum! Stefán Pétursson vill þetta ekki. Honum finnst allt í lagi að sœkja fréttir til allra höf- uðborga heimsins nema einn- ar, Moskva (og nú er Alþýðu- blaðið að setja aumingja Iíelsinki á bannlista, — næst slítur blaðið stjornmálasam- bandi við bræðraþjóðina finnsliu og segir henni stríð á hendur). Og það er ekki nóg með að Stefáni Péturssyni finnist þetta ófœrt. Hann held ur að það fái hljómgrunn hjá öðrum, að einhver taki mark á þessum skrifum, að útvarp- ið verði svo hrætt við árásir alþýðublaðsstórveldisins, að það hætti að flytja fregnir frá þeim löndum sem Stefán Pét- ursson á í persónulegum ó- friði við. Þetta er allt mis- skilningur hjá ritstjóra Al- þýðublaðsins, og leiðréttist hér með. Svo er það Tíminn, sem ann að veifið er að slá sér upp á utanríkismálum, ekki síður en Alþýðublaðið. Eg held það hafi verið 29. mai, að Tímmn afþakkaði fyrir hönd Banda- manna þátttöku Sovétríkj- anna í styrjöldinni gegn Jap- an. Ýmsir áhrifamenn meðal Bandaríkjamanna a. m. k. hafa nýlega látið í Ijós, að þeim vœri á því mikil þökk, ef Stalín vildi hjálpa þeim til að lumbra á Japönum: En sjálf- sagt veit Þórarinn betur. OTCT Jónsmessumótið i ,,Bæjarpósturinn“ birtir í dag fram- | hald af huglei&ingum ,,Mdtgests“ j um Jónsmessumót Sósíalistafélaganna og Æskulýðsfylkingarinnar. — Við geíum ,,Mótsgesti“ orðið: Kvöldvakan „Klukkan nákvæmlega 9 um kvöld- ið var mótið sett og gestir boðnir velkomnir. Söfnuðust mótgestir þá saman umhverfis pallinn: Sumir klöngruðust upp á gjárbarmana, aðr- ir köstuðu sér niður á grasið undir veggjunum, enn aðrir tylltu sér á sill- ur og steina og fjöldi fólks stóð í hnapp umhverfis pallinn. Þarna voru karlar, konur og börn á harðahlaup- um með myndavélar, og notuðu ó- spart ,,ýtni“ Ijósmyndarans til að koma sér svo fyrir, að þeir gætu náð góðri mynd af öllum, sem fram komu. Kvöldvakan hófst með því, að Ein- ar Bragi Sigurðsson flutti ræðu. Tal- aði hann -um næstu og helztu vanda- málin í samneyti þjóðanna og réðst einkum heiftarlega á kúgun ný- lenduþjóðanna, sem hann kvað lang- svívirðilegasta ranglætið, sem við- gengist í veröldinni, síðan nazisminn hefði verið að velli lagður. Næst las litil stúlka kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, en að því búnu lék mandólínkvartett við stórlegan fögnuð allra viðstaddra. Þessu næst tróð Jóhannes skáld úr Kötlum að hljóðnemanum og mælti fram tvö af kvæðum sínum: ,,Jóns- messunótt“ og annað, er hann skóp drög að á lýðveldishátíðinni á Þing- völlum 17. júní 1944. Þrátt fyrir hið undurljúfa viðlag þessa kvæðis: ,,Gjörðu svo vel, góðin mín, og gakktu með mér!“ kann ég þó hinu þróttmikla og heita kvæði ,,Mitt fólk“ betur og hefði kjörið það fremur í þessum hópi á þessum stað. Er hann hafði flutt hin frumsömdu kvæðin, lék mandólínkvartettinn á ný, en að því búnu las Jóhannes ljóð eftir hitt ,,listaskáldið góða“. Var þá kvöldvokunni lokið. „Dansinn tróðu“ Þessu næst var danspallurinn rudd- ur og hljómsveit tók sér sæti í einu horninu, þandi dragspil og barði bumbur, og danslögin dunuðu, skullu á hamraveggjunum og endurvörpuð- ust þaðan með margföldu seiðmagni. Ungir og aldnir þyrptust upp á pall- inn, og innan tiðar troðu dansinn ,'teitir þar tobaksskjoðubjoðar; hnjá- skjólstróður hýreygar hlupu á glóðum rjóðar . Það er bæði skoplegt og skemmtan góð að líta yfir lítinn tré- pall úti í guðsgrænni náttúrunni, full- an af iðandi fólki: sjómönnum, er njóta landvistarleyfisins í örmum ^núningslipurrar snótar, verkamönn- um með sigg í lófum og hnýtta hnúa, bændum, er stokkið hafa frá hálf- erjuðum ekrum, stúdentum með gamlar, gauðslitnar húfur, sem vitna um nalægð embættisprófsins og ný- bökuðum stúdentum með hvíta, hall- andi kolla og andlit ljómandi af fögn- uði yfir þvi, að hafa lokið þessum langþráða áfanga, stórum og stæði- legum þjóðskáldum með skínandi gáfnaskalla og svart yfirskegg, al- þingismönnum, sem kastað hafa á- hyggjusvipnum og ráðherrum með reykjarpípu í . munni. „Hn.iáskjólstróður“ Og ekki er fjölbreytnin minni, ef litið er yfir Kið fagra kyn: Brenn- heitar, bióðrjóðar, reykvískar blóma- rósir í rauðum, gulum, gfœnum eða bláum buxum ftg strigastakk með skotthúfu á höfði og fiandraraklossa á fótum, sællegar kennslukonur á þrítugsaldri, sem reyna að halda uppi á sér beizlinu, vegna þess að eitthvað af nemendum hefur slæðzt hing- að á völlinn í fylgd foreldra sinna, miðaldra piparjómfrúr, sem kasta hnakka af hneykslun yfir hátterni járnsmíðanemans, sem hallar höfðinu að vanga hnellinnar hreppsstjóra- dóttur, lífsglaðar eiginkonur, sem skilja sína samtíð og brosa að brek- um æskunnar, og virðulegar kven- réttindakonur, sem glfma íbyggnar við niðurlagssetninguna á næstu kvenfrelsisræðu eða næsta leiðara í kvennasíðuna. — Og allt þetta fólk skvettir upp skottinu, vaggar. sér i lendum, dyllar höfðinui, sveiflar höndum og íótum í sem nánustum takt við þá tóna, sem það heyrir fyrir skvaldri eða umræðum, hlátri og flissi. „Nóttlaus voraldarveröld“ En Jónsmessunóttin á nægtCV af fegurð, þótt návist sé rofin við lífs- glaðar sálir. Ánvegjulegt er einnig að ganga út í hraunið, kasta sér niður í kjarrið og anda að sér ilmi gróandi jarðar, horfa á nýgræðinginn vagga kollinum í kvöldgolunni, horfa á litla þröstinn veifa stélinu og hlýða á hann ,,syngja sinn söng yfir síð- kvöldin löng“. Ur fjarska heyrist lág- ur niður Oxarár, og gráan úða legg- ur upp frá fossinum. En bakgrunn allra unaðssemda og allra unaðs- stunda myncjar þó h£ð dásbmlegu fyrirb^igði: jóllýð, og Þorsteinn kemur hér ljóslifandi, kastar sér nið- ur við hliðina á okkur og syngur sinn hugljúfa söng til næturinnar: ,,Og er þú vefur vængjum þínum, þú voldug nótt, um kyrran heim, þá kastar lífið lörfum sínum og laugast frjálst í straumi þeim. Þar rís það upp sem endurborið, með augu snör og roða á kinn, það andar léttar, eins og vorið, og opnar heita faðminn sinn“. Drykk.iurútar heiðra staðinn Hvers þörfnumst vér fremur til að geta skemmt okkur og notið iífsins? Hvað veldur því, að til eru mann- ræflar, sem þurfa að brjála sig með því að svelgja af sorabrunni Bakkus- ar með þeim arangri, að þeir verða sjálfum sér til skammar? Svarið er aðeins eitt: Þeir eru sjúkir. Það vant- ar eitthvað í þá, svo að maður aumkv- ar þá fremur en fyrirlítur. En við á- kærum þá iandsstjórn, sem ekkert gerir tií að bægja þessu böli frá dyr- um þjoðarinnar. Við ákærum núver- andi landstjórn, sem aliar aðrar, er beinlínis stuðla að því 'að drykkju- rútarnir þjóni dýrslund sinni, en virða að vettugi friðhelgi heiðvirðra borgara fyrir yfirgangi og speilvirkj- um öiæðinganna. — En þess vegna minnist ég á þetta hér, að nokkrir ölóðir liöfðu ekið á Þingvöll á iaug- ardagskvöldið í einkabílum sínum til að „heiðra" þennan heigistað þjóð- arinnar á si'nn hátt! Höfðu þeir kom- ið við í Valhöll, en verið reknir þar út urn miðnættið. Lögðu þeir þá leið sína bæði þangað sem sósíaiistar voru að skemmta sér- og eins á Ár- nesingamótið, og stóðu þar fyrir ýms- um óspektum. En þess skal getið, sósíalistum til verðugs hróss, að á þeim sá yfirleitt ekki vín, og þeir höguðu sér vel í hvívetna. En ekki er heidur þörf að leyna því, að með- al þeirra, sem þarna voru á ölæðis- Framh. á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.