Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 8
Vinnan við vallargerðina hafin. Lausa grjótmu sópað af vallarstœðinu með jarðýtu. Fram byggir nýjan knattspyrnuvöll í grjótnámimi hjá Sjómannaskólanum Stórv iðburöiir í íþróttalífi bæjarins Knattspyrnufélagið Fram hefur í sumar byggt nýj- an knattspyrnuvöll hér við bæinn. Er völlur þessi í grjót- námi bæjarins, fyrir neðan Sjómannaskólann nýja'. Völlur þessi hefur nú verið tekinn í notkun og er hann talinn betri en gamli völlurinn á Melunum. — Blaðamönnum var í gœr boðið að skoða þennan nýja knattspyrnuvöll og skýrði formaður Fram, Þráinn Sigurðsson, þeim frá framkvœmd verksins. Vallarsjóður Fram var stofnaður árið 1938, og var þá 1 ráði að félagið fengi vall arstæði í Nauthólsvík. Af því varð ekki vegna hernaðar- mannvirkja þar, og sótti þá félagið um æfingasvæði til bæjarstjórnar öðru sinni. Varð svokallað Nóatún fyrir valinu. Seinna kom í ljós að vallarstæðið þarna var ekki fullnægjandi og því horfið frá því að gera völlinn þar. Eftir tillögu íþróttaráðu- nauts bæjarins, Benedikts Jakobssonar, var' að lokum ákveðið að byggja völlinn í grjótnámi bæjarins, í brekk- unni neðan við Sjómanna- skólann nýja. Vallargerðin var hafin 19. maí í vor og hef ur Sigurbergur Elísson stjórn að framkvæmdunum. Byrjað var á því að ryðja lausagrjóti af vallarstæðinu með jarðýtu. Síðan var harpaður sandur Hver á að greiða búninga lögreglu- þjóna? Lögreglustjórinn hefur skrifað borgarstjóranum, þar sem hann fer þess á leit að lögreglumenn fái greiddan viðhaldskostnað fata sinna að ákveðnu hámarki árlega. Enn fremur ef föt skemmast vegna skyldustarfa, þá greiði bæjarsjóður skemmdirnar. Ástæðan til þessa bréfs er sú að í frumvarpi að reglum um einkennisbúning starfs- manna Reykjavíkurbæjar er gert ráð fyrir að starfsmenn- irnir greiði viðhaldskostnað einkennisfata. Virðist það ekki ætti að þurfa að verða deilumál að lögregluþjónar fái greiddan viðhaldskostnað og skemmdir á einkennisfötum er verða af völdum starfs þeirra. borinn í völlinn sem undirlag og salli þar ofan á. Völlurinn var heflaður og valtaður og er nú þurr og sæmilega harð ur víðast hvar, enda þótt eng in lokræsi hafi verið gerð í honum. Er hann talinn mun betri en gamli völlurinn á Melunum. Stærð vallarins er 105x65 m, sem er fullkomin vallar- stærð. Einnig er þárna III. fl. völlur er liggur í kross yf- ir hinn völlinn. Skúrar með búningsklefum verða reistir þarna fyrir næsta vor. Síðar verða e. t. v. byggðir tennis- og handknattleiksvellir, til hliðar við knattspyrnuvöll- inn. Þá hefúr Fram fengið ádrátt um lóð undir íþrótta- hús skammt frá vellinum. Framarar hafa unnið að vallargerðinni í sjálfboða- vinnu, en efniskaup hafa orð- ið félaginu nokkuð dýr. Mun völlurinn vart kosta innan við 100 þús. krónur fullgerð- ur. Hefur félagið engan fjár- styrk fengið til vallargerðar- innar, hvorki frá bæ né ríki, enda ekki verið um það beð- ið. Vallarstæðið er endur- gjaldslaust í 25 ár. Er félagið þakklátt bæjarstjórninni og öðrum er stutt hafa þetta mál. í fyrradag hófst fyrsta mót ið sem háð er á þessum velli, og voru spilaðir 3 leikir. I. fl. mótið hófst svo í gær- kvöld á vellinum. Hefur móta nefndin farið þess á leit við Fram, að mót þessi yrðu háð á nýja vellinum. Þetta vallarstæði er hið á- kjósanlegasta fyrir áhorfend- ur. Af klettunum í kring sést vel yfir völlinn og þaðan er fagurt útsýni. — Er fyllsta ástæða til að óska Fram og öðrum sem koma til með að njóta þessa vallar, til ham- mgju með þennan ágæta knattspyrnuvöll. Erlendir þjóðhöfð- ingjar svara árn- aðaróskum forseta Adolf Busch. Fiðíusnillingurinn Adolf Bnsch 16. þ. m. sendi forseti ís-' landsþjóöliöfðingium aöal-, hernaöarþjóöanna árnaðar-' óskir ut af unnum sigri og! fengnum friöi. I Georg Bretakonungur, Vil ] helmína Hollandsdrottning. og de Gaulle hershöfðingi, j stjórnarforseti Frakklands hafa sent svarskeyti. Skeytin eru á þessa leið: „Haag, 17. ágúst 1945. Forseti íslands, Reykja- ’ vík. i Eg þakka yður mjög inni- ‘ lega fyrir vinsamlegar árn- ’ aöaróskir yöar og íslenzku þjóöarinnar. Vonandi verö- j ur þessi lokasigur yfir síð- ustu árásarþjóöinni upphaf langs tímabils friðar og farsældar allra lýöræðis- þjóða. Vilhelmína.“ „París, 17. ágúst 1945. Herra Sveinn Björnsson, forseti íslands, Reykjavík. Frakkneska þjóðin er sér- staklega snortin af árnaöar- óskum þeim, sem. þér, herra forseti, hafiö fært mér fyrir hönd íslenzku þjóöarinnar, sem oss er tengd fornum bönduíh vináttu og samúö- ar. De Gaulle, hershöfðingi.“ „London, 18. ágúst 1945. Forseti lýðveldisins ís- land, Reykjavík. Eg þakka yöur, herra for- seti, mjög hjartanlega fyrir vinsamlegar árnaðaróskir yðar út af þeim fullnaöar- sigri, sem þjóðir brezka sam veldisins ásamt bandamönn um sínum hafa unnið meö þvi að hrinöa árás Japana. Mér þykir mjög vænt um ummæli yöar um framkomu brézka herliðsins, sem sat á L-landi meðan ófriðurinn stóð og ég er sömu sann- færingar og þér, að sú vin- samlega sambúö, sem varö meö því og íslenzku þjóð- inni sé farsæll fyrirboði um aukna vináttu og velvild, milli landa okkar á því frið- artímabili, sem vér eigum nú í vændum níeö blessun guös. Georg R l.“ (Tilkynning frá ríkisstj.) Torfur af túnfiski sjást í Vopnafirði Undanfarna daga hefur orð ið vart við allstórar torfur af túnfiski í Vopnafirði, einnig hefur túnfisks orðið vart undan Snæfjallaströnd. Eitthvað hefur veiðst af túnfiski á þessum stöðum. „Bjarnarey" náði einum tún- fiski og var hann skutlaður með selaskutli. Var hann 300 kg. að þyngd. Úti fyrir Snæ- fjaflaströnd náði vélbáturinn Sædís túnfiski og var hann 270 kg. að þyngd. Var kg. af honum selt á 5 krónur. Framhald aí 1. síðu. Viö spyrjum Busch um störf hans í Bandaríkjunum. Hann segist stjórna þar 30 manna hljómsveit, sem ferö ist um Bandaríkin og haldi hljómleika. I október n. k. fer hann meö hljómsveit sína í tveggja mánaöa hljómleikáferö um Banda- Magn.iís Biöndal forstjóri S. R. á Sigluíirði fellur af hsstbaki og bíð- ur bana Það slys vildi til á Siglu- firði s. I. sunnudagsmorgun, að Magnús Blöndal fram- kvæmdastjóri Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði, féll af hestbaki og slasaðist svo alvarlega á höfði, að hann andaðist skömmu síðar. Magnús hlaut áverka á höfði við byltuna en hafði þó fulla meðvitund fyrst eftir atburðinn og var fluttur heim til sín í bifreið. Litlu seinna varð hann rænulaus, og andaðist á miðnætti að- faranótt mánudags. Magnús BÍöndal var fædd- ur 6. nóv. 1897, sonur Björns læknis Blöndals og Sigríðar konu hans. Var hann kvænt- ur Elsu, dóttur Axels Schiöth, og lætur eftir sig tvö böm. ríkin og þarf því að vera kominn til Bandaríkjanna innan þriggja vikna til þess aö vera viðstaddur æfingar. Er við spyrjum hann, hvort hann hafi vitaö nokk- uð um ísland, áður en hann fékk tilboöið um aö koma hingað, sagöi hann, aö þaö heföi ekki veriö mikið, en hann hefði lesið nokkuö urn land og þjóð í bókum. Hins vegar hafi dóttir sín mikinn áhuga á íslandi og hafi les- ið íslendingasögurnar í þýö- ingum. Hana hafi langað mikið til aö koma hingað meö sér, en þaö hafi ekki verið unnt, sökum erfiöleika á aö fljúga hingaö. Enginn vafi leikur á því, að koma jafnfrægs og mik- ils metins tónlistarmanns og Adolf Busch er, er mikill viöburöur í íslenzku tónlist- arlífi, enda hafa Reykvík- ingar kunnaö aö meta þaö, svo sem aðsóknin aö hljóm- leikum hans sýnir. En ekki veröur hjá því komizt' að minnast þess, um leiö og við fögnum komu hans hing aö, að það er okkur til skammar, aö geta ekki boð- ið honum og öðrum lista- mönnum, sem hingað leggja leiö sína, betri húsakynni til þess aö halda tónleika í en við höfum nú völ á. Ætti þetta því aö verða okkur I hvöt til aöLhrinda sem allra fyrst í framkvæmd hug- myndinni um byggingu tón- listarhallar hér í höfuð- staðnum:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.