Þjóðviljinn - 01.11.1945, Qupperneq 5
Fimmtudagur 1. nóv; 1945.
ÞJÖÐVILJÍNN
Sósíalistaflokkurinn er stærsti flokkurinn á
Siglufirði og fylgi hans stöðugt vaxandi
Breiðfylkingarmenn hafa misst trúna á hinn illa málstað sinn og
hinn pólitíska dóm í kaupfélagsmálinu
Ásgrímur Albertsson ritstjóri Mjölnis á Siglu-
firði var staddur hér í bænum um daginn og not-
aði Þjóðviljinn tækifærið til að spyrja hann frétta
að norðan.
Siglufjörður hefur á margan hátt verið mjög
umtalaður, en þar hafa borgaraflokkarnir undir
forustu Framsóknar beitt sér mjög hatramlega
gegn Sósíalistaflokknum, og sem frægast er orðið
af kaupfélagsmálinu svokallaða, en dómur setu-
dómara Finns í því máli er þar nú almennt talinn
pólitískur dómur, knúinn fram með offorsi og hef-
ur hin hatrammi fjandskapur sem Framsókn hef-
ur beitt sér fyrir á Siglufirði, orðið til þess að auka
áhrif og fylgi sósíalista.
Hér fer á eftir viðtal við Ásgrím Albertsson:
Síldin brást — en Sigl-
firðingar bíða vongóðir
næsta sumars.
— Hvað er að frétta frá
Siglufirði?
— Það er nú satt að segja
ekki mikið. Síldin brást í sum-
ar, eins og allir vita, og setti
það sinn svip á bæinn í sumar
og haust. Annars gerigur lífið
sinn vanagang þarna fyrir
norðan. Okkur Siglfirðingum
bregður ekki við, þvi að stríðs-
gróði'undanfarinna ára hefur
farið framhjá Siglufirði. Sum-
arið færði okkur þó nokkur
vonbrigði, því að við höfðum
öll styrjaldarárin lifað í von-
inni um blómlegt atvinnuiíf
að stríðinu loknu og hofðum
gert okkur góðar vonir uin
þetta sumar. En um það er
ekki að fást, þótt síld bregðist
eitt sumar, slíkt hefur komið
fyrir áður og á vafaiaust eftir
að koma fyrir aftur. Við bíð-
um vongóðir næsta sumars.
Siglufjörður hefur átt mjög
mikilvægan þátt í atvinnulífi
landsins og sá þáttur mun
verða meirj á komandi árum.
Þjóðin hefur ekki efni á öðru
en að efla síldarframleiðsluna
og nota til hlítar þá ntiklu
kosti, sem Siglufjörður hefur
sem miðstöð fiskiiðnaðar á
Norðurlandi.
„Rosafréttir“ frá Siglu-
firði — birtar í ómerki-
legasta blaði landsins.
— Hingað berast öðru
hverju rosafréttir, sem slegið
er upp eins og stærstu stríðs-
fréttum, svo að eitthvað hlýtur
að gerast þarna?
— Vissulega ber margt til
tíðinda á Siglufirði, eins og
annars staðar, Þar er barátta
milii flokka og samtaka eins
og annars staðar og er því allt-
af eitthvað að gerast. En því er
ekki að leyna, að til eru menn,
sem virðast skoða það seiri sitt
sérstaka hlutverk, að miðla
landsmönnum „fróðleik“ um
siglfirzk mái, senda blaði eiriu
hér í höfuðstuðnum, Afþýðu-
ÚTBOÐ
Þeir, sem gera vilja tilboð í að
byggja eitt 4 hæða íbúðarhús (32
íbúðir) við Miklubraut, fyrir Reykja-
víkurbæ, vitji uppdrátta og útboðs-
skilmála í skrifstofu bæjarverk-
fræðings, gegn 100,00 króná skila-
tryggingu.
Bæjarverkfræðingur.
blaðinu, „fréttir" frá Siglu-
firði. Leggja þeir mikið kapp
á að sannfæra fólk um það í
fyrsta lagi, að allir, sem ein-
hvers mega sín á Siglufirði, séu
misindismenn og viðsjálsgripir
og í öð.ru lagi, að þeir séu allir
komniúnistar eða handbendi
kommúnista. Þeir, sem tryðu
þessuin „fréttum“, gætu hald-
ið að gamla Sódóma væri end-
urrisin og þar fyndist aðeins
einn Lot — kratarnir, sem væri
þó einskis megnugur. En ég
held að Siglfirðingar séu eins
og aðrir íslendingar, upp og
ofan og það þykja ekki tíðindi
í öðrum kaupstöðum, þótt
verzlun hafi til skelplötutölur
af mismunandi gerðum og á
mismunandi verði, eða þótt
verksmiðja tryggi sér hráefni
til reksturs síns, eða kaupfé-
lagsstjórn vilji að félagslög séu
í Íieiðri höfð. En það er okkur
Siglfirðirigum huggun, að
„fréttir" þessar hafa flestar
birzt í óinerkilegasta blaði
laridsins og því síður hætta á
að mark sé tekfð á phróðrin-
um. Þótt feynt sé af sumum
að nota t. d. kaupfélagsrpálið
til að ófrægja Siglufjörð og
telja fólki trú um að þar hafi
verið eitthvað það á ferðinni,
sem hvergi gæti komið fyrir
annars staðar, þá sjá allir, sem
það mál vilja kynna sér, að
þetta gæti gerzt og hliðstæðir
atburðir hafa gerzt um allt
land.
Breiðfylkingarmenn
hafa misst trúna á mál-
stað sinn og hinn
pólitíska dóm.
— Hvernig er iitið á þetta
kaupfélagsmál á Siglufirði og
dórninn, sent uppkveðinn var í
því máli?
— Þetta kaupfélagsmál var
ákaflega mikið hitamál í vor
og litu menn því mjög mis-
jöfnum augum á það. En eft-
ir því sem hugir manna hafa
róazt og þeir hugsað málið bet-
ur, hefur það orðið almennari
skoðun, að stjórn kaupfélags-
ins liafi ekki getað haldið
Ásgrímur Albertsson.
öðruvísi á málinu en hún
gerði, nema bregðast þar með
skyldum sínum. Það mun
varidfundin sú féiagsstjórn,
sem léti ofbeldismönnum tak-
ast að brjóta lögin og reka
hana frá á ólöglegan hátt, án
þess hún hreyfði hönd eða fót.
Sú stjórn væri mjög ámælis-
verð. Breiðfylkingarmenn
sjálfir misstu líka fljótt trúna
á málstað sinn, og mér er ó-
hætt að fullyrða, að hinir at-
hugullu meðal þeirra gerðu
sér ekki vonir um að aðferðir
þeirra yrðu dæmdar löglegar.
Sumir hirina ofsafengnu
munu einnig hafa talið málið
tapað. Talar það sínu máli, að
sumir þeirra drógu viðskipti
sín frá kaupfélaginu. Það,-
hefðu þeir tæplega gerb/ef
þeir hefðu búizt við sigri fyrir
dómstólunum. Um álit manna
á dómnum er það að segja, að
flestir líta'á hann sem pólitísk-
an dórii, enda lvefur hann öll
einkenni slíks. Það hefur líka
mjög styrkt þessa skoðun, að
setudómarinn, sem dæmdi í
málinu, hefur nú hlotið fyrsta
embætti sem losnaði eftir að
liann kvað tipp dórninn, en
dómsmálaráðherra, sem veit-
ingavaldið hefur, hafði svo
sem kunnugt er mjög ákveðn-
ar óskir um úrslit þessa
máls. Þessu máli hefur nú
verið áfrýjað til hæstarétt-
ar. Verður því ekki trú-
að, að hæstiréttur staðfesti
úrskurðinn óbreyttan og lög-
helgi þar með þær aðferðir,
sem þarna \oru frammi hafð-
ar. Mundi það, hvað sem öðru
líður, ekki verða til þess að
auka frið og festu í samvinnu-
félögunum, ef það yrði lög-
helgað, að meirihluti á einum
aðálfundi gæti rekið alla
stjómina frá og kosið nýja.
Sósíalistar hafa einhuga
beitt sér fyrir framfara-
málum Siglufjarðar.
— Hversu er háttað bæjar-
málunum?
— Eins og menn vita, varð
Sósíalistaflokkurinn í minni
hluta við síðustu bæjarstjórn-1
arkosningar og hefur því ekki
átt hlutdeild í stjórn kaupstað-
arins á þessu kjörtímabili. En
þrátt fyrir það, þótt flokkur-
inn hafi verið í minnihluta, á-
leit hann það skyldu slna að
berjast af alefli fyrir velferðar-
málum bæjarfélagsins, einkum
Skeiðsfossvirkjuninni og end-
urbyggingu Rauðku. Hefur
flokkurjnn lagt allt sitt harð-
fylgi, bæði heima fyrir og á
Alþingi, í það að koma þessum
málum í framkvæmd. Hann
hefur ekki neytt minnihluta-
aðstöðu sinnar til þess að gera
þeim, er. völdin höfðu, erfið-
ara fyrir um þessar fram-
kvæmdir, heldur hjálpað þeim
til og látið gagnrýni þoka, ef
hætta var á að hún gæti spillt
fyrir framgangi málanna. Álft
ég að aðrir flokkar, sem eru
eða lenda í minnihíuta, mættu
taka sér þetta til fyrirmyndar.
Án baráttu og stuðnings Sósí-
alistaffokksins hefðu þessi mál
ekki kómizt í framkvæmd. Við
sósíalistar erum ekkert að hæla
okkur af þessu, við álitum
þetta sjálfsagt mál. En yjð
vænttnp þess, að almenriingur
skilji þessa afstöðu og meti að
verðleikum.
Sósíalistaflokkurinn
stærsti flokkurinn. —
Fylgi hans stöðugt
vaxandi.
— Er þess að vænta, að
flokkurinn hafi kosningasam-
vinnu við aðra flokka um
bæjarstjórnarkosningarnar í
vetur?
— Nei, engar horfur eru á
slíku. Fiokkurinn mun ganga
einn til kosninga og setja sér
það markmið, að' korna í fram-
kyæmd áhugamáium sínum á
sviði bæjarmála og ná meiri-
hluta í bæjarstjórn.
— Eru nokkrar líkur til að
þið náið meirihluta, þar sem
sósíalistar eiga nii aðeins tvo
bæjarfulltrúa; til þess þyrfti
gífurlega fylgisaukningu?
— Um líkurnar skal ég engu
spá, en vil þó benda á þá stað-
reynd, að eftir atkvæðamagni
flokksins við alþingiskpsning-
arnar síðustu ætti hann að eiga
þrjá fulltrúa. Hefur hoinim
aukizt fylgi síðan og ct það. ó-
umdeilt, að hann er sterkasti
flokkurinn r bænuin. Og hvað
F.Í.B. Farfuglar vikivaka-
æfing í kvöld kl. 8,30 í
fundarsal Alþýðubrauðgerö-
arinnar. FjplmenniÖ.
Nefndin.
sem Hður líkunum, þá er það
bænum meiri nauðsyn nú
heldur en nokkru sinni fyrr,
að festa og einhugur sé ríkj-
andi í stjórn hans, en reynslan
hefur sýnt, að slík festa næst
tæplega nema því aðeins að
pinn flokkur nái meirihluta.
Á næsta kjörttmabili bíða bæj-
arstjórnarinnar stórkostleg
verkefni. Stórframkvæmdirnar
á þessu kjörtímabili skapa skil-
yrð'i til blómlegrar atvinnu-
þróunar, en þessi skilyrði
verð'a svo bezt nýtt, að stjórn
þæjarmálanna sé ekki háð til-
viljunum eða makki rnilli ó-
sk-ylcíra og ósamstæðra flokka.
Glæsilegir framtíðal-
mögruleikar
— Ég hef orðið þess var, að
sumum finnst Siglfirðingar
hafa færzt nokkuð mikið í
fang undanfarið. Hvað álítið
þið Siglfirðingar sjálfir um
það?
— Við erum vægast sagt
hissa á slíkum ummælum.
Hafa menn gleymt því, að um
Siglufjörð hafa verið flutt út
margfalt meiri verðmæti held-
ur en um nokkurn annan stað
á landinu? Hafa menn gleymt
árunum, þegar Siglufjörður
lagði landinu til meginhluta
hjns erlenda gjaldeyris? Halda
rnenn að það sé nokkuð vit í
þyí frá þjóð'hagslegu sjónár-
miþi, að bær, sem hefur eins
ákjósanleg skilyrði til stórkost-
legrar útflutningsf-ramleiðslu
eins pg SigJufjörður, búi t. d.
við rafstöð, sem getur fram-
leitt ein 3—4 hundruð kíló-
vött? Mér finnst landsmenn
yfirleitt ættu frekar að þakka
Siglfirðinguin þann stórhug,
sem þeir hafa sýnt, enda mun
meirihluti Jandsmanna líta
þannig á, sem sést á því, að
stórmál Siglfírðinga hafa niætt
velvild pg skilningi hjá meiri-
hluta Alþingis. ' ' ,