Þjóðviljinn - 01.11.1945, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 01.11.1945, Qupperneq 8
i Sif Þórs og Kaj Smith opna dansskóla í Þjóðkikhúsihu í næstu viku Ætlunin mun að stofna hér síðar ballettflokk N. k. sunnud. hafa þau danssýningu í Trípoli Ungfrú Sif Þórs ætlar í næstu viku, ásamt Kaj Smith, dönskum dansmeistara, að opna dans- skóla í Þjóðleikhúsinu og verður þar kennt ballet, stepp og samkvæmisdansar fyrir böm og full- orðna. Mun það ætlun ungfrúarinnar að koma hér upp balletflokki, en slíks flokks er hér þörf, og hafa jafnframt skapazt starfsskilyrði þegar Þjóð- leikhúsið tekur til starfa. Á sunnudaginn kemur hafa þau danssýningu í Tripolileikhúsinu, með aðstoð Fritz Weisshappels. Kaj Smith, hinn danski dansmeistari, byrjaöi ballett nám 6 ára gamall. Árið 1920 fór hann með sænsk- um ballettflokki í ferðalag um Evrópu og starfaöi með honum í 5 ár, en að því loknu réðist hann við Kon- unglega leikhúsiö í Kaup- mannahöfn og starfaði hjá pví næstu 5 ár, en að þeim loknum stofnaði hann sinn eigin ballettflokk, ferðaðist með hann til Frakklands og hélt sýningar þar. Fyrir stríðiö starfaði ball- ettflokkur hans IDanmörku en á stríðsárunum. var starf hans ýmsum örðugleikum bundið. Kaj hefur aldrei til ís- lands komið og vár alls ekkl á leið til íslands þegar Font enay sendiherra hitti hann í Stokkhólmi og ræddi við hann um að hér í Reykja- vík væri ágæt dansmær sem starfrækti dansskóla og myndi vera verkefni fyrir Kaj við þann skóla. Varð það úr að þau skiptust á skeytum og Kaj Smith á- kvað að fara hingað til ís- lands og kom hann flugleið is frá Stokkhólmi 5. okt. Sýningin á sunnudaginn Á sunnudaginn ætla þau Sif Þórs og Kaj Smith að halda danssýningu í Tripolí leikhúsinu. Ætla þau aö sýna ballettdansa og „kar- akter-dansa“. Fritz Weiss- happel aöstoðar með undir- leik og leikúr einleik á milli dansanna. Sýningin verð- ur kl. 3 á sunnudaginn og verður ekki endurtekin. Sif Þórs. Dansskólinn. í næstu viku ætla þau að opna dansskóla í ágætum salarkynnum í Þjóðleikhús- inu, undir nafninu dans- skóli Sif Þórs og Kaj Smith. Verður þar kenndur balletr, stepp og samkvæmisdansar fyrir börn og fullorðna. Börn veröa tekin yngst í skóla 5—6 ára gömul. Ætl- un ungfrúarinnar mun vera að fá drengi og stúlkur í skólann með þaö fyrir aug- um, aö geta stofnað hér ballettflokk, sem myndi þá væntanlega starfa við Þjóð- leikhúsið þegar starfsemi þess verður komin í eðlilegt horf. Samið um smíði tveggja dieseltogara Frumvarpið um tog-_ arakaup ríkisins kom- ið til 3. umræðu. Á fundi neðri deildar Al- þingis í gær var stjórnarfrum- varpið um togaraka'upin til 2. umræðu, og var því vísað ó- breýttu tjl 3. umræðu, breyt- ingartillögur Framsóknar felLdar. Sýndu síðan Fram- sóknarþingmenn áhuga sinn á eflingu fiskiflotans með því að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um frumvarpið. 7 umrœðuriúm upplýsti Ól- afur Thors forsœtisrúðherra að húið vœri að semja um smiði tveggja dieseltogara, auk þeirra 28 togara, sem áður var samið um, óg yrðu dieseltog- ararnir afhentir á öndverðu ári 1948. Erindi um Island á stríðsárunum flutt í brezka útvarpið 1 Etinn 27. sépt. flutti Sig- urður Bjarnason alþingism. frá Vigur érindi í danska útvarpstímanum frá breska útvarpinu og ræddi meðal annars um breytingar þær sem orðið hefðu á íslenzk- um högum á stríðsárunum. Kvaö hann marga hafa spurt þeirrar spurningar. hvort ísland hefði eigi fjar- tægst Norðurlönd á und- anförnum styrjaldarárum. En hann kvaö þetta á mis- skilningi byggt, og hefðu nú skapast betri skilyrði til menningarlegrar samvinnu ílands og annarra Noröur- íslands og annarra Norður- sinni áður verið fyrir hendi. (Fréttatilkynning frá rík- isstjórninni. tMÓÐVILJINN Kaj Smith. Alfreð, Brynjólfur og Lárus skemmta í Gamla Bíó Þeir Alfreð Andrésson, Brynjólfur Jóhannesson og Lárus Ingólfsson munuefna til skemmtúnar í GamJa Bíó, annað kvöld, kl. 7,15. Á skemmtun þessari syngja þeir félagar gamanvísur, oæði allir 1 sameiningu og hver einstakur. Einnig munu þeir flytja nokkra gamanþætti og verður skýrt frá efni þeirrá, í efnisskrá skemmtunárinnar. Ekki þarf aö efa, að á- heyrendum verður vel skemmt, méð söng og gám- anleik þeirra þrémenning- anna. Ályktanir F.F.S.I, Framh. af 7. síðii. verði falið að útbúa réglu- geröir þær, sem nauðsyn- legar eru taldar til þess að framfylgja lögunum Tillaga um stjórn Sjómannaskólans Þingið samþykkti eftirfar- andi tillögu um stjórn Sjó- mannaskólans: Skólanum sé stjórnaö af skólaráði, er samanstendur af öllum skólastjórum skól- ans. Þeir velji sér formann úr sínum hópi og sé hann valinn til eins árs í senn. Starf formanns og skóla- ráðs veröi aö sjá um allan rekstur skólans með svipuö- um hætti og er við Háskóla íslands. Síðan ræður skóla- ráð rnarrn, er sér um allt reikhingshald skólans og út borganir. Fundurinn í kvöld ■ t ’ '"—y. ' 'j Á fundinum í kvöld verða meðal annarra ræðumanna Sigfús Sigurhjartarson og Björn Bjarnason. Frá kosningaskrifstofunni. SAMKEPPNIN 1. deild byrjar mjög glæsilega. í gær skilaði 1. deild fyrsta árangrinum í kosninga- sjóðssöfnuninni. Deildin er nú lang fremst í samkeppninni: 1. deild kr. 2125.00 12. deild kr. 900.00 28. Jeild — 817.00 16. deild — 715.00 3. deild — 700.00 23. deild — 805.00 24. deild — 800.00 19. deild — 600.00 6. deild — 505.00 20. deild — 400.00 13. deild — 200.00 25. deild — 380.00 4. deild — 350.00 2. deild — ' 205.00 14. deild — 185.00 18. deild — 150.00 5. deild — 150.00 10. deild — 100.00 7. deild — 60.00 11. deild —• 50.00 26. deild — 45.00 22. deild — 20.00 8. deild — 00.00 9. deild — 00.00 15. deild — 00.00 21. deild — 00.00 27 dsild — 00.00 Röð deildanna fer eftir því hve miklu hver deild hefur sáfnað pr. félaga. Á manntalið skal skrifa alla þá sem hér eiga lögheimili, þótt þeir kunni að vcra fjarstaddir. Munið að láta þá, sem húsnæðislausir eru í þessari fyrirmyndarborg íhaldsins, skrifa sig á manntalið. Það er sérstaklega hætt við að einstaklingar, sem hafa orðið að hrökklast úr bænum vegna húsnæðisleysis, en telja sig eiga hér heima, falli af manntali og kjörskrám. Minnið þetta fólk á að láta skrá sig í manntalsskrifstof- unni ef það skrifar sig ekki á manntalsskýrslurnar núna annars á það á hættu að falla út af kjörskrá til Alþingis- kosnmga í júní 1946. <> »

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.