Þjóðviljinn - 09.11.1945, Page 4

Þjóðviljinn - 09.11.1945, Page 4
ÞJÓÐVri/JINN bssA.Ss! Fösudagur 9. nóv. 1945. þJÓÐVILllNN tJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landir Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Nauðsynjamál smáútvegsmanna Síldveiðarnar brugðust svo í suimar,. að útvegsmenn og sjómenn báru mjög skarðan hlút frá borði. Eigendur allmargra síldveiðisklpa komust í þær kröggur, að þeir hefðu ekki getað haldið áfram útgerð, nema einhver sér- stök hjálp kæmi til. Hinn 3. september skipaði atvinnumála- ráðherra fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um aðgerðir til hjálpar útgerðinni vegna síldarleysisins, og var nefndinni einnig falið að gera tillögur um tryggingar fyrir útgerðina almennt, svo hún gæt betur mætt skakkaföll- um af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem aflabresti. Fjórir nefndarmanna voru skipaðir samkvæmt tilnefningu Al- þýðusambands íslands, Farmanna- og fiskimannasambands- ins, Fiskifélasins og Landssambands ísl. útvegsmanna. Formaður nefndarinnar var Guðm. Kr. Guðmundsson trygg- ingafræðingur skipaður. Skipun nefndar þessarar fékk hinar furðulegustu við- tökur. Alþýðublaðið hélt því fram að n^fndin væri skipuð eingöngu vegna einkahagsmuna Áka Jakobssonar atvinnu- málaráðherra, af því að hann á part í bát! Um þetta voru í það blað skrifaðar langar greinar og spaugilegar. Nefndin hefur fyrir nokkru skilað merku áliti um verkefni þau sem henni voru falin til rannsóknar, og hefur álitið verið birt hér í blaðinu. Meðal þess sem nefndin skilaði ríkisstjórninni var frumvarp um aðstoðarlán til síldarútvegsmanna. Frumvarpið fjallar um heimild til ríkisstjórnarnnar um *að taka að láni allt að 4 milljónir króna eða ábyrgjast jafn- háa fjárupphæð til aðstoðar útvegsmönnum árið 1945, oggeta útvegsmenn og útgerðarfyrirtæki íslenzkra skipa, sem stunduðu síldveiðar með herp'nót sumarið 1945 sótt um lán samkvæmt löguríum, ef þeir eiga erfitt með áfram- haldandi rekstur vegna aflabrests á síldarvertíðinni. Er tryggilega frá því gengið, að lánin verði ekki veitt nema næg ástæða sé til, Fjögurra manna nefnd, kosin af samein- uðu Alþingi, skal taka á móti umsóknum, sannprófa upp- lýsingar þær sem gefnar eru, og ákveða hvort lán skuli veitt og hve hátt, gegn tryggingum sem nefndin tekur gildar. Eru lánin veitt til fimm ára með 3% ársvöxtum, og greiðast með jöfnum árlegum afborgunum- Enginn sem þekkir afkomu bátaútvegsins efast um að þetta mál er mikið nauðsynjamál. Hætt er við að margir smáútvegsmenn missi báta sína og geti ekki haldið áfram útgerð ef hið opinbera réttir þeim enga hjálparhönd. í mörgum tilfellum eru þessir útvegsmenn ekki fjársterk- ari en svo, að eitt slæmt ár, eða jafnvel ein vertíð sem bregzt eins og síldarvertíðin í sumar, getur gert þeim ókleift að halda rekstri sínum áfram. Það er vitundin um þessar aðstæður smáútvegsmanna, sem liggur til grundvallar frumvarpimu um aðstoðarlán til síldarútvegsmanna. Það hafa heyrzt raddir, úr hópi hinna auðugari útgerðarmanna, á þá leið að með slíkum aðgerð- um sér verið að „verlauna skussana“, sem ekki séu færir um sé verið að „verðlauna skussana", sem ekki séu færir ekki að útvegsmenn séu margir, rödd þeirra serri vilja allan sjávarútveginn á hendur fárra auðmanna. Smáútvegsmenn þurfa að svara þessum ómaklegu ummælum með því að láta það ótvírætt í ljós, að þeir styðji þessar ráðstafanir og standi að þeim. Hitt hafa þeir sýnt mönnum og sýna að þeir geta gert út á við ,Jaá stóru“, þó skort geti reksturs- fjármagn eftir skakkaföll eins og síldarvertiðina í sumar. Kristinn E. Andrésson: Það er lífið sem sigrar Ræða flutt á 28 ára afmæli rússnesku byltingarinnar Framh. En á það er vert að benda, að þrátt fyrir þess ar fórnir allar hefur ekki dregið úr framletösluorku Sovétríkjanna. Skipulag þeirra hefur einniitt í þvi sýnt sinn ótrúlega lífs- mátt. Ný fimmáraáætlun ei þegar komin á veg, enn stórfenglegri en þær fyrri. Uppbygging hinna hrundu borga gengur með ótrúleg- um hraða. Hver máður, sem úr herþjónustu losnar eða kemur úr útlegöinni, fer til síns starfs eða nýtur fram- færslu og öryggis, ef hann er ekki vinnufær. Hermann- anna, sem barizt hafa í'yrir fósturjörðina, bíður ekki at- vinnuleysi eins og í Banda- ríkjunum, þar sem þegar fyrstu dagana, eftir að frið- urinn komst á, voru orðnar átta milljónir atvinnuleys ingja, og ekki heldur það hlutverk, eins og í Englaridi áð gerast verkfallsbrjótar, þegar verkalýður Englands, sem bjargaði veldi þess og tilveru í styrjöldinni, fer fram á kauphækkun, svo að hann geti séð fjölskyldu sinni farboröa. Slíkt á- stand þekkist ekki í Sovét- ríkjunum. Fólkið gat þar vissulega unnið sigra í stríði, þegar á frelsi þess var ráðizt, en það getur líka lifaö, þó að fullur friöur sé, andstætt því sem er í auð- valdsríkjunum, þar sem þarf heimsstyrjaldir á fárra ára fresti til þess aö fólk- ið hafi atvinnu og geti lií- að. Hver er svo orðin staða Sovétríkjanna á heimsmæli- kvarða? Eg gat í upphafi um þær vonfr, sem leiftrað hefðu í mannheimi við stofnun Sovétríkjanna. Eg átti auðvitað við hjá verka- j lýðnum og hinum undirok- juöu í þjóðfélaginu og öllum 'þo'm, sem áttu sér draum um fegra líf. En hinsvegar greip alla stjórnendur auð- valdsríkjanna og borgara- stétt þeirra uggur og skelf- ing. Og frá því Sovétríkin voru stofnuð, ’ríafa þau hag- að pólitík sinni gagnvart þeim á ýmsa lund, en alltaf með eitt í huga: að koma þeim á kné. Um leið og Sovétríkin voru stoftuð, sameinuðu þau sig til árásar á þau og héldu uppi styrjöld við þau fyrstu árin. En er hún mis- tókst, reyndu þau aðra að- ferð: aö einangra þau, slíta stjórnmálasambandi og við- skiptum við þau. Og hald- iö hefur verið uppi með ærnum tilkostnaði lyga- áróðri gegn þeim: Þau voru sókuð um prestamorð, al- neitun kristindómsins, á.ð- leysi, þjóðnýtingu kvenna. Hungm’sneyö var haldið þar uppi í fregnum ár- um saman. Þar átti að vera þrælkun og kúgun og allt áð ganga á tréfótum, og ef ekki varð komizt hjá, að viðurkenna, að eitthvað horfði til góðs, höfðu Sovét- ríkin horfið frá stefnu sinni. En auðvaldiö vissi samt ákaflega vel, hverju fram fór, og þessvegna und- irbjó það hina nýju styrjöld gegn þeim. Og enn höfum við. séð, hvernig sú styrjöld fór, á allt annan veg, en hún var hugsuö, því að glæpamennirnir sjálfir höfðu hnífinn hver á ann- ars hálsi. Og hin nýja styrj- öld varð ekki til að tortíma Sovétríkjunum né lama þau, heldur til þess að aug- lýsa fyrir öllum heimi mátt þeirra og siöferðisstyrk. Frelsishreyfingar alLra þjóða í Evrópu vita ósköp vel, aö þaö var Rauði her- inn fyrst og fremst, sem bjargaði þeim. Slavnesku þjóöirnar á Balkanskaga hafa tengzt Ráðstjórnar- ríkjunum órjúfandi vinar- böndum. Rauði herinn hef- ur leyst alþýöu allra þess- ara landa úr ánauð og gefið henni tækifæri til að vimia frelsi sitt og koma á hjá sér lýðræðislegu stjórnskipu iegi. Eg gæti trúað, að þær þjóðir kynnu betur en í- haldiö hérna að skilgiv.na, lýðræðið, sem Ráðstjórnar- ríkin styðja og sæju greini- lega mun þess, og t. d. þess lýÖræðis(!), sem Englend- ingar halda uppi í Grikk- landi, þó að það sé taliö vestræns eölis. Þaö verður ekki í augu þeirra þjóða, sem haft hafa kynni af Sovétríkjunum eða eiga reynslu styrjaldaráranna, slegið neinu ryki um ófull- komið lýðræði hvað þá ein- ræði í Sovétríkjunum. Aróð- ursþý auövaldsins og fá- bjánar geta haldið slíku fiam, en þeir fá ekki al- mennrí.g til að trúa því. Ríki )jieð ófullkomið lýð- ræði vinnur ekki slíkt afrek, sem Sovétríkin gerðu í styrjöldinni. Sovétríkin hafa unnið sér aðstöðu, sem ekki verður brotin niður,. í áliti heimsalþýðunnar, um leið og þau eru orðin lang- samlega voldugasta ríkið á meginlandi Evrópu og Asíu og hafa eignazt sterka bandamenn víðsvegar. Hver áhrif hefur þessi aukni styrkur Sovétríkj- anna á þróun heimsmál- anna? Það hefur verið lærdóms- ríkt að fylgjast með að- stöðíi t :irra ríkja, sem urðu bandamenn þeirra 1 styrj- öldinni. í upphafi hennar var reynt aö fá Þjóðverja til að snúa vopnum gegn Rússlandi. Daladier og Chamberlain vildu semja við Hitler og senda enskan og franskan her til árásar á Sovétríkin, að norðan um Skandinavíu til Finnlands, að sunnan inn í Svartahaf og Kákasus. En nazistarnir bitu ekki á agnið og afréöu að snúa fyrst vopnum sín- um vestur á bóginn, og Eng land varð að steypa Chamb- erlain og taka upp styrjöld- ina. En eftir árás nazista á '0t UMMÆLI BLAÐANNA UM ÆSKULÝÐSFUNDINN í LISTAMANNASKÁLANUM Til gaman fyrir þá sem voru á æskulýðsíundinum á mánu- dagskvöldið skal hér getið nokk- urra umsagna andstæðingablað- anna um fundinn. Aðalfyrirsögn Morgunblaðsins var: „Kommúnistar fylgislitlir í rökþrotum" en í Alþýðublað- inu: „Kommúnistar fylgislitlir og rökþrota". >á segir Morgunblaðið: „kl. 8 þyrptist klapplið kommúnista í skálann og dreifði sér um sal- inn.“ Mun Morgunblaðið taka þetta fram til áréttingar um- mælum annars ræðumanns í- haldsins B.iörgvins Sigurðsson- ar, sem voru á þá leið að ungir sósíalistar ættu annan hvern bekk í salnum. Auk þess „áttu“ ungir sósialistar allflesta þeirra sem stóðu aftast í salnum, það ber öllum saman um. Þá er ekki síður gaman að lesa eftirfarandi í Alþýðublað- inu: „Ræðumönnum Félags ungra jafnaðarmanna var mjög vel tekið af fundarmönnum, og var það áberandi, liversu þeir leiddu umræðurnar.“ ! ! ! (Let- urbreyting Þjóðv.) Fréttaritar.i Alþýðublaðsins (Helgi Sæm?) virðist hafa tekið fullmikið mark á Helga Sæm. sem m. a. fræddi fundarmenn á að baráttan í Reykjavík stæði milli krata og íhalds; þó virðist fréttaritarinn gleyma þessu í fyrirsögninni á frásögn blaðsins um fundinn, þar sem ekki er minnst á íhaldið. ÖIl ummæli blaðanna sanna að sósíalistar áttu mest fylgi á fundinum, enda hafði hinn ró- legi og ákveðni málflutningur þeirra sín áhrif gegn upphróp- unum, handapati og persónuleg- um ádeilum andstæðinganna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.