Þjóðviljinn - 28.12.1945, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.12.1945, Qupperneq 4
4 T~ ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. des. 1945 Utgelandi: Sameiningarílokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Fimm fyrir borð ,,Fylgið er farið, meirjhlutin.n í bæjarstjórninni glat- aður“, þetta er hugsunin, sem fyrst og síðast stígur hring- dans í kolli íhaldsleiðtoganna í Reykjavík þessa dagana. En eitthvað verður að reyna til að bjarga því sem bjargað verður, og því þá ekki að reyna mannfórnir, að fornum sið, og íhaldið hefur ákveðið að fleygja fimm eða sex af sínum átta bæjarfulltrúum fyrir borð. Aðeins tveir eða í hæsta lagi þrír af þeim fulltrúum sem íhaldið hefur átt í bæjarstjórn fá að vera í kjöri, að þessu sinni, hinum á að fleygja. 9 Það er tvennt,^ sem er athyglivert í sambandi við þessa staðreynd, annars vegar fyrir hverjum hinir gömlu fulltrúar eiga að víkja og hins vegar hvers vegna þeir eiga að víkja. Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, þá eiga þeir að víkja fyrir Vísisliðinu. Það er hin hatrama stjórnarandstaða, og hið svartasta afturhald undir forustu Björns Ólafs- sonar stórkaupmanns og fyrrverandi ráðherra, sem krefst að hinir gömlu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn þoki úr sæti fyrir fulltrúum heildsalanna. Að þessum kostum gekk Bjarni Benediktsson og hans lið í þeirri von að enn væri hægt að bjarga meiri hlutanum. Með þessum orðum er að nokkru skýrt hv,ers vegna gömlu fulltrúarnir víkja, þeir víkja vegna kröfu heild- salanna, en ekki er málið fullskýrt með bessu. í . öðrum löndum Evrópu, þar sem kosningar hafa farið fram eftir að stríðinu lauk, hafa íhaldsflokkarnir leikið þann leik að kasta fjöldanum öllum af sínum gömlu fulltrúum. Á- stæðurnar eru augljósar. Flokkar þessir -hafa fundið fylgið hverfa. Þeir hafa reynt að skýra þessa staðreynd og þeir hafa gripið til. þeirrar skýringar, sem þeim þótti handhægust, að kenna um lélegri forustu hinna eldri forustumanna. í lengstu lög hafa þeir viljað láta sér sjást yfir þá staðreynd að stefna þeirra er úrelt, hún er ósamrýmanleg hugsunarhætti, tækniþróun og fjármála- .ástandi nútímans.. Alls s-taðar hefur þessi aðferð- íhalds- ins verið rétt skilin. Alls staðar hafa kjósendurnir gert sér ljóst, að þegar gömlu leiðtogunum er kastað er verið að viðurkenna að málefnaforus-ta íhaldsins hefur ve-rið með þeim hætti að henni er ekki treyst lengur. Hvergi hefur tekizt að villa almenningi sýn með því að líma ný vörumerki á stefnu íhaldsins. Alls staðar hafa íhalds- flokkarnir hrunið, og það næstu-m til grunna, í þei-m lönd- um Evrópu þar sem kosningar hafa farið fram eftir stríð- ið, og nú mun svo komið að aðeins þrjár höfuðborgir Evrópu eru undir íhaldsstjórn, þ. e. Reykjavík, Lissabon og Madrid. Eftir einn mánuð verða fasistalöndin tvö, á Pyrenea- skaga ein um þann heiður að láta íhaldið stjórna höfuð- 'borgum sínum. Reykvíkingar munu kunna að meta þá vantraustsyfirlýsingu, sem íhaldið gefur sjálfu sér með því að fleygja forustunni fyrir borð og hin nýju vöru- merki þess, Vísir, Bjöm Ólafsson & Coca-eola, munu áreiðanlega hræða kjósendur frá því, í þúsunda tali. Á heiidsalastéttm að ráða Reykjavík? Eða ætlar aiþýðan að taka forustuna í höfuðborg ísiands? Heildsalaklíkan treystir á það að þyrla upp slíku rykskýi með blöðum sínum, Morgun- blaðinu og Vísi, að fjöldinn sjái ekki hvað á bak við býr? Á ÞETTA AÐ TAKAST? Það hefur hvað eftir annað sýnt sig, að þegar á hefur hert hjá íhaldinu, þá eru það heildsalarnir þar í flokknum, sem hafa ráðið, — ekki fjöld- inn, sem fylgt hefur flokkn- umt ekki smáiðnrekendur eða smákaupmenn, ekk-i einu sinni hinir smærri heildsalar eða . einhverji-r efnamenn, sem halda þó að þeir eigi eitthvað undir sér, — heldur einmitt örfáir ríkustu heild- salarnir, — ekki fleiri menn en svo að hægt væri að telja þá á fingrum sér. Það er þessi heildsalastétt, sem hefur ráðið því að álagn- ingin, sem þeir fá á vörur sínar, er svo mikil og aðstað- an, sem þeim er veitt í þjóð- félaginu, svo góð, að þeir taka til sín á ári hverju lík- lega upp undir 50 milljónir króna af . þjóðartekjunum Þessi heildsalastétt hafði í samifélagi við Framsóknar- broddana tryggt svo aðstöðu sína áður en núverandi stjórn komst til valda, að henni hef- ur nægt að verja vald sitt síðan og varna því að breyt- i-ngar yrðu gerðar, sem henni væri illa við eða gerðu kost þjóðarinnar betri á hennar kostnað. Á hverju byggir þess-i heildsalaklíka \ald sitt? Hvernig stendur á því að þessi fámenna kiíka getur drottnað í slíkum flokk sem Sjálfstæðisflokknum? Það stendur þannig á því að þessir fáu hcrldsalar eiga bæði Morgunblaðið og Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn á hvorugt þessara blaða. Sjálf- stæðisflokkurinn og fólkið, sem hefur fyl-gt honum, ræð- ur ekki hvað kemur í þessum blöðum. Það er fá-menn heildsala- klíka^ sem á meirihluta hluta bréfanna í þessum blöðum, — og með þessum blöðum ætlar hún sér að skapa það almenn- ingsálit hér í borginni, sem heildsölunum sé hollt. Þessi blöð henn-ar eiga að vera valdatæki hennar til þess að ráða hug fólksins. Með því að fylla hug fólks daglega með óhróðri og þvaðri eða ósannindum og blekkingu-m á að tryggja það að meirihlut- inn fari ekki að hugsa öðru- vísi en þessi íhaldsklíka vill, — og heiidsalarnir geti hald- ið áfram að raka saman fé. Heildsalarnir hafa grætt allra manna ofboðslegast og óverðskuldaðast á íslandi síð- ustu árin„ — og nú gera þeir kröfu til þess að ein-mitt þei-r, í krafti auðs síns og áhrifa- valds blaða sinna, skuli ráða. Bæjarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík 27. janúar eru — auk margs annars — átökin um það, hvort örfáir, forríkir hrfldsalar eiga að ráða höfuðborginni eða hvort alþýðan ætlar sjálf að taka forustuna í stjórn borgar sinnar. Hvert sem litið er sjást fingraför eftir stjórn þessar- ar heildsalaklíku, ekki hvað sízt í byggingamálunum, þar sem byggingarefnið hefur fyrst og fremst verið notað til verzlunar- og skrifstofu- húsa og stórhýsa fyrir brask- arana, en þarfir- fólksins allt- af látna'r sitja á hakanum. Á gróðasjónarmiðið að halda áfram að ráða í bæj- armálum Reykvíkinga, — eða á að stjórna bænum fyrst og fremst með þarfir fjöldans fyvr augum, þarf ir fólksins fyrir atvinnu. — örugga og vel borgaða at- vinnu — fyrir húsnæði, mennngu. öryggi fyrir líf og afkomu? Það er þetta, sem barizt verður um í bæjarstjórnar- kosningunum í Reykjavík 27. janúar. Heildsalavaldið mun að öllum líkindum dulklæða sig eins vel og það getur. Það mun vart þora að koma óhjúpað til dyranna. En Reykvílf ngar munu þekkja það. Alþýða Reykjavíkur á nú að ákveða örlög sín og að- búnað næstu 4 árin, að svo miklu leyti sem bæjarstjórn Reykjavíkur getur markað stefnuna. Heildsalaaftur- haldið hefur ekki dulið það, að það telur sjálfsagða kreppu, atvinnuleysi og hrun á þessum tíma og þetta afturhald myndi nú þegar hafa leitt þetta hrun yfir fólkið ef það hefði feng ið eitt að ráða. Og alþýðan gengur þess ekki dulin til hvers afturhaldið vill lefða atvinnuleysið yfir fólkið: til þess að lækka laun þess og rýra kjör þess. Enn y<f.t enginn, hvað þessu afturhaldi kann að takast á næstu árum. En spurningin sem alþýða Reykjávíkur á að svara 27. 'anúar er: ! Ætlar hún að láta slíkt vald, sem meirihlutavaldið í bæjarstjórn Reykjavíkur vera í höndum he'ldsalaaft- urhaldsins og létta því þann ig ill áform sín? Eða ætlar alþýðan sjálf að taka forustuna í bæj- armálum Reykjavíkur til þess að tryggja atvinnu sína og afkomu, tryggja það að þörf fólksins fyrir húsnæði, menningu og batnandi lífskjörum sé það sjónarmið, sem fyrst og fremst ræður í bæjar- stjórn Reykjavíkur. Orrbopgínni Næturlæknir er í læknavarð- siofunni Austurbæjarskólanum. sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. Næturakstur: Litla bílstöðin, sími 1380. Útvarpið í dag: 20.25 Útvarpssagan: „Stvffgö Krumpen“ eftir Thit Jensen, IX (Andrés Björnsson). 21.00 Kvöldvaka gamla fólksins: Frásöguþættir, húslestrarkafli, kvæðalög o. fl. 22.05 Symfóníutónleikar (plöt- ur): a) Fiðlukons-ert í D-dúr eftir Paganini. b) Symfónía Op. 661, nr. 2, eftir Sohumann. Skipafréttir: Brúarfoss fór frá Reykjavík kl. 21.00 í fyrrakvöld til Hull. Fjall- foss er á Akureyri. Lagarfoss var væntahlegur til Kaupmannah-afn- ar síðdegis í gær. Selfoss fór frá Reykjavík 18. þ. m. til Leith. Reykjaíoss. er í L-eitlr. Buntline Hitch er í Reykjavík. Mooring Hitch fór frá Reykiavík 17. b. m. til New York. Span Splice er í Reykjaví-k. Lon Spliee fór frá Reykjavík 23. þ. m. til Halifax. Anne er í Reykjavík. Baltara 1 kom til London 24. þ. m. Lech kom til Grimsby 23. þ. m. Bal- teako er á Patre-ksfirði. Jólagjöf tii Barnaspítalasjóðs Hringsins kr. 10.000: Séra Jón Thorarensen hefur afhent fjár- öflunarnefnd Hringsins þessa upphæð frá ón-efndum vini sín- um. Þakkar st.iórn félagsins inni- lega -þessa höfðinglegu gjöf. Félagsmenn Kron eru áminntir um að geyma kassakvittanir (arð miða) sínar. Félagsréttindum sín- um halda þeir féla-gsmenn ein- ir, sem skila arðmiðum í skrif- stofu félagsins, eftir. hver ára- mót. Dynamo Framhald af 3. síðu. Búningsklefar og annar að- ■búnaður íþróttamanna sem þeir kynntust var víðast- hvar heldur lélegur. Móttökur all- ar og framkomu fólksins lof- ar Semitjastní á hvert reipi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.