Þjóðviljinn - 29.12.1945, Page 1

Þjóðviljinn - 29.12.1945, Page 1
10. árgangui' Laugardagur 29. des. 1945 293. tölublað Laufey Valdimarsdóttir látin Samkomulaginu í Moskva fagnað um allan heim Laufey Valdimarsdóttir formaður, Kvenréttindafélags íslands lézt úr hjartasjúk- dómi á gistihúsi í París 9. þessa mánaðar. Hún fór utan um miðjan okt. sl. til að sitja alþjóða- þing kvenna í Genf og mætti þar sem fulltrúi Kvenrétt' indafélags íslands. Að því loknu sat hún annan alþjóða- fund kvenna í París. Við útför hennar voru ýms- ar konur, er verið höfðu full- trúar á alþjúðafundi kvenna, þ. á. m. konur frá Frakklandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Urugay og Sovétríkjunum. Fregnin um lát Laufeyjar barst í gær til bróður henn- ar, Héðins Valdimarssonar, frá Henri Boissin, er var sendikennari í frönsku við háskólann hér 1933—’34, en eins og kunnugt er hefur ís- land engan sendiherra né ræðismann í París. Dauða Láufeyjar hefur borið að með skjótum hætti, því á að- fangadag barst Héðni Valdi- marssyni bréf frá henni'. sem var dagsett 6. des., þar sem hv i sagðist mundi fara til Sviss 10. des. Laufey Valdimarsdóttir var fædd 1. marz 1890. Foreldrar hennar vonu hin þjóðkunna kvenréttindakona Bríet Bjarn héðinsdóttir og Valdimar Ás- mundsson ritstjóri. Hún varð st-údpnt 1910 og var 'hún fyrsta konan, sem gekk gegnum menntaskólann, en áður höfðu tvær konur tekið stúdentspróf utan- skóla. Því næst fór hún til náms við Kaupmannahafnar- Óeirðir í Palestínu Töluverðar óeirðir brut- ust út samtímis í mörgum borgum Palestínu í fyrra- kvöld. í Jerúsalem voru gerðar 9 sprengjuárásir á stjórnar- byggingar, þar á meðal lög- reglustöðina, sem skemmdist töluvert. Umferð var þegar stöðvuð í borginni og leitar nú herlið og lögregla tilræð- ismannanna. Lögreglan sló þegar hring um borgarhluta þann, sem sprengingarnar urðu í. Um sama leyti cg þetta gerðist í Jerúsalem réð- ust menn vopnaðir sprengju- vörpum á lögreglustcðlna í Jaffa og eyðilögðu hana að mestu. Ennfremur urðu sprengingar í Tel Aviv og Haifa. Veginum milli Jerúsalem og Jaffa var lokað á mörg- um stöðum með brennandi olíu. háskóla og tók þar heim- spekipróf og lagði síðan stund á málanám, ensku, frönsku og latínu í 6 ár. Hún kom heim 1917 og gerðist er- lendur bréfritari, fyrst hjá Landsverzluninni og síðar hjá Olíuverzlun íslands. Laufey tók þegar á unga aldri þátt í kvenréttindabar- áttunni og tók við for- mennsku Kvenréttindafél. Is- lands af móður sinni 1927 og var form. félagsins til dauða- dags. Mætti hún oft sem fulltrúi íslands á alþjóða- fundum kvenna, víðsvegar í Evrópu. - Aðaláhugamál hennar voru kvenréttindamálin og bar hún mjag fyrir brjósti ekkj- ur, einstæðar mæður, börn og munaðarleysingja og helg- aði alla starfskrafta sína bar- áttunni fyrir réttindum og hagsmunamólum þeirra. Fyr- ir forgöngu hennar stofnaði Kvenréttindafélagið Mæðra- styrksnefndina og var Lauf- ey formaður nefndarinnar frá upphafi. Laufey barðist ekki aðeins fyrir pólitísku jafn- rétti kvenna, heldur einnig efnahagslegu jafnrétti og rétti mæðra til launa. Laufey skrifaði fjölda greina í tímarit og blöð varð- andi áhugamál sín, flutti út- varpserindi og fór fyrirlestr- arferðir um landið á vegum Kvenréttindafélags íslands. Laufey tók einnig mikinn þátt í stjórnmálum, fyrst með Alþýðuflokknum og var nokkrum sinnum í framboði til Alþingis, og átti um tíma sæti í framfærslunefnd Reykjavíkunbæjar sem full- trúi Alþýðuflokksins. Laufey var ein af stofn- encjom Sósíalistaflokksins og átti um skeið sæti í miðstjóm hans. Síðustu árin gaf hún sig ekki að flokkspólitískri starf- semi. Þjóðviljinn mun geta þess- arar merku konu nánar síðar. Afturhaldsöfl Bandaríkjaima ein óánægð með úrslitin Sámkomulaginu á Moskvaráðstefnunni hefur* verið fagnað um heim allan, sem merki þess að stórveldin séu reiðubúin til að vinna saman til tryggingar heimsfriðinum og jafna öll ágreinings- efni með friðsamlegu samkomulagi. Mörg blöð benda á að fjöldi viðfangsefna sé enn óleystur, en þau séu sízt erfiðari viðfangs en þau, sem leyst voru í Moskva. Einu óánægjuraddirnar heyrast í afturhaldshlöðum Bandaríkjanna, sem harma það, að Sovétríkjunum skuli ekki vera ógnað með kjamorkusprengjunni. Bevin og Byrnes komnir heim Byrnes fór frá Moskva strax í fyrradag og fylgdi Molotoff og öll samninga- nefnd Sovétríkjanna honum að flugvélinni. Bevin kom til London í gær og för þegar á fund Attlee forsætisráðherra og mun dvelja með honum á sveitasetri hans, Checkersj yfir helgina og skýra honum frá ráðstefnunni. Er Bevin kom til London og var spurð- ur um skoðun sína á árangri ráðstefnunnar svaraði hann: „Eg held að við höfum skilað prýðilegu starfi“. Blaðaummæli í Moskva Pravda getur þess sérstak- lega, að með sameiginlegri umboðsstjórn Sovétríkjanna, Bretlands, Bandaríkjanna og Kína i Kóreu muni fást mik- ilvæg reynsla, er geti komið í góðar þarfir ef sameiginleg umboðsstjórn verði reynd víðar. Þá segir blaðið, að ár- angur ráðstefnunnar hafi al- gerlega rekið þá á stampinn, sem héldu því fram^ að stór- veldin gætu ekki unnið sam- an. Isvestia segir að ráðstefn- an hafi leyst vandamál, sem ýmsir menn hafi talið óleys- anleg. Blöð í Rúmeníu og Búlgar- íu eru því mjög fegin, að á ráðstefnunni hafi fundizt lausn á deilunum um stjórn- arfar þessara landa. Danmörk ekki á friðar- ráðstefnunni Dönsku blöðin benda á það, að Danmörk sé eina landið í Evrópu, sem tilheyrir Sam- einuðu þjóðunum, en er þó ekki boðið á friðarráðstefn- una. Egyptar segjast eiga það mikilla hagsmuna að gæta í nýlendum ítala, að full á- stæða hefði verið til að hafa þá með í ráðum, er Ítalíu verða settir friðarskilmálar. ítölsku blöðin segja það aug- ljóst, að 18 mánaða stríðs- þátttöku Ítalíu við hlið Banda manna hafi verið gleýmt. AfturV ildið óánægt Yfirleitt fagna bandarþku blöðin árangri ráðstefnunnar. New York Times segir t. d. að tilkynningin frá ráðstefn- unni sé ánægjulegasta frétt, sem borizt hafi síðan Þýzka- land og Japan gáfust upp. Afturhaldsblöðin kvarta þó yfir því, að Sovétríkin hafi sett skilmála þá, sem farið var eftir við lausn vandamál- anna. Republicanar enu marg- ir óánægðir yfir því að Sov- étríkin, Bretland. og Kína fái að eiga hlut í stjórn- Japan ásamt Mac Arthur, (sem er Republicani). Framkvæmdir hafnar Þegar er tekið að fram- kvæma ákvarðanir ráðstefn- unnar. Harriman, Kerr og Vishinsky fóru frá Moskva í gær til Búdapesþ eins og á- kveðið var. Munu þeir fram- kvæma ákvarðanirnar gagn- vart Rúmeníu. hafa hafnað einingartilboði frá Kommúnistaflokki Dan- merkur. Buðu kommúnistar algera pólitíska og faglega einingu verkalýðsins. Blað kommún- ista „Land og Folk“ lýsti því yfir í þessu sambandi, að Kommúnistaflokkur Dan- merkur starfaði á lýðræðis- grundvelli og vildi koma á Lýðveldishátíðarkvik- myndin komin Lýðveldishátáðarkvikmynd- in, sem lýðveldisnefndin lét taka, er nú komin til lands- ins og verður frumsýnihg á henni í Tjarnarbíó 5. jan. n. k. kl. 1,30, en að henni lok- inni verður hún sýnd al- menningi hér í bæ og úti um land. Þetta er fyrsta íslenzká tal- og hljómmyndin, er hún tek- in í litum. Kjartan Ó. Bjarnason og Vigfús og Edvard Sigurgeirs- synir tóku myndina, en þjóð- hátíðarnefnd samdi formála og annað efni hennar. Páll ísólfsson sá um tónlistina í myndinni, ásamt Jóni Þórar- inssyni. Þulur er SigUrður Helgason í New York. Myndin hefst á því að ís- land sést rísa úr sæ, síðan koma fagrar landslagsrriynd- ir, en aðalefni myndarinnar er vitanlega frá lýðveldishá- tíðahöldunum 17. og 18. júni. Kvikmyndafélag í New York gekk frá myndinni og er Kjartan Ö. Bjarnason ný- kominn heim eftir 7 mánaða dvöl vestra við að sia unl frá- gang myndárinnar. Morðinginn ófundinn Rannsókn morðmálsins er haldið áfram, en fátt nýtt hefur upplýstst í málinu. Þó hefur lögreglan haft tal af mönnum, er hittu Kristján heitinn síðar um daginn en áður var vitað og hefur feng- ið fregnir af ferðum hans allt til kl. 7 um kvöldið. móti. Engu að síður höfnuðu sósíaldemókratar tilboðinu og sökuðu kommúnista um mold vörpustarfsemi. Sýnir það. að þeir hafa ekkert lært og engu gleymt frá þingkosninguo ' l í haust, er þeir beindu k - ingabaráttu sinni fyr-t *; íremst gegn kommúnist og biðu í staðinn hinn herfileg- asta kosningaósigur. Danskir sósíaldemókratar vilja ekki verkalýðseiningu Danskir sósíaldemókratar [ sósíalisma með friðsamlegu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.