Þjóðviljinn - 16.05.1946, Side 4

Þjóðviljinn - 16.05.1946, Side 4
4 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1946. þJÓÐVILJINN 1 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustig 19. Simar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. v--------------------------------------------------* Nýsköpunarstefnan og Landsbankavaldið Nýsköpun sú sem verið er að gera í atvinnulífi þjóð- arinnar er bylting í íslenzkum atvinnuháttum. Og hún er meira. Hún er alger andstæða þeirrar bölsýnisstefnu, sem ríkti á Islandi fram til ársins 1944, stefnu „þjóðstjórnar- innar“, stefnu Framsóknar og Vísisliðsins, stefnu utan- þingsstjórnar Vilhjálms Þórs og Björns Ólafssonar, stefnu Alþýðublaðsklíkunnar. Öll þessi sundurleitu öfl voru altekin af þeirri bölsýni, að jafnskjótt og stríðinu í Evrópu lyki, dyndi yfir hrun í íslenzku atvinnulífi, framleiðsluvörur íslendinga yrðu með öllu óseljanlegar, — eina allsherjar- ráðið var árás á laun og lífskjör alþýðunnar. * Gegn þessari stefnu afturhaldsins reis nýsköpunar- stefnan sem leiðtogar Sósíalistaflokksins börðust fyrir allt árið 1944 og hlaut loks staðfestingu og stórsigur í málefna- samningi ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var í október það ár. Hrunstefnuliðið barðist af alefli gegn þeirri stjórnar- myndun, gegn nýsköpunarstefnunni. Ekki einungis hinir beinu stuðningsmenn utanþingsstjórnar Vilhjálms Þórs og Björns Ölafssonar, heldur einnig Alþýðuflokksklíkan, sem gerði allt sem hún gat til að hindra stjórnarmyndunina, og setti svo met í pólitískri tvöfeldni með því að greiða atkvæði gegn þátttöku Alþýðuflokksins í ríkisstjórn, sem Alþýðublaðið þó neyddist til að viðurkenna að hefði stefnu- skrá er fæli í sér „róttækari umbætur og framkvæmdir á grundvelli núverandi þjóðskipulags en nokkur önnur stjóx n hér á landi hefur haft á stefnuskrá sinni.“ Samt reyndi Alþýðublaðsklíkan að hindra myndun slíkrar stjórnar, hindra framkvæmd slíkrar stefnuskrár. * Undanfarna daga hefur Þjóðviljinn skýrt frá fram- kvæmdum þriggja þátta í framkvæmd nýsköpunarinnar, og er þar sannarlega um stórfréttir að ræða: Fiskiskipafloti íslands tvöfaldast á þremur árum, 1945—47. Flutningaskipafloti Islendinga verður í árslok 1938 tvöfalt stærri en fyrir stríð. Afköst síldarverksmiðjanna tvöfaldast á tveimur fyrstu árum nýsköpunarinnar. Þetta eru aðeins þrír þættir nýsköpunarinnar að vísu hinir stórfelldustu, en framfarir eru stórstígar einnig á öðrum sviðum. * Einn alvarlegan skugga ber á feril þessarar miklu og öru nýsköpunar í atvinnul. þjóðarinnar: Afturhaldsstjórn- in á Landsbankanum. Þegar menn nýsköpunarinnar koma þangað til að fá lán í fiskvinnslustöðvar eða önnur ný fyrirtæki, þá hitta þeir fyrir steinrunnið afturhald í líki Jóns Árnasonar og álíka manna, eindregna andstæðinga nýsköpunarstefnunnar, — og þeim er oftar en hitt neitað um nauðsynleg lán. Það er óskiljanlegur tvískinnungur í því, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn skuli bera ábyrgð á slíkri bankastjórn, skuli kjósa einn ákveðn- -asta andstæðing nýsköpunarstefnu stjórnarinnar til banka- fitjóra í Landsbankanum á þessum örlagaríku tímum fynr allt athafnalíf þjóðarinnar. Baráttan um stofnlán sjávar- -útvegsrns sýndi, hve blygðunarfaus afturhaWsöflin, sem LOKUNARTÍMI BIFREIÐ ASTÖÐ V A. Kunningi minn einn, sem vinnur mikið að næturlagi, kom til min fyrir stuttu og bað mig fyrir umkvörtun út af lokunartíma bifreiðastöðvanna. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: „Eins og þú veizt, þá vinn ég oft að næturlagi og þarf þá stundum, vinnu minnar vegna, að fara úr bænum. Þegar ég svo reyni að komast í bæinn aftur vill mér oft ganga það erfiðlega. Það var nógu slæmt, þegar þessi eina stöð, sem op- inn er, lokaði kl. 4 að nóttu, en nú þegar hún lokar kl. 2 er all- sendis ómögulegt að fá bíl. Eina nótt um daginn var ég staddur suður í Hafnarfirði. — Klukkan um 3 var starfi mínu lokið, og þá þurfti ég að fá ferð í bæinn. Það var aðeins vegna hjálpar góðra manna, að ég fékk hana. Ef svo hefði ekki verið, hefði ég sennilega orðið að láta fyrirberast úti á götum Hafnar- fjarðar þessa nótt. Þetta ástand er alveg ófært, og ég vil mælast til þess að ein toifreiðastöð bæjarins sé opin a. m. k. til kl. 4“. ÓÞOLANDI ÁSTAND. Eg er kunningja mínum sam- mála um þetta. Það er oft að nóttu til, sem mönnum bráðligg- ur á bíl, ekkert síður en á dag- inn, og þá er enginn vegur til þess að fá hann. Eg hef tekið eftir þvi undan- farið, sérstaklega á aðfaranótt- um mánudaga, þegar ég er á leið heim frá vinnu minni við blaðið, að mikið er um prúðbúið fólk á götum úti. — Eg geri ráð fyrir að þetta fólk sé að koma úr fermingum, en þær standa nú yfir eins og allir vita. Mér hefur þá oft dottið í hug: Það er heppið, þetta fóik, að tíðin skuli vera svona góð, þegar eng- in leið er að ná í bíl. Hvernig skyldu síðkjólar kvennanna, eða kvöldföt karlmannanna líta út, er heim kæmi, ef þetta fólk þyrfti að ganga heim í roki og rigningu. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um þau óþæg- indi, sem af því stafa, að ekki er hægt að fá leigubifreið að nóttu til. MÍN TILLAGA. Eg vildi því géra það að til- lögu minni að ein stöð væri op- in alla nóttina. Eftir kl. 4, þegar mesta eftirspurnin eftir leigu- bifreiðum er búin, mætti fækka þeim bifreiðum, sem á vakt væru. Hafa þær t. d. 2—3, því sjálfsagt er það alltof kostnaðar- samt að hafa allar bifreiðar stöðvarinnar við akstur eftir það, en þar sem oft getur verið mjög áríðandi fyrir fólk að ná í bíl að næturlagi, þá er það ekki nema sanngjörn krafa að á því séu einhverjir möguleikar. EGGJASÖLUSAMLAG. Kona hér í bæ sagði mér frá því fyrir stuttu, að eggjafram- leiðendur hér í bæ hefðu stofn- að með sér eggjasölusamlag. — Væri ekkert nema gott um það að segja, en þó væru nokkrar athugasemdir, sem hún vildi koma á framfærj, og bað hún mig fyrir þær. Fara þær svo hér á eftir. Eggjunum er skipt í 2 flokka, og á hvert þeirra er stimplað flokkurinn, stimpill félagsins og númer félagsmannsins, sem egg- ið er frá. Þetta á að tryggja að eggin séu ný, en það gerir það ekki, því dagsetningu vantar á þau. Þau geta eins verið árs- gömul, meðan ekki er á þeim dagsetning, sem segir til um, hvaða dag þeim er verpt. En félagsrrönnum mun hafa skilizt þetta að einhverju leyti, því þann varnagla hafa þeir slegið við þessari tryggingu, að séu eggin merkt, en reynist skemmd, þá má skila þeim aft- ur. Á þessu er sá stóri galli, að stimpilblek það, sem notað er á eggin, þolir ekki suðu, svo að ef eggin eru soðin og reynast skemmd, þá er engin leið til að skila þeim, því stimpillinn er máður af. Þessar athugasemdir vona ég svo að komi fyrir augu réttra hlutaðeigenda, og þeir geri sitt til að bæta úr þessum göllum, því fyrirtækið sjálft er allrar virðingar vert, og með þessum aðferðum ætti að verða meira öryggi fyrir að húsmæð- ur fengju ný og óskemmd egg, en hingað til hefur verið. VÁTRYGGING Á BRÖGGUM. Loks er svo hér leiðrétting, sem ég hef verið beðinn fyrir vegna skrifa minna um daginn út af eldsvoða í bröggum bæjar- ins. Sjóvátryggingafélag íslands hefur skýrt Bæjarpóstinum frá því, vegna ummæla í Bæjarpóst inum nýlega, að allar innrétting- ar í bröggum svo og braggarnir sjálfir fáist brunatryggt. Vá- tryggingargjald sé hið sama og fyrir venjuleg járnklædd timb- urhús. Flokkurinn, sem altaf er að tapa. Árið 1930, þegar kosnir voru 15 fulltrúar í toæjarstjórn Reykjavíkur í fyrsta sinn, fékk Alþýðuflokkurinn 5 fulltrúa. — Árið 1946 fékk hann 2 fulltrúa af 15. Það er rétt að muna eftir þessari staðreynd, þegar Al- þýðublaðs-moldin rýkur. Árið 1922 fylgdu 36.2% af kjósendum Alþýðuflokkn- um — árið 1946 ca. 16%. Það er einkar fróðlegt að at- huga, hve margir kjósendur af hundraði hafa fylgt Alþýðu- flokknum við bæjarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík á síðustu ár- um. Eftir því sem hagskýrslur bæjarins herma, hefur fylgið verið þannig: Árið 1922 — 36.2 af hundraði Árið 1924 —- 34.1 —. — Árið 1926 — 39.1 — — Árið 1928 — 36.2 — — Árið 1930 — 34.5 — — Árið 1934 — 32.8 — — Árið 1938 — 35.8 — — Árið 1942 — 22.0 — — Árið 1946 ca. 16 — — Þetta eru tölur, sem tala. Svo eru til menn, sem eru að baksa við að halda því fram, að Al- þýðuflokkurinn sé í afturbata, og að hann, sem ekki fékk nema 2 bæjarfulltrúa af 15 í vetur, >geti jafnvel fengið 2 alþingis- menn af 8. Langt getur fásinn- an gengið. En stórhugur og róttækni fólksins hefur vaxið. Á sama tíma sem Alþýðu- flokkurinn hefur þannig orðið smærri og smærri, hefur stór- hugur og róttækni fólksins orðið meiri og meiri. Barátta þess fyrir bættum kjörum og aukinni menningu hefur orðið markvissari, enda náðst þýðing- armiklir sigrar, þó margs sé en áfatt. — En fjöldinn, sem toerst markvíst fyrir bæ.ttum kjörum, getur ekki notað for- ustu manna eins og Stefáns Jó- hanns, Sigurjóns Ólafssonar og annarra „sjálfsala11. Þess vegna er Alþýðuflokkurinn alltaf að minnka. En einingin er mál málanna. Ollum hugsandi mönnum er ljóst, að fyrir sósíalista er ein- ingin mál málanna. Það er stað- reynd, að megin-þorri þeirra kjósenda, sem fylgja Sósíalista- stjórna Landsbankanum, eru, og að meirihluti Alþingis hefur ekki í fullu tré að ganga í berhögg við þessa and- stæðinga nýsköpunarinnar, ekki heldur þeir flokkar, eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem annars telja þá stefnu sér til gildis. Sósíalistaflokkurinn hefur með baráttu sinni knúð Landsbankaafturhaldið til undanhalds, en þeirri baráttu er ekki lokið. Allir þeir, sem taka þátt í hinu mikla nýsköpun- arstarfi sem nú er unnið, fylgjast af áhuga méð þeirri baráttu, og munu þess albúnir að efla svo áhrif Sósíal- istaflokksins, að ekki sé hætta á að menn eins og Jón Ámasom geti hindrað eða tafið nauðsynleg- nýsköpunar- fyrirtæki. flokknum og Alþýðuflokknum vilja eitt og hið sama á vett- vangi stjórnmálanna. Það er einnig staðreynd að ef þessir kjósendur hefðu verið í einum flokki við bæjarstjórnarkosning- arnar í vetur, þá hefði íhaldið misst meirihlutann í toæjar- stjórn. Eins og allir vita, eru þeir menn, sem ráða í Alþýðu- flokknum, Stefánarnir, Sigurjón o. fl., ekki viðmælandi hvorki um samninga né samstarf þess- ara flokka, þess vegna verða kjósendurnir að sameina þá með því að fylkja sér um þann flokkinn, sem stofnaður er til að toerjast fyrir einingunni og bar- Framhald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.