Þjóðviljinn - 15.06.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1946, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVÍLJINN Laugaxdagur 15. júní 1946. þlÓÐVILJINN 1 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokicurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustig 19. Simar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. t,____________________________________________________/ Þjóðin krefst skýlausra svara Hver verður afstaða stjórnarflokkanna til nýsköpuu- arstefnunríar og herstöðvamálsins að kosningum loknum-' Verður stjórnarsamstarfinu haldið áfram á sama eða svipuðum grundvelli og verið hefur, eða verður horfið inn á nýjar brautir? Þannig spyr þjóðin, og eftir því hvaða svör hún fær við þessrím spurningum mun hún haga sér við kjörborðio. Að þessu sinni ganga íslendingar ekki að kjörborðinu bundnir gömlum hleypidómum, þeir hugsa um það fyrst og fremst hvaða afstöðu þeir flokkar, sem bjóða fram til þings taka til málefna dagsins, þeirra málefna, sem stjórnmálamennirnir óhjákvæmilega verða að taka afstöðu til að kosningum loknum, og eftir þeirri afstöðu munu at- kvæðin falla. Sósíalistaflokkurinn hefur gert hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni. Hann hefur skrifað samstarfsflokkum sínum í ríkis- stjórninni og farið þess á leit við þá, að þeir tækju upp samninga um áframhaldandi stjórnarsamstarf að aflokn- um kosningum, á þeim grundvelli; 1) „að lokið verði við að framkvæma málefnasamning stjórnarflokkanna og gerð ný samningsbundin áætlun um framkvæmdir á sviði atvinnulegrar nýsköpunar, menning- armáía og félagslegra umbóta í framhaldi af fyrri samningi. 2) að flokkarnir lýsi skýlaust yfir, að þeir muni vísa á bug ööum tilmælum, hvaðan sem þau koma, um leigu á her- stöðvum til erlendra ríkja til styttri eða lengri tíma, enda sé þess krafist, að lier sá, er enn dvelur hér á Iandi, hverfi nú þegar brott, samkvæmt samningi. 3) að gerðar verði gagngerðar ráðstafanir til að vinna bug á dýrtíðinni. Nú er það Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að svara. Vilja þeir halda stjórnarsamstarfinu áfram á þess- um grundvelli eða vilja þeir það ekki? Það er alkunn staðreynd að bæði innan Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins eru menn, sem hiklaust vilja aö stjórnarsamstarfið haldi áfram á þessum grundvelli sem að framan er lýst og það eru líka til menn innan beggja þessara flokka, sem líta á það sem sitt höfuðverkefni og ef til vill eina verkefni, á vettvangi stjórnmálanna, að koma í veg fyrir áframhald stjórnarsamstarfsins. Forustu fyrir þessum mönnum, innan Sjálfstæðisflokksins, hbfui' Björn Ólafsson heildsali, fimmti maður á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, að minnsta kosti sex af þeim frambjóðendum, sem flokkurinn hefur í öruggum sætum víðsvegar um land, eru sama sinnis og Björn. Málgagn þeirra er Vísir. Innan Alþýðuflokksins hafa þeir Jón Blöndal og Hanm- bal Valdimarsson einkum haft forustu fyrir stjórnarand- stöðunni og blaðakostur Alþýðuflokksins hefur að mestu verið á þeirra bandi í þessu efni. Það er fyrir atbeina þéss- ara manna að maðurinn, sem fastast beitti sér gegn stofn- un lýðveldis á Islandi 1944, Gylfi Þ. Gíslason, er nú efstrí maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, og að HaraJdi Guðmundssyni og Barða Guðmundssyni er þokað af þingi. Hvorir ráða stefnu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, stjórnarsinnar innan flokkanna eða stjórnar- andstæðingar ? TJr því fæst væntanlega skorið, er þeir svara tilboði Sósíalistaflokksins, og um leið skýrðu línurnar, sem ráða iáfstöðu kjósenda 30. júní. FRETTANEF. Eini kosturinn við Víkverja Morgunblaðsins er sá, að hann er gæddur þeim eiginleika, sem enskir kalla „nose for news“, og gæti á íslenzku kallazt fréttanef. Ekki þó svo að skilja, að hann no.ti þetta fréttanef sitt til að fræða náungann um mikilvæg málefni, heldur rekur hann það oftast á lítilfjörlegustu smámuni, ug getur þá stundum tekið upp á hinu og öðru, sem er svo frum lega fáránlegt, að menn hafa gaman af því öðrum þræði. — Þannig lét hann sér sællar minn- ingar detta í hug, að stofna til samkeppni um það, hver yrði fyrstur til að siá kríuna í vor, en ekkert varð þó úr þessu á- formi hans og er mjög leitt 1:1 þess að vita, því ella hefði Vík- verji vafalaust sjálfur mætt í Tjarnarhólmanum sem formaður móttökunefndar, þegar krían kom. AFSTAÐA HANS TIL STÆRRI MÁLA. Stöku sinnum álpast Víkverji til að taka afstöðu til stærri mála og kemur þá greinilega í ljós hinn reikula hugsun hans og hörmulegur skortur á rök- festu. Nægir í því sambandi .11 minna á skrif þau, sem hann birti fyrir skemmstu um áfengis- mál okkar. Byrjaði hann á því að tala um drykkjumenn sem sjúklinga, er bæri að meðhöndla sem slíka, en var svo i næstu andránni far- inn' að tala um þá sem ræfla og ómenni, er ekki ættu skilið ann- að en fyrirlitningu og útskúfun samborgara sinna. En, sem sagt, dálkar Víkverjá úr daglega líf- inu eru yfirleitt um ómerkileg málefni, sem ekki gefa tilefni til hugleiðinga eða andlegrar á- reynslu, og þessvegna lesnir líkt og andlausir reyfarar, sem óðara gleymast að lestrinum loknum. ÓSÆMILEG SKRIF. En Víkverja til hróss, vil ég segja það, að ekki kemur það oft fyrir, að hann geri sig sek- an um ósæmileg skrif eða þer- sónulegar árásir á menn. — Þó hefur þetta stöku sinnum hent hann og nú seinast í fyrradag, þegar hann notaði langan spotta af dálkum sínum til að seg.ja frá einhverjum kassa, sem einn af ritstjórum Þjóðviljans átti að hafa verið að flytja út úr sendi- ráði erlends stórveldis hér í Reykjavík. Nú getur verið, að menn hugsi sem svo, að ekki sé ástæða til að eyða orðum á Vikverja fyrir þetta, því enginn taki mark á honum og hann hafi þarna aðeins gert misheppnaða tilraun til að vera fyndinn. — Þetta er mikið rétt, en engu að síður leynir það sér ekki, að í skrifum Víkverja felast ógeðs- legar dylgjur og aðdróttanir um það, að téður kassaflutningur hafi staðið í sambandi við ein j hver ískyggileg myrkraverk. — J Víkverji ætti því, að skammast 1 sín fyrir tiltækið. HERSHÖFÐINGI HRING- IR AÐ NÆTURLAGI. Annars væri nú ekki úr vegi að leggja nokkrar spurningar fyrir Víkverja, úr því hann gef- ur tilefni til þess. Þeir, sem lesa dálka hans, hafa kannske veitt því athygli, að öðru hverju lætur hann í það skina, að hann sé persónulegur kunningi ýmissa háttsettra manna í her Banda- ríkjanna, og bera þessar ómerki- legu upplýsingar hans mikinn keim af því sem kallað er „snobb“. Nýlega sagði hann td. frá því, að fyrrverandi yfirmað- ur ameríska hersins á Islandi hefði hringt til sín að næturlagi til að láta sig vila, að hann hefði kunnað svo dæmalaust vel við sig hér á landi! Fyrr má nú vera lukkan! Og í gær sagði Víkverji frá því, að amerískur yfirflugforingi (ekki má það nú minna vera!) hefði boðið sér í flugferð norður í haf til að skoða miðnætursólina. Sumir láta sér ekki nægja sólarlagið í Reykja- i vík. Eg vil ekki bera Víkverja þeim sökum að hann sé að fremja einhver myrkraverk, en óneitanlega gefa ofangreind dæmi ástæðu til að spyrja: — „Hvernig er eiginlega þessi kunningsskapur hans við amer- íska hershöfðingja? Er það bara fyrir kurteisissakir, að háttsett- ur amerískur hershöfðingi hring- ir til hans um miðjaj)ótt?“ Við skulum vona, að Víkverji standi ekki í neinu leynimakki, en vissulega gætu menn grunað hann um það. I fyrradag var Víkverji einnig að tala um braggaútvarpsstöðv- ai-nar, sem hann hefur svo mikið j'yndi af, og mun ég síðar taka það mál til athugunar. Umhugsunarefni fyrir Morgunblaðið: Þegar Valtýr Stefánsson og Jón Kjartansson höfðu erlendan húsbónda stjáklandi á ritstjórn arskrifstofum Morgunblaðsins Blaðamannafélag íslands telur sjálfstœði landsins hœttu búna af er- lendu fjármagni í íslenzkum blöðum, er það vitnaðist að Morgunblaðið var gefið út að miklu leyti fyrir erlent fc. Þeir Valtýr Stefánsson og Jón Kjartansson eru annað veifið að fullyrða í blaði sínu að Þjóð- viljinn sé gefinn út fyrir erlent fé. Auðvitað er þessi fullyrðing heilaspuni, tilbúið áróðursefni vegna þess, hve erfitt þeim Morg unbiaðsmönnum reynist að finna höggstað á Sósíalistaflokkinn. En vegna þessara ummæla skal hér til gamans rifjað upp, að einmitt bessir tveir menn byrja ritstjóraferil sinn með því að taka við blaði, sem sannan- lega var gefið út fyrir erlerít fjármagn að þriðia hluta, ef ekki meira. Og þeir höfðu yfir sér útlendan húsbónda. Þetta er enginn áróður. Þetta eru stað- reyndir. Árið 1924 lætur Þorsteinn Gíslason af ritstjórn Morgun- blaðsins vegna ósamkomulags við hina umsvifamiklu dönsku eig- endur blaðsins, sem höfðu gert Fenger kaupmann að formanni útgáfustjórnar. Þá taka þeir Val- týr Stefánsson og Jón Kjartans- son við. Þorsteinn ymprar á heimilisástæðunum í Lögréttu sinni, en Valtýr og Jón svara með yfirlýsingu um að þeir hafi full og óskert umráð yfir öllu, sem í Mbl. og Isafold stendur. Þorsteinn virðist draga þetta „sjálfstæði" í efa, og segir (í Lögréttu 22. apríl 1924) m. a.: „Það gleður mig að sjá í yf- irlýsingu þeirra, að þeir séu „með öllu óháðir“ þeim Fenger og Co., og að þeir hafi „full og óskert umráð yfir öllu, sem í blöðunum stendur“. Greinar Lögréttu miðuðu beinlínis að því að svo gæti þetta orðið. Mér finnst, að engum ætti að þykja vænna um það en einmitt rit- stjórum Mbl., að tekið sé þegar í byrjun utan að frá rækilega í axlir þeirra manna, sem í fá- vizku sinni halda, að þeir geti verið yfirritstjórar blaða, þótt þeir kunni svolítið í tungu þeirri, sem blöðin eru skrifuð á, að þeir skilji ekki til hlitar neitt, sem í þeim stendur, hvort sem þeir hafa nokkurt vit eða ekki neitt á þeim málum, sem þar er um að ræða, og hvort sem þeir eru sendibréfsfærir eða ekki, svo að þeir hreyki sér ekki hærra en hæfileikarnir ná og reyni að hafa nokkurn hemil á sinum löðurmannlegu skúma- skota-skítkastatilhneigingum, er fyrrv. ritstjóra Mgbl. er eklci ókunnugt um. Stjákl Fengers á skrifstofum Mbl. nú getur ekki verið ritstjórum þess né starfs- mönnum til neinnar ánægju né uppbyggingar, og yfir höíuð skil ég eklci í öðru en að ritstjórar Mg.bl. hljóti að vera mér sam- dóma um það, að formennska Fengers fyrir útgáfufélaginu sé hneyksli, sem ekki ætti að eiga sér stað“. I sama blaði Lögréttu er birt harðorð samþykkt frá Blaða- FrauahalJ á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.