Þjóðviljinn - 15.06.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.06.1946, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 15. júní 1946. Aðalfundur Sumargjafar: Bærinn á að hefja byggingu dagheimilis nú þegar Bamavinafélagið Sumargjöf hefur látið gera upp- kaststeikningu að dagheimili og leikskóia hér í bænum og sent borgarstjóra með áskorun um að bærinn hef jist lianda um byggingu þeirra á þessu ári. Aðalfundur félagsins var haldinn í Grænuborg s. 1. miðvikudag. Stjórn félagsins var endurkosin. GRnnm GREtne HrxbslwnéhráhmeijlA Formaður Barnavinafé- lagsins,"' ísak Jónsson, flutti skýrslú : st'jórnarinnar. Hvað hann allt hafa verið gert til að festa það sem fyrir var og tryggja sem beztan árang ur af rekstri þeirra sjö starfs deilda, sem fél. lætur starf- rækja. Frá fáu nýju væri því að skýra, hvað þetta snert’. Hins vegar stæði fé- lagið nú á tímamótum, og væri stjórninni það vel ljóst. Og með tilllti til þess hefði stjórn félagsins skipað nefnd snerr.ma á árinu 1945 til áð undirbúa stofnun skóla fyrir j þær stúlkur, sem ætluðu sér að starfa hjá félaginu fram- vegis og fyrir stúlkur, sem yfirleitt ætluðu að starfa við barnaheimili og leikvelli á landinu og þessi stofnun myndi rísa upp í haust, ef ekkert óhapp kæmi fyrir. Þá gat formaður þess, að félagið hefðf fengið sig full reynt af rekstri vistarheimil- anna, sem það var knúð til að reka á hernámstímanum.. Allir í stjórninni væru því sammála um að slík starf- semi heyrði undir barna- vernd í landinu, og þá um leið hið opinbera. — Stjórn félagsins vildi því stefna að því, að Barnavinafélagið Sumargjöf losaði sig við vistar—starfsemina eftir því sem föng væru á nú á næstu árum. Hins vegar hefði það alltaf verið hið mesta áhuga- mál félagsins, og í samræmi við stefnuskrá þess, að auka sem mest dagstarfsemina, þ. e. dagheimili og leikskóla. Eftirspurn eftir þessari starf semi fer líka vaxandi, svo félagið hefur að undanförnu ekki getað fullnægt nema litlum hluta þeirrar eftir- spumar. Nú býr félag'ð hins vegar yfir dýrmætri reynslu um fyrirkomulag og rekstur dagheimila og leikskóla og er stjórn Sumargjafar ráðin í því að verða við háværu kalli borgaranna og byggja á fenginni reynslu um tilhög- un húsa og rekstrarfyrirkomu lag. Uppkasts-teikning að nýju húsi fyrir dagheimili og leikskóla liggur nú fyrir. Er þetta einskonar „moderne borg“ og hefur uppdráttur þessi nú verið lagður fyrir borgarstjóra, með áskorun frá stjórn félagsins um, að hann láti fullgera teikning- una og láti reisa húsið, þeg- ar á þessu ári. Stjórn Sum- argjafar álítur að þróun þess- ara mála sé þannig komið, að heppilegast sé og jafnframt eðlilegast, að bærinn eigi slík hús fyrir dagheimili og leik- skóla, en Barnavinafélagið taki hins vegar að sér rekst- ur slíkra heimila. Svo slysalega vill til að engin fjárhæð er ætluð til slíkra framkvæmda á fjár- hagsáætlun bæjarins í ár. — Hafði þó stjóm félagsins minnt rækilega á það. En Framh. á bls. 7. 10. kr. 10 kr. V erðlaunagetraun Hve mörg atkvœði fœr Sósíalista- flokkurinn á öllu landinu 30. júní? ........... atkv. Hve mörg atkvœði fœr Sósíalista- flokkurinn í Reykjavík? ........... atkv. LEIÐBEININGAR: Við síðustu alþingiskosningar 1942 fékk flokkurinn á öllu landinu 11059 atkvæði og í Reykjavík 5980. — Á kjörskrá voru á öllu landinu 1942: 73560 en nú ca. 80000. I Reykjavík 1942: 24741 en nú 29385. 1 U Nafn Heimili Fyrsta bók: VANSÆLL MAÐUlí Fyrsti kapítuli. I. Frjáisar mæður Utiskemmtanir höfðu eitt- hvað það við sig sem dro Arthur Rowe ómótstæðilega að sér, batt hann eins og varnarlaust fórnardýr við ' hornablástur í f jarska og hljóm af trékúlum sem hittu kókóshnetur. I ár voru auð- vitað engar kókóshnetur, , vegna þess að það var stríð: það mátti einnig sjá af húsa- rústunum — arinn sem hékk ^ á vegg eins og máluð eldstó í ódýru brúðuhúsi og kynnstur | af speglum og grænt veggfóö 'ur, og úr fjarlægð hljómur glers sem verið var að sópa saman og minnti á öldugjálf- ’ ur við sendna strönd. Að öðru leyti var Bloomsbury torgið í sínum bezta skrúða með fána Hinna frjálsu þjóða og f jölda skrautfána, sem ein hver hafði auðsjáanlega geymt síðan Krýningin var. Arthur Rowe horfði ang- urvær yfir grindurnar — það voru ennþá grindur. Úti- skemmtunin laðaði hann eins og sakleysið sjálft: hún var tengd æskunni, garðinum á prestssetrinu, stúlkum.í hvít- um sumarkjólum, blómailmi og öryggi. Hann hafði engn tilhneigingu til þess að hæð- ast að þessum f jarska barna- legu tilraunum til að græða fé handa góðum málstað. Þarna var hinn vanalegi klerkur sem hafði umsjón með barnalegri hlutaveltu; gömul kona í rósóttum bóm- ullarkjól, sem náði niður á ökla og með kauðalegan strá- hatt, hafði umsjón með leik barnanna, spennt en þó yfir- lætisfull. Þarna var spákonu- tjald í horni undir stórum hlyn — ef það var þá ekki salerni. Það var allt heillandi í kvöldsólinni. „Minn frið gef ég yður; ekki gef ég yður, eins og heimurinn gefur“ . . . Augu Arthurs Rowe fylltust tárum, þegar lítil herhljóm- sveit, sem einhvern veginn hafði tekizt að ná í, fór að leika hálfgleymt lag úr síö- asta stríði: „Whateer befail I’ll still recall that suniit ! mountain-side“. | Hann gekk framhjá grind- unum. Það var lítil aðsókn að útiskemmtuninni: það voru aðeins þrjár sölubúðir og fólk forðaðist þær. Ef það langaði til að eyða peningum, vildi það heldur taka þátt i hlutaveltu eða öðrum leikj- um. Arthur Rowe gekk með- Ifram grindunum-, hikaðí ein j og óboðinn gestur eða, eins og útlagi sem snýr heim aft- ur eftir mörg ár og er ugg- andi um móttökurnar. Hann var hár, hokinn, grannur maður með dökkt hár sem var byrjað að grána, langleitur og skarpleitur, ör- lítið nefskakkur, með við- kvæmnislegan munn. Hann var vel en hirðuleysislega klæddur; hann mundi hafa verið álitinn piparsveinn, ef hann hefði ekki borið með sér einhvern óskilgreinanleg- an eiginmannssvip . . . „Inngangseyririnn“, sagði miðaldra kona sem gætti hliðsins, „er einn shillingur, en það er varla sanngjarnt. Ef þér bíðið í fimm mínútur fáið þér að fara inn fyrir minna verð. Mé'r finnst alltaf sjálfsagt að vara fólk við, þegar það er orðið svona framorðið". „Þetta er mjög vingjarn- ' legt af yður“. | „Það er alltaf leiðinlegt ef fólki finnst maður hafa blekkt það — jafnvel þótt málstaðurinn sé góður, ekki satt?“ „Eg held ég vilji nú samt ekki bíða. Eg ætla að fara strax inn. Fyrir hvaða mál- stað er þetta eiginlega hald- ið?“ „Til stýrktar frjálsum mæðrum — ég á við mæðuv frá Hinum frjálsu þjóðum“. Arthur Rowe lét hugann reika til unglingsáranna, æskunnar. Um þetta leyti árs hafði alltaf verið útiskemmt- un á prestssetrinu skamrat frá Trampington vegi. Hann fór á þessar útiskemmtanir á hverju ári fullur kynlegrar eftirvæntingar — eins og allt mögulegt gæti komið fyrir, eins og hið tilbreytingarlausa. líf hans gæti gerbreyzt það kvöld. Hljómsveitin lék í hlýju síðdegissólskininu, hljómurinn titraði eins og hilling, og hin ókunnu and- lit ungra kvenna sáust með frú Troup, sem átti aðal- verzlunina og hafði pósthús- ið, ungfrú Savage, kennslu- konu við sunnudagaskólann og konum gestgjafans og sóknarprestsins. Þegar hann var barn fylgdist hann með móður sinni í allar búðirnar — barnafötin, rauðu ullar- peysurnar, skrautleirinn og síðast en ekki sízt hvítu fíl- arnir. Það var eins og í hvít- Harry Macfie: Guli Indiánanna (Sönn saga). fluttum við bátinn og farangurinn með járnbraut- arlest til Winnipeg. Þar skiptum við á gullinu og ómerkilegum bankaseðlum. En rauðu molana tvo, sem Sagwa hafði gefið okkur, létum við ekki af hendi, því að þessir molar og kynning okkar af Sagwa vini okkar voru einu launin fyrir sex mánaða langferð og erfiði. Við keyptum okkur vetrarforða í Winnipeg og fórum með lest til Ingolf. Þarna suðurfrá voru vötn enn ekki lögð, og þegar við höfðum sótt hundana til Maríu gömlu, rerum við yfir Stjörnu- vatnið, þar til við komum að bjálkakofanum okk- ar. -----Nokkrum mánuðum eftir að við komum ,,heim“ sátum við framan við viðareldinn, sem sló rauðum bjarma á timburveggina. Háir frostbrest- ir heyrðust frá ísnum á vatninu. 'Norðurljósin blikuðu skært yfir dimmum skóginum og loga- rauð blys teygðu sig upp himinhvolfið. Þau blikuðu þó eflaust enn skærar yfir þorpinu hans Sagwa langt í norðri — Wasawasa. Tuttugu og fimm ár liðu. Eg var í þann veginn að heimsækja Samúel í fyrsta sinn, eftir öll þessi ár, og var staddur hjá nokkrum vinum mínum í Vancouver. Við töluðúm um fyrri tíma og ég sagði þeim frá gullinu við.Megaleepneebe-fljótið. Flecc- her, kunningi minn, vildi óvægur, að þeir færu I þahgáð, og að ég yrði með og stjórnaði leiðangr- i inum. Nú var hægt að fara- nýju jáyöL'þháutina frá | Las Pas mikinn hluta léiðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.