Þjóðviljinn - 03.09.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.09.1946, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. sept. 1946. ÞJOÐVILJTNN 3 lltvarpsdálkurinn hér í l)hið- inu liefur fallið niður yfir sum- armánuðina, sumpart vegna fjar- vista úr bæn- um, en líka af|$ H3 hinu, að sum-j ardagskrá út-j: varpsins hefur; ekki þótt gefaj tilefni til þess, að um hana' væri skrifað að staðaldri. Sumardagskráin hefur verið næsta lík vetrardagskránni nema hvað dregið hefur verið úr liinu talaða orði. Hún liefur ekki staðizt samkeppnina við sólina og sumarið, hún hefur liorfið í skuggann, og fólk hefur verið óánægt með hana. Ekki get ég þó fullyrt, að dagskráin hafi verið lakari en undanfarin sumur, Það sem að dagskránni er, er í stuttu máli sagt, að hún er of lilbreytingarlaus. Sumar- dagskráin er eins og vetrardag- skráin og. dagskráin í vetur er eins og hún var í fyrravctur. Fvrst eftir að núverandi útvarps I ráð tók til starfa, bar töluvertj á nýbreytni í dagskránni, og hún batnaði til muna, en hinj síðari árin hefur dofnað yfir henni aftur. Nýsköpunarandinn hefur ekki orðið nógu endingar- góður. Þegar þetta hefur verið sagt, er skylt að geta þeirra afsakana, sem talsmenn útvarpsins hafa fram að færa: Úlvarpið á að sjá landsfólkinu fyrir dægradvöl og áheyrilegri fræðslu á liverju ein- asta kvöldi árið út og árið inn. Það þarf enga smáræðis hug- kvæmni til að filja í sífellu upp á nýju efni og nýju formi, hafa nýjabrum á hverju einu, sem! flutt er. I annan stað erum við( ekki nema 130 þúsund sálir ogj næsta fámennur hópur, sem lagtj getur af mörkum fyrsta flokks útvarpsefni. 1 þriðja lagi er ^ jiessi sami hópur önnum kafinn við alls konar skyldustörf. Marg- ir þurfa jafnvel að vinna verk tveggja. manna eða fleiri. 1 fjórða lagi tvístrast menn út um allar jarðir um sumartímann, sigla til útlanda eða týnast upp i óbyggðir. Og kannski leyfist lika sjálfu útvarpsráði og starfs liði þess að létta sér einhvern tíma upp eins og öðrum. Allt er þetta nokkur rök og þó ckki fullnægjandi. Til er út- lendur málsháttur á þessa leið: amma kölska dó úr afsökunar- teysi. Iiér skal að þessu sinni nefnt eitt atriði, sem liægt er að minnstakosti að lagfæra: l’Jt- . varpsráð er of naumt á fé til . dagskrárinnar. Þetta á að visu ■ ekki jafnt við um allt útvarps- efni, en að minnsta kosti erind- in.'Það'er ekki við því að búast, að raenn endist til að vinna fyr- ir útvarpiö, meðan þeir hafa fjár ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FXÍMANNHELGASON Guðriín L Símon- ar syngur í Gamla á 6. sept. Austurbæingar unnu Vesturbæinga með 2:1 Töluverður áhu.gi var fyrir þessum leik, og sé það satt, sem kvisaðist íyrir leikinn að Austurbæingar ætluðu að fylkja liði auste-n vallarins, þá létu þeir ekki á sér standa- Aftur á móti þótti mönnum sem liðssöfnun Vesturbæinga muni hafa gengið heldur treg lega ef miða á við þann hóp sem stóð vestan vallarins. Stungu menn saman nefjum um það, að ef til vill hefði forustan bilað, ,.borgarstjórn- in“ í vesturbænum hefði ekki náð tökurn á liðinu. Þetta varð þó til þess að allt varð rólegt eftir leikinn, því álitið var að Vesturbæingar hefðu ekki árætt til orustu sakir liðsmunar. Að vísu kom það fram, að margir Vesturbæ- Lið Vesturbæinga var jafn- ingar hefðu verið austan vall- ara * sókn og vörn. Anton arins, og þá sem liðhlaupar eða þá hitt að þeir hefðu ekki treyst sér að horfa og standa móti golunni ailan leikinn. Þótti sumum, sem heldur væri hér um afturför að ræða hjá þessum annars ágæta stofni. Leikurinn var yfirleitt jafn. Þó lá heldur á Vestur- bæingum til að byrja með, en þó eru það Vesturbæingar, sem gera fyrsta markið, og gerði Ólafur Hannesson það og nokkru áður átti hann hörkuskot í stöngina. Bæði lið.'n náðu oft nokkuð góðum samleik og virtist samleikur Austurbæinga yfirleitt virk- ari en Vesturbæinga. Aftur á móti voru framherjar Aust- urbæinga óákveðnari fyrir framan markið og fóru illa með tækifæri, sem þeim buð- ust. Austurbæingar jöfnuðu á vítisspyrnu og sigurmarkið kom seint í síðari hálfleik. Vesturbæingar gerðu nú harða atrennu en ekki tókst að jafna. Hjá Austurbæingum var vörnin betri helmingur- inn. Sérstaklega Sveinn Helga, Sigurður cg Hafsteinn, Sæmundur og Iíermann voru einnig nokkuð góðir. Haukur réði ekki við Ólaf Hannesson og var veikasti maður varn- arinnar. Ari kunni ekki við sig sem útherjh Jón Jónas- son var of óákveðinn, og nær ekki eins góðum leikjum í blönduðu liði og með sínu félagi. Snorri naut sín ekki sem m'ðframherji, og breytt- ist leikur liðsins eftir að hann varð innherji cg náðu Þór- hallur og hann stundum lag- legum samleik og' skipting- um, Kristján naut sín ekki fyllilega sem innherji og þó nokkru síður sem miðfram- herji enda var Brandur ekk- ert lamb að leika sér við- varði það sem varið varð. Birgir lék bakvörð og gerði það að mörgu leyti með prýði. Guðbjörn er í eins góðri þjálfun og á undanförn- um árum. Brandur virðist bú- inn að ná sér eftir meiðsli, er hann hlaut í sumar. Einar og Gunnlaugur voru oft vel með | og kvikir í staðsetningum. Ól- afur Hannesson var hættu- legasti maður framlínunnar Ellert gerði margt ve.l en Hafsteinn sá fyrir að hann gerði ekki of mikið- Magnús Ágústar var vinnusamur, en ekki að sarna skapi virkur með leik sinn. Haukur er leikinn en er of fastheldinn á knöttinn og fer með því- út úr samhengi við meðleiks- menn. Hörður veður of mikið um og vantar meiri ró til að fá það út úr leik sínum, sem efni standa þó tiJ. Flestir leikmannanna voru þeir, sem fara eiga til Eng- lands 18. þ. m. og vikið verð- ur að á föstudag. Dómari var Jóhannes Bergsteinsson- Ársþing I. B. í. 1916 hagslegt tjón af því, miðað við Annað ársþing íþrótta- bandalags ísafjarðar fór fram dagana 23.—24. febrúar sl. Sóttu þingið fulltrúar frá: Vestra, Herði, Skíðafél. ísa- fjarðar, Valkyrju Ármanni og U. M. F. Þróttur. U. M. F. Bolungarvíkur og U- M. F. Leiðarstjarnan sendu ekki fulltrúa á þingið. Ýmis mál komu fram og voru gerðar margar samþykktir og fara þær helztu hér á eftir; 1. Annað ársþing í. B. R. telur mjög æskilegt að virkri samvinnu verði komið á milli íþróttasambandanna á Vest- fjörðum, og vill skora á I. B. í. að hafa forgóngu um þetta mál, t- d. með því að boða til fundar með stjórnum sam- bandanna á komandi sumri. 2. Ársþingið skorar á stjórn ina að vinna ótullega að öfl- un kennslukvikmynda og verði þær sýndar á Banda- lagssvæðinu gegn vægu gjaldi, einnig telur þingið rétt að Bandalagið eignist að viiuia fyrir aðra aðila. Fyrstal sýningarvél hið fyrsta. skilyrði fyrir því, að útvarpið 3 þingið leggur t'.l við geti dregið að sér beztu starfs-' stjórn í. B. í. að stofnað verði kraftana, er náttúrlega það, að eitt sérráð fyrir knattspymu það sýni, að það vilji gera sæmij0g handknattleik á þessu ári lega við þá. A krepputínmm sarnkvæmt lögum 1 S. 1. þóttu peningar naumast gefandi | 4. Þingið samþykkir að fyrir aiulleg störf, en þess er aö kjósa 3ja manna skíðadags- minnast, 'að þeir tímar eru liðn- ráð, er hafi á hendi fjáröflun ir og koma vonandi aldrei aftur. næsta skíðadags og gera jafn- því fé, er safnaðist síðasta skíðadag'. í ráðið voru kosnir: Daníel Sigmundsson, Lárus Her- mannsson og Óskar Halldórs- son. 5. íþróttanefndin leggur til að stjórn L B. I. beiti sér fyr- ir því að haldið verði mót í frjálsum íþróttum fyrir 3ja flokk. 6. Þingið telur bráða nauð- syn til þess að hafizt verði handa um lagfæringu íþrótta- vallarins og telur æskilegt að stjórnin skipi nefnd hið fyrsta, sem vinni að því í samráði við vallarstjórn, að hrinda þessu máli í fram- kvæmd. 7. Ársþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að sundhöllin sé tekin til starfa og vill beina þakklæti sínu til allra þeirra er unnið hafa að fram- gangi málsins. í. B. í. væntir góðs samstarfs við forráða- menn Sundhallarinnar og ósk ar þess að starfsemi hennar megi verða öllum bæjarbúum til heilla. í stjórn Bandalagsins voru kosnir: Böðvar Sveinbjarnar- son formaður, meðstjóimend- ur til tveggja ára: Jónas Magnússon og María Gunn- arsdóttif. í héraðsdómstól voru kosn- ir: Axel Þorbjömsson, Sverr- ir Guðmundsson og Kjartan G. A. I framt tillögur um styrk af , Ólafsson. Ungfrú Guðrún Á. Símon- ar, söngkona, dvelur um þessar mundir hér í bænum, svo sem getið hefur verið. Nú fer að draga að því, að húni hverfi héðan, en áður en hún heldur suður á bóg'nn aftur, ætlar hún að efna til scng- ■skemmtunar. Og verður það á föstudaginn kemur í Gamla' Bíó og mun Fritz Weischapp- el verða við píanóið. Viðfangsefnin eru m. a. arí- ur úr óperum eins og ,Tosca‘., „La Bohéme“ og „Brúðkaup Figaros“, þá eru sígauna- söngvar og lög eftir fjögur íslenzk tónskáid. enda er lagaúrvalið prýðilegt. Það munu vissulega marg- ir gleðjast yfir þvi, að þessii unga og vinsæla söngkona1 lætur nú til sín heyra opin- berlega, enda muna reykvísk- ir söngunnend ;r vel hinar, mörgu og vel sóttu söng- skemmtanir hennar á síðast- liðnu ári og þá mun þeim: seint úr minni hða yndisleg, rödd hennar og túlkun á Ijóði og lagi. Um ársskeið hefur nú ung- frú Guðrún dvalizt í Lundún- um og sérstaklega lagt stundi á konsertsöng við hina m:'klu tónlistarstofnun, The Guild- hall Scool of Music and Drama. Lætur hún prýðilega yfir veru sinni þar og mun hún hverfa þar.gað aftur til' frekara náms í konsert- og ó- perusöng. Allt frá því, er ungfrú Guð- rún kom fyrst fram opinber- lega, hafa Reykvíkingar fylgzt með henni á þroska- braut hennar, stig af stig, og það munu þeir einnig, gera framvegis Sönglista- braut'n er bymum stráð, eins og aðrar listabrautir, þótt hún geti verið íögur og glæsi- leg, og þarf þrek og þolgæði: til að ganga hana. En Guð- rúnu hefur mrðað vel áframi og gleður það alla þá, er unna fögrum og lýriskunr söng á þessu landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.